Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1975 Lýðháskólinn í Skálholti: Skólinn fullskipaður og margir urðu frá að hverfa LVÐHASKÓLINN f Skálholti var settur sunnudaginn 5. október. Hátíðin hófst með guðsþjónustu f Skálholtskirkju. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson annaðist guðs- þjónustuna. Því næst fór skóla- setning fram f salarkynnum Lýð- háskólans. Við athöfnina afhenti Guðrún Halldórsdóttir, skóla- stjóri Námsflokka Reykjavfkur, Lýðháskólanum gjöf frá Skál- holtsskólafélaginu. Var það kvik- myndasýningarvél, hinn vandað- asti gripur, ásamt sýningartjaldi. Fyrsti norski nemandinn, sem sezt á skólabekk f Skálholti, Gry Ek, lék á píanó við skólasetning- una. RJP 8296 ROYAL SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir Tízkuverzlunin NYSENDING KJÓLAR — SKOKKAR — VELOURDRAGTIR — KAPUR — HÚFUR — TREFLAR Verzlun hinnar vandlátu. Laugavegi 62 Sími 15920 Að lokinni skólasetningar- athöfn settust heimamenn og gestir að kaffidrykkju í matsal. Síðdegis fór fram aðalfundur Skálholtsskólafélagsins, en hon- um stýrði Agúst Þorvaldsson, fyrrum alþingismaður. Veður var hið fegursta á Skál- holtsstað skólasetningardaginn, og fjölmenntu fyrri nemendur skólans, svo og vinir aðrir og vel- unnarar, mjög til hátíðarinnar. Lýðháskólinn í Skálholti er í vetur fullskipaður sem fyrr. Fjöldi umsækjenda um skólavist varð frá að hverfa. Landsþing bifreiðaeigenda Áttunda landsþing Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda verður haldið í Munaðarnesi um næstu helgi. Um 40 fulltrúar víðs vegar að af landinu munu sitja þingið, sem verður sett á föstudagskvöld og lýkur á sunnudag. Á þinginu verða sameiginleg málefni bif- reiðaeigenda rædd, svo sem um- ferðar- og öryggismál, skatta- og tollamál og vegagerð og trygg- ingamál. Frá Lelðbelnlnaaslðð húsmæðra Hvað kostar að eiga frystikistu? í HARÐBÝLU landi okkar var búskaparháttum áður fyrr þannig háttað, a8 heimilum var það Itfs- nauðsyn að safna miklum matar- forða, enda hefur matargerð og matarneyzla mótast af þeirri naoð- syn. Algengast var að geyma m tt- inn sýrðan, reyktan, saltan, he t- an eða slginn, eins og kunnugt *r. Þegar sykur fór að flytjast til landsins, fóru húsmæður að m it- búa saft og sultu. og einnfreruur fór sá siður að ryðja sér til rúnis að sjóða niður matvæli t krukkur og dósir. Slðustu áratugi hafa hús- mæður t vaxandi mæli fryst mat- væli, enda varðveitast næringar- efni og bragðefni matvælanna mjög vel I frosti. Nú á dögum eru samgöngur örar milli landshluta og milli landa. og þvt er slður nauðsynlegt að safna miklum matarforða heima fyrir. a.m.k. I þéttbýlinu. En hins vegar finnst mörgum hús- mæðrum mikill kostur að eiga á heimilinu góðar og alhliða matar- birgðir. Margir telja ennfremur, að unnt sé að gera hagkvæmari inn- kaup, þegar keypt eru matvæli I stórum skömmtum. Frystikistur hafa þvt orðið mjög vinsæl heimilistæki, en að sjálfsögðu þarf að kunna til verka þegar undirbúa skal matvæli til frystingar svo að árangurinn verði sem beztur og sem minnst fari forgörðum. Frystikistur eru nokkuð dýrar í rekstri. 300 I kista kostar t dag um 80—100 þús. kr. Ef gert er ráð fyrir að frystirinn sé afskrifaður á 10 árum og vextir eru 12% mun kostnaðurinn að meðaltali vera um 16.000 kr. á ári. 275—300 I frystikistur eyða að jafnaði um 600 kvst. á ári. Með söluskatti kostar rafmagnið um 10 kr. hver kvst. Er rafmagns- kostnaðurinn þvt um 6000 kr. yfir árið eða 500 kr. á mánuði. Gjöldin eru samtals um 22.000 kr. á ári og þar við bætast útgjöld til við- gerða og viðhalds á frystinum og útgjöld vegna umbúða. Sigrlður Haraldsdóttir. emco-REX B20 1 0” afréttari 5" þykktarhefill. Verð kr. 94.000 — verkfœri & járnvörur h.f. w Dalshrauni 5, Hafnarfirði. Sími 53333. Ljubojevic í efsta sæti Manila, 8. október. Reuter. LJUB0MIR Ljubojevic gerði jafntefli við Lev Polugaevsky frá Sovétríkjunum í sjöundu umferð fjórða alþjóðaskákmótsins ttiá Filippseyjum í dag og er enn í efsta sæti með 5 vinninga. Rosendo Balinas frá Filippseyj- um, sem hefur sigrað Polugaevsky og Bent Larsen, sigraði Lubomir Kavalek og er í- öðru sæti með 4'A vinning. Polugaevsky og Brazilíumaður- inn Henrique Mecking eru með 4 vinninga. Mecking gerði jafntefli við Nikola Karaklaic frá Júgó- slavíu. Skák Larsens og Norðmannsins Leif Ogaard fór i bið. Vinsamlega birtið eftirfarandi smáauglýsingu > —— 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 150 * ^ 1 11 111 1 11 1 i i i i i i i i i ■ i i ■ i 1 1 1 300 81 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i L 1 450 > 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 ■ ■ 1 1 ■ 600 I 1 1 11 1 1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 1 J 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 750 >1111111111 i i i i i i i i i i i i i i 1 1 900 r i i i i i i .! i l i i i i i i i i i i i i i i 1 11050 * Hver lína kostar kr. 1 50 Meðfylgjandi er greiðsla kr NAFN: HEIMILI: AJ--A -A A A- SÍMI: ........ /i k /I a * Athugil Skrifið með prentstöfum og * setjið aðeins 1 staf í hvern reit. Áriðandi er að nafn, heimili og sími fylgi. Öi.XtVi JW TfiJr.A Jf, .(JSS6M -isrf M£J!.A /S.ue ,/ SA/tiM /x,a- 'fí -A <1 ,A„ «1 A A A. REYKJAVÍK: KJÖTMIÓSTÖÐIN, Laugalæk 2, SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Háaleitisbraut 68, KJÖTBÚÐ SUÐURVERS. Stigahlí HÓLAGARÐUR, Lóuhólum 2—6 SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS HAFNARFJÖRÐUR; LJÓSMYNDA- OG GJAFAVÖRUR Reykjavíkurvegi 64, VERZLUN ÞÓRÐAR ÞÓRÐARSONAR, Suðurgötu 36. ÁRBÆJARKJÖR Rofabæ 9, KÓPAVOGUR Ásgeirsbúð, Hjallavegi 2 Borgarbúðin, Hófgerði 30 Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsingadeildar Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík. _____A____A_____A____A___»___«__A__A_ Á A A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.