Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. AGÚ'ST 1976 LOFTLCIDIR Zé 2 1190 2 11 88 BILALEIGAN slEYSIR LAUGAVEGI 66 24460 28810 CAR RENTAL ' P I o IV Œ Œ n Útvarpog stereó,.kasettutæki og viðgerðir á rafkerfum bifreiða BOSCH Iflðt/erða- 09 varahluta þjónusta BRÆÐURNIR 0RMSS0N % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 Náttúruvernd á Austurlandi Aðulfundur NAUST — Náttúru- verndarsamtaka Austurlands veröur haldinn á Hallormsstað helgina 21. — 22. ágúst næstkom- andi og er dagskrá fjölbreytt. Auk aðalfundarstarfa verða á laugardag tvær skoðunarferðir, fyrst farið að Hengifossi fyrir há- degi, en eftir hádegi um Hallorms- staðaskóg og nágrenni. Siðan er kvöldvaka, þar sem Arnþór Garðarsson, dýrafræðingur, Sig’urður Þórarinsson jarðfræðing- ur og Hjörleifur Guttormsson líf- fræðingur fjalla um votlendi og verndun vatnsfalla og sýndar verða litskyggnur, m.a. frá Eyja- bökkum við Snæfell. Eftir hádegi á sunnudag, 22. ágúst, verður almennur fundur um Lagarfljót, þar sem Eyþór Ein- arsson magister greinir frá um- hverfisrannsóknum í tengslum við miðlun vegna Lagarfossvirkjunar og rætt verður um stöðu miðlunar- málsins. Hefur orkuyfirvöldum verið boðið að senda fulltrúa á þennan umræðufund, sem hefst ki. 13.30 Allir eru þessir þættir opnir al- menningi og á fundarstað, sumar- hótelinu á Hallormsstað, er til reiðu öll fyrirgreiðsla fyrír þátt- takendur. Stjórn NAUST . hefur nýverið hafið útgáfu fréttabréfs, sem sent er öllum félagsmönnum og styrktaraðilum, svo og fjölmiðlum og ýmsum stofnunum. Útvarp Reykjavík FIMAiTUDAGUR 12. ágúst MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og forustgr. dagbl.), 9.00 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ragnar Þorsteinsson les söguna „Utungunarvélina" eftir Nikolaj Nosoff (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Tónleikar. Morguntónleikar kl. 11.00: Gervase de Peyer, Neill Sand- ers og félagar f Melos- hljómlistarflokknum leika Sextett fyrir klarínettu, horn og strengjakvartett eftir John Ireland / Karl-Ove Mannberg og Sinfónluhljómsveitin f Gávle í Svfþjóð leika Fiðlu- konsert op. 18 eftir Bo Linde; Rainer Miedel stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frfvaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Blómið blóðrauða" eftir Johannes Linnankoski. Axel Thor- steinson les (8). 15.00 Miðdegistónleikar. Arth- ur Grumiaux og Hnorah Varsi leika Ballöðu óg pólon- esu fyrir fiðlu og pfanó op. 18 eftir Henri Vieuxtemps. Bracha Eden og Alexander Tamir Ieika Fantasfu fyrir tvö pfanó op. 5 eftir Sergej Rakhmaninoff. Andrés Sego- via og hljómsveitin Symph- ony of the Air f New York leika Gftarkonsert f E-dúr eft- ir Luigi Boccherini; Enrique Jorda stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatfminn. Sigr- ún Björnsdóttir hefur um- sjón með höndum. 17.00 Tónleikar 17.30 Minningar Austur- Skaftfellings, Guðjóns R. Sigurðssonar. Baldur Pálma- son les annan hluta. 18.00 Tónleikar 18.45 Veðurfregnir. Dugskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 1 sjónmáli. Skafti Harðarson og Steingrfmur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Samleikur f útvarpssal: Bernard Wilkinson og Lára Rafnsdóttir leika saman á flautu og pfanó. a. Sónata f g-moll eftir Johann Sebastian Bach. b. Sónata eftir Francis Poul- enc. 20.20 Leikrit: „Hvarf sér Odds“ eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri: Rúrik Haralds- son. Persónur og leikendur: Gfsli / Steindór Hjörleifsson, Stfna / Margrét Guðmunds- dóttir, Lauga / Anna Guð- mundsdóttir, Madama Guðr- ún / Brfet Héðinsdóttir, Séra Oddur / Jón Sigurbjörnsson, Sólveig / Steinunn Jóhannes- dóttir, Steini / Randver Þorláksson, Siggi / Klemenz Jónsson, Maður / Jón Aðils, Stúlka / Helga Stephensen. 21.10 Frá tónleikum Tón- listarfélagsins f Háskólabfói 15. maf: Emil Gilels pfanó- snillingur frá Rússlandi leik- ur a. Fjórar ballöður eftir Johannes Brahms, — og b. Tónmyndir (Images) eftir ClaudeDebussy. 21.50 „Leiðin heim“, ljóð eftir Þóru Jónsdóttur. Hjörtur Pálsson les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Marfumyndan" eftir Guðmund Steinsson. Kristbjörg Kjeld leikkona les (3). 22.45 A sumarkvöldi. Guð- mundur Jónsson kynnir tón- list um hrafna, næturgala og fleiri fugla. 23.35 Fréttir.DUgskrárlok. ammnwÆm FrtSTUDAGUR 13. ágúst 1976 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 A hjara veraldar Bresk fræðslumynd um eyj- una Tristan da Chuna, sem er miðja vegu milli Suður- Amerfku og Suður-Afríku. Hún hefur stundum verið nefnd afskekktasta eyja í heimi. Árið 1961 varð eldgos á eyjunni, sem hafði mikil áhrif á allt líf þar. Þýðandi og þulur Ellert Sig- urbjörnsson. 21.05 Skemmtiþáttur Don Lurios I þessum þætti skemmta auk Lurios og dansflokks hans Astrud Gilberto, kór llrosts Jankowskis og Mac Davis. Þýðandi Auður Gestsdóttir. 21.35 Þriðji maðurinn (The Third Man) Brcsk bfómynd gerð árið 1949. Handrit Graham Greene. Leikstjóri Carol Reed. Aðal- hlutverk Joseph Cotten, Valli, Orson Welles og Tre- vor Howard. Bandaríski rithöfundurinn Holly Martins kemur til Vínarborgar skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina til að hitta æskuvin sinn, Harry Lime. Ilann fréttir við kom una að Lime hafi farist í bflslysi daginn áður. Mart- ins talar við sjnnarvotta að slysinu, en þeim ber ekki saman, og hann ákveður því að rannsaka málið frekar. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. Áður á dagskrá 6. mars 1976. 23.15 Dagskrárlok Músík um fugla Músík um fugla: Á sumarkvöldi nefnist þáttur í umsjá Guðmund- ar Jónssonar söngvara og er hann á dagskrá út- varps kl. 22.45 í kvöld. Verður þar kynnt tónlist úr ýmsum áttum, íslensk og erlend, sem hefur það sameiginlegt að vera samin um hina ýmsu fugla, svo sem hrafna, næturgala, svölur, sól- skríkjur o.fl. Meðal tón- verkanna sem flutt verða eru verk eftir Karl Runólfsson, Jón Laxdal, Alabieff og Brahms, en auk þeirra koma við sögu fleiri góðir menn sem vert er að hlusta á, að sögn Guðmundar Jóns- sonar. Utvarpsleik- ritið í kvöld í KVÖLD kl. 20.20. verð- ur flutt leikritið „Hvarf séra Odds“ eftir Agnar Þórðarson. Leikritið byggir á sögnum um voveiflegan dauða prest- sins í Miklabæ í Skaga- firði, sr. Odds Gíslasonar, í janúar 1786. Höfundur nálgast því viðfangefni sitt með nokkuð öðrum hætti en áður hefur verið gert. Hann flytur í raun- inni þungamiðju leiksins út fyrir bæinn og lætur sögumann sinn rifja upp atburði, sem gerðust nokkrum árum fyrr. Séra Oddur hafði komið illa fram við eina vinnukon- una, Solveigu, smávaxna en skapheita stúlku utan úr Fljótum. Hún gerðist þunglynd og fyrirfór sér að lokum. Ekki fékk hún leg í vígðri mold, og sag- an segir, að hún hafi birzt séra Oddi og heitið hon- um því, að hann skyldi þá ekki heldur fá að hvíla í krikjugarðinum. Agnar Þórðarson er fæddur árið 1917. Lauk stúdentsprófi 1937 og varð cand.mag í íslenzk- um fræðum frá Háskóla íslands 1945. Hann stundaði framhaldsnám í Englandi 1947—48 og í Agnar Þórðarson. Bandaríkjunum 1960—61. Agnar hefur verið bókavörður við Landsbókasafnið frá 1951. Fyrstu sviðsleikrit hans, „Þeir koma i haust“ og „Kjarnorka og kvenhylli", voru sýnd ár- ið 1955, en áður hafði Agnar samið útvarpsleik- ritið „Förina til Brasilíu“ (1953) Á næstu árum skrifaði hann hvert leik- ritið af öðru, bæði fyrir leiksvið og útvarp og síð- ar sjónvarp, en auk þess allmargar skáldsögur og smásögur. Alls hafa verið flutt 14 leikrit eftir Agn- ar í útvarpinu. ísjón- máli ÞÁTTURINN í sjónmáli er á dagskrá útvarpsins kl. 19.35 í kvöld. Að venju verður tekið fyrir eitthvað hugtak á það varpað ljósi, og kunnáttumenn fengnir til að tjá sig um meiningu hugtaksins. í þetta sinn verður hugtakið „gagn- rýni“ tekið fyrir í þættin- um. Gestir þáttarins að þessu sinni verða þeir Jónas Kristjánsson rit- stjóri Dagblaðsins og Einar Karl Haraldsson fréttastjóri Þjóðviljans. Munu þeir þar ræða um gagnrýni í f jölmiðlum, og þá sérstaklega þátt fjöl- miðla í ýmiss konar gagn- rýni. Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Skafti Harðarson og Stein- grímur Ari Arason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.