Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 11 .. .konur með innkaupatöskur og krakka. ... og var að skrifa reisubók. er ekki innfædd, en ég hefi búið hér fjarska lengi. Þetta er góður bær og ég vildi hvergi annars staðar vera og hefur aldrei langað til þess. Hér er svo friðsælt og fallegt." Næsti viðmælandi heitir Jón Ól- afsson. „Ég er gamall sjóari,“ sagði Jón. „Einu sinni var ég á itöiskum togara. Ég held örugglega að það hafi verið árið 1936. Þá komu hingað togarar frá Italíu og auglýst var eftir fslenzkum sjómönnum, sem áttu að kenna Itölum að fiska. Allir vildu fara, mig minnir að 300 hafi sótt um plássin, en það komust bara 30 að. Það voru 15 Italir og 10 Islendingar á hverjum togara og við vorum í sex mánuði við Nýfundnaland. Það var með okkur móðurskip, sem tók fiskinn og setti í salt. Þetta var ágætt, við höfðum 14 kr. og frítt fæði, það þótti gott. Það var sérstakur kokk- ur handa íslendingunum, ítalirn- ir átu þetta makkaróni sitt. Við fiskuðum nú ekki mikið, en þetta þótti heilmikið ævintýri. ÞAÐ, SEM ENGINN FÆR AÐ VITA „Ójá, það held ég nú, heilmikið ævintýri." E.t.v. búa ekki lengur drápshuga kraftaskáld f Hólmin- um, sem eiga eftir að vera til f þjóðsögu i mörg hundruð ár, en hér eru ævintýri i minningum og sögur að verða til. Niðri við Maðkatjörn er örlitil stúlka að henda steinum í sjóinn. Frá hverju á blaðamaður að segja, þegar hann kemur úr ferðalagi utan af landi? Það er uppbygging alls staðar og verið að leggja hol- ræsakerfi og varanleg slitlög á göturnar, eða verið að byggja elli- heimili, kannski félagsheimili. I sjávarplássum koma bátar og fara, inni landi bændur á jeppa- bílum eða traktorum að sækja föng i kaupfélagið eða borga skatta. Allir una sinum hag og vilja hvergi annars staðar vera og engum leiðist og allir elska frið- inn og brosa góðlátlega, þegar minnst er á ysinn og þysinn í Reykjavík og kjósa frekar það, sem Reykvíkingar kalla deyfð en dreifbýlið nefnir friðsæld. Á blaðamaðurinn að inna eftir framkvæmdum hjá forstjóra frystihússins og uppbyggingunni hjá sveitarstjóra, spjalla við skip- stjóra um aflabrögð, fjalla um horfna búskaparhætti? Eða á hann að segja frá lftilli stelpu að leik í fjöruborði? Ofan af Höfðanum blasir við bærinn og auðar göturnar og nýju húsin kollótt og gömlu húsin vina- leg. Liklega eru allir komnir í kvöldmatinn. Eða i kaffi og bakk- elsi í eldhúsinu, sem geymir sög- ur af fólkinu i bænum, sögurnar, Hún var að biða eftir manninum sfnum. Hann hafði hengt fötin sfn til þerris... sem blaðamaðurinn fær aidrei að heyra. Og svör við ótal spurning- um. Hvers vegna heitir sjoppan á staðnum Tehús. Um hvað voru konurnar að stinga saman nefj- um? Hver var hún, þessi kona, sem beið eftir manninum sinum? Hitt og þetta kemur upp úr kaf- inu og i ljós. Sögur, sem gera Stykkishólm einstakan og fólkið annað en bara bæjarbúa. Hér eru kaþólsk hjón, sem eru úr Reykja- vfk en komu til Stykkishólms frá kóngsins Kaupmannahöfn. Mú- hameðstrúar hjón eru hér lika. Sagan segir að þau hafi ætlað til Austurlanda — þau ku m.a.s. hafa hitt sjálfan Gadafi á ferðum sín- um — en sneru við á miðri leið og settust að í Hólminum. Konan gengur með skuplu að sið er- lendra trúsystra sinna. Og það er til saga um verzlunareiganda sem sá Tehús Ágústmánans f Þjóðleik- húsinu, um manninn, sem seldi bfóið daginn áður en sjónvarpið kom. Um fjóra bræður, sem gift- ust fjórum systrum. Ffladelfíu- prest, sem kemur öðru hvoru til að raka og klippa Hólmara. Eldri sögur, um brugg á mjólkurbrús- um. Um kokkálaða eiginmenn, uppflosnaða hippa, gömul falleg hjón, sem leiðast ... Það ser er kjarninn f bæjarlífinu. „Svona hlutir gera Stykkishólm sjarmer- andi bæ,“ sagði aðflutti maðurinn og blaðamaðurinn kinkaði kolli til samþykkis. Gfsli Gunnarsson SH5 kemur að landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.