Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976 Almennur fundur um at- vinnumál í Rangárvallasýslu UNDANFARIÐ hafa atvinnumál verið mjög ofariega á baugi í Rangárvallasýslu, þótt atvinna hafi verið allmikil sfðustu ár, hef- ur nokkuð gætt atvinnuleysis yfir vetrarmánuðina. Langstærsti vinnumarkaður verkafólks í Ran- árvallasýslu hefur undangengin ár verið við virkjunarfram- kvæmdir á hálendinu og nú síðast í Sigöldu, en þar störfuðu á þriðja hundrað Rangæingar s.l. sumar. Hafa þessar framkvæmdir haft afgerandi þýðingu fvrir atvinnu- líf héraðsins og átt meslan þátt í að brottflutningur ungs fólks úr héraðinu stöðvaðist. Verkalýðsfélögin í Rangárvalla- sýslu hafa bent á, að hin hagstæða þróun í atvinnumálum héraðs- ins að undanförnu verði þó að skoða í ljósi þess að hún byggist á tímabundnum framkvæmdum og Framhald á bls. 27 Oili Elfn Sandström við eitt verka sinna. Finnsk listakona sýn- ir á Hallveigarstöðum DAGANA 1.—4. aprfl stendur yf- ir sýning finnsku listakonunnar Oili Elínar Sandström á Hallveigarstöðum við Túngötu Revkjavík. Er þetta fyrsta sýning listakonunnar hérlendis á þessu ári, en á liðnu ári hélt hún 3 sýningar hér, í Hveragerði, Kefla- vík og í Vestmannaeyjum. Elín Sandström hefur verið búsett hérlendis í 9 ár en býr nú í Norður-Finnlandi. Hún hefur stundað Iistmálun yfir 25 ár og hefur sérstaklega einbeitt sér að „miniatyrer" eða litlum olíumál- verkum Að þessu sinni sýnir hún 58 olíumálverk, bæði íslenzkt og finnskt landslag og blómamyndir. Sýningin hefst kl. 17 fimmtu- daginn 1. apríl, en frá föstudegi til sunnudags er opið frá kl. 14—22. Aðgangur er ókeypis. „Slysum f ækkar um allt að 3/4 með notkun bílbelta” UM þessar muudir er staddur hér á landi prófessor Jörgen B. Dalgaard læknir í Danmörku. Hann var um nokkurt skeið prófessor i vefjafræði og réttar- læknum við háskólann í Minne- sota í Bandaríkjunum, en á sfð- ustu árum hefur hann helgað sig rannsóknum á umferðar- slysum og þá sérstaklega í sam- anburði á tæknilegum atriðum til skýringar á slysum og nota- gildi rannsókna til fyrirbyggj- andi aðgerða. T.d. er hann einn þeirra fjögurra vísindamanna. sem skipaðir voru af Norræna umferðaröryggisráðinu til að hafa með höndum rannsókn á notagildi bílbelta. Dalgaard kom hingað i boði læknadeildar háskólans og Um- ferðarráðs. Hann flutti tvo fyr- irlestra. Þann fyrri í Norræna húsinu fyrir almenning, þar sem hann fjallaði um umferðar- slys og varnir gegn þeim. Seinni fyrirlesturinn var fyrir lækna og læknanema en þá fjallaði hann um læknisfræði- iegu hlið málsins. „Það er staðreynd að bílbelti koma í veg fyrir mörg alvarleg umferðarslys og í sumum lönd- um hefur alvarlegum siysum fækkað um allt að 3/4 með notkun beitanna,“ sagði Dal- gaard á fundi með blaðamönn- Jörgen B. Dalgaard um. Sagði hann, að sannað væri, að bílbeltin hjálpuðu i 80% tilfella. Beltin hjálpuðu ekki mikið ef maður lenti á 100 km hraða í árekstri, en ef hrað- inn væri 80 km og að maður talaði ekki um 50 km hraða þegar óhappið ætti sér stað, væri gífurleg vörn af þeim. Þá ræddi Dalgaard um, að notkun bílbelta hefði nú verið lögleidd í flestum Evrópulönd- um og Islendingar væru eftir- bátar í þeim efnum. í Dan- mörku t.d. hefði lengi verið reynt að fá fólk til að nota belt- in með áróðursherferðum, án þess að lögleiða þau, en það hefði ekki gefið nógu góðan ár- angur. Sama hefði verið upp á teningnum í Astralíu, en þar var fólkið skyldað til að nota bílbelti fyrir nokkrum árum, og voru Astralir fyrstir manna til að setja lög um notkun þeirra. „Því hefur stundum verið haldið fram, að ef bíll lendir út i vatn, þá sé lítil von á að fólk bjargist ef það er í bílbelti. Þetta er hinn mesti misskiln- ingur. Við rannsóknir sem við höfum látið gera, er ekki eitt einasta tilfelli um að fólk hafi drukknað í bílum, er hafa lent út í vatn þegar það hefur verið í beltunum. Það er alltaf nægur tími til að losa beltin, en ef maður er ekki í belti er tiltölu- lega mikil hætta á að maður rotist við höggið er bíllinn skellur í vatnið eða að maður kastist til. Einu tilfellin, þar sem fólk hefur drukknað, er það hefur verið i beltunum, er þegar um ölvun er að ræða og í sjálfsmorðstilfellum." Þá vék Dalgaard að því, að sums staðar í Evrópu væri búið að banna að börn undir 15 ára aldri mættu sitja í framsætum bifreiða og væri það til mikilla bóta. Þá sagði hann, að ef gert væri ráð fyrir 20 dauðaslysum í bílslysum á Islandi á ári, ætti að vera hægt að fyrirbyggja 5 þeirra, með því að lögleiða notkun bílbelta. Eykur afköst við verkun á grásleppuhrognum FRAM TIL þessa hefur þurft mikla v;nnu við að verka og hreinsa grásleppuhrogn. Það er vandasamt verk og mikið að verka hrogn í hverja tunnu og er talið að röskur maður geti tæpast verkað nema I u.þ.h. þrjár tunnur á sólarhring. Nú er hins vegar orðin sú breyting á, að á markað- inn er komin vélasamstæða til að verka grásleppuhrogn, en Arni Gíslason, forstjóri Lýsis og mjöls hannaði samstæðuna I tómstund- um sfnum. Unnið hefur verið að hönnun þessarar hrognasamstæðu um nokkurra ára skeið og mun dr. Björn Dagbjartsson, forstjóri rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins, fyrst hafa gert tilraunir með þetta árið 1972. Hrognasamstæðan er með sér- stöku hristibandi, þannig að slý og vatn hristast að miklu leyti af hrognunum og siðan fara hrognin á þurrkbakka sem standa á pöll- um sem vibrator er undir. Með þeim hætti þorna þau á 1—2 klst., en áður tók 12—14 klst. að þurrka hrognin. Að sögn Jens Eysteinssonar hjá Neptúnus h.f., eykst hreinlæti mjög mikið með notkun þessarar véiarsamstæðu. se’ .uivanste-í.-i- ur af vél sem skilur hrognin og hrognapokana, hristibandi, hræri- vél og hristibakka. Mun minni Framhald á hls. 27 Frumvarpið hvergi til bóta og víða skref aftur á bak Þátttakendur á námskeiðinu á Skagaströnd ræða um hópvinnu og kvnningarstarfsemi. 128 Húnvetningar á félagsmálanámskeiðum UNGMENNASAMBAND Austur Húnvetninga hefur að undan- förnu gengist fvrir félagsmála- námskeiðum víðs vegar um Aust- ur-Húnavatnssýslu. Alls voru 10 námskeið haldin og 128 manns fékk viðurkenningu fyrir að hafa sótt námskeiðin. Auk þess fór fé- lagsmálakennari sambandsins í skóla f sýslunni og kynnti þar námsefni námskeiðanna. Leiðbeinandi á þessum nám- skeiðum var Olafur Oddsson frá Neðra-Hálsi í Kjós. Starfaði Ólaf- ur í Austur-Húnavatnssýslu í fimm vikur og auk þess að leið- beina á námskeiðunum annaðist hann almenna félagsuppbyggingu hjá U.SA.H. A námskeiðunum var lögð áhersla á hópstarf i ýmsum mynd- um og var þar m.a. rætt: tiigangur og markmið félaga í nútíma sam- félagi, félagsleg staða einstakl- ingsins, félagsmál á viðkomandi stöðum, fundarsköp og fundar- stjórn, tjáning og ræðumennsku og gildi kynningarstarfs. Hluti Kjarabaráttunefndar á blaðamannafundinum Ljósm. rax með reglugerð eða til Alþingis að úrskurða með fjárlagagerð hverju sinni. Námsmenn mótmæla því eindregið þessu frumvarpi og telja nauðsynlegt að Alþingi geri á því viðamiklar breytingar. Kjarabaráttunefnd gerir m.a. athugasemd við það að i frum- varpinu segir, eins og í gildandi lögum, „að stefnt skuli að“ fullri umframbrúun framfærslukostn- aðar. Námsmenn krefjast þess að kveðið verði skýrt á um að náms- lán skuli vera nægileg til að standa straum af eðlilegum fram- færslukostnaði. Þá hafa námsmenn gert þá til- lögu að endurgreiðslur námslána byggðust á greiðslugetu manna að — segir Kjarabaráttunefnd A hlaðamannafundi sem kjara- haráttunefnd námsmanna hoðaði til kom fram að nefndin telur frumvarp til laga um námslán og námsstyrki augsýnilega samið út frá því sjónarmiði að minnka sem mest útgjöld ríkisins til náms- lána. Bendir nefndin á að þegar til lengdar láti sé öflugt mennta- kerfi einn helsti burðarás efna- hagslegra og menningarlegra framfara í landinu. Þá segir í fréttatilkvnningu fundarins að eylgjendur gróðastefnu kjósi að loka augunum fvrir því að full- nægjandi námsaðstoð er forsenda þess að menn hafi jafna aðstöðu til náms, óháð efnahag, búsetu og kvnferði. Þá segir að rikisvaldið hafi lengi látið i i ijós vaxandi áhuga á að útgjöld námslána yrðu eins lít- il og komist yrði af með. Náms- menn hafa viljað fallast á að þessi útgjöld yrðu skert á þann veg sem námsmenn telja að sé réttlætan- legur, þ.e. að námsmenn sem hljóta verulegar tekjur að námi loknu endurgreiði lán sín í rikari mæli en nú er. Samkvæmt frumvarpinu hyggst ríkisstjórnin ganga töluvert lengra og herða jafnframt til muna endurgreiðslur af hálfu þeirra sem litlar tekjur hafa að námi loknu, segir í fréttatilkynn- ingunni, en námsmenn hafa talið það hvorki réttlætanlegt né fram- kvæmanlegt að krefjast strangra endurgreiðslna í slikum tilfellum, þegar námið hefur ekki fært nátnsmönnum neina betri tekju- aðstöðu. I viðbót við hin óaðgengi- legu ' endurgreiðslukjör frum- varpsins neitar ríkisstjórnin að uppfylla þá meginkröfu náms- manna að fest verði í lög að náms- lán verði nægilega há til að standa straum af eðlilegum fram- færslukostnaði námsmanns. Það frumvarp sem ríkisstjórnin hefur lagt fram, boðar stórfellda skerðingu á rétti námsmanna til opinberrar námsaðstoðar. Hvergi er kveðið á um rétt námsmanna til opinberrar námsaðstoðar. Hvergi er kveðið á um rétt náms- manna, en hins vegar er öllu bet- ur gengið frá rétti ríkisvaldsins. Langflest meiriháttaratriði eru sett i vald ráðherra til að ákveða námi lokn.u og væri samhliða því hægt að vísitölutryggja námslán- in. Myndu hátekjumenn greiða lán sín fyllilega verðtryggð en aðrir minna eftir greiðslugetu. Hafa námsmenn sýnt fram á að slíkt endurgreiðslukerfi myndi færa Lánasjóði u.þ.b. 55% af raungildi útlánaðs fjár í cndur- greiðslum. Ríkisstjórnin virðist hins vegar ekki hafa sætt sig við þessi sjónar- mið, segir í íréttatilkynningunni, og hyggst hún herða endur- greiðslur til muna og taka einung- is óverulegt tillit til tekna manna að námi loknu. Væru námsmenn þá komnir með einhver óhagstæð- ustu lánakjör í þjóðfélaginu og með þeim afleiðingum að menn myndu veigra sér við aó taka námslán nema þeir sæju fram á hátekjustörf að námi loknu. Námsmenn krefjast því að tekið verði upp að öllu leyti það endur- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.