Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÖBER 1975 15 Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra flytur ræðu sína á Iðnþingi. önnur samtök iðnaðarins, og vænti ég þess að unnt verði að ná samstöðu um það, en ég tel, að hér sé um verulegt hagsmál fyrir iðnaðinn að ræða. Væntanlega verður unnt að leggja frum- varpið fljótlega fyrir Alþingi. LÁNASJÓÐIR Á vegum iðnaðarráðuneytisins er unnið að endurskoðun laga um lánasjóði iðnaðarins með það markmið fyrir augum að koma á skýrari verkaskiptingu þeirra, athuga möguleika á sameiningu í einni eða annarri mynd og auka stuðning við framleiðni í iðnaði og útflutning Álitsgerð mun væntanlega liggja fyrir I þessum mánuði eða þeim næsta og verða þá teknar ákvarðanir um hverjar breytingar teljast nauð- synlegar á núgildandi lögum þessara sjóða. IMÝ IÐNAÐARLÖG Núgildandi löggjöf um iðju og iðnað eru að meginstofni frá árinu 1 927. Það gefur auga leið, að nær fimmtlu ára löggjöf um svo mikilvæga atvinnustarfsemi sem iðnaðurinn er hlýtur að vera I mörgu ábótavant. Á síðasta Alþingi var samþykkt tillaga til þingsályktunar frá Gunnari J. Friðrikssyni um endurskoðun þessara laga. Óskað hefur verið eftir tilnefningu þeirra hags- munaaðila, sem lög þessi snerta fyrst og fremst, I nefnd, sem iðnaðarráðuneytið mun skipa til að endurskoða gildandi lög um iðju og iðnað. Verður nefndinni ætlað að hraða störfum svo unnt verði að leggja frumvarp til nýrra iðnaðar- laga fyrir Alþingi sem fyrst. BYGGINGARLÖG Til þessa hafa gilt mismunandi lög um byggingarmál í þéttbýli og dreifbýli bæði að þvi er varðar meðferð byggingarmála og þær kröfur, sem gerðar eru til bygginga. Eru bein laga- ákvæði um byggingarmálefni flest orðin gömul og á margan hátt úrelt. Þeim sem um þessi má fjalla hefur lengi verið þetta Ijóst og talið æskilegt að úr þessu yrði bætt- með þvi að setja heildarlög um byggingarmál, sem giltu fyrir landið allt og lögð hafa verið fyrir Alþingi frumvörp þess efnis Þannig var árið 1 924 lagt fram frumvarp til byggingarlaga og árið 1967 var lagt fram frumvarp til byggingar- laga fyrir skipulagsskylda staði. Bæði þessi frumvörp dagaði uppi á Alþingi Árið 1973 skipaði félagsmálaráðherra nefnd til þess að endurskoða gildandi lög um byggingarmálefni og semja frumvarp til byggingarlaga, sem giltu fyrir landið allt. Einnig var nefndinni falið að gera tillögur um breytingu á skipulagslögum, ef hún teldi það nauðsynlegt í sambandi við endurskoðun laganna. Nefndin var skipuð 1 1 mönnum frá hinum ýmsu stofnunum og félagssamtökum, sem um byggingarmál fjalla Hún hefur samið frumvarp til byggingarlaga, sem ætlað er að ná til landsins alls. Frumvarpið fjallar um yfirstjórn byggingarmála, almenna byggingarreglugerð og byggingarsamþykktir, um byggingarnefndir, byggingarleyfi, byggingarstjóra, byggingarfulltrúa o.fl. Frumvarpið verður lagt fyrir það Alþingi, er nú kemur saman. BYGGINGARIÐNAÐUR Byggingariðnaðurinn er svo gildur þáttur í efnahagsllfi okkar, að 25—30% heildarfjár- festingar á ári hverju er fólginn i ibúðabygging- um. Hagkvæm vinnubrögð og góð nýting þess mikla fjármagns, sem fer til húsnæðismála, er þvl mikilvæg Þá er einnig rétt að hafa I huga, hvillk áhrif húsnæðiskostnaður hefur á lifskjör fólksins I landinu. Og húsnæðismálin eru þýðingarmikill þáttur I byggðarþróun. Áætlunardeild Framkvæmdastofnunar hefur að undanförnu unnið að athugun og áætlana- gerð um ibúðarbyggingar á næstu árum. Hefur verið unnið að spá um eftirspurn eftir íbúðum og gerð drög að áætlunum um ibúða- byggingar á landinu frá 1975 til 1985 svo og athugun á fjármagnsforsendum á þessu sviði Þá er I undirbúningi athugun á framleiðslugetu byggi nga ri ðnaðari ns. Athuganir á þessum málum hafa leitt i Ijós að fólksfjöldi i aldursflokkum á aldrinum 20 ára til 34 ára hefur mjög mikil áhrif á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði Það hefur komið i Ijós, að á árunum fram til 1 985 er talsvert meiri aukningi i þessum aldurshópum en nemur aukningu fólks- fjöldans i heild. Þessi þróun mun þvi á næstu árum valda aukinni eftirspurn eftir ibúðarhús- næði frá því sem verið hefur. Til að fullnægja eftirspurninni er talið að byggja þurfi að meðaltali 2.400 ibúðir á ári fram til 1986. Undanfarin ár hafa að meðaltali verið byggðar 1 500— 1 800 íbúðir á ári. Löggjöfina um húsnæðismál þarf að endur- skoða. Félagsmálaráðuneytið skipaði þvi í sumar 7 manna nefnd undir formennsku Ólafs Jens- sonar til þeirra starfa Er hér um mjög mikilsvert verkefni að ræða. Meðal annars er nefndinni falið að kanna leiðir til þess að lækka byggingar- kostnað. Ef það tækist að verulegu marki væri það raunhæfasta kjarabótin fyrir allan almenn- ing. Einkum kemur hér til greina verksmiðju- framleiðsla byggingareininga og einingarhúsa i stærri stll en átt hefur sér stað til þessa. Hér þarf þó margs að gæta: Að um raunveru- lega aukna hagkvæmni sé að ræða, að fram- leiðslan henti íslenzkum staðháttum, hverskonar efni er hentugast, gjaldeyrishliðina o.fl. Þá veltur einnig á miklu, að slik framleiðsla i verksmiðjum sé tengd þeirri verkkunnáttu og þekkingu al- mennt, sem fyrir er í byggingariðnaði okkar og áratuga reynslu. Ég vil hér með biðja Landssamband iðnaðar- manna að koma á fót, í samráði við nefndina, starfshópi um þetta mál. OPINBER INNKAUP Miklu fjármagni er ráðstafað af ríkissjóði og opinberum stofnunum. Með útgjöldum rikisins og stofnana þess er hægt að hafa veruleg áhrif á uppbyggingu og stöðu innlendrar framleiðslu. I ýmsum iðnaðarlöndum er rikisútgjöldum að hluta beitt sem tæki til áhrifa á iðnþróun. Hér á landi er útboðum opinberra aðila stundum hagað á þann veg, að innlendir framleiðendur hafa verið útilokaðir frá tilboðum. Þess hefur ekki verið gætt, að skipta útboðum niður í verkhluta, sem væru viðráðanlegir og hentuðu íslenzkum framleiðslufyrirtækjum Þá gætir þess einnig, að gengið er framhjá innlendum fram- leiðendum i innkaupum opinberra stofnana. Ákveðið hefur verið að leggja fast að opinberum stofnunum að skipta svo sem kostur er við innlenda framleiðendur sé um tiltölulega svipuTT Framhald á bls. 24 Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna, flytur ræðu sfna á Iðnþingi. Á siðustu tveimur árum dró verulega úr þeim vexti, sem verið hefur í byggingariðnaðinum um árabil. Á árinu 1973 varð að vísu nokkur aukning I iðnaðinum miðað við árið áður, en nú var aukningin miklu hægari en verið hafði Þrátt fyrir að I upphafi ársins 19 75 væru fleiri ibúðir I smtðum en nokkru sinni áður, bendir margt til þess að vöxturinn I byggingariðnaðin- um verði minni á þessu ári en i fyrra. Segja má að hingað til hafi verið nægileg verkefni ! byggingariðnaðinum, en hins vegar hefur hin mikla spenna, sem verið hefur á vinnumarkaðin- um minnkað að mun, þótt ekki hafi enn komið til atvinnuleysis. Útlitið hefur sjaldan verið meiri óvissu háð en nú, og bendir margt til að iðnaðurinn stefni inn i öldudalj ekki ósvipaðan og á erfiðleikaárunum 1966—1968. Þetta er háskaleg þróun, ekki slst þar sem ekki hafði tekist að brúa það bil, sem myndast hafði milli framboðs og eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði, og er hætta á að það breikki nú enn meir en verið hefur. Þannig hefur byggingariðnaðurinn orðið fyrir mjög miklum sveiflum Það er raunar ekkert nýtt, að hann verði fyrir áhrifum frá ytri skilyrð- um efnahagslifsins og má reyndar segja að allar hagsveiflur endurspeglist i honum, þó með einhverjum timadrætti Þessar sveiflur eru ekki aðeins skaðlegar eða óheppilegar fyrir þjóð- félagið, vegna þeirra verðhækkana sem þær valda, heldur eru þær gifurlegur vandi fyrir byggingariðnaðinn sjálfan Litlir möguleikar verða til að áætla og skipuleggja ti! langs tima og sifellt er verið að leysa skammtlmavandamál. Það er mjög mikilvægtaðgerðarséu ráðstafanir til að draga úr þessum sveiflum i byggingarstarf- seminni. Það er eftirtektarvert, að þetta verður best gert með almennum sveiflujöfnunaraðgerð- um i efnahags- og atvinnulifi þjóðarinnar, þótt auðvitað sé hægt að koma í veg fyrir þær með öðrum ráðum. Landssambandið mun á næst- unni reyna að einbeita sér að þvi að sýna fram á þýðingu byggingariðnaðarins fyrir almenna iðn- þróun og benda á mikilvægi þess fyrir þjóðar- búið að fyrirtækjum i byggingariðnaði séu sköpuð þau skilyrði, sem nauðsynleg eru hverri atvinnugrein, tifað hún geti náð þeirri rekstrar- hagkvæmni, sem af henni er krafist Að undanförnu hafa átt sér stað nokkrar umræður um byggingariðnaðinn og hefur m.a. verið gerð sérstök úttekt á honum á vegum Rannsóknarráðs rikisins. Ekki er nema gott eitt að segja um allar umræður og tillögur sem gætu orðið til þess að gera raunhæfar og skynsam- legar úrbætur, sem vissulega er þörf á að gera á byggingariðnaðinum og ytri skilyrðum hans. Þrátt fyrir að ýmislegt gagnlegt hafi komið fram I þessu sambandi hafa sumir fjölmiðlar einfaldað hlutina býsna mikið og skellt skuldinni að verulegu leyti á iðnaðarmennina. Það er alltaf hætta á að svo fari þegar iðnaðarmennirnir sjálfir hafa ekki fengið tækifæri til að taka neinn þátt i tillögum og ábendingum, sem fram eru settar. Það má búast við að litið verði hlustað á varnaðarorð þeirra, ef þeir koma ekki með sina eigin stefnu og tillögur um lausn ákveðinna vandamáta byggingariðnaðarins og bera þær hiklaust fram fyrir almenning og stjórnvöld. Landssambandið mun beita sér fyrir slikri stefnu- mótun í sem flestum iðngreinum. Eftir mikið vaxtaskeið, sem verið hefur í málm- iðnaðinum allt frá 1968, hafa mikil umskipti át\ sér stað. Þjóðhagsstofnun telur, eftir að hafa lagt til grundvallar niðurstöður Hagsveifluvogar iðnaðarins, að framleiðslan hafi minnkað um 1% á árinu 1974, ef miðað er við árið áður Hins vegar varð magnaukning á árinu 1973, sem talin er hafa numið um 1 6.5%. Ástæðuna fyrir hinni minnkandi framleiðslu i þessari grein má einkum rekja til hinnar þröngu stöðu þjóðarbúsins og þá sérstaklega erfiðleika sjávarútvegsins. Þannig verður þessi grein einn- ig fyrir barðinu á sveiflunum í efnahagslífinu Afkoma málmiðnaðarins hefur versnað mikið að undanförnu vegna óraunhæfra verðlagsákvæða Við það bætist gifurlegt vandamál vegna erfiðrar innheimtu söluandvirðis. Samband málm- og skipasmiðja gerði könnun á þvi hvað mikið væri útistandandi hjá félagsmönnum, og kom i Ijós að um siðustu áramót áttu þeir um 1 100 millj kr hjá viðskiptavinum sinum. Þess ber þó að geta að hér er ekki eingöngu um að ræða fyrirtæki, sem stunda málmsmiði og vélavið- gerðir eingöngu, heldur einnig skipasmiðjur og dráttarbrautir. Geta allir séð hve alvarlegt þetta ástand er og hvaða dilk þetta dregur á eftir sér fyrir fyrirtækin. Þetta skapar ekki aðeins fjár- hagsörðugleika, heldur er hér einnig um að ræða mikla skerðingu á afkomu, vegna þess mikla vaxtakostnaðar, sem þetta hefur i för með sér Um þessar mundir stendur yfir forkönnun fyrir hagræðingarverkefni i iðnaði tengdum sjávarút- vegi, sem Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNIDO) stendur að ásamt innlendum aðilum. Aðaltilgangur þessa verkefnis er að fjölga þeim fyrirtækjum I þessum greinum, og þá aðallega i málmiðnaði, sem stunda vörufram- leiðslu svo og að stuðla að aukinni fjölbreytni í vöruframboði greinanna. Landssamband iðnaðarmanna á ásamt Sambandi málm- og skipasmiðja aðild að stjórn- unarnefn forkönnunarinnar Framkvæmdastjórn- in lagði áherslu á að fá aðild að nefndinni, þar sem hún telur sig vera að framfylgja stefnu Iðnþings með þvi að fylgjast með og hafa áhrif á þróun og vaxta-möguleika einstakra iðngreina. Stjórnin telur eðlilegt, að reynt sé að stefna að sem mestri vöruframleiðslu i hverri iðngrein, en hún leggur jafnframt áherslu á að iðnþróun getur þvi aðeins leitt til þjóðhagslegs ávinnings, að þjónustugreinarnar þróist i takt við vörufram- leiðslugreinarnar. Kostnaðarhækkanirnar að undanförnu hafa orðið þeim iðngreinum, sem byggja starfsemi sina aðallega á sölu þjónustu, mikill fjötur um fót. Brýn nauðsyn er á varanlegum lagfæringum á grundvelli þessara iðngreina og hefur Lands- sambandið að undanförnu unnið að þvi að skapa þann skilning hjá opinberum aðilum, að þessar greinar njóti sömu aðstöðu við að fá hagræð- ingaraðstoð eins og vöruframleiðslugreinarnar. Til þess að þetta sé hægt, þarf að skapa meiri skilning en nú er á þjóðhagslegu mikilvægi þessara greina og ennfremur þarf að skapa þær aðstæður, sem hvetja til hagræðingaraðgerða og tækniframfara Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá siðasta Iðnþingi hefur orðið all mikill samdráttur i skipa- smiðaiðnaðinum Ef litið er til þess, að á sama tima hefur innflutningur skipa aukist verulega, eins og sést best ef skuttogarakaupin eru höfð i huga, er augljóst að hér hafa alvarlegir hlutir gerst. Ef athugað er hvernig staðið hefur verið að endurnýjun fiskiskipaflotans kemur i Ijós, að allt frá síðari heimsstyrjöldinni hefur hún verið Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.