Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 17 Fjárskaðinn í Svartá: „Féð flaut niður ána eins og ísjakar” Rætt við sjónarvotta og bændur, sem misstu fé FYRIRSÖGN þessarar frásagn- ar er tekin úr lýsingu eins þeirra, sem komu að Stafnsrétt f Svartárdal f A- Húnavatnssýslu _ sl. fimmtu- dagsmorgun, þegar um 430 f jár drukknaði eða trððst undir og kafnaði er hluti safnsins slapp úr nátthaga réttarinnar og lenti f þröngum og djúpum árfarvegi Svartár. Blaðamenn Mbl. heim- sóttu f gær nokkra þeirra bænda, sem þarna misstu fé og ræddu við þá. Til Stafnsréttar kemur fé af Eyvindarstaða- heiði en heiðin er upprekstrar- land bænda f Bðlstaðarhlfðar- hreppi f A-Húnavatnssýslu og Lýtingsstaðahreppi og hluta af Seiluhreppi f Skaggfirði. Talið er að fé f réttunum sl. fimmtu- dag hafi verið nálægt 15 þús- und. 1 gær var leitað með Svartá að hræjum, sem kynnu að hafa borizt niður með ánni og var þvf ekki vitað hversu margt fé hafði drepizt þarna en menn töldu þó ósennilegt að endanleg tala yrði langt frá 430. Af samtölum við bændur mátti ráða að féð, sem drapst, hefði skipzt til helminga milli fullorðins fjár og lamba. Ekki var I gær vitað hver hefði orðið skaði einstakra bænda, þvf cft- ir átti að vinna úr upplýsingum um mörk f járins. „PENINGATJÓNIÐ EKKI ÞAÐ VERSTA HELDUR LEIÐINDIN“ Fólk var nýlega komið að Stafnsrétt á fimmtudagsmorg- uninn og hafði lokið við að reka fyrsta fjárhópinn úr nátthaga réttarinnar inn i almenninginn, þegar styggð kom að fénu í .nátthaganum. Sigurði Guð- mundssyni á Fossum f Svartár- dal sagðist þannig frá tildrög- um óhappsins: — Við vorum rétt búnir að reka fyrsta hóp- inn inn f almenninginn, þegar nokkrar kindur tóku að leita á girðingu nátthagans að austan- verðu. Einhverjir sögðu að tvær kindur hefðu verið utan við girðinguna en hópurinn, sem leitaði á girðinguna, stækk- aði óðum og hún lét undan. Talið er að um 15 þúsund fjár hafi verið f nátthaganum og fór um W fjárins út úr nátthagan- um áður en okkur tókst að hemja féð. Féð fór nú norður með klifinu fyrir ofan réttina en þar tókst að stöðva það og snúa því f átt að réttinni aftur. Mikil styggð var þá komin að fénu. Hópurinn sótti nú niður á eyrina og fyrr en varði lagðist hann út í ána. — Þar sem féð fór út f ána háttar þannig til, að áin rennur f tveimur farvegum. Sá eystri, sem varð fyrr á vegi fjárins, er nokkuð breiður og eftir honum rennur miklu meira vatn. Þá kemur grasivaxin bakki, sem nær að vestri kvfslinni og renn- ur hún f þröngum stokk á þessu svæði. Féð fór yfir eystri kvísl- ina og upp á grasbakkann. Þar stöðvaðist það en þunginn af fénu, er kom á eftir, ýtti þvf út f sfkið og þar hlóðst féð upp. — Þetta gerðist skömmu fyr- ir átta um morguninn og fólkið, sem komið var f réttirnar, var ekki margt, en margir voru að koma í þann mund, sem slysið gerðist. Menn reyndu að bjarga því sem bjargað varð en það var erfitt um vik. Bæði menn og hestar fóru á kaf f ána og það mátti þakka fyrir að þarna varð ekki manntjón. — Við hér á Fossum misstum þarna töluvert af fé en þetta hefur ekki verið talið saman. Féð var allt skoðað og mörk þess skráð niður. Þetta er vissu- lega töluvert tjón en peninga- tapið er þó ekki það versta heldur þau leiðindi, sem alltaf fylgja atburði eins og þessum. Það eru ekki mörg dæmi þess að tjón sem þetta hafi verið bætt en sá möguleiki verður skoðaður, þegar við vitum hvernig tjónið skiptist á menn, sagði Sigurður að lokum. „MENN SETTI HLJÓÐA“ — Menn setti hljóða, þegar þetta fréttist. Ég var hér heima, þegar þetta gerðist og sá þetta ekki fyrr en farið var að safna saman hræjunum sagði Guð- mundur Sigurðsson á Leifsstöð- um í Bólstaðarhlíð. Guðmundur var einn þeirra mörgu bænda, sem misstu fé þarna, en eins og aðrir gat Guðmundur ekki sagt til um fjölda þess fjár, sem hann missti, þegar við ræddum við hann í gær. — Það er alltaf tjón að missa skepnur en hvað þetta er mikið f járhagslegt tjón er erfitt að meta. Þetta dreifist á marga bæi, þó sumir hafi misst meira en aðrir, þannig að þessi skaði veldur þvf ekki að menn bregði búi, sagði Guð- mundur að lokum og hélt áfram að sýsla við fé sitt en um þessar mundir eru haustannir í fullum gangi í sveitum landsins. „ÁRFARVEGURINN STÍFLAÐIST AFFÉNU“ Það kom fram hjá Sigurði á Fossum að bæði menn og hestar voru um tíma hætt komnir við að bjarga fénu úr ánni. Einn þeirra, sem hvað vasklegast gekk fram í að bjarga fénu var Kári Hjálmarsson á Syðravatni f Lýtingsstaðahreppi í Skaga- firði. — Féð tók stefnuna vest- ur yfir ána og þar voru. fjórir menn, sem gátu ekki ráðið við neitt þvf hraðinn á fénu var slíkur að það var engu lfkara en það væri tryllt. Fyrst fór féð yfir eystri kvfslina og upp á eyrina. Síðan hlóðst féð upp f vestri árfarveginum en hann lfkist helzt stokki og bakkar hans eru það háir að féð komst varla upp aftur fyrst það var á annað borð komið ofanf. Stokk- urinn fylltist á svipstundu svo að gengt varð yfir ána og rudd- ist féð yfir hana á kestinum. Þegar stíflan brast þeyttist féð fram og bað var agalegt að sjá féð fljóta niður ána. — Við fórum fjórir út í ána til að reyna að ná fénu á land og vorum á hestum en það fór allt á kaf. Vatnið f vestri árfarveg- inum náði meðalmanni nær upp að öxlum. Við reyndum að tína það sem hékk f bökkunum og flaut eftir ánni og það var töluvert, sem við náðum þannig upp. Óhug sló á alla við þennan atburð og ég veit um menn, sem komu til réttanna og ætluðu að fylgjast með þeim þó þeir ættu þarna ekki fé en þeir fóru. Já, það var kalt að fara beint úr svefnpokanum í ána en fyrsta hugsunin var að reyna að bjarga fénu, sagði Kári að lok- um. FÉ DRUKKNAÐI SVO HUNDRUÐUM SKIPTI 1886 Atburður f Ifkingu við drukknum fjárins sl. fimmtu- dag hefur áður átt sér stað við Stafnsrétt. Við hittum Guðmund Jósafatsson frá Brandsstöðum að máli norður f Blönduhlfð f gær en hann er manna fróðastur um sögu Stafnsrétta. — Það er rétt, at- burður sem þessi hefur átt sér stað í Stafnsrétt áður, en eftir því sem ég hef komizt næst var það árið 1886. Þá slapp fé út úr nátthaganum og fór f ána á öðr- um stað í Svartá og sögumaður minn segir að þá hafi fé farizt svo hundruðum skipti. Tölur á því vissi hann ekki. Þá mátti litlu muna árið 1903 að fé færi f ána en smalamenn stóðu að fénu og mynduðu tvöfalda röð til að forða því að safnið færi f ána. Það tókst en tvær kindur tróðust þá undir. — Hrikalegt? Já það var óhugnanlegt að koma að þessu. Eg kom rétt eftir að stfflan sem féð myndaði brást og sá það koma fljótandi niður ána. Menn stóðu agndofa um stund, þvf það var í raun ekki annað hægt að gera en koma í veg fyrir að „Menn reyndu að bjarga þvf sem bjargað varð“ — Sigurður á Fossum. „Alltaf tjðn að missa skepnur" — Guðmundur ð Leifsstöðum. „Jð, það var óhugnanlegt að koma að þessu“ — Guðmundur Jósafatsson. „Hræin voru tind upp á tv« vörubila" — Jón I Artúni. „Fór að hugsa um þetta um kvöldið** — Kristjðn ð Birki- mel fleira fé færi f ána. Tjónið er alltaf mikið þegar skepnur drepast en hluturinn hefur gerzt og verður ekki aftur tekinn, voru síðustu orð Guðmundar. „FÉÐ HEFUR ÁREIÐANLEGA KAFNAÐ I KÖSINNI“ — Féð flaut niður ána á móti okkur eins og fsjakar og við vissum ekkert hvað um var að vera, sagði Jón Tryggvason, bóndi f Ártúni f Bólstaðar- hlfðarhreppi og oddviti þar f hreppi, er við ræddum við hann. Jón er einn þeirra bænda sem hvað flest fé missti f fjár- skaðanum. — Ég kom upp að Bjargráða- sjóður baet- ir skaðann „Bjargráðasjóður lslands greiðir bætur fyrir búfénað sem ferst af völd- um slysa" sagði Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda I samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi en hann er jafn- framt fulltrúi þeirra sam- taka i Bjargrððasjóði Islands. „Lögin nð yfir fénað sem fennir eða hrekur I sjó og þvf fellur fjðrskaðinn f Svartð undir þau, en Ifklega eru ekki mörg dæmi til um skaða sem þennan", sagði Gunnar. réttinni rúmlega átta ásamt fleira fólki og sjónin sem blasti við okkur var ömurleg. Það fyrsta sem við gerðum var að fara út f ána og koma fénu á land en það spýttist út úr kvfslinni. Við náðum eitthvað fjórum til fimm kindum lifandi en féð hefur áreiðanlega kafnað f kösinni, sem myndaðist í farveginum. — Þegar búið var að koma því fé, sem lifandi var, inn f nátthagann aftur og reisa við girðinguna, sneru menn sér að því að tfna hræin úr ánni. Þau bárust niður eftir allri á þó aðallega væri þetta á 100 til 150 metra löngum kafla en lengst fóru hræin sem fundust á fimmtudag um sex kflómetra niður eftir ánni. 1 dag hefur svo verið farið með ánni til að kanna hvort eitthvað hefur borizt lengra. Hræin voru tínd upp á tvo vörubfla og þeim safnað saman. Mörk fjárins voru skráð og hvort um var að ræða lömb, gemlinga eða fullorðnar ær. Féð var sfðan i dysjað um kvöldið. — Við þetta sló óhug á fólk. i Sumir sneru frá en ég var þó undrandi á þvf hvað réttarstörf- j in gengu vel það sem eftir var ' dagsins því réttunum var lokið um þrjúleytið. — Menn misstu mismargt fé þarna en það hefur ekki verið tekið saman enn hvernig þetta skiptist. Fjöldinn sem drapst liggur nærri 430 því þaí. er ekki vitað hvað mörg hræ finnast I ánni. Það fór töluvert fé frá mér og sjálfsagt skiptir það nokkrum tugum. Fjárhagslegt tjón er mismikið eftir bæjum en á einstaka bæjum skiptir það einhverjum hundruðum þúsunda. Lambið er nú metið á tæpar 9 þúsund krónur og fullorðnar ær leggja sig á svipað en það er verst að missa gemlingana. — Það hefur verið rætt um að byggja nýja rétt þar sem Stafnsrétt stendur, því það er ekki um marga staða að velja. Stafnsrétt er orðin 164 ára og þvf sýnt að hana verður að endurreisa. Menn deila um hvort byggja eigi hringlaga rétt eða rétt með fiöngum almenningi eins og nú er og hvort hún verði byggð úr torfi og grjóti eða með nýtízkulegri aðferðum. Þetta er sfðasta réttin sem hægt væri að endur- reisa sem torfrétt. Atvik eins og þetta á fimmtu- daginn ýtir undir að ný rétt komi en þarna koma lfka til fjárhagsleg sjónarmið. Það er alltaf gott að geta haldið því gamla við þvf það kostar minna en að þurfa að byggja nýja rétt fyrir milljónir, sem aðeins er notuð tvo daga á ári. Við getum ekki klastrað i götin nema f stuttan tfma og 164 ár eru nokkuð langur tfmi, sagði Jón og tók að lokum fram að ekki hefði enn verið rætt um Framhald ó bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.