Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 Bragi Ásgeirsson: Björn Th. Björnsson hefur verið afkastamestur allra ís- lenzkra listfræðinga fyrr og sfðar hvað ritstörf snertir. Hef ég lengi haft hug á að gera nokkra úttekt hér í blaðinu á því, sem viðkemur myndlist í skrifum hans, — og vona að mér gefist tóm til þess innan skamms. Kynningarskrif og bókaútgáfa um myndlist og aðrar sjónmenntir eru slíkt brautryðjendastarf hérlendis, að skylt er um að fjalla og vekja athygli á merku framtaki. Nýlega er komin út bók frá hendi Björns svo sem kunnugt >>r og ýtarlega hefur verið :reint frá í fjölmiðlum og ber lafnið „Haustskip“. Segir þar rá flutningi fslenzkra fanga til Oanmerkur á úthallandi 18. öld >g þrælkun þeirra þar. Bók þessa myndskreytir ungur teiknari, Hilmar Þ. Helgason að nafni, og þannig að mikla athygli hefur vakið. Einkum þykir samvinna ritara sögu- efnisins og teiknarans vera hér til fyrirmyndar og þykir mér sérstök ástæða til að geta þessa og vísa til fyrri skrifa minna Blóðskammarhofróðan. Haustskip um athyglisverðar myndskreyt- ingar bóka. í umsögn um bókina hefur því verið haldið fram, að hún sé „eitthvert mesta stórvirki i íslenzkri bók undanfarin ár“ og má það rétt vera, en víst er, að íslenzk bókagerð er á uppleið sem er ávöxtur aukinnar sam- keppni og þess, að myndlistar- menn eru nú virkjaðir i meiri mæli en áður í þeim tilgangi að gera bækurnar ásjálegri að heíldarútliti. Góð bókarkápa og vandaður ytri búningur dugir ekki lengur, heldur verður öll bókin að vera til yndis fyrir augað, svo sem áherzla varlögð á fyrstu dögum prentlistar- innar. „Haustskip" er gott dæmi um bók sem jafnvel hefði orðið þurr og þung lesning kæmu ekki til tjáningaríkar teikningar, sem halda lesand- anum við efnið og gerir það forvitnilegt. Myndirnar þrengja lesandanum inn á sjálft sögusviðið, því að hér hefur verið leitast við að bregða upp raunsærri mynd af tíðarandanum og fatnaði þeirra tíma meðal hárra sem lágra, jafnframt því sem leitast er við að hafa þær sem stemmninga- rfkastar og í anda sögusviðsins. Allt þetta hefur Hilmari tekist með miklum ágætum og vinnur hann hér ótvíræðan sigur sem bókateiknari, einkum að sannferðugri krufn- ingu söguefnisins. Sjálfar teikningarnar eru misjafnar að gæðum, svo sem eðlilegt er, og má einkum að því finna að Hilmar notar ekki hendurnar nægilega sannfærandi sem tjáningarmiðil og eru þær full samsvipa gegnum alla bókina, t.d. mætti ætla að erfiðismenn hefðu siggmeiri og sinaberari hendur en embættismenn, þá má deila á hlutföll í sumum myndum og einstök höfuðform virðast nokkuð flöt. Mikilvægi handa sem tjáningarmiðils kemur hins vegar vel fram í mynd þeirri af syngjandi körlum er væntanlega fylgir þessum pistli, og þannig á þetta einmitt að vera. Hér er rétt að geta þess að myndirnar hafa rýrnað að gæðum í prentun, bæði við smækkun þeirra og einstaka uppsetningu. Þrátt fyrir ýmsa hnökra er tjáningarkrafturinn í myndun- um yfirleitt í bezta lagi og það er ekki svo lítið atriði og iðulega veigameira í allri sögu teiknilistarinnar en áferðarfríð og „rétt“ út- færsla. Fjarri er að anatómí- an skipti hér höfuðmáli í teikningum af fólki né inn- byrðis hlutföll, þótt allt geti það verið gott og gift. Hið sálræna innihald og huglægar víddir skipta meginmáli. Þannig er ég alls ekki sammála þeirri gagn- rýni, sem fram hefur komið t.d. „að hold blóðskammarhofróð- unnar hafi yfir sér of mikinn Playboy-brag“, eða því „að hlut- föll séu röng og anatómía léleg“ i sömu mynd. — Hér hef ég eingöngu út á andlitið að setja, og fram kemur alveg ný mynd og réttari ef fingur eru látnir skyggja andlitið. Abúðarmikið og eggjandi hold stúlkunnar er einmitt i fyllsta samræmi við túlkunina og er því hin sálræna anatómía og krufning þannig í stakasta lagi. Hér lít ég svo á, að það séu hughrif hinnar sér- stæðu lostakenndar sem máli skipta, en ekki skólalærð ana- tómia né nákvæmlega tíunduð hlutföll líkamans. Hér á einmitt að koma til eitthvað laust og tvirætt, en siður myndrænt meinlæti eða svipur traustrar skapgerðar, enda slíku ekki til að dreifa og er ei heldur ein- kenni blóðskammar né losta- fullra hvata konu er þráir og leitar samræðis. Það er næsta áberandi hve hin fínlegri atriði myndanna koma mun betur fram í frum- myndunum en í prentun, og æskilegt er að menn geri sér fyrirfram Ijósa grein fyrir þeirri hættu. Það er lögmál að flestar myndir tapa við smækk- un, og á það að sjálfsögðu einkum við hin fínlegri atriði og blæbrigði svo og smágerðari áferð, eins og hér kemur greini- lega fram. Ég hef hér dregið fram bæði kosti og galla mynda, og ætti ekki að fara á milli mála hvernig ég lít á tjáningarhlut- verk teikningarinnar í þessu sérstaka tilviki, og svo sem fram kemur er það mitt álit að Hilmar Þ. Helgason hafi skilað hlutverki sinu með miklum ágætum er á heildina er litið. Syngjandi karlar. Búið að dreifa 54 þúsund endurskins- merkjum í vetur UMFERÐARRAÐ hefur frá 1. október sl. dreift til sölu 54 þús- und endurskinsmerkjum og er það svipaður fjöldi og rððið dreifði allt árið f fyrra. Takmark Umferðarráðs var að þessu sinni að selja 60 þúsund merki og segir f fréttatilkynningu frá Umferðar- ráði, að sð tfmi nálgist nú óðum að þessu takmarki verði náð. 1 haust hafa 17 fyrirtæki, stofnan- ir og sveitarfélög keypt merki fyrir viðskiptavini sfna og starfs- fólk og má þar nefna að Starfs- mannafélag rfkisstofnana keypti merki fyrir alla félagsmenn sfna. I fréttatilkynningu frá Umferð- arráði segir að þessa miklu sölu megi e.t.v. þakka auknum skiln- ingi almennings á þessu þýðingar- mikla öryggismáli í umferðinni en enn skortir þó mikið á að full- orðið fólk noti endurskinsmerkin. Nokkuð hefur viljað brenna við að fólk noti endurskinsmerkin ekki rétt. Margir hengjá merkin aðeins á bak yfirhafna sinna en Umferðarráð ráðleggur að merk- in séu höfð bæði að aftan og fram- an og þá neðarlega. Einnig er gott að hafa merkin hægra megin nið- ur með síðum og gott ráð er fyrir fullorðna að næla merkjunum í vasana áyfirhöfnum sínum. Endurskinsmerkin fást í mjólk- urbúðum á sölusvæði Mjólkur- samsölunnar og í kaupfélögum um land allt. Bifreiðaeftirlitið í nýtt húsnæði eftir áramótin Bifreiðaeftirlit ríkisins í Reykja- vík hefur nú fengið nýtt húsnæði til umráða. Hið nýja húsnæði, sem tekið er á leigu, er að Bíldshöfða 8 ogmuneftirlitið flytjaþangað með starfsemi sína skömmu eftir áramót. Guðni Karlsson, forstöðumaður bifreiðaeftirlitsins, sagði i samtali við Morgunblaðið að hið nýja húsnæði bætti mikið starfsað- stöðu eftirlitsins. Þarna fengi það sæmilega skrifstofuaðstöðu og hægt yrði að framkvæma hluta af bifreiðaskoðunum innan húss. Guðni sagði að bifreiðaeftirlit- inu hefði verið úthlutað ióð við hliðina á leiguhúsnæðinu og gert væri ráð fyrir að byggja þar í áföngum skoðunarstöð. Breytingar þarf að gera á húsnæðinu áður en bifreiðaeftir- litið getur flutzt þangað, en Guðni sagðist vona að það gæti orðið í febrúar. Leigukostnaður fyrir hið nýja húsnæði er á þriðju milljón króna á ári. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Hús Bifreiðaeftirlitsins á gatnamótum Bfldshöfða og Breiðhöfða. Athugasemd frá fót- og munnmálurum VEGNA blaðaskrifa að undan- förnu, sem bera vott um vanþekk- ingu á félagi voru, viljum við taka fram eftirfarandi: Samtök fót- og munnmálara eru nú starfandi í 32 löndum heims. Þau voru stofnuð af fötluðu lista- fólki, sem hafði það sameiginlegt að halda á penslinum með munni eða fæti. Félagsmenn hafa þvf allir misst hendur sínar á einn eða annan veg. Meginmarkmið þeirra er að leita uppi sína lfka, og styrkja þá til myndlistarnáms. Til að sjá sjálfum sér og fötluð- um styrkþegum sinum, um víða veröld, farborða, gangast Samtök- in fyrir kortasölu, sem allsstaðar fer fram í formi heimsendinga en ekki í verzlunum. í þessum til- gangi hefir verið stofnað félag á Islandi, sem ber nafnið Fót- og munnmálarar h.f., og er skráð sem slíkt í firmaskrá Reykjavfk- ur. Félagið færir fullkomið bók- hald og reikninga í samræmi við lög og reglur. Nær allar greiðslur koma gegnum Póstgíróstofuna, sem er ríkisfyrirtæki. Söluskattur er greiddur af allri veltu. Fastir starfsmenn eru engir. Enginn stofnenda hefir þegið laun fyrir störf sín. Það er að okkar mati virðingar- vert, að þessir fötluðu listamenn, sem margir eru í hjólastól eða jafnvel rúmfastir ævilangt, skuli hafa kjark til að keppa á frjálsum markaði sem listamann og útgef- endur. Samtök þeirra hafa gefið fjölda öryrkja tækifæri til að taka sjálfir þátt i lífsbaráttunni, og örvað aðra til að öðlast jákvætt lífsviðhorf. Sl. sumar var stofnandi Al- þjóðasamtaka fót- og munnmálara hér á ferð til að kynna Samtökin Heimsótti hann m.a. vistfólkið á Reykjalundi og Sjálfsbjörg, þar sem hann málaði með munninum. Var honum mjög vel tekið og heimsókn hans vakti mikla at- hygli. Ágóði af jólakortasölunni renn- ur til þeirra sem máluðu kortin, og til styrktar efnilegum fót- eða munnmálurum hvar sem er, einn- ig hér landi. Kortin eru prentuð í Grafík h.f. Reykjavík pökkuð og frágengin af vistfólki Sjálfsbjarg- ar og Bjarkaráss. Þessir aðilar eiga allir þakkir skildar fyrir vel unnin störf. Fót- og munnmálarar h.f. vilja nota tækifærið og þakka I nafni listamannanna hinum fjölmörgu, sem keypt hafa kortin þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.