Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 40
AUGLÝSINGASIMfNN ER: 22480 !OíCi0íiwMíi«j»í^> AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 JRvrðunblabit) FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 Fá loðnu við Snæfellsnes og Grindavik ÖLLUM á óvart fengu nokkur skip ágætis loðnuafla á tveimur stöðum við landið I gær. Þau fáu Starfsmenn ÍSAL náðu hærri samn- ingum en aðrir SAMKVÆMT upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér fengu starfsmenn Islenzka álfélags- ins h.f. í nýgerðum samning- um við fyrirtækið talsvert hærri kjarabætur, en samið hefur verið um á almenna vinnumarkaðinum. Samning- arnir hjá ISAL gilda frá 1. febrúar — eða frá því er fyrri samningar gengu úr gildi og er fyrsta hækkun samninganna rúmlega 10%, en aðrar áfanga- hækkanir eru hinar sömu og f almennu samningunum, nema hvað þær koma mánuði fyrr. Því hækka laun hjá lSAL um 6% 1. júní, 6% 1. september og 5% 1. janúar 1977. Vmsar fleiri hækkanir náð- ust fram í ISAL-samn- ingunum. Deilitala, sem i almennum kjarasamningum verkafólks er 173,3, var lækk- uð í 165, en það þýðir 5% hækkun á eftir- og nætur- vinnu. Þá munu aukagreiðsl- ur, sérstök desembergreiðsla og sumarleyfisgreiðsla, hafa hækkað verulega. Ennfremur náðust fram fjölmörg önnur atriði í samningunum. skip, sem enn eru eftir á veiðum, voru flest úti af Svörtuloftum á Snæfellsnesi og fengu þar afla, og eitt skip, Börkur NK, sem var á heimleið, kastaði á loðnu skammt austur af Grindavfk. Virtist nokk- uð loðnumagn vera þar á ferð- inni. Hjörvar Valdimarsson skip- stjóri á Berki sagði þegar Morgunblaðið hafði samband við hann um kl. 19 í gærkvöldi, að þeir væru að draga þriðja kastið, en úr tveimur fyrstu hefðu þeir fengið 250 tonn. Sagði Hjörvar að sennilega væri ekki mikill afli f þriðja kastinu. Börkur kom á miðin austur af Framhald á bls. 22 Frá undirritun kjarasamnings BSRB og rfkisins f gær, Kristján Thorlacius, formaður BSRB, og Matthfas A. Mathiesen, fjármálaráðherra, undirrita samkomulagið. __Ljósm.: Ól.K.M. Kjarasamningur gerður við BSRB: Vísitöluákvæði samnings- ins fram til 1. maí 1978 Væntanlegt frumvarp um samningsrétt opin- berra starfsmanna nær ekki til BHM KJARASAMNINGUR milli rfkis- ins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var undirritaður að Hótel Esju f gærdag klukkan um 18. Samningur BSRB og ríkisins er f svipuðum anda og almennu kjarasamningarnir, sem undirrit- aðir voru um mánaðamótin febrúar—marz. Opinberir starfs- menn fá sömu prósentuhækkanir á laun og aðrir, þrisvar 6% og einu sinni 5%, en að auki fá þeir Dagblöðin sóttu um hækkun á verðlagi sínu frá 1. marz að telja. Hefur sú hækkun verið samþykkt, þannig að áskriftar- verðið er kr. 1000.— á mánuði. Morgunblaðið mun þó inn- heimta gamla áskriftarverðið fyrir marz, kr. 800.— Lausasöluverð er kr. 50.— pr. eintak. Grunnverð auglýsinga er kr. 600.— pr. eindálka cm. Tartar og Salisbury sigldu 7 sinnum á Tý 4% hækkun 1. júlf 1978, en samn- ingurinn gildir til 2ja ára. Samn- ingurinn er uppsegjanlegur frá og með 1. júlí 1977. 1 honum eru sömu rauðu strikin og í almenna samkomulaginu og að auki vísi- töluákvæði út allan samningstím- ann. I samningi BSRB eru eins og áður segir rauð strik sem í al- mennu kjarasamningunum, þ.e. 1. júlí, 1. október og 1. febrúar 1977, en þegar þeim sleppir kemur aftur vísitöluuppbót 1. júní 1977 og síðan ársfjórðungs- lega og „munu laun síðan hækka i Framhald á bls. 22 BREZKU freigáturnar Salisbury F-32 og Tartar F-113 sigldu sjö sinnum á varðskipið Tý í gær. Stóð aðför freigátnanna að varð- skipinu f nfu kfukkustundir. Engar alvarlegar skemmdir urðu á varðskipinu, en tvö göt komu á Tartar og þurfti freigátan að láta reka um tíma f gær, meðan verið var að lagfæra götin. Frá upphafi þorskastrfðsins hefur verið siglt 13 sinnum á Tý eða jafn oft og á varðskipið Þór. Varðskipsmenn sáu aldrei togara á meðan á aðför- inni stóð f gær. Að sögn talsmanns Landhelgis- „Þorskastríðstogarar ekki sézt í fœreyskum höfnum ” — segir Atli Dam lögmaður MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Atla Dam lögmann Færeyja f gær og spurði hann f framhaldi af umræðum á al- þingi Islendinga, hvort færeysk stjórnvöld hefðu eitthvað rætt um að neita brezkum togurum, sem stunda veiðar á Islands- miðum, um viðgerðir eða ann- ars konar þjónustu f Færeyj- um. „Ég hef heyrt frá þessum um- ræðum á alþingi ykkar, en verð að játa það, að við höfum ekk- ert rætt þetta mál í landsstjórn- inni. Af þeirri einföldu ástæðu, að brezkir togarar, sem stunda veiðar á Islandsmiðum, hafa ekki látið sjá sig í færeyskri höfn frá þvi að þorskastriðið byrjaði, og ef þeir kæmu er vafamál hvort þeir fengju nokkra þjónustu," sagði Atli Dam. Atli Dam sagði, að einu brezku togararnir, sem komið hefðu í færeyskar hafnir að undanförnu, væru togarar sem stunduðu veiðar við Færeyjar, en þeir væru mun minni en þeir sem væru á Islandsmiðum. Þá sagði hann, að brezku frei- gáturnar, sem gæta togaranna á Islandsmiðum hefðu ekki kom- ið nálægt Færeyjum svo hann vissi. Morgunblaðið spurði Atla Dam hvort Færeyingar væru ánægðir með samkomulagið sem tókst með íslenzkum og færeyskum stjórnvöldum, um veiðar Færeyinga við tsland. Lögmaðurinn sagði, að lands- stjórnin hefði undirritað sam- komulagið. Sjómenn í Færeyj- um yrðu a.m.k. ánægðir með það, þar tij, að búið væri að fiska upp í kvótann og Færey- ingar skildu einnig hið alvar- lega ástand sem rfkti í islenzk- um sjávarútvegi. gæzlunnar hófst aðför freigátn- anna að varðskipinu um kl. 11 í gærmorgun. Þá kom Salisbury að Tý, þar sem varðskipið var statt um 40 sjómílur austur af Langa- nesfonti og sigldi ögrandi að því. Leið nokkur stund eða til kl. 12.50 að Tartar F-133 bættist í hópinn og reyndar hafði dráttarbáturinn Lloydsman komið nokkru áður. Skömmu eftir kl. eitt fór Salis- bury að sigla nær og fyrir varð- skipið og eftir skamma stund sigldi Salisbury á stjórnborðs- skuthorn varðskipsins, en það lenti á miðsíðu freigátunnar. Hornlunning varðskipsins gekk nokkuð inn. Eftir þetta héldu freigáturnar áfram ásiglingartilraunum til skiptis og kl. 15.20 tókst Tartar að sigla á stjórnborðssíðu varðskips- Framhald á bls. 22 Skipstjórarnir dæmdir: Sektir frá 120 til 400 þús. krónur DÖMAR I málum skipstjór- anna á bátunum átta, sem Landhelgisgæzluvélin SVR stóð af ólöglegum veiðum úti fyrir Suðurlandi í fyrradag, voru kveðnir upp í Reykjavík, á Selfossi og f Vestmannaeyj- um f gær. Voru skipstjórarnir samtals dæmdir til að greiða 1940 þús. krónur f sekt til Landhelgissjóðs og var afli og veiðarfæri allra bátanna Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.