Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 25
— Minning Steinunn Framhald af bls. 27 Heimili Steinunnar og Eyjólfs var ætíö með myndarbrag. Þangað lágu spor margra kunningja og ættingja, sem ætíð voru velkomnir, því Steinunn var ættrækin vel og vildi halda tengslum við ættingja nær og fjær. Þessarar gestrisni varð ég alltaf aðnjótandi hvert skipti, sem leið okkar lá saman og ekki breyttist viðmótið eftir að kona mín og börn bættust í hópinn; afasystir gerði við þau eins og nánustu ættingja. Steinunn og Eyjólfur voru að gömlum og góð- um íslenzkum sið mikið bók- menntafólk. Herbergin f húsum þeirra voru þakin bókaskápum, þar sem sjá mátti allt það bezta í íslenzkum, norskum og öðrum góðum bókmenntum. Þau lásu því mikið og oft komu til þeirra kunningjar, sem höfðu sama áhugamál og ræddu við húsráð- endur um gamalt og nýtt í heimi bókmenntanna. Voru það miklar ánægjustundir. Nokkrum árum eftir lát Konráðs fluttu hjónin til Óslóar og voru þar til ársins 1962. Þá ætluðu þau að flytja heim, en þá varð Steinunn fyrir öðru áfallinu, sem var lát Eyjólfs manns henn- ar, skömmu eftir að hann kom til landsins. Steinunn hætti þá við að flytja heim f bili og dvaldi lengst af í Ósló fram til i hitteð-fyrra, er hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum Jóni Þorvaldssyni húsasmíðameistara frá Akureyri. Eftir lát fyrra manns síns tók Steinunn í fóstur ungan frænda sinn, Hreiðar að nafni, en varð fyrir því óláni, að hann veiktist og lézt eftir þungbæran sjúkdóm. öll þessi áföll reyndu vissulega á kjark Steinunnar og dugnað, sem var mikill að hverju, sem hún gekk, en það tók sinn tíma og hún kaus að dvelja fjarri sínum heimahögum á meðan sárustu sár- in greru. En Steinunn kom heim og var að sinum venjulega dugnaði að byggja upp nýtt heimili, þar sem við öll ættingjar hennar og kunningjar vorum au- fúsugestir. Aðeins nokkrum vik- um áður en Steinunn Iézt, heim- sóttum við ættingjar Steinunnar á Egilsstöðum þau hjónin og grunaði þá engan, að það yrði f hinzta sinn. Steinunn lézt 2. október s.l. af afleiðingum umferðarslys. Við munum sakna hennar mikið. Guð blessi eftirlifandi eiginmann og móðursystur hennar, Kristbjörgu og Gerðu, sem voru hennar stoð, þegar sorgin var þungbærust. Páll Halldórsson. Al'GLYSÍNGASLMtNN ER: 224(0 jttorgMiibtabib MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÖBER 1975 25 Samkvæmiskjólar Brúðarkjólar Hattar, brúðarslör, Síð undirpils Blússur, síð pils Kjólabelti, skartgripir Skartgripakassar, Treflar, herðasjöl Lady-Marlene brjóstahöld og magabelti Snót Vesturgötu 17 sími 12284 Alltfulltaf nýjum vörum Peysur - Pils - Blússur - Bolir Verzlunin Snót, Vesturgötu 1 7. Ódýru pottasettin komin aftur Teflon-húðaðir álpottar Stærðir; 1 — 2 — 3 — 5 lítra og 25 cm panna Litir: \ Rautt — brúnt — grænt — Ijósgrænt Verð 3 pottar og panna kr. 9.000.— 4 pottar og panna kr. 11.500.— Sendum í póstkröfu. Opið til kl. 10 í kvöld, í Glæsibæ Búsáhöld og Gjafavörur, Glæsibæ, sími 86440, MiSbæ sími 35997. GARÐAHREPPUR Blaöberi óskast í Arnarnesiö JVtofHittiÞfiifrifr Upplýsingar í síma 52252 INGÓLFS-CAFÉ GÖMLU DANSARNIR f KVÖLD Hljómsveit GARÐARS JÓHANNSSONAR, Söngvari: BJÖRN ÞORGEIRSSON. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. SIMi 18936 Hver er morðinginn? The BIRD with the CRYSTALPLUMAGi Ofsaspennandi ný ítölsk-amerísk sakamálakvik- mynd sem líkt er við myndir Hitchcocks tekin í litum og Cinema Scope. Leikstjóri Dario Argento. Sýnd kl. 6, 8 og 1 0. Bönnuð börnum. VIÐ BYGGJUM LEIKHÚS u Síöustu sýningar vegna þess að BESSI BJARNASON er á förum til útlanda Síðustu sýningar Skemmtið ykkur og hjálpið okkur að byggja leikhús Miðnætursýning Austurbæjarbíói í kvöld kl. 23.30 Aðgöngumiðasalan í Austurbæjarbíói er opin frá kl. 1 6.00 í dag. Sími 11 384. VIÐ BYGGJUM LEIKHÚS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.