Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULÍ 1976 15 fffirölfirl SÁ KRÚNURAKAÐI KRÆKTI í FYRSTA GULUÐ í SUNDINU FYRSTA sundgreinin sem keppni lauk f á Ólympfuleikun- um var 200 metra flugsund karla, en úrslitin fóru fram á sunnu- dagskvöld. Þetta var stórkostleg grein fyrir Bandarfkjamenn, þeir fengu þrjá fyrstu menn f grein- inni. Sigurvegarinn, hinn krúnu- rakaói 19 ára Nebraskapiltur Mike Brunner synti á nýju heims- meti 1,59,23 mfnútur en fyrrum heimsmethafi, Roger Pyttel frá Fullkomin æfing ÞEIR sem horfðu á Nadiu Comaneci frá Rúmeníu leika listir sínar á svifrá á Ófympíuleikunum á sunnudaginn voru vissir um að þar var arftaki Olgu Korbut á ferð. Þessi 15 ára stúlka útfærði æfinguna fullkomlega og fékk 10 fyrir, og er þetta í fyrsta skipti, sem kona fær hæstu mögulega einkunn í fimleikakeppni OL fyrr og síðar. Nadia var hæst eftir æf- ingarnar, en i liðakeppninni höfðu Sovétríkin forystu með „gömlu" stjörnurnar Tourischevu og Korbut i broddi fylkingar. Fréttamaður Mbl., sem fylgdist með Nadiu í sjónvarpi sagði að leikni hennar og reyndar annarra stúlkna í keppninni hefði verið ótrúleg. Væntanlega verður keppnin sýnd í sjónvarpinu þegar það kemur úr fríi. Austur-Þýzkalandi varð að láta sér nægja fjórða sætið. Vonbrigði hans voru gffurleg, hann varð að sjá af öllum verðlaunapeningun- um og heimsmetinu að auki. Sigur Brunners kom mjög á óvart i þessarri grein og hann gat ekki leynt tilfinningum sinum þegar hann stóð á efsta þrepi verðlaunapallsins, fyrstur sund- manna á þessum Ölympiuleikum. „Ég var alveg viss um að ég myndi sigra," sagði hann eftir keppnina. „Þetta er stórkostleg stund og sú mesta í lifi mínu. Ég hef stefnt að þessu undanfarin 5 ár.“ Einn þátturinn i undirbún- ingi var að Brunner varð að raka allt hár af höfði sér, svo að mót- staðan í vatninu yrði sem allra minnst. Sem fyrr segir var tími Brunn- er 1,59,23 minútur en fyrra heímsmetið var 1,59,63 minútur og átti það Pyttel. Annar I sund- inu varð Steven Gregg, á 1,59,54 min. og þriðji enn einn Banda- rikjamaður Bill Forrester á tim- anum 1,59,96 min. Pyttel fékk timann 2,00,2. Tími 8 fyrstu manna varð þessi: 1. M. Brunner, USA, 1:59.23 2. S. Gregg, USA, 1:59.54 3. B. Forrester, USA, 1:59.96 4. R. Pyttel, A-Þýzkal„ 2:00.02 5. M. Kraus, V-Þýzkal„ 2:00.46 6. B. Brinkley, Bretland, 2:01.49 7. J. Delgado, Equador, 2:01.95 8. A. Manachinskiy, Sovét, 2:04.61 3ISLANDSMET SETTI SUNDKEPPNIÚLIGÆR Frá Ágústi I. Jónssyni, fréttamanni Mbl. á Ólympíuleikunum f Montreal, 19. júl(: ÞRJtJ ÍSLANDSMET sáu dagsins Ijós f sundkeppni Ólympfuleikanna f dag. Sigurður Ólafsson setti met í 200 og 1500 metra skriðsundi og Þórunn Alfreðsdóttir í 200 metra flugsundi. Þrátt fyrir að lslandsmet- in féllu nægði það ekki til að tryggja sundfólkinu áframhaldandi keppni og féllu þau Sigurður og Þórunn bæði úr keppni. „Niðurdrepandi að sjá keppinautana 50-100 metra á undan sér," sagði Sigurður Ólafsson í 200 metra flugsundinu synti Þórunn á 2,29,22 mínútum og bætti sitt eigið met sem var 2,29,65 mínútur. Þórunn varð síð- „Atti ekki von á meti..." - sagði Vilborg Sverrisdóttir eftir 100 m. skriðsundið Frá Ágúst I. Jónssyni, fréttamanni Mbl. í Montreal: — ÉG ER að sjálfsögðu ánægð með að hafa sett met f þessari grein, þvf ég átti ekkert frekar von á þvf, sagði Vilborg Sverrisdóttir, er frétta- maður Mórgunblaðsins hitti hana að máli f Ólympfuþorpinu f Mon- treal skömmu eftir að keppni hennar f 100 metra skriðsundinu var lokið, en þar setti hún nýtt met, 1,03,26 mín. — Ég var ekki alveg með á nótunum f startinu því fyrst kom flaut og sfðan skothvellur, en ég stakk mér út f og er bara nokkuð ánægð með sundið. — Eg k£ppti eiginlega bara við fram að næstu Ólympíuleikum metið I þessu sundi, hélt Vilborg •áfram. — Hinar stelpurnar i riðl- inum áttu allar mun betri tima en ég og ég hafði því ekki við annað að keppa en sjálfa mig og metið. Það er allt öðru vísi þegar maður er að keppa um efstu sætin, þá er ég oft mjög taugaóstyrk, en ég var það ekki núna, því ‘ég hugsaði bara um að gera mitt bezta. Vilborg eV 19 ára gömul og lýk- ur væntanlega stúdentsprófi úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði næsta vor. Aðspurð um það hvort hún ætlaði að halda áfram sund- æfingum af eins miklu kappi og undanfarið svaraði hún: — Ég hafði hugsað mér að hætta að þessu sumri loknu, en núna reikna ég með að halda áfram að æfa svo fremi sem námið leyfir það. Það er eiginlega ekki fyrr en i ár sem mér hefur farið almenni- lega fram og þá er ekki nokkur leið að hætta. Hvort ég endist veit ég nú vatla, en heldur finnst mér það ólíklegt. Ég spurði Vilborgu i lokin hvernig henni hefði fundizt setn- ingarathöfn Ólympíuleikanna. — Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Á leiðinni hugsaði ég mest um að halda taktinum, en tslenzka sundfólkið ásamt Guðmundi þjálfara. þegar við vorum komin á okkar stað á vellinum fannst mér þetta allt mjög tilkomumikið. Siðan þurftum við að bíða þarna í tvo tima og mér fannst það heldur litið spennandi að sitja þarna i grasinu allan þann tima og sjá ekki neitt. — Annars á ég örugglega eftir að upplifa þetta aftur og aftur og ég er strax farin að líta þessa athöfn öðrum augum. Þetta verð- ur örugglega allt orðið stórkost- legt þegar ég kem heim, svo ég tali nú ekki um ef mér tekst að setja met í hinum tveimur grein- Framhald á bls. 13 ust 32 keppenda í sundinu, en sigurvegari í hennar riðli varð Andrea Pollack á 2,11,56 mínút- um. I 200 metra skriðsundi varð Sig- urður Ólafsson 6. af 8. keppend- um í sínum riðli og ef-á heildina er litið varð hann í 49. sæti af 55 keppendum. Hið nýja met Sigurð- ar er 2,01,18 minútur en gamla metið var 2,01,40 mínútur og átti hann það sjálfur. í 1500 metra skriðsundi setti Sigurður einnig islandsmet, synti á 17,25,10 mínútum. Eldra metið átti Friðrik Guðmundsson og var það 17,28,0 mínútur. Varð Sigurð- ur aftarlega í sundinu i dag. „Mér hefur aldrei liðið eins illa á ævinni eins og i 1500 meta skrið- sundinu," sagði Sigurður við blaðamann Mbl. eftir keppina. „Keppinautarnir voru komnir 50—100 metra framúr og ég var allan timann að hugsa um að nú yrði ég langsiðastur." Sigurður sagði að hann hefði verið nokkuð ánægður með 200 metra skriðsundið. Þetta væri hans aðalgrein, og því hefði verið betra að keppa á undan i 100 metra skriðsundinu svona til þess að kynnast aðstæðum. „Þá hefði ég náð betri tima og kannski rofið tveggja minútna múrinn," sagði Sigurður. Aðeins liðu 50 minútur milli keppni í 200 og 1500 metra skriðsundum og háði það Sigurði i seinna sundinu. íslendingarnir eru nú búnir að keppa i 4 sundgreinum og hafa sett íslandsmet í þeim öllum. Sagði Guðmundur Harðarson sundþjálfari að hann hefði góðar vonir um að metin félu í öllum 9 greinunum, sem islenzka sund- fólkið keppir i. I Miinchen 1972 var einnig keppt i 9 greinum og þá voru sett 5 Islandsmet. í»ess má geta til gamans í lokin, að sigurtími Mark Spitz í 200 metra skriðsundinu í Múznhen 1972 hefði ekki dugað honum til að komast í úrslit núna. Svona er framfarirnar miklar í sundinu. GLÆSILEGT MET í FJÓRSUNDINU „ÞETTA var fyrsta gullið okkar, en ekki það sfðasta," sagði austur- þýzka sunddrottningin Kornelia Ender eftir að hún og stöllur hennar höfðu unnið sigur í 4x100 metra f jórsundi á ÓL í Montreal á sunnudagskvöld. Það bendir allt til þess að ungfrú Ender hafi rétt fyrir sér. Austur-þýzku sundkon- urnar virðast bera höfuð og herð- ar yfir aðrar sllkar um þessar mundir og eiga 12 af 13 heims- metum kvenna í sundi. Aústur-þýzka sveitin hafði fá- heyrða yfirburði i 4x100 metra fjórsundinu. Fyrsta sprettinn synti Ulrike Richter, 17 ára göm- ul, annan sprettinn Hannelore Anke, 18 ára, þriðja sprettinn Andrea Pollack 15 ára og loka- sprettinn synti Ender sjálf, en hún er 17 ára gömul. Ender snerti bakkann 10 metrum á undan næstu sveit, sem var sú banda- ríska. Tíminn var stórglæsilegt heimsmet, 4,07,95 mínútur, 5,5 sekúndum betra en gamla metið sem austur-þýzk sveit átti einnig. Átta beztu sveitirnar voru þess- ar: 1. A-Þýzkaland 2. Bandaríkin Kanada Sovétrikin Holland Bretland Japan Ástralia 3. 4. 5. 6. 7. 8. 4:07.95 4:14.55 4:15.22 4:16.05 4:19.93 4:23.25 4:23.47 4:25.91

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.