Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 BÍLAR Autobianchi A112E FYRIR skömmu bættist smábílum á íslandi liðsauki. Hingað til lands hefur verið hafinn innflutningur á ítölskum bil, er Autobianchi efn- ist. Hann er framleiddur af hluta Fiatbílasamsteypunnar á ítalíu og er mest tengdur Lancia verksmiðj- unum (sem einnig eru hluti Fiat). Umboðið fyrir þennan bil hefur Sveinn Björnsson og Co, Skeif unni 11 (þekktari hingað til fyrir Saab umboðið) Autobianchi A1 12 leit fyrst dags- ins Ijós 1969 en E-gerðm (þ e sú gerð sem hingað er flutt) var fyrst sýnd á bilasýninguunni í Genf 1973 Þessi bíll er 3ja dyra og telst fimm manna Hann er mjög léttur, vegur 6 75 kg óhlaðmn Vélin er að framan og drifur framhjólin Vélin er fjög- urra strokka, 903 rúmsm með Stilhreinn að innan. Vélin liggur þvert. þjöppun 9:1 og er 47 hestöfl við 5600 snún /min Hún liggur þvert og er með hitastilli á viftunni Þetta er raunar sama vél og í Fiat 12 7. Þessi bill er nokkru minni en Fiat 1 27 og kostar 1 148 þúsund krónur tilbúinn á götuna en 3ja dyra Fiat 1 27 kostar kr 1170 þúsund E-ið stendur fyrir Elegant þannig að nokkuð er i þennan bíl lagt Stýrishjólið er mjög skemmtilegt og þægilegt, lítið og klætt leðri Fyrirkomulag stjórntækja er ann- ars svipað og í Fiatinum Framsætin eru góð nema hvað bökin eru í lægra lagi Hnakkapúðar fylgja, sömuleiðis hliðarspeglar báðum megm. Autobianchi kemur hingað á radi- aldekkjum, sem gerir hann nokkru lausari á mölinni en ella Framhjóla- drifið bætir það hins vegar upp Hámarkshraðinn er sagður um 140 km/klst en vélarhljóðið við 120 km/klst er hins vegar ekki sérlega uppörvandi Viðbragðið er gefið 14 sek 0—100 km/klst en ónákvæm mæling bendir til að það sér nokkuð mikil bjartsýni Autobianchi A112E er á stórum dekkjum, a m k miðað við sta?rð bílsins að öðru leyti, 13 tommu. Þannig er hæð undir lægsta punkt 14 sm og nokkru hærra er undir lægsta punkt vélarinnar Bíllínn er með drskabremsur að framan en borða að aftan Eðlilega er ekki mjög mikið pláss aftur í bílnum a.m.k. ekki fyrir fimm manns Hins vegar má, ef einn eða tveir eru i bilnum, leggja niður og fram bak aftursætis- ms og er þá ágætt farangursrými komið Farangursrýmið þegar aftursætisbakið er fram. Hliðargluggar að aftan eru opnanlegir. Mælaborðið. Bíllinn er aðeins 323 sm. langur, 148 sm breiður og 134 sm hár Bensíntankurinn er staðsettur undir gólfinu ofan afturfjaðra og tekur hann um 30 litra Um eyðsluna pr 100 km er það að segja að í sviss- nesku bilaárbókinni Automobil Revue er hún talin 7.2 lítrar en umboðsmr nn hér segja hana iara niður í 6.3 ítra á langkeyrslu. Autobianchi A112E er lipur í akstri og tekur lítið pláss á götu. Stýringin er í þyngra lagi en samt sem áður er mjög þægilegt að stýra bílnum Gírskiptingar eru sæmilega liprar en þriðji gírinn er helst til nálægt fyrsta br.h Fjaðurnellika meðmeiru... Margir af lesendum þessara þátta hafa óskað eftir upplýsingum um efni þeirra frá byrjun. Til þess a8 þóknast ágætum lesendum hefur því verið tekin saman skrá yfir þættina og verður hún birt i tvennu lagi: fyrri hlutinn tekur yfir áriS 1975 en sá síðari nær til 11. sept. 1976. Með skrá þessari verður jafnframt leiðrétt tölusetning þáttanna sem villur hafa slæðst inní á stöku stað og valdið nokkrum ruglingi og heilabrotum. ATHUGIÐ: FREMRI TOLUSETNINGIN ER RÉTT en hin er eins og hún hefur verið birt i blaðinu. 1975 'T’-ó lusetn. Fyrirsögn Latneskt heiti Birt 1 1 Inngangur Vatnsberi eöa sporasóley Aquilegia hybrida 8.3. 2 Venusvagn eöa bláhjálmur Aconitum napellus 15.3. 3 3 Páskalilja Narcissus pseudonarcissus 22.3. 4 4 Krókus ofl. smálaukar 5.4. 5 5 Ilmreynir Sorbus aucuparia 12.4. 6 6 Gulrætur Daucus carota sativ. 19.4. 7 7 Vióir Salix 26.4. 8 8 Víöir í limgeröi Salix 7.5. 9 . 9 Geitabjalla Pulsatilla vulgaris 10.5. *0 10 Gemsufífill Doronicum 17.5. 11 11 Pabb um matjurtir ófl. 24.5. 12 12 Vepjulilja Frittillaria meleagris 31.5. 13 13 Illgresi . 7.6. 14 14 Enn um illgresi 14.6. 15 15 Gullhnappur Trollius 21 .6. 16 Steinbrjótar Saxifraga 5.7. 17 17 HnoÖrar Sedum '12.7. 18 18 Hreðkur Raphanus sativus 19.7. 19 19 Silfursóley Ranunculus aconiti- folius flore pleno 26.7. 20 20 Ótlagi Lysimachia punctata 2.8. 21 20 Silkibygg Hordeum jubatum 9.8. 22 22 Hjartablóm Dicentra spectabilis 16.8. 23 23 Alpafífill - Edelweiss Leontopodium alpinum 23.8. 24 24 Bláklukkur Campanula 30.8. 25 25 Rósin litla Dorn Dorn Röschen Rosa acicularis (kynbætt afbrigöi) 7.9. 26 26 KÍnavöndur - Klukkuvöndur Gentiana 19.9. 27 27 Blómlaukaspjall I 28.9. 2R 28 Blómlaukaspjall II 28.9. 29 29 Blómlaukaspjall III 30.9. 30 30 Blómlaukaspjall IV 5.10 31 31 Jólastjarna Euphorbia pulcherrlma 13.12 Til þess að lifga svolitið upp á þessa þurrlegu upptalningu látum við fylgja mynd af FJAÐURNELLIKU (Dianthus plumarius) en hún hefur staðið sig sérlega vel hér syðra þetta votviðrasama sumar og viða vakið á sér athygli með ferskum lit og hressilegu yfirbragði á sólarlitlum dögum. Úm hana segir m.a. i Skrúðgarðabókinni: „Fjaðumellika er forláta garðjurt og töluvert ræktuð hér. Sum afbrigði hennar eru vel harðger einkum þau sem hafa einföld blóm. Blöðin eru blá-grá-græn og mynda stærðar breiður þaktar ilmandi blómum, oftast bleikum. Blómin eru mjög góð til afskurðar, springa vel út og standa lengi." ÁB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.