Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULl 1976 t■ Frá Ágústi Jónssyni fréttamanni Mbl. í Montreal ^ I __________________________________________________ __I FRÁ ÞVÍ að ákveðið var að 21. sumarólympfuleikarnir skyldu fara fram í Montreal 1976, er það næsta fátt, sem ekki hefur bjátað á og margoft leit svo út að ekkert yrði af þvf að leikarnir færu fram f Montreal. Verkföll, verðbólga, verkfræðileg vandamál, peninga- leysi og sfðast en ekki sfzt pólitfk eru meðal þeirra atriða, sem nær höfðu komið í veg fyrir leikana. Framkvæmdaaðilum tókst þó að yfirstfga öll vandamál að mestu leyti og Drapeau borgarstjóri f Montreal gat stoltur tekið við hinum opinbera ólympfufána á laugardaginn, er 21. sumarólympfuleikarnir voru settir. Setningarathöfnin var stór- brotin í alla staði. Ef framhald ólympíuleikanna hér i Montreal verður með sama hætti, er vist að þeir munu verða Kanadamönnum fagur vitnisburður. Setningarathöfnin hófst með þvi að flestir hinna rúmlega 8000 iþróttamanna sem þátt taka í leikunum gengu inn á ólympíuleikvanginn ásamt far- arstjórum. Álíka margir bla^ða- menn fyigdust með á vellinum sjálfum og þar voru tæplega 80.000 áhorfendur. Lætur því nærri að þeir, sem viðstaddir voru þennan eftirminnilega at- burð, hafi verið rétt innan við 100.000 eða nær því eins margir og allir ibúar Reykjavikur. Setningarathöfninni var svo sjónvarpað og útvarpað um all- an heim og er áætlað að um 1000 milljónir hafi fylgzt með setningarathöfnínni. klæddir frá toppi til táar, en í barminum báru þeir svart sorg- armerki. Þeir höfðu ekki fengið að bera svartan sorgarborða á upphandleggnum til að minn- ast þeirra, sem létust í hryðju- yerkunum á Ólympiuleikunum í Múnchen 1972. Það var erfitt að greina merkið svarta í barmi þeirra, en það þurfti ekki að minna fólk á harmleikinn frá Múnchen. Islenzka sveitin var klædd bláum jökkum, stúlkurnar í hvftum pilsum, þeir í hvítum buxum, Þær í rauðunvsokkum og með ljósan hatt á höfði. Öli- um hópnum var vel fagnað og sjálfsagt hefur faliegur búning- ur islenzka hópsins vakið at- hygli, og það gerði hann vissu- lega er islenzki fáninn var dreg- inn að hún i Ólympíuþorpinu á föstudaginn. Fór sú athöfn fram samtímis þvi að fánar Bandaríkjanna og Bólivíu voru Elísabet Englandsdrottning setti Ólympiuleikana. Hér sést hún ræSa við mann sinn, Filipus prins, en á milli þeirra er Killanin lávarður, formaður Alþjóða Ólympiunefndarinn- ar. 1972, gekk fremstur Finnanna og gullhafinn i lyftingum, Leif Jensen var i fylkingarbrjósti hjá frændum okkar Norðmönr um. Bretum var vel fagnað og þeir heilsuðu drottningu sinni 1000 milljónir út um allan heim fylgdust með stórbrotinni setningu 21. Olympíuleikanna Á MILLI ÍRLANDS OG ÍSRAEL dregnir að hún i þorpinu. Báð- ar þessar þjóðir voru i fallegum búningum, en litadýrðin var ekki eins mikil og i íslenzku búningunum, og var hann því óspart sýndur, t.d. í bandaríska litasjónvarpinu, sem að sjálf- sögðu leggur mikið upp úr fall- egum litum. á sérstakan hátt. Meðal keppnisfólksins brezka er Anna Bretaprinsessa og maður henn- ar, en margt fleira konungborið fólk er viðstatt þessa Ólympiu- leika. Eftir að Elísabet Bretlands- drottning (annað kóngafólk og forystumenn í Olympíuhreyf- ingunni höfðu komið sér fyrir í heiðursstúkunni) hafði sett leikana, var þjóðsöngur Kanada leíkinn. Síðan hófst ganga íþróttafólksins inn á leik- vanginn. Fyrstir gengu Grikkir samkvæmt venju, síðan hver þjóðin af annarri og síðastir i röðinni eða númer 106 voru gestgjafarnir, Kanadamenn. Reyndar höfðu 117 þjóðir til- kynnt þátttöku æn af pólítísk- um ástæðum drógu 11 sig tii baka, en nú er hinum pólitísku leikum lokið og leikar íþrótta- fólksins í þann veg að hefjast. Islenzku iþröttamennirnir 13 gengu inn á völlinn á eftir Irum og á undan israelsmönnum. Óskar Jakobsson var glæsilegur fánaberi í broddi fylkingar, síð- an komu fararstjórarnir, Gisli Halldórsson, Örn Eiðsson, Brynjar Gunnarsson og Sveinn Björnsson. Á eftir þeim komu siðan stúlkurnar fjórar, Vil- borg, Þórunn, Lilja og Þórdís og loks piltarnir I fjórfaldri röð. Búningar þjóðanna voru í fjölbreytilegum litum. Irarnir, sem gengu inn á undan íslenzka hópnum, voru I hvítum buxum og grænum jökkum. ísraels- mennírnir, sem gengu á eftir íslendingunum, voru hvít- ÞRONGT AÞINGI Þjóðirnar streymdu framhjá hver af annarri og nöfn hverrar þjóðar birtust á stórum skerm- um við báða enda vallarins. Is- lendingarnir voru í miðjum hópnum, en þegar allar þjóðirn- ar voru komnar inn á leikvang- inn var orðið þröngt á þingi og hvárf íslenzki hópurinn á bak við Grikkína, sem fyrstir gengu inn. Fjölmennustu hóparnir voru frá Kanada (478), Vestur- Þýzkalandi (437), Bandarikj- unum (474) og Sovétríkjunum (526). Var þessum hópum öll- um vel fagnað enda landsmenn þeirra flestra fjölmennir i áhorfendastúkunum. Fámenn- ustu þjóðunum var þó einnig vel fagnað og þeir tveir fulltrú- ar, sem tóku þátt í setningarat- höfninni frá Fidji og Nepal, vöktu mikla athygli. Fánaberar þjóðanna voru margir hverjir þeirra fremstu íþróttamenn. Lasse Viren, tvö- faldur gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Múnchen „ÉG LÝSI ÞVÍ YFIR AÐ 21. ÓLYMPÍIJLEIKARNIR ERU SETTIR“ Eftir að íþróttafólkið hafði gengið inn að völlinn, ávörpuðu þeir Roger Rousseau, forseti framkvæmdanefndarinnar, og Killanin lávarður, forseti alþjóða Ólympiunefndarinnar, viðstadda. Baó Killanin síðan Elisabetu Bretadrottningu að setja Ólympiuleikana, þá 21. í röðinni siðan Pierre de Coubeertin endurvakti Ólym- piuleikana árið 1896. Elísabet drottning reis síðan úr sæti sínu og sagði einfald- lega og á hefðbundinn hátt: „Ég lýsi því yfir, aó Ólympíu- leikarnir i Montreal eru settir, 21. Ólympíuleikarnir á okkar tímurn." Er drottningin hafði mælt þessi orð, brutust út mikil fagnaðarlæti meðal viðstaddra, enda langþráðu takmarki Kanadamanna náð. Ólympíuflaggið var nú borið inn og dregið að hún á hátiðleg- an hátt við enda vallarins. Straumur fór um viðstadda og sumum vöknaði um augu. Borg- arstjórinn i Múnchen, Georg Kronawitter, afhenti nú Jean Drapeau hinn opinbera fána Ólympíuleikanna. Verður hann varðveittur á ráðhúsi Montreal borgar fram til næstu Ólympíu- leika. Er nafn Drapeaus var nefnt í hátalaranum var honum fagnað mjög, þvi ekki er á neinn hallað þó sagt sé, að Ólympiuleikarnir i Montreal séu honum að þakka. Bjartsýni og dugnaður hafa rutt öllum hindrunum úr vegi, nafn hans mun ævinlega verða tengt þess- um Ólympíuleikum, þó svo að fylkisstjórnin i Quebec hafi hlaupið undir bagga síðustu mánuðina. Drapeau hefur verið borgar- stjóri í Montreal siðustu 20 árin og undir stjórn hans hefur borgin vaxið mjög. Fyrir hans tilstilli var heimssýningin í Montreal 1967 og núna Ólym- píuleikarnir. Byggingarnar í Montreal og öll mannvirkin sem reist hafa verið vegna þess- ara stórkostlegu heimsviðburða hafa kostað sitt, en þeir eiga eftir að koma Montrealbúum og öllum Kanadamönnum til góða um ókomna framtíð. I gegnum íslenzki flokkurinn á Ólympíuleikunum gengur inn á leikvanginn I Montreal og heilsar viðstöddum. Fánaberi er Óskar Jakobsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.