Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976 LEIKMENN þriðja flokks Iþróttafélagsins Götu I Færeyjum ásamt þjálfara sínum, Gísla Magnússyni frá Vestmannaeyjum. Ljósm. Friðþjófur). GÓÐ ÍSLANDSFERÐ HJÁ GÖTU-STRÁKUM UNGIR knattspyrnumenn frá Götu í Færeyjum hafa að und- anförnu dvalizt kér á landi og leikið við jafnaldra sfna I þriðja flokki. Sigruðu þeir lið Vals, Akraness og Vestmanna- eyja og er lið þeirra mjög sterkt, enda eitt sterkasta unglingalið f Færeyjum. Þjálfari piltanna er Gisli Magnússon, sem þjálfaði Vest- manneyinga síðastliðið sumar. Sagði Gísli í viðtali við Morgun- blaðið í gær að verulega gaman væri að starfa við þjálfun í Færeyjum og áhuginn þar væri einstakur. í Götu búa aðeins um 7—800 manns, en eigi að siður á staðurinn mjög góðum unglingaliðum á að skipa, en hins vegar ekki enn þá neinn meistaraflokk. Ætluðu Færey- ingarnir að halda til baka síð- astliðinn mánudag, en ekki hef- ur enn gefið til flugs, þannig að þeir hafa að mestu eytt tíman- um við æfingar á Valsvellinum, en þeir búa í Valsheimilinu. Auk Gísla Magnússonar er annar íslenzkur þjálfari í Færeyjum, Kjartan Sigtryggs- son, fyrrum markvörður ÍBK. Hefur lið Kjartans, TB, staðið sig vel í sumar og er í 2. sæti í 1. deild í Færeyjum. Snæfell SJÖ félög af Snæfellsnesi áttu keppendur á héraðsmóti HSH, sem fram fór að Breiðabliki í Miklaholtshreppi í síðasta mánuði og voru keppendur alls 56. Veður var mjög gott til keppni meðan mótið stóð yfir og árangur allgóður f flestum greinum. Stighæsta félagið varð Ungmennafélagið Snæfell f Stykkishólmi með 91V6 stig, en keppnin um annað sætið var mjög jöfn á milli Iþróttafélags Mikla- holtshrepps með 33 stig og Ungmennafélags Grundfirðinga með 30 stig. Snæfell varð einnig stighæsta félagið að samanlögðum þremur mótum, þ.e. unglingamóti, barnamóti og héraðsmóti með 207VS stig. Hlaut Snæfell því sæmdarheitið bezta frjálsíþróttafélag HSH 1976. Stighæsti einstaklingurinn varð María Guðna- dóttir Snæfelli með 14 stig og vann hún einnig bezta afrekið samkvæmt stigatöflu, en hún hlaut 843 stigfyrir að stökkva 1.60 metra I hástökki. Sigurvegarar á mótinu urðu eftirtalin: Karlar: 100 m hlaup: Þór Albertsson Snæfelli 12.1 400 m hlaup: Þór Albertsson Snæfelli 56.7 1500 m hlaup: Friðrik Eysteinsson Þresti 4:51.8 5000 m hlaup: Pálmi Frímannsson Snæfelli 19:18.7 félagið 4x 100 m boðhlaup: Sveit Snæfells 49.4 Langstökk: Sigurður Hjörleifsson Snæfelli 6:21 Þrístökk: Sigurður Hjörleifsson Snæfelli 12.58 Hástökk Torfi Kristjánsson UMFG 1.65 Stangarstökk: Torfi Kristjánsson UMFG 2.90 Kúluvarp: Erling Jóhannesson ÍM 13.84 Kringlukast: Erling Jóhannesson 41.41 Spjótkast: Hilmar Gunnarsson 48.04 Konur: 100 m hlaup: Vilborg Jónsdóttir UMFG 14.1 400 m hlaup: Kristjana Hrafnkelsdóttir Snæfelli 69.1 4x100 m hlaup: Sveit Snæfells 58.3 Langstökk: Sigurlaug Friðþjófsdóttir Snæfelli 4.68 m Hástökk: María Guðnadóttir Snæfelli 1.60 Kúluvarp: María Guðnadóttir Snæfelli 9.12 Kringlukast: Ingibjörg Guðmundsdóttir ÍM 29.55 Spjótkast: María Guðnadóttir Snæfelli 36.62 (HSH- met) í lok júni og i byrjun júlí fóru fram á Snæfells- nesi barna- og unglingamót HSH í frjálsum íþrótt- um. í barnamótinu tóku þátt 143 keppendur, en 60 keppendur voru með í unglingamótinu Grund- firðingar urðu sigursælastir í báðum þessum mót- um. í barnamótinu fékk félagið 82 stig, en 79 stig I unglingamótinu Víkingurfrá Ólafsvík varð í öðru sæti í báðum mótunum, en Snæfell í þriðja sæti. sterkasta Strandamenn standa sig vel í 3. deild STRANDAMENN hafa í sumar tekið þátt í keppni í D-riðli íslandsmótsins I knattspyrnu Hafa þeir staðið sig mjog vel. Hér fara á eftir upplýsing ar, sem knattspyrnunefnd HSS veitti blaðinu. Laugardag 26 júní fór fram fyrsti heimaleikur Strandamanna í deildinni HSS : Snæfell Stykkishólmi Lauk hon- um með mjög óvæntum sigri HSS 3:2 Mörk HSS Andrés Jónsson 3 Miðvikudagur 30 júní HSS USVH 4:0 Hér varð öruggur sigur HSS aldrei í hættu Mör HSS Örn Stefáns- son 2, Gunnlaugur Bjarnason 1, And- rés Jónsson 1 Laugardagur 3 júli, í Grundarfirði, Grundarfj HSS 1:6 Hér var einnig um öruggan sigur HSS að ræða eins og úrslit bera með sér Mörk HSS Örn Stefánsson 2, Gunnlaugur Bjarnason 2, ísak Lárusson 1 og Steinþór Benediktsson 1 Laugardagur 3 júlí að Sævangi, HSS Vík' igur Ól Fyrri leik liðanna lauk með yfirburðasigri Víkinga og því voru fæstir þeirrar skoðunar að heima- mönnum tækist að gera hér miklar rósir En er upp var staðið voru úrslitin 11 alls ekki svo ósanngjörn Munaði þar miklu stórleikur Sigfúsar Guð- mundssonar handknattleiksmanns úr Vikingi i marki HSS En hann er jafn- framt þjálfari liðsins Mark HSS And- rés Jónsson Mark Vík Gunnar Gunn- arsson Laugardagur 1 7 júlí að Sævangi HSS Skallagrímur 1:0 Sanngjarn sigur i tilþrifalitlum leik sem skipti miklu um stöðu efstu liða i riðlinum Mark HSS Örn Stefánsson Laugardagur 24 júlí að Reykjum i Hrútafirði, USVH HSS 1:5 Eins og í fyrri leik liðanna var hér öruggur sigur HSS Mörk HSS Andrés Jónsson 3, Magnús Hansson 1, Sigurður Jónsson 1 Mark USVH skoraði Rafn Ríkharðs- son beint úraukaspyrnu 8 LIÐA BIKARMEISTARARN- IR ÚR LEIK EFTIR 1:3 TAP Á AKRANESI AKURNESINGAR lögðu bikarmeisfara Keflavíkur að velli á Akranesi í gærkvöldi. Úrslitin urðu 3.1 eftir að jafnt hafði verið í leikhléi, 1:1. Gangur leiksins var í stuttu máli sá að Skagamenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum, en í þeim seinni var meira jafnræði með liðunum, þó svo að Skagamenn skoruðu þá tvö mörk gegn engu. 1:0. Það var Pétur Pétursson scm skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu leiksins, eftir að Skagamenn höfðu sótt nokkuð stíft og Karl Þórðarson m.a. átt gott skot hárfínt framhjá. Mark Péturs kom með þeim hætti að eftir hornspyrnu fraus vörn Kefl- vfkirlga og náði Pétur að skjóta úr þvögu af stuttu færi. 1:1. Keflvíkingum tókst að jafna á 41. mínútu leiksins Ölafur Júlíusson átti góða sendingu yfir til Steinars Jóhannssonar á vinstri kantinum. Steinar skaút að marki ÍA frá vítateigshorni og fór knötturinn undir Hörð Helga- son og f markið. 2:1. Keflvíkingar sóttu grimmt fyrstu 15. mínútur seinni hálfleiksins, en tókst ekki að skapa sér nema eitt verulega hættulegt marktækifæri. Skaga- menn hristu af sér drungann er leið á hálfleikinn og skoraði Árni Sveinsson á 35. mínútu. Skaut hann góðu skoti af nokkru færi að Keflavíkurmarkinu og á leiðinni breytti knötturinn um stefnu á sandhrúgu, en sandur hafði verið borinn í forina fyrir framan mörkin. Við þetta fór Þorsteinn Ölafsson úr jafnvægi og gerði ekki tilraun til að verja. 3:1. Sigþór Ómarsson gerði síð- an síðasta mark leiksins og þriðja mark Skagamanna á 40. mínútu hálfleiksins. Átti hann fyrst gott skot að marki IBK, en Keflvíking- um tókst að bjarga í horn. Árni Sveinsson gaf vel fyrir markið og Sigþór var aftur á ferðinni og skallaði laglega í markið. Þannig endaði þessi leikur og eru bikarmeistarar Keflavfkur því úr leik í keppninni að þessu sinni, en Islandsmeistararnir halda áfram í fjögurra liða úrslit- in. 834 áhorfendur sáu þennan leik og voru þeir Karl Þórðarson og Ólafur Júlíusson beztu menn liðanna í leiknum. Sigþór Ömars- son fékk gula spjaldið í leiknum hjá ágætum dómara leiksins, Grétari Norðfjörð. — K s /—aij Helgi Ragnarsson I baráttu við tvo Þróttara f gærkvöldi. Helgi gerði bæði mörk FH. LÍTILL MUIMUR Á 1. DEILD OG ÞEIRRI ÞRIÐJU, ER FH VANN ÞRÓTT í SLÖKUM LEIK TVÖ MÖRK Helga Ragnarssonar f síðari hálf- leik f slökum leik FH og Neskaupstaðar Þrðttar á grasvellinum f Kaplakrika í gærkvöldi tryggðu' FH þátttöku í 4. liða úrslitum Bikarkeppni KSl. Lengst af varð ekki séð hvort liðið væri í 1. eða 3. deild, því f fyrri hálfleik var leikurinn jafn og lítið um afgerandi marktæki- færi. Sama var uppi á teningnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.