Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULÍ 1976 LOFTLEIDIR sswBÍLALEIGA n 2 n 90 2 11 88 /^BILALEIGAN felEYS IR LAUGAVEGI 66 o p* R u^vun.m. uu (VI RENTAL 24460 G 28810 n Útvarpog stereo. kasettutæki ^ ^ 22 022 RAUÐARÁRSTÍG 31 V______________/ Leiðrétting I VIÐTALI við Huldu Þorsteins- dóttur í síðasta sunnudagsblaði varð sú villa að Jóhannes Nordal var sagður móðurbróðir hennar en var afabróðir í móðurætt. Rétt var að hún vann 30 ár við verzlunar- störf en þar af 18 ár hjá Storr. Meðalvísitala hækkaði um 51% í GREIN um málefni borgarstjórn- ar í blaðinu í gær, iaugardag, varð prentvilla í undirfyrirsögn. Sagði þar, að meðalvísitala hefði lækkað árið 1975 um 51% en hið rétta er að sjálfsögðu, að meðalvísitalan hækkaði um 51%, eins og reyndar kom fram í greininni. Segir af sér Parfs, 17. Júll. Reuter. ALI Aref Bourhan, forsætisráð- herra frönsku nýlendunnar Djibouti (Afars og Issas) við Rauðahaf, kom í dag til Parisar til að segja af sér eftir óeirðir sem blossuðu upp í nýlendunni fyrir viku og vegna gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir varkára afstöðu til sjálfstæðis nýlendunnar. Mondolfo látinn Buenos Aires. 17. júlí. Keuler. HEIMSPEKINGURINN Rudolfo Mondolfo er látinn, 99 ára að aldri. Hann flýði frá ítalíu Musso- linis 1939 og bjó síðan í Argen- tínu. Eftir hann liggja um 400 verk. Útvarp Reykjavlk ÞRIÐJUDKGUR 20. JÚLl MORGUNIMIIMN_____________ 07.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Marinó Stefánsson les sögu sína „Manna Iitla“ (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Tónleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Suisse Romande hljómsveit- in leikur „Le chasseur maudit" hljómsveitarverk eftir^ César Franck; Ernest Ansermet stjórnar / Hljóm- sveitin Fíladelffa leikur Sin- fónfu nr. 3 f a-moll op. 44 eftir Sergei Rachmaninoff; Eugene Ormandy stjórnar. 12.00 Oagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ__________________ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá Olympfuleikunum • í Montreal: Jón Ásgeirsson segir frá. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug“ eftir Sterling North Þórir Friðgeirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les (8). 15.00 Miðdegistónleikar Ronald Smith leikur Konsert fyrir einleikspíanó eftir Charles-Valentin Alkan. Byron Janis og Sinfónfu- hljómsveitin f Chicago leika „Dauðadans", tónverk fyrir pfanó og hljómsveit eftir Liszt; Fritz Reinar stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfrcgnir). . 16.20 Popphorn 17.30 Sagan: „Ljónið, nornin og skápurinn" eftir C.S. Lewis Kristfn Thorlacius þýddi. Rögnvaldur Finnbogason les (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÓLDIÐ 19.35 Sumarið ’76 Jón Björgvinsson sér um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Ásta R. Jóhannesdóttir kynn- ir. 21.00 Þrjátfu þúsund milljón- ir? Orkumálin — ástandið, skipulagið og framtíðar- stefnan. Annar þáttur. Umsjón: Páll Heiðar Jóns- son. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan. „Litli dýrlingur- inn“ eftir Georges Simenon Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (13). 22.40 Harmonikulög Viola Turpeinen og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi „Um ástina og lffið“. danskt kvöld á listahátíð 1974: Upplestur, söngur og samtöl. Flytjendur: Lone Hertz, Bonna Sönderberg og Torben Petersen. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. AilÐSIIKUDKGUR 21. júlf MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Marinó Stefánsson les sögu sína „Manna litla” (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Rena Kyriakou leikur „Piec- es Pittoresque" fyrir píanó eftir Emmanuel Chabrier / Gerard Souzay syngur lög eftir Francis Poulenc; Dalt- on Baldwin leikur með á Píanó / Bruxelles-trfóið leik- ur Trfó fyrir tréblásturs- hljóðfæri eftir Robert Darcy. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá Ólympfuleikunum f Montreal: Jón Ásgeirsson segir frá. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug“ eftir Sterling North. Þórir Friðgeirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les (9). 15.00 Miðdegistónleikar. Lamoureux-hljómsveitin í París leikur „Francesca da Rimini", fantasfu fyrir hljómsveit op. 32 eftir Tsjai- kovsky; Igor Markevitch stjórnar. Sviatoslav Richter og Enska kammersveitin leika Konsert fyrir píanó og hljómsveit op. 13 eftir Benja- min Britten; höfundurinn stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar 17.00 Lagið mitt. Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 Spjall frá Noregi. Ingólfur Margeirsson segir frá norska verkalýðsskáldinu Rudolf Nielsen- fyrri þáttur. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Um veðurfar á lslandi. Markús Á. Einarsson veður- fræðingur flytur erindi. 20.00 Einsöngur f útvarpssal. Jón Vfglundsson syngur ís- lenzk og erlend lög. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pfanó. 20.20 Sumarvaka a. Að fagnaði með fimmtu herdeild. Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur segir frá atviki úr Noregs- dvöl. b. Ljóðalestur. Eirfkur Eiríksson frá Dagverðargerði les „Sandy Bar“ eftir Gutt- orm J. Guttormsson og „Ljóðabréf til Vestur- Islendinga” eftir Örn Arnar- son. c. Grasa-Þórunn. Rósa Gfsla- dóttir í Krossgerði les sfðari hluta frásagnar af Þórunni Gfsladóttur úr sagnasafni Sigfúsar Sigfússonar. d. Kórsöngur. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandar- sókna syngur nokkur lög. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pfanó. 21.30 (Jtvarpssagan: „Stúlkan úr Svartaskógi" eftir Guð- mund Frfmann. Gfsli Hall- dórsson leikari byrjar lestur- inn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Litli dýrling- urinn“ eftir Georges Simen- on Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (15). 22.40 Djassþáttur. f umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. JÓN Ásgeirsson, íþrótta- fréttamaður útvarpsins, er nú staddur á Ólympiu- leikunum í Montreal og er ætlunin aó hann sendi heim fréttapistla frá leikunum. Verða þeir á dagskrá að loknum frétt- um kl. 12.25 og er gert ráð fyrir-að Jón segi dag- lega fréttir frá leikunum, ef allt gengur að óskum. Mikill viðbúnaður er nú í Montreal vegna fréttaþjónustu frá leikunum en þeir frétta- menn, sem þar eru stadd- ir hafa nokkuð kvartaó Jón Ásgeirsson Þyrlan á myndinni er gott dæmi um þann mikla öryggisviðbúnað, sem hafður er í frammi á Olympíu- leikunum í Montreal en hún er hér á flugi yfir Olympíuleikvanginum. Fréttir frá Olympíuleikunum: Jón Ásgeirsson sendir daglega fréttapistla undan slæmum aðbúnaði og þvi hversu allt gangi stirðlega fyrir sig. Koma þar til mjög strangar öryggisráðstafanir Kanadamanna. Verkfall starfsmanna útvarpsins í Montreal kann að valda einhverjum erfiðleikum, þegar um er að ræða beinar útsendingar það- an en þeir hafa þó sagt að þeir muni ekki hindra flutning efnis frá leikun- um. Alls er talið að um milljarður manna fylgist með leikunum um allan heim í útvarpi og sjón- varpi en keppendur á leikunum eru um 8000 þúsund og í þeirra hópi eru 12 islenskir keppendur. Keppnis- greinar á leikunum eru 21. Á hljóðbergi kl. 23 „Um ástina oe lífícT’ frá dönsku kvöldi á Lista- hátíð 1974 í ÞÆTTINUM Á hljóðbergi, sem er á dagskrá hljóðvarpsins kl 23 00 verður flutt efni frá Listahátíðinni 1974 Þarna er á ferðmni upptaka. er gerð var á dönsku kvöldi í Nor- ræna húsinu og nefnist dagskráin ,,Um ástina og lífið' Það eru þrír Danir sem þar koma fram en það eru leikkonan Lone Hertz, óperusöng- konan Bonna Sönderberg og pianó- leikarinn Torben Petersen Meðal atriða í dagskránm má nefna upp- lestur, söng og samtöl Til kynning- ar á Dönunum þremur má nefna að Lone Hertz hefur leikið i mörgum donskum kvikmyndum, sem sýndar hafa verið hér á landi en i dag- skránm, sem flutt verður les hún Ijóð og texta, s.s. eftir H C Ander- sen og Sten Kaalö Bonna Sondberg syngur meðal annars lög eftir Inger Dhristrup en öll eru atriði dagskrár- innar tengd saman með tónlist Torb- en Petersen TORBEN Petersen og Lone Hertz æfa hér fyrir flutning dagskrárinn ar ,,Um ástina og lífið , sem þau fluttu á Listahátið 1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.