Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976 11 Samtök arkitekta 50 ára UM ÞESSAR mundir er hálf öld lióin síðan Byggingarmeistarafé- lag Islands var stofnað, en það var fyrsti félagsskapur arkitekta hérlendis. Stofnendur, ellefu að tölu, komu saman i Báruhúsinu 30. marz 1926 og var Sigurður arki- tekt Guðmundsson kosinn for- maður. Aðrir i stjórn voru þeir Einar Erlendsson, Sigurður Pét- ursson, til vara Guðjón Samúels- son og Guðmundur Þorláksson. I lögum félagsins segir svo: „Tilgangur félagsins er að efla samvinnu meðal íslenzkra bygg- ingarmeistara og styðja að góðri Starfsmanna- félag KRON mótmælir AÐALFUNDUR Starfsmanna- félags KRON sem haldinn var i Hamragörðum fyrir skömmu mót- mælir harðlega synjun borgaryf- irvalda i Reykjavík á beiðni KRON um verzlunaraðstöðu við Sundahöfn, þrátt fyrir meðmæli skipulagsnefndar. Atelur fundur- inn mjög þá afstöðu borgar- stjórnarmeirihlutans að láta póli- tísk sjónarmið sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum reykviskra neytenda, varðandi hagkvæm verzlunarviðskipti, þar sem hér var um að ræóa stórmarkað, sem átti að bjóða viðskiptavinum hag- stæóari kjör en almennt gerist á höfuðborgarsvæðinu. Telur fundurinn það bera vott um mikið ofstæki og vanhugsaða ákvörðunartöku að hafna slíkri beiðni á hæpinni forsendu. Þá vill fundurinn skora á laun- þegasamtökin í Reykjavík og ná- grenni að taka virkan þátt í því að styrkja KRON til að koma þessum áformum í framkvæmd og sýna í verki skilning á því hver hags- munalegur ávinningur þetta er fyrir láglaunafólk hér í borginni og nágrannabyggðum hennar. byggingarlist og vandaðri húsa- gerð í landinu." Erinfremur segir: „Inntökurétt í félagið hafa þeir einir, að undan- teknum stofnendum, er numið hafa byggingarlist i því skyni að stunda hana sem aðalstarf, og lok- ið hafa prófi í einhverjum viður- kenndum skóla er kennir hús- byggingu (architektúr). Undanþágú má gera um menn er sýnt hafa í verki að þeir hafa þá kunnáttu er þessu samsvarar og meirihluti félagsmanna sam- þykkir." Arið 1934 var nafni félagsins breytt í „Félag íslenzkra arki- tekta" þar eð starfsheitið bygg- ingarmeistari þótti gefa ranga hugmynd. Hét það svo uns til varð húsameistarafélag Islands. Var það eftir að starfsheitið húsa- meistari (arkitekt) hlaut löggild- inu 1939, en núverandi nafn, Arkitektafélag Islands, hlaut fé- lagið árið 1957. Félögum fjölgaði hægt framan af. Arið 1951 voru þeir 24 og árið 1959 27 talsins. Undanfarin 10 ár hefur fjöldi hinsvegar nær þre- faldast, þó svo að íslenzkir arki- tektar þurfi að sækja alla mennt- un sina til útlanda. Eru þeir nú 113 talsins, en þar af starfa 16 erlendis. Þegar í fyrstu lögum félagsins var mörkuð sú stefna að vinna að bættri byggingarlist í landinu. Að þessu hefur félagið m.a. unnið með því að veita þeim sem bjóða vilja til samkeppni um byggingu eða skipulag allra sér- fræðilega þjónustu, því að það er skoðun félagsins að samkeppni sé og verði einna bestur hvati góðrar byggingarlistar. Arkitektafélag Islands hefur rekið Byggingar- þjónustu A.I. í 17 ár, en það er stöðug sýning á byggingarefnum sem opin er almenningi daglega að Grensársvegi 11. Núverandi stjórn Arkitektafé- lags tslands skipa: Hrafnkell Thorlacius formaður, Albína Thordarson ritari, Jón Björnsson gjaldkeri og Geirharður Þor- steinsson meðstjórnandi. VERÐLÆKKUN Vegna hagræðingar og betri aðstöðu í nýjum húsakynnum að Smiðju- vegi 6 hefur okkur tekist að lækka framleiðslukostnaðinn verulega: Bergamo Sófasettið hefur nú lækkað í verði um kr. 53.000 Staðgreiðsluverð í dag kr. 179.000 Bergamo er nýtízku sófasett í „Airliner" stíl. Traustbyggt, afburða þægilegt og fallegt. Meiri framleiðsla — betri vara — lægra verð SMIDJUVEGI6 SÍMI44544 m KJÖRGARDI SÍMI16975 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? ÞL' AUGLYSIR UM ALLT L.AND ÞEGAR Þl' AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Hljómplötuútgáfan, STEINAR H.F., Hátúni 4 A Simi; 25945 - 25930. Sumariö solskin þer veitir. Þaö er bjart yfir nýju breiðskífunni með BG og Ingibjörgu. oOLöRI NoDAGUD A „STARLIGHT skina okkar skærustu stjörnur meö Einari Vilberg. m mm Lárus Eik Hljomplötuútgáfan, STEINAR H.F., Hátúni 4 A Simi: 25945 - 25930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.