Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 Hagnýthugbót Flosi Ólafsson: Leikið lausum hala. 132. bls. Flosi. Rvfk 1975. KlNVERSKU kann ég ekki og get þvi ekki með árangri skfr- skotað til formálans í „Leikið lausum hala“ Flosa Ólafssonar. Kannski verður hann (formál- inn) til að íslendingar taka nú almennt að tjá hug sinn á tungu Maós formanns. Þeir leggja semsé saman aftur, Flosi og Árni Elfar, og bregða samtíðinni á ný undir dálítið svona rósrautt brenni- gler sem er þar að auki talsvert út úr fókus. En allt er það á íslensku nema inngangurinn. Textinn er eins og fyrri daginn stuttar greinar — nokkurs konar leiðarar fyrir menn I hátíðaskapi, ágætir til að lesa seint á laugardagskvöldum eða snemma á sunnudagsmorgnum, ef ekki hreint og beint á gamlárskvöld — nokkurs konar andleg stjörnuljós eða leitar- blys. Við íslendingar erum sem kunnugt er alvöruþjóð og skoðum sérhvert mál ofan i kjölinn. Og það gerir Flosi. Hann skrifar um ekkert nema alvörumál, fáeinar fyrirsagnir sanna það, svo sem: Timbur- menn, Fálkaorða, Lögbirting, Móðurmál, Iþróttahreyfingin. Jafnaðarmaður er hann lfka í þeim skilningi að hann lætur eitt yfir alla ganga. Þó ber hann kannski meira fyrir brjósti en annað þær stofnanir þjóðféiags- ins sem mest mæðir á dagsdag- lega. Parodia eða skopstæling er form sem fáir hafa glimt við hér á landi. Flosi er parodisti — eftirlíkingahöfundur — gengur f spor blaðamanna, útvarps- og sjónvarpsmanna og Flosl Olafsson. rithöfunda; að ekki sé talað um alvörumenn þjóðfélagsins, þá sem bera fjöll á herðum. Og varpar nýju og skæru ljósi yfir vandamálin auk þess sem hann gegnlýsir hvern þeirra krankleika samviskusamlega og miskunnarlaust. Vandalaust er að sjá hvað var rangsnúið og furðulegt í gamla daga. En fyrir samtíð sinni er maður allra helst lokaður. Þættir Flosa eru samtíma- spegill sem n\eð dálitlum ýkj- um — og þeim alltaf heldur meinlausum — hjálpar manni til að kyngja því sem helst hefur staðið eins og bögglað roð fyrir brjósti manns. Og skoða eigin ásjónu í réttu ljósi. Einn þáttur bókarinnar heitir „Hagnýt heimspeki“ — og er það ekki titill sem gæti átt við bókina alla? Þetta er hagnýt speki sem lýsir ofan í veraldar- innar ljónagryfju eins og hún er en ekki eins og við kjósum ef til vill að skoða hana gegnum okkar venjulegu og hversdags- legu spakvitringsgleraugu. Flosi er svo þjóðlegur að hann endar hvern þátt á stöku. Og er í sókn sem Ijóðasmiður. Ef hver visa hans vegur ekki fjórðung, þá að minnsta kosti hálfan fjórðung eða vel það. Til Bökmenntir eftir ERLEND JÓNSSON dæmis yrkir hann svo „eftir sporleitina við Stakkahlfð": Leitarmannaflokkur fann fótspor oní snænum eftir hreindýr, meri eða mann sem mun hafa komið að bænum. Loðmfirðingar hafa löngum komið skáldum til að kveða, fleirum en Páli Ólafssyni forð- um og Flosa nú. Það er alltaf eitthvað dularfullt við Loðmundarfjörð rétt eins og kínverskuna hans Flosa. Árni Elfar „hefur lýst bók- ina“ eins og stendur á titílblaöi og eru teikningar hans hvergi síðri þáttum Flosa. Hvort tveggja er hugbót, heilsubót og geðbót nú í járnkaldri alvöru skammdegismyrkursins. Erlendur Jðnsson. Lífið gróðursett Ingimar Erlendur Sigurðsson: GRASIÐ HEFUR GRÆNAR HENDUR. 123 bls. Letur. 1975. ORT á öxi (1973) og Fiskar á fjalli (1974) heita síðustu ljóða- bækur Ingimars Erlends Sigurðssonar á undan þeirri sem hér verður gerð að umtals- efni. Þær eru nokkuð sam- stæðar, raðkvæmar. Grasið hefur grænar hendur er öðru vísi. Gagnger breyting hefur þó ekki orðið að formi. En undir- tónninn hefur breyst. Það er bjartara yfir þessum Ijóðum; eða öllu heldur meiri heiðríkja. Á sama hátt og dauðinn lék visst undirspil í verkum skáldsins áður, þannig er það nú Iífið sem sækir fram með vor og grósku. Tilveran lifnar. Grafirnar eyðast. Eitt Ijóðið heitir einmitt — Grafirnar auðar. Kirkjugarður? Að sjálf- sögðu. En þar er ekki dauði heldur gróður, grænka. Sem og annars staðar. „Sjáðu allar þessar grænu þúfur.“ Ljóðinu lýkur svo með þessum línum sem hljóma sem upphrópun, vígorð, ályktun: Það eru allir að grafa sig upp. Bókarheitið ber lfka að skilja óeiginlega. Skáldið er ekki fyrst og fremst að yrkja um gróðurinn á jörðinni þó hann sé bæði grænn og lffrænn heldur grænkuna í mannlífinu. Þetta er að vissu leyti sköpunarsaga þar sem allt hefst og verður til af engu. „Hin auðu spor“ heitir fyrsti kaflinn. Þannig er í fyrst- unni ekkert. Síðan koma sjö kaflar sem allir fjalla um við- fangsefnið maður; sfðast loka- kafli sem ber heitið „Guð í manninum". Sköpunin full- komnuð? Og sfðasta ljóð bókar- innar ber raunar heitið Lffsins vatn. Minnumst þess frá skáld- sögum Ingimars Erlends hvernig lífstrú og dauðahrollur heyja baráttu sfn á milli (rann stundum saman og varð að eins konar lífshrolli), síðarnefnda aflið oft býsna áleitið en hið fyrrnefnda jafnan tengt rétt- lætiskenndinni — réttlætinu skulum við bara segja. Sem er víða fótum troðið. I þessum ljóðum stendur hið fyrrnefnda með pálmann i höndunum. Ekki vegna þess að allt sé orðið gott, síður en svo, heldur sakir hins að hið góða — grænkan, gróðurinn, felur í sér vaxtar- broddinn, Iífsblómið. Mér kemur f hug ljóðið Akall er hefst með þessum línum: Enn er Kristur á krossinum hann kom ekki þadan niður Síðar í sama kvæði er þetta erindi: kom þvf niður af krossinum með kærleika eins og sólin kom þvf niður af krossinum og kenn oss að nýju jólin Ingimar Erlendur Sigurðsson Um form Ijóðanna í þessari bók er ekki stórmikið að segja framar því sem ég hef áður sagt um fyrri ljóðabækur Ingimars Erlends. Ingimar Erlendur yrk- ir tvenns konar ljóð. I fyrsta lagi órfmuð og þá gjarnan með stuttum ljóðlínum, orða- sparnaði, gagnyrðum. I öðru lagi rímuð kvæði og þá helst með nokkuð löngum ljóðlínum RITIÐ Skáldkonur fyrri alda kom út í tveim bindum fyrir allmörgum árum, höfundur: Guðrún P. Helgadóttir. Nú hefur nýr útgefandi tekið við ritinu, Hörpuútgáfan á Akra- nesi, og sendir það aftur á markað. Að meginhluta geymir ritið erindi Guðrúnar en einnig er tekinn upp í það kveðskapur kvenna frá ýmsum tímum. Ékki ætti að þurfa kvennaár til að leiða hugann að svo ágætu sfnum). Mér kemur í hug atvik það sem segir frá í Njálu þegar Þórhildur skáldkona varð svo afbrýðisöm vegna þess að bóndi hennar, Þráinn á Grjótá, glápti svo stíft á telpuna, Þorgerði Glúmsdóttur, að aumingja eiginkonan — skáldkonan — gat ekki orða bundist en kastaði fram vísu þar sem hún bar á eiginmann sinn að hann væri að gægjast. En Þráinn brá við hart og títt eins og hans var von og vísa, sagði skilið við skáld- Guðrún P. Helgadóttir sjá á bak manni, sem hún hafði unnað og treyst, og kastaði að honum vísum — allt eins og Þórhildur forðum. Sá er hins vegar munurinn að hún hverfur ekki úr sögunni við svo búið, þvert á móti hefur frægð hennar geymst til þessa dags. Víst varð hið alræmda óbóta- mál, sem tengt er nafni elsk- huga hennar, Natan Ketilssyni, til að varpa meiri og varanlegri frægð á skáldskap hennar en ella hefði orðið. Skáldkonur fgrri alda verki sem rit þetta er. Skáld- konur hafa alltaf látið til sín heyra á Islandi. Hitt verður að segjast eins og er að hlutur þeirra hefur löngum verið grát- lega smár við hlið karlkyns skálda. Og hvernig svo sem þær hafa litið á skáldskapariðk- anirnar f sinn hóp hefur þeim, að minnsta kosti allajafna, gengið fremurTiáglega að höfða til karlmanna með skáldskap (þveröfugt við karlmenn sem oft hafa verið orðaðir við að töfra konur með kveðskap konu sína, bað hinnar þegar á staðnum. Ogfékk hennar! Þó saga þessi þurfi ekki að vera ýkjamarktæk sem al- mennur mælikvarði á virðing þá sem kona naut vegna skáld- skaparíþróttar til forna gefur hún óneitanlega vísbending um að annað hafi þótt hæfa konu betur en að setja saman kveð- skap. Og eins og Guðrún P. Helgadóttir segir: „Þórhildur skáldkona hverfur úr sögunni jafnsnögglega og hún kom, og er hvergi annars staðar á hana minnzt.“ Meðal annarra skáldkvenna fornra nefnir Guðrún Stein- unni Refsdóttur og Steinvöru á Keldum. í síðara bindi eru meðal annars þættir af Látra-Björgu og Ljósavatnssystrum. Lestina rekur svo Vatnsenda-Rósa (kennd við Vatnsenda f Vestur- Húnavatnssýslu) og fer vel á því. Rósa átti sín einkamál og háði sitt stríð þeirra vegna, varð að En sama má segja um hana og margar, kannski flestar skáldkonur fyrr og slðar, að hún hefur ekki viljað láta bæla sig, hvorki sem manneskju né konu, heldur lifa sínu lffi á þann hátt sem henni sjálfri sýndist, jafnvel þvert á móti viðteknum skoðunum almenn- ings. Skaphiti þessarar (að sögn) stórglæsilegu og sér- stæðu konu gera ljóð hennar blóðheit og hrífandi auk þess sem sum þeirra eru listilega vel kveðin. Eftirminnilegur skáld- og talsverðri mælsku. Adeilu- ljóðin, sem eru allnokkur í bók- inni, eru fremur rfmuð, þó ekki öll. Ingimar Erlendur er í tölu fárra sem kunna galdur orða- leikja — að gera ljóð úr orða- leik. Ég nefni sem dæmi ljóðið Að verða til (f merkingunni „að farast"): Þú varðst inni því menn verða ekki lengur úti milli bæja þvf menn verða inni milli veggja þvf mönnum er ekki lengur út skúfað úr samfélaginu þvf mönnum er innskúfað f mannfélaginu • þú varðst inni. Stundum yrkir skáldið lfka fyrir augað. Lyklar himnarfkis er til að mynda sett upp í bók- inni sem mynd af lykli. Grasið hefur grænar hendur er bók sem ber Ijós inn í skammdegismyrkrið. Og minn- ir á að dimman er senn að baki en framundan hækkandi sól með bjartari tíð og grænni gróður. Erlendur Jónsson. skapur sprettur allt eins upp af öfgafullu lfferni. Og Húnaþing á fyrsta þriðjungi nítjándu aldar bauð svo sannarlega upp á að lifa sterkt. Þar blandaðist saman: blóð og eldur, brenni- vín og skáldskapur, ótrúlegir glæpir annars vegar en fágæt glæsimennska hins vegar þrátt fyrir kröpp kjör. Guðrún P. Helgadóttir segir í formála fyrra bindis: „Þessari litlu bók er ekki ætlað að vera fræðileg rann- sókn, heldur er hún samin handa almenningi." I formála fyrir síðara bindinu getur hún þess að ritið sé ekki tæmandi, hún hefði t.d. „kosið að minnast Agnesar Magnús- dóttur. Margrétar á Mýri, Guð- rúnar i Stapadal, Guðnýjar f Klömbrum og Júlíönu Jóns- dóttur, svo að dæmi séu nefnd.“ Eigi að síður gefur rit þetta glögga yfirsýn yfir skáldskap íslenskra kvenna aldirnar í gegnum. Þó konum væri, sem slfkum, löngum varnað máls f margháttuðum skilningi — þær urðu að minnsta kosti að gæta þess að vera „kvenlegar" hvað sem öðru leið — sést að þeim hefur samt verið undralagið að koma meining sinni áleiðis, ef ekki umbúðalaust þá alltént nógu ljóst til að skildist. Erlendur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.