Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976 hagslega framtíð slna. Hann hafði séð um að Sheila Buck ley hefði nóg reiðufé þar til hún gæti komið til hans slð- ar. og eiginkonan, Barbara Stonehouse, átti að fá l(f- tryggingarupphæðina, sem nam 125 þúsund pundum, eða rúmri 41 milljón króna. um", J.A. Markham, kom með- mælabréfið um hæl undirritað af ,,Mr. Alexander", sem að sjálfsögðu var ekki til, þvi Stonehouse samdi bréfið sjálf- ur. FJÁRDRÁTTUR Þá var það fjárhagshliðin. FÁ MÁL hafa vakið meiri at- hygli i Bretlandi undanfarið en dómurinn yfir John Stone- house þingmanni og fyrrum ráðherra Verkamannaflokks- ins fyrir ýmiskonar falsanir og fjárdrátt. Var Stonehouse dæmdur til 7 ára fangelsis- vistar, en Sheila Buckley, einkaritari hans og hjákona, hlaut skilorðsbundinn dóm, þannig að geri hún ekkert refstvert næstu tvö árin, er hún lausallra mála. Forsaga þessa máls hefst árið 1969. Hafði Stonehouse þá þegar gegnt embættum flugmála, tæknimála og póstmálaráðherra, og setið á þingi í 12 ár. Þegar hér var komið taldi Stonehouse lík- legt að Verkamannaflokkur- inn héldi ekki meirihluta sín- um F komandi kosningun — sem reyndist rétt spáð — og til að tryggja framtFð sFna sneri hann sér að viðskiptum. í samráði við lögfræðinga sína stofnaði hann fjölda fyr- irtækja, sem áttu að sinna viðskiptum á ýmsum sviðum, en helzta fyrirtækið var „Ex- port Promotions and Con- sultary Services" eða EPACS, eins og það var nefnt. Þegar komið var fram á mitt ár 1974 var Stonahouse Ijóst að hann var ekki sá mikli John Stonehouse: Undirbjó hvarfsitt vel, en smá-mistök urðu honum að falli Frú Barbara Stonehouse. Hún hefur nú ákveðið að skilja við mann sinn. kaupsýslumaður, sem hann hafði vonað, og nú tók hann að undirbúa hvarf sitt af sjón- arsviðinu. Fyrst var að finna sér nýtt nafn, og tryggja fjár- UPPLÝSINGAR HJÁ EKKJUNUM Leit hans að nýju nafni hófst i skrifstofu sjúkrahuss í kjör- dæmi hans i Walsall. Þar taldi hann skrifstofumannitrúum að hann réði yfir sjóðum, sem ætl- að væri að styrkja ekkjur ný- látinná manna Voru honum þar gefin upp nöfnin Jos'eph Arthur Markham og Donald Clive Mildoon, og hann fór að heimsækja ekkjurnar. Hjá ekkj- unum fékk hann nauðsynlegar upplýsingar um ný-látna g/gin- menn þeirra til að g'teta fengið fæðingarvottorð á þeirra nöfn- um og siðar vegabrét. Út á nafn Markhams útvegaði Stonehouse sér síðan húsnæði í London, og stofnaði félagið ,,J.A. Markham Export Consult- ancy", til húsa við Regent Street. Hann sótti um úttektar- kort hjá American Express, og þegar fyrirtækí það bað um meðmæli frá ..vinnuveitandan- Stonehouse útvegaði fyrirtækj- um sínum fé gegn persónulegri ábyrgð sinni, og úr þessum sjóðum fyrirtækjanna fékk hann siðan hvert lánið á fætur Sheila Buckley, einkaritarinn og hjá- konan, sem trúði um of á elskhuga sinn. öðru. Þannig fékk hann til dæmis 46 þúsund pund hjá EPACS á tímabilinu maí til nóvember 1974, og þegar hann svo ..drukknaði" skömmu síðar hafði hann alls dregið sér um 200 þúsund pund úr fyrir- tækjunum, og var í persónu- legri ábyrgð fyrir lánum, er námu alls 729 þúsund pund- um. Þá hafði hann opnað reikninga í alls níu bönkum á nöfnum Markhams og Mil- doons. Þegar hér var komið sögu hafði Stonehouse tvivegis farið til Sviss og opnað þar bankareikning í nafni Mack- hams og lagt þar inn 60 þús- und pund. Bætti hann smám saman við þá innistæðu, svo hún var orðin tæp 90 þúsund pund áður en Stonehouse hvarf. HVARFIÐ Þá var loks komið að hvarf- inu sjálfu. Stonehouse kom Sheilu Buckley fyrir í litlu gisti- húsi í Hampstead þar sem hún átti að bíða eftir kalli frá honum um að koma. Svo hélt hann til Florida í Bandaríkjunum og kom sér fyrir ásamt viðskiptafé- laga sínum, James Charlton, í Fontainebleu hótelinu í Miami. 20. nóvember 1974 hélt Stonehouse niður á baðströnd- ina við hótelið, lagði föt sín og* 1 skilriki frá sér og lagðist til sunds. Svo fréttist ekki meira af honum um sinn, og allt benti til þess að hann hefði drukkn- að, en svo var ekki. Stonehouse hafði falið föt og skilríki ..Markhams" á öðrum stað á ströndinni, og þangað synti hann. Hann skipti um föt og tók sér flugfar til Honolulu með viðkomu i San Francisco. Einu sinni gekk bræðsla vel — en nú gengur hún illa Einu sinni var þaö síld, — nú er þaö loðna. Einu sinni gekk bræðsla vel, nú gengur bræðsla illa. Hvers vegna? sþyrja margir. Ekki er hægt að gefa einhlítt svar því margar eru orsakirnar, flestar mannlegar. Nú er það loðna en ekki síld sem brædd er hjá Síldarverk-. smiðjum ríkisins í Siglufirði. Þessi verksmiðjusamstæða SR 46 og SR 30 er stærsta síldarverk- smiðja landsins, miðað við fulla nýtingu til sídarbræðslu, en nú er það loðna eins og áður sagði, sem brædd er og afkastageta eitthvað minni þó aldrei hafi í raun reynt á það, þar sem aldrei hefur verið notaður nema hluti af verk- smiðjusamstæðunni til bræðslu á loðnu. Annars er verksmiðjan orðin mjög úr sér gengin, úrelt og gam- aldags. Ekki hefur fengizt nægj anlegt fé á undanförnum árum til eðlilegs viðhalds hvað þá tii kaupa á tækjabúnaði samkvæml kröfum timans. Þá má telja furðu- legt hvað starfsfólki SR í Siglu- firði hefur tekizt að pressa hrá- efni í gegnum þennan „gamal- dags garm“. Það er mat margra Siglfirðinga að frá því að byrjað var að „fjar- stýra“ þessari verksmiðju að sunnan (en aðsetur framkvæmda- stjóra er í Reykjávík) þá hafi (a.m.k.) verklegur rekstur gengið verr en ella, því fulltrúi fram- kvæmdastjóra er ^ém næst valda- laus, og starf fulltrúa eða verk- smiðjustjóra hlýtur að vera mjög erfitt og taugaskemmandi starf því margir eru þeir sjómenn og landmenn sem „tæta“ hann i sig bæði bak og fyrir, oft að ósekju, eða þá fyrir það sem honum hefur verið skipað að gera, og gera ekki. — Skipað af aðilum sem vegna vanþekkingar og eða áhugaleysis vita ekki nægilega mikið (hafa ekki séð aðstæður sjálfir) til að geta metið hlutina rétt. Og mörg- um finnst vissir „stjórnartaumar" hafa meiri áhuga á þvl að lax komi á krókinn heldur en loðna. Það hefur lengi viljað brenna við að verklegar framkvæmdir við undirbúning að loðnumóttöku og bræðslu hefjist of seint, stund- um ekki í raun fyrr en skipin eru farin að týnast út á miðin, enda oftast mikil reiði sjómanna yfir seinagangi og brasi. Og oft hafa menn hér haft á orði að ef til vill óskaði stjórn SR heitt fyrir hverja vertíð að ekkert veiddist, þá þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Þetta er e.t.v. illa sagt en hvað á það fólk að halda sem fylgzt hefur með þessari starf- semi. Undirritaður hefur starfað hjá þessu fyrirtæki I um 20 ár og aldrei kynnzt öðrum eins „aftur- fótum" og stjórnun þessa fyrir- tækis síðustu árin. Þessu fyrir- tæki líðst að sóa milljónum af verðmætum án þess að nokkur segi frá þvf opinberlega, — ég get ekki þagað lengur. Á undanförn- um loðnuvertiðum hefur runnið frjálst eða dælt beint í sjóinn blóðvatn, soó, mjöl og soðkjarni fyrir milljónir ef ekki tugmilljón- ir króna. Þessi „aðferð" þótti sjálfsögð fyrir 20—40 árum þar sem tækni- þekking var ekki fyrir hendi til að fullvinna hráefnið. Fyrir 10 árum þóttu það hroðaleg mistök ef lítið magn fór til spillis, þá var tækni- þekkingin komin til að fullnýta hráefnið, en nú virðist þessi þekk- ing gleymd, því allar fjörur á Siglufirði og nágrenni eru þaktar grút, lýsi og mjöli, sem komizt hefur (viljandi?) í sjóinn. Fugl hefur drepizt unnvörpum vegna þessa og sóðaskapurinn geigvæn- legur og sú spurning hefur vakn- að hjá rnörgum hvort „siglinga- málastjóri" geti gefið svar við því hvort svona athæfi sé ekki ólög- legt samkvæmt alþjóðalögum. Eða kannski loðnuolía flokkist ekki undir „olíumengun"? Og í framhaldi þá má spyrja hvort ekkert eigi að gera f þessu máli hvað sjómengun varðar og ekki má gleyma loftmenguninni? Það bendir ýmislegt til að loðnuvinnsla í bræðslu geti orðið þjóðinni arðvænleg bæði sumar og vetur, þótt loðnan komi aldrei f stað síldarinnar eins og í gamla daga. En til þess að þessi atvinnu- grein geti borið sig verulega, þarf að taka þetta verkefni föstum tök- um. Það þarf að endurbyggja verksmiðjukost landsmanna, því hann er yfirleitt orðinn úreltur og stjórnendur SR þurfa að taka sig á eða víkja fyrir yngri mönnum ella. Það er ekki nægjanlegt að sýna örlitla skerpu á miðri vertfð, Mjöl- skilvinda sú sem væntanleg er til SR í Siglufirði hefði átt að vera starfhæf strax í byrjun en ekki nú á miðri, eða í lok vertfðar. Steingrfmur Kristinsson Athugasemd framkvæmda- stjðraS.R. Blaðinu þótti rétt að gefa fram- kvæmdastjóra S.R. kost á að gera athugasemd við grein Steingrims — og fer hún hér á eftir. Vegna aflabrests á síldveiðum frá þvf 1967 og að sumarveiðar loðnu Hafa ekki orðið að neinu marki fyrr en nú í sumar, þó nokkrar veiðitilraunir hafi verið gerðar áður hefur fjárhagur S.R. svo sem flestra annarra verk- smiðja á Norður- og Austurlandi ekki verið slíkur, að unnt væri að leggja í nýjar fjárfestingar að verulegu marki. Verksmiðjunum hefur engu að sfður verið haldið við svo að unnt væri að taka á móti sfld og loðnu, ef tækifæri gæfist. Þrátt fyrir að tækjabúnaður verksmiðju S.R. í Siglufirði sé kominn nokkuð til ára sinna, hef- ur loðnuvinnsla undanfarna vet- ur gengið þar tiltölulega vel, og má þakka það m.a. þeim starfs- mönnum verksmiðjanna, sem hafa langa starfsreynslu að baki. Sú loðna, sem veidd hefur verið f sumar fyrir Norðurlandi, hefur reynzt mjög erfið f vinnslu, ekki aðeins í verksmiðju S.R. f Siglu- firði, heldur einnig f öðrum verk- smiðjum, sem eru með nýrri véla- kost. Ástæður til þessara erfið- leika má rekja til þess, að f fyrstu förmunum var loðnan mjög Sfldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði fremst á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.