Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1975 33 1975 McNaught Syndicttr. lnc. VELVAKAIMDI Einar varð fyrri til og þegar hún sá brún augu hans svona nærri sér kom blik f augu hennar og hún hélt áfram með gerbreyttri röddu: — Heyrðu Tord, þú ættir kannski að byrja á að kynna mig fyrir gestum þinum. Ég hef ekki hitt þá fyrr. — Afsakaðu, sagði Tord stuttur í spuna. — Þetta er frú Barbara Sandell, kona Arne Sandells sem hefur verzlunina handan við. Bróðir minn, Ekstedt prófessor og dóttir hans og tengdasonur Puck og Einar Bure. Hún settist aftur niður og þegar hún krækti af sér kápunni kom f Ijós að hún var klædd nfðþröng- um ljósgrænum silkikjól sem var að mfnum dómi bæði óhentugur og auk þess dálftið óvenjulegur jólaklæðnaður. En það var sannarlega ekkert út á líkams- vöxtinn og línurnar að setja né heldur fagurskapaða fótleggina sem hún teygði frá sér svo að við gætum betur virt fyrir okkur alla þessa dýrð. Tord stóð kyrr f sömu sporum. Andlitssvipur hans gaf ekki til kynna hvað hann hugsaði þegar hann horfði á allan þennan kven- lega yndisþokka þarna f stólnum. PhilipsArgenta’ SuperLux keiluperan meó (wiójafuanipga birtMgtogganum Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Lélegar götu- og fyrirtækja- merkingar f höfuðstaðnum Reglumaður skrifar: „Velvakandi sæll. Af því að ég er fyrir það að hafa allt í röð og reglu og geta gengið að hlutunum á sínum stað, datt mér i hug hvort ekki væri kominn timi til að vekja athygli á lélegum merkingum hér i borginni. Götur eru flestar merktar, en þó skortir mjög mikið á að merkingar og skilti séu á þeim stöðum, sem þau verða að vera á — sem sé öllum götuhornum. Hver kannast t.d. ekki við það að koma að gatna- mótum, þar sem hús eru ekki. A slikum stöðum er algjör undan- tekning, ef komið hefur verið upp sjálfstæðu skilti á sjálfstæðum staur. Það er eins og þeir, sem þessum málum ráða, hafi tekið það í sig, að ekki sé hægt að festa spjald með götuheiti á annað en húsvegg. Ég varð feginn þegar Dani einn, sem hér hafði dvalizt smátima I sumar, gerði sér það ómak að skrifa þér og vekja athygli á þessu. Það má þá ekki minna vera en einhver heimamaður taki undir. Þessi ágæti Dani hefur þó sloppið við að lenda í þvi að leita að ákveðnum fyrirtækjum í nýj- um borgarhverfum. Hann hefur greinilega ekki komizt i það að vera húsbyggjandi I henni Reykjavík og þurfa að eiga við- skipti við fyrirtæki, sem t.d. eru til húsa inni í aðskiljanlegum Múla og Görðum. Á ég hér við iðnaðar- og verzlunarhverfi inni í Síðumúla, Armúla, Lágmúla, Bol- múla, eða hvað þetta heitir nú allt saman, og inni við Sundahöfn, að maður nú nefni ekki öll iðnaðar- fyrirtækin í Kópavogi. Þrátt fyrir elskulegt viðmót og góðan þjónustuvilja hefur þessum fyrir- tækjum alveg láðst að hugsa fyrir því, að viðskiptavinir þurfa helzt að finna fyrirtækin án alltof mikillar fyrirhafnar. Um daginn þurfti ég að fara i ákveðið fyrirtæki í svonefndum Iðngörðum við sundin blá. Þarna var um að ræða „stóran aðila“, sem selja mun mikinn hluta ákveðinnar tegundar byggingar- efnis. Ök ég nú Kleppsveginn sem leið lá þar til ég kom að Iðngörð- um. Náttúrulega fór ég strax að svipast um eftir skilti með nafni fyrirtækisins. Hefði ég rekið þetta ágæta fyrirtæki hefði ég fest kaup á veglegu skilti með stærstu gerð af letri, svo við- skiptavinirnir rækju örugglega augun I það frá Kleppsveginum. PHILIPS 30% meiraljós á vinnuflötinn samí orkukosínaður En það var nú ekki þvi að heilsa. Ég mátti skrönglast á mlnum lasna bíl eftir húsalengjunni e'ndilangri án þess að sjá nokkurs staðar skilti, sem benti til þess, að ég hefði fundið fyrirtækið. Það var svo ekki fyrr en í annarri atrennu, sem mér tókst að grilla í pinu-úggulitið spjald, þar sem á var letrað nafn margnefnds fyrir- tækis. £ „Afgreiði bara“ Sem ég vatt mér inn á búðargólfið hafði ég orð á því við afgreiðslumann, að mér hefði ekki gengið rétt vel að finna fyrir- tækið og byrjaði að ráðleggja hon- um um skiltið. Svarið, sem ég fékk var svona „Ja, ég afgreiði nú bara hérna. Þú getur reynt að tala um þetta við eigandann." Þessi viðbrögð báru áhuga- og skiln- ingsleysi glöggt vitni, svo ég nennti ekki að reifa málið frekar. Þessi smásaga úr daglega lífinu er ekki annað en eitt dæmi, en ég gæti komið með mörg fleiri, máli mínu til sönnunar. Ég er nú ekki að halda þvi fram, að hér sé beint um þjóð- félagslegt vandamál að ræða, en í raun og veru er ekkert mál að kippa þessu i lag. En það er eins og eitthvað sér- stakt afl i þjóðfélaginu þurfi að hafa frumkvæði. Verðlagsstjóri hefur sýnt lofsvert framtak ný- lega, þar sem eru fyrirmæli til kaupmanna um að verðmerkja vörur. Það er auðvitað ómögulegt að leggja það á embætti hans að kaupmenn sjái um að merkja fyrirtækin líka — fyrr má nú vera — en sá, sem á að sjá um götu- merkingar i borginni, gæti kannski athugað málið um leið og hann fer að hyggja að götumerk- ingum í framtíðinni. Reglumaður." 0 Húrra krakki! Vigdis Einarsdóttir skrifar: „Mig langar til að þakka Leik- félagi Reykjavíkur fyrir hina bráðskemmtilegu sýningu Húrra krakki, sem komið var á laggirnar til styrktar leikhúsbyggingunni margumtöluðu. Margar ánægju- stundirnar hef ég átt í Iðnó um dagana og er ég mikil stuðnings- kona Leikfélags Reykjavíkur, eins og góðum og gömlum Reyk- vikingi ber. Þess vegna langaði mig til að leggja mitt af mörkum til fjáröfl- unar vegna byggingarinnar og hugðist bjóða með mér nokkrum börnum úr fjölskyldunni til að sjá sýninguna. Það var svo ekki fyrr en um daginn að ég lét verða af þvi, — mest vegna þess að þá var farið að auglýsa siðustu sýningar. Þangað til hafði mér ekkert litizt á að fara að draga krakka á aldrinum 7—11 ára á miðnætur- sýningar eða niu-sýningar, en var hálfpartinn að vona, að sýningar yrðu á öðrum tíma og aðgengi- legri. Ég veit, að það er dýrt fyrir leikfélagið að fá leigt húsnæði til þessara sýninga, en þar sem hér er um að ræða hreinræktaða grín- sýningu og ætla má að mörg börn og ungmenni hafi af henni ánægju, hefði mér fundizt kjörið að miða tíma nokkurra sýninga við það. Ég beini þessu til leikfélagsins, svona til athugunar, um leið og ég þakka fyrir frábæra skemmtun og vona, að vel gangi nú með bygg- ingu leikhússins. Mér leiðist ósköp þetta rifrildi, sem virðist ætla að verða um það, hvort húsið verði fallegt eða ljótt, og hvort andinn muni koma jafn greiðlega yfir leikarana þar og í gamla Iðnó. En það gat nú svo sem verið, að ekki mætti byggja þetta lang- þráða leikhús án þess að rexa dálitið um það í leiðinni. Vigdis Einarsdóttir." HÖGNI HREKKVÍSI „Alltaf skal hann ná þeim — með einhverjum ráðum.“ 102P SIG6A V/öGA £ t/LV£fc4N i r æ í Mamma og pabbi vitið þið? Finnsku tvískiptu útigallarnir eru komnir í mommu- SáL MIÐBÆJARMARKADI - AÐALSTRÆTI 9 simi 27340 ÍG V£\T VÓ m ww,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.