Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLl 1976 -sagðí John Walker ÞAÐ þarf enginn að halda að þetta verði fyrirhafnarlaust þó svo að Filbert Bayi mæti ekki til leiks á Úlympiuleikunum, sagði John Walker frá Nýja-Sjálandi I viðtali við fréttamenn I Ziirich um fyrri helgi, þegar sigurmöguleikar hans i 1500 metra hlaupinu á Ólympiu- leikunum komu til umræðu. — Það eru f jöldi hlaupara sem koma til greina sem sigurvegarar, sagði Walker, og nefndi nöfn Rick Wolhuters frá Bandarfkfunum, Thomas Wessinghage frá Vestur- Þýzkalandi og Ivo van Damme frá Belgíu. — Allir sem komast I úrslitahlaupið eiga góða mögu- leika, sagði Walker, og það verður ekki séð fyrr en f markinu hver ber sigur úr býtum. Það verða íþróttaunnendum mikil vonbrigði að ekki verður af uppgjöri þeirra Walkers og Bayi á Ólympíuleikunum, en stjórn Tanzaniu ákvað að senda ekki lið til leikanna i mótmælaskyni við það að Ný-Sjálendingum er leyfð þar keppni, en sem kunnugt er létu þeir það henda sig fyrr I sumar að leika „rúbbf“ leik við Suður-Afríkubúa. — Ég hef ekkert að segja um ákvörðun stjórnar Tanzaniu, sagði Walker, — annað en það, að mér þykir það mjög leitt að hinn skemmtilegi og ágæti íþrótta- maður Filbert Bayi fær ekki að keppa. Hann hefur æft geysilega vel í mörg ár og svo er allt hans starf unnið fyrir gýg. John Walker, sem er 24 ára að aidri, náði sínum bezta tíma í 1500 metra hlaupi er hann hljóp á 3:34,2 mín. fyrir nokkru á móti i Stokkhólmi, og er það aðeins 2 sekúndum frá heimsmeti Bayis. — Þetta mun ekki sjást á leikunum f Montreal. John Walker og Filbert Bayi I faðmlögum, eftir að sá sfðarnefndi sló heimsmet Bandarfkja- mannsins Jim Ryun f 1500 metra hlaupi, og John Walker náði einnig betri tfma en gildandi heimsmet var. Ég mun hlaupa á 3:32 mín. I Montreal, sagði Walker, — það er ekki þar með sagt að það nægi til sigurs. Walker' tók þátt í 800 metra hlaupi f Ziirich um síðustu helgi og varð þá að gera sér annað sætið að góðu. Sigurvegari i hlaupinu varð Willi Wuelbeck frá Vestur- Þýzkalandi sem hljóp á 1:45,7f min., en Ný-Sjálendingurinn varð 1/100 úr sekúndu á eftir honum. A umræddu móti ætlaði Walker sér að keppa í míluhlaupi, en hætti við þátttöku er hann vissi að Suður-Afríkubúinn Danie Malan var þar meðal keppenda. í forföll- um Waljters varð Van Damme frá Belgiu sigurvegari og hljóp á 3:35,98 mín., sem er þriðji bezti tíminn sem næst á þessari vega- lengd i ár. Umræddur Suður- Afríkubúi varð annar á 3:36,26 mín. 1500 MHRA HLAUPIÐ VERÐUR EKKI DANS A RÓSUM ÞÓn BAYI KEPPIEKKI „BANANASTÖNGIN" HEFUR VALDIÐ BYLTINGU i STANGARSTÖKKINU EFTIR nokkra ára hlé hafa nú verið sett ný heimsmet I stangarstökki og þykir ekki óllklegt að þau met verði enn bætt á Ólympiuleikunum I Montreal. Eftir að heimsmetið var komið I 5,63 metra héldu menn að sú þróun sem hófst er hinar svoköll- uðu bananastangir komu til sögunn- ar, væri lokið, og eftirleiðis yrði að- eins um það að ræða að metið yrði bætt um einn og einn sentimetra af afburðamönnum. Á þessu keppnistímabili hefur metið verið bætt tvivegis. Fyrst er Earl Bell frá Bandaríkjunum stökk 5,67 metra og síðan er Dave Roberts, einnig frá Bandarikjunum, stökk 5,70 metra Nú hafa stangarstökkvararnir þegar sett sér nýtt takmark — 5,80 metra Bell, sem nú er tvitugur, álitur að hann geti bætt metið verulega fái hann léttari stöng til þess að stökkva á, og segir hann að nú sé verið að vinna að gerð slikrar stangar Hann segir einnig að það hafi allt að segja hvernig stöng- in sé, og bendir á þá gifurlegu fram- þróun er varð i stangarstökkinu er fiber-glass stengurnar komu fyrst til sögunnar Síðan hafa þær veriðendur- bættar stórlega, með það sérstaklega fyrir augum að þær gefi betri fjöðrun. Laginn stangarstökkvari getur nú látið stöngina „skjóta" sér allt að hálfum öðrum metra og munar meira en litið um slikt Hins vegar er nokkuð erfitt fyrir stökkvara að komast vel upp á lagið að nota þessar stengur Má nefna sem dæmi að hinn 22 ára gamli Bandaríkjamaður, Dan Ripley, stökk bezt 4,95 metra fyrir hálfu öðru ári. Siðan komst hann betur upp á lag með að láta stöngina hjálpa sér i stökkinu og nú er bezti árangur hans utanhúss 5,59 metrar og auk þess á hann svo heimsmetið i stangarstökki innanhúss Búizt er við því að Bandarikjamenn verði sigurvegarar í stangarstökki i Montreal, en þessi iþróttagrein hefur jafnan verið „þeirra grein" á Ólympiu- leikum Fannst Bandarfkjamönnum það fyrst og fremst vera slys að Austur- Þjóðverjinn Wolfgang Nordwig skyldi hreppa gullverðlaunin i Múnchen, en hann stökk þá 5,50 metra. Einu menn- irnir sem gætu hugsanlega gert banda- rísku stangarstökkvurunum erfitt fyrir i Montreal eru Pólverjarnir Kozakiewicz og Slusarski, en þeir hafa báðir stokkið 5,62 metra i sumar og þar með sett Evrópumet Á heimsafrekaskrá 20 beztu i stang- arstökki frá upphafi eru nöfn tiu Bandaríkjamanna. en þeim hefur tek- izt, öðrum betur að nýta möguleika fiber-stanganna og gera á þeim endur- bætur Nú eru hins vegar, likt og fyrir leikana i Múnchen, nokkrar blikur á lofti, og framkvæmdanefnd leikanna i Montreal hefur ákveðið að fylgjast mjög vel með þeim stöngum sem keppendurnir á leikunum muni nota, og komi þar fram stengur, sem ekki séu gerðar eftir þeim reglum sem sam- þykktar eru, þá muni þær umsvifalaust bannaðar FRAZIER: OLYMPIUGULLIÐ ER MIKLU MEIRA VIRÐIEN HEIMSMEISTARATITILUNN — AÐ hljóta gullverðlaun á Olympíuleik um, standa þar á efsta þrepi verðlauna pallsins og heyra þjóðsöng lands slns leik- inn er mesti heiSur sem nokkrum íþrótta- manni getur hlotnazt, sagði Joe Frazier, fyrrverandi heimsmeistari I hnefaleikum þungavigtar og einn mesti „gullkálfur" I sögu fþróttanna, og einn af auðugri mönn- um I Bandarfkjunum. Joe Frazier getur talað af reynslu, þar sem hann vann gullverðlaunin I hnefaleik- um þungavigtar á Ólympluleikunum I Tókló 1964. Þau verðlaun eru nú I heiðurssæti á hinu rfkmannlega heimili hans I Philadelphlu I Bandarfkjunum, en Frazier á mjög mikið safn verðlauna eins og gefur að skilja. — Hið fallega belti sem ég fékk er ég varð heimsmeistari I hnefaleikum hangir fyrir neðan gullverðlaunin, sagði Frazier. — Gullverðlaunin I Tokíó voru mér af- skaplega mikils virði og eru enn. Að mlnu mati eru hnefaleikarnir fyrst og fremst Iþrótt. — fjármunirnir sem maður getur haft út úr þeim eru I öðru sæti. eða jafnvel enn neðar. Menn geta fengið að keppa um heimsmeistaratitilinn I hnefaleikum fyrir peninga, og þar með möguleika á að hljóta titilinn, en það getur enginn keypt sér rétt til þess að komast I keppni Ólympluleik- anna, hvað þá I úrslit þeirrar keppni. Þar verður maður að berjast fyrir öllu slnu. Og ef maður sigrar, þá er það hápunktur alls, hvaða sigrar sem fylgja svo á eftir. Ég var afskaplega glaður þegar ég sigraði Muhammad Ali og varð heims- meistari, sagði Frazier, — en sú tilfinning jafnaðist ekkert á við sigurinn á Ólymplu- leikunum, 23. október 1964. Slfkt getur maður ekki lifað aftur. Ég lét þaðeftir mér að gráta af gleði þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Bandarlkjamenn hafa löngum verið at- kvæðamiklir I hnefaleikakeppni Ólymplu- leikanna, og flestir beztu hnefaleikarar heimsins sem keppa sem atvinnumenn hafa byrjað feril sinn á Ólympluleikunum. Í Montreal kemur það I hlut John Tate að verja heiður Bandarfkjamanna I þunga- vigtarflokknum, og takist honum vel upp má telja vist að atvinnumennska og miklir peningar bfði hans. Frazier varð heims- meistari. Foreman. sem hlaut gullverðlaun á leikunum 1968. varð heimsmeistari. Ali, sem hlaut gullverðlaun I léttþungavigt 1960, varð heimsmeistari og Floyd Patter- son sem hlaut gullverðlaun I millivigt á leikunum I Helsinki 1952, varð heims- meistari. Það var enginn dans á rósum fyrir Joe Frazier að fá að keppa á Ólympiuleikun- um. Hann keppti við hnefaleikara að nafni Buster Mathis um rétt til að keppa á leikunum og tapaði þeirri viðureign. Þar með var hann afskrifaður. Þjálfari Mathis gat talið Frazier á að æfa með Mathis og á einni æfingunni sló Mathis Frazier svo illa að fingur hans brotnaði. Þar með var Frazier valinn til þátttöku á leikunum I Tókfó. Frazier vann þar hvern leikinn af öðrum. í undanúrslitunum keppti hann við Vadim Yemelyanov frá Sovétrlkjunum sem álit- inn var sigurstranglegur á leikunum, og var Frazier nokkuð fljótur að afgrsiða hann. í úrslitum keppti Frazier við Hans Huber frá Vestur-Þýzkalandi, og þótti sá leikur næsta tilþrifalltill og ekki sami kraftur I Frazier og verið hafði I öðrum leikjum hans I keppninni. Dæmdu þrlr dómarar Frazier sigurinn en tveir gáfu Þjóðverjanum fleiri stig. Var það ekki fyrr en eftir þennan leik að I Ijós kom að Frazier hafði handleggsbrotnað á vinstri handlegg I leiknum við Sqvétmanninn. Mikið vatn hefur til sjávar runnið sfðan Joe Frazier stóð á efsta þrepi verðlaunapalls Ólympfuleikanna og tók við gullinu, sem hann metur öðrum verðlaunum meira. Hálfbyggður turn Ólympfuleikvangsins blasir við á þessari mynd, en hætta varð við smfði hans vegna margra og ófyrirséðra tafa er urðu við mannvirkjagerðina. Kanadamenn ætla þó ekki að láta deigan sfga, og er hugmyndin að fullgera turninn f framtfðinni. Bak víð byggingarkranana má svo sjá aðalleikvang- inn og f f jarska hluta af Ólympfuþorpínu. Þrátt fyrir sól og sumaryl verður töluverður hluti fþróttakeppninnar í Montreal að fara fram undir þaki. Myndin til vinstri er af byggingu sem er 11 kflómetra frá aðalleikvanginum f Montreal. 1 byggingu þessari mun fimleikakeppni leikanna fara fram, svo og blakkeppnin, körfuknattleik- urinn og hnefaleikar. Rúm er fyrir 18.500 áhorfendur á áhorfendapöllun- um. Byggingin á myndinni til hægri er 8,7 km frá Ólympfuleikvanginum og rúmar 2.500 áhorfendur; þar mun hluti handknattleikskeppninnar fara fram. Mannvirkja gerð í Montreal MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI 1976 19 HVOR VERÐUR DROTTNING LEIKANNA? Rúmenska fiðrildið mun flögra á leikunum f Montreal og vafalaust verður gulluppskeran töluverð. MARK SPITZ STÚLKNANNA KORNELIA Ender frá Austur- Þýzkalandi er sú sundstúlka sem hefur fengið flesta sérfræðinga til þess að breyta spám sinum um hugsanlega framþróun I sundiþrótt- inni. f hvert sinn sem hún stingur sér til keppni á stórmótum hefur hún sett ný heimsmet. Og vlst er að árangur hennar er orðinn þannig, að hún myndi komast I flest karlalands- liðin I Evrópu og meira að segja vera framarlega I flokki I flestum þeirra. Ender. sem nú er 1 7 ára, er orðin persónugervingur fyrir hið glfurlega góða austur-þýzka sundfólk. Meðal jafningja sinna þar er hún þó fremst og það svo um munar. Gat hún ekki lengur æft með stöllum slnum og fór að æfa með karlalandsliðinu. Af- leiðingarnar af þvl urðu þær að hún er nú trúlofuð Roland Matthes, bezta sundmanni Austur-Þýzkalands og margföldum verðlaunahafa á Ólympluleikum. Þegar Austur-Þjóðverjar héldu úr- tökumót fyrir sundfólk sitt vegna leikanna I Montreal setti Ender fjögur heimsmet á jafnmörgum dög- um, en sjálf segir hún að ekkert þeirra meta lifi af átökin I Montreal. Mat margra sérfræðinga I sund- fþróttinni er það að Ender muni hljóta fjögur gullverðlaun á Montreal I einstaklingsgreinum og verða „Mark Spitz Montrealleikanna" eins og það er orðað. Kornelia Ender er ættuð frá Bitter- feldt, en fluttist á unga aldri til Halle. Það var hrein tilviljun að hún hóf sundiðkun. Hún fékk að fara I sundlaug með nokkrum félögum sln- um. og fannst strax afskaplega gaman að busla I vatninu. Ári slðar fór hún með foreldrum slnum að baðströnd við Eystrasaltið, og þeim til mikilla furðu virtist stúlkan geta synt. Heinz, faðir hennar. hafði sam- band við sundfélag er hann kom heim, og eftir það hefur hann varla séð dóttur slna heima. — Allt miðar að þv! að hún verði sú stjórstjarna I sundinu að hún varpi Ijóma á nafn Austur-Þýzkalands. Þrátt fyrir kröftuga llkams- byggingu er Korelia Ender kvenleg stúlka og þykir mjög falleg. Enginn efast um að hún hefur notað hor- mónalyf við uppbyggingu llkamans, en þau virðast samt sem áður ekki hafa eyðilagt yndisþokka hennar. Og nú stefnir Ender að þv! að vinna drottningarsessinn á Ólymplu- leikunum. Hvort sem henni heppn- ast það eða ekki, má fullvíst telja að hún hreppi fleiri eða færri verðlaun. Hún á reyndar ein sllk fyrir. Hlaut bronsverðlaun á leikunum I Múnchen 1972, — ekki sem verst hjá 13 ára telpu. TÖLVUSTYRÐA UNDRA- BARNIÐ COMANECI EKKI er ólfklegt að baráttan um titilinn „drottnlng Ólympfuleik- anna“ komi til með að standa milli austur-þýzku sundstúlkunn- ar Kornelfu Ender og rúmensku fimleikastúlkunnar Nadia Comaneci. Er sú fyrrnefnda 17 ára en sú sfðarnefnda aðeins 14 ára. Nadia Comaneci, eða fiðrildið frá Onesti, eins og hún er oftast kölluð, vakti fyrst verulega at- hygli á sér á Evrópumeistaramót- inu I fimleikum i Skien I Noregi fyrir rúmu ári. Engin átti von á þvi að hún myndi blanda sér þar f baráttuna milli sovézku stúlkn- anna, en Comaneci.sýndi frábæra hæfni og hafði sigurmöguleika í öllum greinum. Hlaut hún alls þrenn gullverðlaun og ein silfur- verðlaun á móti þessu, auk þess sem nafn hennar var á allra vör- um eftir keppnina. Ludmilla Turisjeva, sem hafði ætlað sér að vinna öll verðlaun á móti þessu og hætta síðan keppni, varð að breyta þeirri fyrirætlan sinni og halda áfram að æfa f von um að geta svarað fiðrildinu á leikunum f Montreal. Nadia hóf feril sinn þegar hún var aðeins fimm ára. Þá þegar hófust æfingar hennar með fyrir- hugaðri þitttöku i Ólympfuleik- unum f Montreal, en tækist ekki að koma henni á toppinn þar átti að stefna að leikunum f Moskvu 1980. Nadia reyndist hins vegar betri nemandi en þjálfarar henn- ar gerðu ráð fyrir þannig að ekki er ólfklegt að hún fái að hætta eftir leikana f Montreal ef vel tekst til þar. Það var núverandi þjálfari Nadiu, Bela Karoly, sem kom auga á hæfileika hennar þegar hún var að leika sér með öðrum börnum f leikskóla f heimabæ sfn- um sem heitir Onesti. Var Nadiu og foreldrum hennar þegar boðið að flytja til borgarinnar Dej og Gheorghieu, en þar er mjög góð æfingaaðstaða. Þáðu þau strax boðið og sfðan hefur Nadia verið f þjálfun frá morgni til kvölds. Þykir mörgum nóg um, og segja að stúlkan sé eins og vélmenni. Það sé nóg að stilla upp einhverju kerfi, og sfðan fari hún f gang og útfæri það eftir þvf sem „götin á gataspjaldinu" segja fyrir um. Þess má geta að Nadia hefur ekki komið heim til foreldra sinna sfðan hún var sjö ára. Hún býr hjá þjálfara sfnum og konu hans. Er það gert til þess að tryggja að hún fái jafnan rétt fæði. Súkkulaði hefur Nadia t.d. ekki smakkað sfðan hún var í leik- skóla! Austur-þýzka stúlkan Kornelfa Ender. Hún byrjaði að aefa sund þegar hún var aðeins 7 ára að aldri, og 13 ára hlaut hún bronsverðlaun á Ólympfuleikunum í Munchen. f Montreal ætlar Ender sér enn stærri hluti, og er ekki ólfklegt að henni takist að ná settu markmiði. Ekki vannst tfmi til þess að mála hin glæsilegu mannvirki Ólympfusvæðisins, og eru þau öll grá og dýrðarlftil að sjá. Hins vegar er flóðlýsingin f lagi, og á kvöldin, þegar dimmt er orðið, eru öll mannvirkin böðuð mikilli ljósadýrð. Er það bæði gert til þess að auðveldara sé fyrir öryggislögregluna að fylg'jast með öllu er fram fer, og eins til þess að Hfga upp á staðinn. Að margra mati er sundhöllin I Montreal eitt glæsilegasta fþróttamannvirkið þar að þessu sinni. Bæði er dýfingalaugin, sem er til hægri á myndinni, og keppnislaugin, sem er tii vinstri, vel úr garði gerðar. Sundhöllin verður vettvangur fyrstu átaka fþróttafólksins f Montreal, en þar hófst keppni strax f gær. Það er skammt að fara fyrir fþróttafólkið, sem býr f Ólympfuþorpinu til þess að komast á æfingaveilina. Þeir hafa Ifka ðspart verið notaðir undanfarnar vikur. íþróttafóik- ið hefur yfirleitt látið vel af aðstöðunni, en telur þó að of þröngt hafi verið á þingi á tfð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.