Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 35 Sveinbjörn Bjarkason og Þóroddur Stefánsson. Ljósmynd Mbl. Sv.- Þorm. Plötuhúsið, ný hljómplötuverzlun PLÖTUHÚSIÐ heitir ný hljóm- plötuverzlun sem opnuð hefur verið í Reykjavík. Er hún á horni Snorrabrautar og Hverfisgötu. Eigendur Plötuhússins eru Svein- björn Bjarkason og Þóroddur Stefánsson. — Verksviðið, sögðu þeir, er fyrst og fremst sala á hljómplötum og hljómflutnings- tækjum. Kváðu þeir góða sam- vinnu hafa tekizt við diskótek borgarinnar og mun Plötuhúsið sjá þeim fyrir nýrri tónlist handa borgarbúum að sögn þeirra fé- laga. Hljómplötutækin sem þeir bjóða upp á eru japönsk af gerð- inni Onkyo. Þeir kvaðust kappkosta að hafa ávallt á boðstólum nýjar og góðar hljómplötur frá Bandaríkjunum auk fslenzkra platna. Sérstaklega kváðust þeir ætla að vera með soultónlist, sem væri vinsælasta hljómlistarstefnan i heiminum i dag. Þá kváðust þeir ætla að vera með mikið úrval af kassettum. Minningar Guðmundar Jónssonar frá Selbekk komnar út hjá Letri SÝSLAÐ I BASLINU nefnast minningar Guðmundar Jónssonar frá Selbekk í Steingrfmsfirði og síðar á Ingunnarstöðum í Geira- dal, sem komnar eru út hjá bóka- útgáfunni Letri i Reykjavík. Það er Jón frá Pálmholti, er skráð hefur minningar Guðmundar en þær voru lesnar í útvarpinu sl. sumar og á bókarkápu segir m.a., að frásögnin sé óvenjulega hrein- skilin og viðskipti Guðmundar við samtfðarmenn sfna um margt óvenjuleg og söguleg. I bókinni segir Guðmundur frá heima- högum sínum norður á Ströndum og frá fyrstu árum sínum f Reykjavfk. Bókinni er skipt f tvo hluta, en í allt er hún rúmar 180 sfður, fjölrituð hjá Letri s/f. AUGLÝSINGASIMINN ER; 22480 2H«r0unb[abife PHILIPS KANN TÖKIN A TÆKNINNP wk HEIMILISTÆKI SF Hafnarstræti 3, simi 20455 — Sætúni 8, sími 1 5655. Eyjólfur Einarsson listmálari við verk sín. Ljósmynd. Mbl. Frið- þjófur. Sjávar- stemmning Eyjólfur Einarsson listmálari sýnir EYJÓLFUR Einarsson listmálari hefur opnað sýningu á vatnslita- myndum (akvarelle) hjá Guð- mundi Árnasyni á Bergstaða- stræti 19 (rammagerðinni). ! stuttu rábbi við blm. Mbl. sagði Eyjólfur að hér væru aðallega myndir sem hefðu orðið til fyrir áhrif frá sjónum og kallar hann sýninguna Sjávarstemmningu. Sýningin verður opin á venju- legum verzlunartíma til jóla. Sendir frá sér tvær þýddar barnabækur BARNABLAÐIÐ Vorið sendir fyrir þessi jól frá sér tvær barna- bækur Teskeiðarkerlingin, ný ævintýri eftir Alf Pröysen er gefin út með styrk frá Norræna þýðingasjóðnum. Hin bókin nefn- ist Branda litla og villikettirnir eftir Robert Fisker. Báðar bæk- urnar eru myndskreyttar með teikningum og þýddar af Sigurði Gunnarssyni. Bækurnar eru prentaðar f Prentsmiðju Árna Valdemarssonar h.f. Léttir og liprir úr mjúku brúnu leðri með slitsterkum sólum Nr. 35 Nr. 41 40 Kr. 5.450 46 Kr. 5.550 Skóverzl. Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181 Nr. 36-45 Verð kr. 4.995.- Léttir og liprir úr mjúku i brúnu leðri og með slitsterkum sólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.