Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 23 Guðrún Ásmundsdóttir kemur á fullri ferð af sviðinu niður i búningsherbergið til þess að skipta um gervi. Steindðr Hjörleifs- son slappar af andartak á milli sviðsatriða og fær sér kaffisopa. Ljósmyndir Mbi. Friðþjófur. 4 Kjartan Ragnarsson var ( mörgum hlutverkum og þurfti þvl að hafa snör handtök baka til. Og það er ekki nóg að skipta um föt f hvelli, hðrgreiðslan skiptir miklu máli einnig. Þarna er Lilja Þórðardóttir hárgreiðslukona að greiða Guðrúnu Asmundsdóttur. Karl Guðmundsson skipt- ir um gervl á hundrað- inu. staðreyndin býður upp á tal um raunverulega glæpa- starfsemi á íslandi, skipu- lagðan skepnuskap. Tviþáttungarnir Stórlaxarnir, sem Leikfélag Reykjavíkur er nú að hefja sýningar á i Iðnó, siglir með gesti sína inn í þann heim sem svo víða treður nú marvaðann á byggðum bólum jarðar, spillingu jafnt hjá stór- löxum sem smálöxum, aðeins mis- munur á magni. í gamansömum stil er viðfangsefnið lagt á borð, ritað um 1 930, en hljómar ótrúlega sam- an við margt sem fólk hefur nasa- sjón af, jafnvel ævintýrin í islenzka fjármálaheiminum þótt að sjálf- sögðu sé ekki um neina úttekt að ræða Fyrri einþáttungurinn fjallar um ,,góðborgara", stórlaxa sem hittast í kvöldverðarveizlu hjá bankastjóran- um þar sem allt fer fram í friðsemd og flangsi þar til óvænt staða kemur upp og vinskapurinn leitar til allra átta frá þvi trausti sem hann átti að bera og meinfýsin gamansemi ræð- ur ríkjum Síðari einþáttungurinn fjallar um dóttur auðkýfings sem er gestur hjá fjölskyldu forstjóra stór- fyrirtækis vegna væntanlegra við- skiptahagsmuna, en það kemur babb i bátinn þvi mærin verður ástfangin af ..ópússuðum" leigubíl- stjóra, snarfátækum Nú eru góð ráð dýr, því foreldrar stúlkunnar eru á leiðinni en það getur margt breytzt á einni klukkustund, svo ótrúlega margt, sem enginn skildi ætla fyrir Höfundur Stórlaxanna. Ference Molnár, fæddist i Ungverjalandi á 8 tug síðustu aldar, en hann lézt 1 952 Molnár var af bergi Gyðinga, sérkennileg manngerð, lögfræðing- ur og fréttamaður í Vínarborg, Buda- pest og Genf Hann byrjaði ritstörf sín með því að skrifa skemmtisögur fyrir blöð og við skáldsögu lagði hann einnig lag sitt Fyrsta leikrit hans var Djöfullinn, skrifað 1907 Það leikrit var byrjað að æfa hjá LR um 1 940 en hætta varð við sýning- ar vegna veikinda i hópi leikara og aldrei komst verkið á fjalirnar Frægt leikrit Molnárs er Lillion, sem siðar var útfært í söngleik sem Roger og Hammerstein gerðu i Bandaríkjun- um og hlaut nafnið Carousel í verkum sínum gerði Molnár mik- ið af þvi að striða góðborgurunum og tók gjarnan fyrir hagsmunahópa úr þeirra röðum Sjálfur var Molnár mikill heimsmaður og kunni góð skil á lystisemdum heimsins í verkum hans leggur hann oft mikla áherzlu á ílðnó Sigurður Karlsson, Sðlveig Hauksdóttir og Þorsteinn Gunnarsson I hlutverkum slnum. • STANZLAUST eru blik ur á lofti í þjóðlífi voru, tök gærdags íslands og hrær- ingar til morgundagsins. Steinsnar á milli, vítt um byggðir landsins, ísland gærdagsins með reynslu og yfirvegun. ísland morgun- dagsins í fangbrögðum við óteljandi erlenda strauma, bæði góða og vonda. Maður fer úr Vatnsdaln- um að morgni dags eftir réttir þar, gengur frá rót- grónu íslenzku mannlífi, at- höfn í kversdagsleikanum þar sem kynslóðabilið er ekki til og að kvöldi dags er unnt að vera á alþjóðiegum skemmtistað í Reykjavik, sviplausum og án stíls þar sem fólkið himir i raun og veru og bíður eftir þvi að timinn líði, diskótek er það kallað. Hvort verður sterk- ara i morgundegi íslands? Blikur á lofti i fjármála- heimi vors litla lands og veiku hliðina í hinum ýmsu lysti- semdum þannig að skop þeirrar til- veru ræður ríkjum. í þessu gamansama verkefni Leik- félagsins eru hlutverkin alls 33, en þó eru leikararnir aðeins 10 Með ólíkindum er hve fljótt þeir geta skipt um gervi og er þetta nokkur nýjung i leikstarfi hér á landi Margir muna eflaust hve Gisli Halldórsson var fljótur að skipta um hlutverk í Fló á skinni, en í öðrum einþáttung- um eru það um 10 manns sem þurfa að hafa sama hraða á Finnska leikfélagið Lilla Teatern hefur lagt talsverða áherzlu á þessa leikaðferð á undanförnum árum og má segja að LR taki upp tækni þeirra Vigdís Finnbogadóttir leikhús- stjóri, þýddi verkið á islenzku en Jón Hjartarson leikstýrir Þetta er fyrsta verkefni hans fyrir LR í Iðnó, en áður hefur hann sett upp leikrit úti á landi, í skólum og fyrir Húsbygg- ingarsjóð Leikfélagsins Leikarar i Stórlöxunum eru Soffia Jakobsdóttir, Guðrún Ásmundsdótt- ir. Karl Guðmundsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sólveig Hauksdóttir, Sigurður Karlsson, Margrét Ólafs- dóttir, Kjartan Ragnarsson Steindór Hjörleifsson og Guðmundur Páls- son — á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.