Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 Kona fyrsti dýrlingur í sögu Bandaríkjarma Páfagarði, 15. septamber. Reuter. PÁLL páfi hefur í fyrsta skipti tekið Bandarfkja- mann í dýrlingatölu.j Hann gerði það við hátfð-J lega athöfn á Péturstorgij og hana sðttu 100.000 manns. Þar af voru rúm- lega 15.000 kaþólskir Bandarfkjamenn semj komu gagngert til Rómar að vera við athöfnina. Bandaríski dýrlingur- inn er Elizabet Ann Seton sem var fædd í New York 1774, tveimur árum áður en lýst var yfir sjálfstæði Bandaríkj- anna. Hún giftist nítján ára gömul og átti fimm börn með manni sínum en missti hann eftir níu ára sambúð. Skömmu síðar tók hún kaþólska trú og fluttist til Baltimore þar sem hún stofnaði kvenna- skóla og síðan nunnu- reglu. Meðlimir hennar nú eru 8.000 og starfa i þremur heimsálfum. Við athöfnina á Péturs- torgi voru karl og kona sem segja að móðir Seton hafi veitt þeim lækningu að sjúkdómum sem eru taldir banvænir. Páll páfi sagði að með því að taka móður Seton í dýrlingatölu væri banda- rísku þjóðinni sýnd virðing. Hann benti einnig á að yfir stæði kvennaár Sameinuðu þjóðanna. Hann benti á muninn á fordæmi móður Seton og efnis- hyggju bandarísks þjóð- félags. Ford forseti sagði í skeyti sem hann sertdi páfa að hér væri um að ræða „sögulegan atburð í andlegu lífi Bandaríkja- manna". I tilefni atburðarins efndu nokkrar ftalskar konur til mótmæla á Péturstorgi gegn yfir- standandi kvennaári. Elizabeth Ann Seton fyrsti bandarfski dýrlingurinn. Celtic leikur í íslenzkum búningum SKOZKA knattspyrnuliðið Celtic, sem mætir Val I Evrópukeppni á Laugardalsvellinum klukkan 18 1 kvöld, mun leika 1 knattspyrnu- búningum sem eru saumaðir hér á landi. Það er Halldór Einarsson, framleiðandi Henson sport- fatnaðarins, sem leggur til bún- inga á bæði liðin f kvöld, Val og Celtic. Mun þetta vera f fyrsta skipti sem frægt erlent knatt- spyrnulið leikur f fslenzkum fþróttabúningum. Myndin var tekin f gær þegar Jóhannes Edvaldsson, fslenzki atvinnu- maðurinn hjá Celtic, var að Ifta á búninginn sinn hjá Halldóri, en Jóhannes Ieikur í peysu númer 6 hjá Celtic. Jóhannes stendur í miðjunni, en vinstra megin við hann er Joe Gilroy, þjálfari Vals, en Halldór Einarsson stendur hægra megin. Ræningja tveggja Bandaríkjamanna leitað um Erítreu Karpov sigraði með 1 v. Milano, 15. september. HEIMSMEISTARINN Anatoly Karpov varð sigurvegarinn á stórmeistaramótinu f Milano og tryggði sér 12.000 dollara verðlaun. Karpov gerði jafntefli f sjöttu og síðustu skákinni við Lajos Portisch frá Ungverja- landi og sigraði hann með þremur og hálfum vinningi gegn tveimur og hálfum. Hann vann eina skák en hinum lauk með jafntefli. Portisch lenti f«öðru sæti á mótinu og fékk 6.000 dollara verðlaun. Ljoubomir Ljubojevich frá Júgóslavfu og Tigran Petrosjan, fyrrverandi heimsmeistari frá Sovét- rfkjunum, urðu jafnir og skipta á milli sfn þriðju og fjórðu verðlaunum sem nema samtals 7.000 dollurum. Sfðustu skák Ljubojevich og Petrosjans lauk með jafntefli eftir 18 leiki. Þeir fengu báðir þrjá vinninga. Addis Ababa, 15. september. Reuter. HERMENN Eþfópfustjörnar leita skæruliða Frelsisfylkingar Erítreu (ELF) sem rændu tveim- ur bandarfskum tæknimönnum og sex eþíópískum starfsmönnum, þegar þeir réðust á Kagnew- fjarskiptastöð Bandaríkjamanna skammt frá Asmara. Að minnsta kosti nfu aðrir eþfópfskir borgarar biðu bana og 23 særðust f árásinni. Skæruliðar ELF rændu tveimur öðrum Bandarfkjamönnum frá Kagnew f júlf. Teferi Bente hershöfðingi, for- seti herforingjastjórnarinnar, sagði á blaðamannafundi að búizt hefði verið við að aðskilnaðar- sinnar í Erítreu mundu gera ein- hvers konar árás í tilefni eins árs afmælis byltingarinnar gegn Haile Selassie keisara. ELF krafðist peninga og her- gagna af Bandaríkjamönnum fyrir mennina sem rænt var í júlí en fulltrúum Bandaríkjastjórnar hefur ekki tekizt að hafa samband Amnesty rúmlega London, 15. september. AP. Reuter YFIRVÖLD f Sovétríkjunum, Suður-Afrfku, Uganda og á Spáni eru sökuð um brot á mannréttind- um, pyntingar og aftökur póli- tískra fanga í miklum mæli f árs- skýrslu Amnesty International. samtaka þeirra sem berjasf fyrir réttindum pólitfskra fanga. við skæruliða þannig að samn- ingaviðræður geti farið fram. Teferi hershöfðingi sagði að viðræður við Ba.ndaríkjamenn um lokun Kagnew-stöðvarinnar væru á lokastigi og að henni yrði lokað fyrir áramót. Fækkað hefur verið í fjölmennu bandarísku starfsliði stöðvarinnar síðan byltingin var gerð og nú eru 50 Bandaríkja- menn eftir. Teferi lagði á það áherzlu að reynt yrði að finna pólitíska lausn á Erítreumálinu því ekki væri hægt að finna réttláta og varan- lega lausn með vopnavaldi. Hann kvað ástandið í Erítreu „sæmilega tryggt" og kvaðst eiga von á upp- lýsingum frá Súdan þess efnis að ELF hefði fallizt á að semja við Eþíópíustjórn. I ræðu á byltingarafmælinu kvað Teferi stjórn sína gera sér grein fyrir nauðsyn „vaidadreif- ingar“ Upplýsingaráðherrann, Jakob Gebre-Egziabihir, sagði hins vegar að stjórnin væri aðeins fús að veita Eritreu sams konar sjálfstjórn og 13 öðrum fylkjum Eþiópíu. ásakar 100 ríki Alls eru 107 lönd í heiminum sökuð um brot á mannréttindum í mismunandi miklum mæli Sagt er að alltof mörg Iönd virði mann- réttindi aðeins i orði kveðnu. Á það er bent að flest þau lönd, sem nefnd eru í skýrslunni, hafi und- irritað mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar Ámnesty fóru til 31 Ballett Helga og Auðar tekinn upp í sjónvarpi HELGI Tómasson ballettdans- ari fer utan f dag. Hann dansaði f fjórða og sfðasta skipti f Þjóð- leikhúsinu f gærkvöldi tókst að fresta förinni um einn dag. Alltaf var húsfyllir og dönsurunum ákaflega vel tekið. — Jú, þetta er búið að vera gaman, sagði hann rétt fyrir sýninguna f gærkvöldi. Og eftir undirtektum áhorfenda hafa þeir verið ánægðir. Um íslenzka ballettflokkinn sagði Helgi, að þar hefði tekizt vel til, þó ekki sé það stór flokkur. Stúlkurnar hefðu tekið framförum sfðan hann sá þær síðast. Auður Bjarnadóttir sé dugleg og efnileg. Ætti að geta komizt langt. Ekki kvaðst Helgi vita hvenær hann kæmi aftur til íslands. En það segði hann raunar alltaf, og svo byðust tækifæri og þá kæmi hann. Nú er hann alveg upptekinn við sýningar fram í aprfl, bæði með New York City Ballet í New York og í Washington og svo f gestaleik á milli. — Þetta er búinn að vera mikill atburður og ákaflega gaman, sagði Auður Bjarnadóttir. — Nei, nei, ekkert erfitt. Mér reyndist það miklu léttara en í vor. Helgi er sérlega hjálpsamur og leggur sig allan fram. — Pas des deux, sólóin okkar í þriðja þætti var alveg ný. Ég varð að læra hana og æfa á 3 dögum. Það gekk samt allt saman. Og í morgun tók sjón- varpið þann kafla upp. Ekki kvaðst Auður vita hvort hún færi utan til frekara ballettnáms. — Ég er á báðum áttum. Líklega verð ég þó áfram í ballettflokknum hér heima. En í vetur fæ ég að sækja tíma í Menntaskólanum við Tjörnina, eftir því sem ég get. En nú verður maður Iík- lega að taka sér hvíld í 3 daga til að jafna sig. Varpan skorín frá í þriðja skipti VARÐSKIP skar á báða togvira vestur-þýzka togarans Hans Böeckler BX 679, þar sem hann var að ólöglegum veiðum 11 sjó- mílur innan 50 mflna fiskveiðilög- sögunnar á Halanum á sunnudag- inn. Togarinn var að toga í mikilli þoku og áttaði sig ekki á varðskip- inu fyrr en það var komið upp að honum. Þessi togari hefur nokkrum sinnum áður komið við sögu f landhelgisdeilunni og mun þetta hafa verið f þriðja skipti, sem varðskip sker vörpuna frá togaranum. Hið fræga málverk Rembrandts sem ráðizt var á. Réðst með hnífi á Remhrandt-málverk Amsterdam, 15. september. Reuter. ATVINNULAUS kennari hefur stórskemmt stærsta og eitt kunnasta málverk Rembrandts, „Næturvaktina“. Hann réðst á það með hnffi og hjó 1 það á mörgum stöðum áður en verði og safngesti tókst að yfirbuga hann á þjóðminjasafninu f Ainsterdam. Kennarinn er 38 ára gamall og hefur verið undir hand- leiðslu geðlækna. Forstöðu- maður safnsins, Simon Levie, segir að takast megi að gera við málverkið, en það geti tekið langan tfma. Málverkið er rúmlega þriggja metra hátt. Talsmaður safnsins sagði: „Það er ómetan- legt og það merkir milljónir dollara." Spjöll voru unnin á sama málverki 1915. Atvinnulaus skósmiður og andlega truflaður rispaði það á nokkrum stöðum. lands á sfðasta starfsári sam- takanna til að kynna sér ásakanir um ofsóknir og pyntingar, fylgjast með réttarhöldum og bera upp mál við rfkisstjórnir, sem samtökin saka um brot á mannréttindum. Samtökin hvetja allar rfkis- stjórnir til að afnema dauða- refsingu. Jafnframt er skorað á Allsherjarþing S.Þ. að beita sér fyrir því að dauðarefsing verði afnumin alls staðar í heiminum. Mótmæli voru send til Spánar vegna dauðadóma yfir sex Bösk- um fyrir skæruliðastarfsemi. Skorað var á sovézk yfirvöld að fella niður ákærur á hendur tveimur félögum úr Moskvudeild Amnesty sem hafa verið hand- teknir. Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.