Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER 1976 3 Björn Jónsson í setningarræðu sinni á 33. þingi ASÍ: „Tímabili varnarbaráttunn- ar lokið og sókn hafin til að rétta hlut yerkalýðsstéttar,, BJÖRN Jónsson, forseti Alþýðusambands tslands, hóf setningarræðu sina á 33. þingi ASt með þvf að minnast þess að 60 ár eru nú liðin frá þvf að Alþýðusambandið var stofnað. Minntist Björn þeirra manna sem f upphafi fylktu sér undir merki ASl og rakti hann f stuttu máli sögu sambandsins. Sagði Björn að fsienzka þjóðin ætti upphafsmönnum ómælan- lega þakkarskuid að gjalda, þvf án verkalýðssamtakanna væri tsland ekki það land, sem það er f dag. Sagði Björn að 60 ára starfs ASl yrði ekki minnzt með of- læti, veizluhöldum eða skála- ræðum. Heldur með þvf að treysta raðirnar f glfmunni við þau margvfslegu vandamál, sem við væri að etja f þeim málefnum sem næst stæðu huga og hagsmunum fslenzkrar alþýðu. Sfðan sagði Björn orð- rétt f ræðu sinni: „Mikilvægasta verkefni þessa Alþýðusambandsþings hlýtur að vera það að fjalla um þá stórfelldu lffskjara og launa- skerðingu sem orðið hefur hjá fslensku verkafólki til sjós og lands á síðustu 2—3 árum og að undirbúa gagnsókn verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir endur- heimt þess sem af henni hefur verið hrifsað síðustu árin og sem varnarbarátta hreyfingar- innar hefur ekki megnað að handra á þessu tímabili. öll þróun kjaramála hefur verið á þann veg síðustu árin að f næstu kjarasamningum er mikil hækkun á almennum launum óhjákvæmileg og kjör- orð þings okkar hvað þær snert- ir hlýtur að vera það að tfma- bili varnarbjaráttunnar sé nú lokið og sókn hafin til að rétta hlut verkalýðsstéttarinnar allr- ar, en þó fyrst og fremst þeirra, sem nú búa við skarðastan hlut- inn. En sú sókn sem nú þarf að hefja krefst þess, ef hún á að reynast sigurvænleg að megin- stefnan og markmiðin séu sam- eiginleg og að öll aðildarsamtök Björn Jónsson forseti ASÍ flytur setningarræðu sína. og félög innan ASI sæki þar fram i einni fylkingu. Takist það mun árangurinn ekki láta á sér standa. En einingin sem hér þarf til að koma útheimtir það að við séum trúir grundvallarhugsjón- um verkalýðshreyfingarinnar um gagnkvæman stuðning í allri okkar baráttu og sýnum hvor öðrum tillitsemi og þá allra frekast í því að leggja sér- staka áherslu á að styðja þá sem verðbólgan og kaupránið hefur leikið allra verst og búa nú við bágustu kjörin. Þar við liggur bæði sæmd okkar og framtfð að samtök okkar geti staðið ein- huga að þvf að lyfta lægstu launum sem nú viðgangast upp- úr þeirri smánarlegu stöðu sem þau nú eru f og ekki sfður að tryggja viðunanlega lausn á kjörum ellilffeyrisþega og öryrkja. En þótt kauphækkanir séu augljóslega alger forsenda þeirra lffskjarabóta sem við hljótum að krefjast og berjast fyrir skulum við einnig gera okkur grein fyrir að þær koma fyrir lítið og kunna að verða skammgóður vermir, ef þær tengjast ekki bæði baráttu okk- ar á ýmsum öðrum hagsmuna- sviðum, svo sem margvíslegum réttindamálum, skattamálum, húsnæðismálum, vinnuvernd- armálum, jafnréttismálum kvenna og karla og þá ekki siður og jafnframt kröfum okk- ar um gerbreytta stefnu í efna- hagsmálum, baráttunni gegn þeirri verðbólgustefnu sem fylgt hefur verið af stjórn- völdum á undanförnum árum og öllu öðru fremur hefir valdið þeirri stórfelldu lífs- kjaraskerðingu, sem yfir okkur hefur dunið. Eg læt þá sterku von í ljósi að um þessi efni öll takist þessu þingi að marka skýra stefnu, sem getið orðið grundvöllur sigursællar baráttu á allra næstu tímum. Á þessu .ári hafa stjórnvöld bætt gráu ofan á svarta kjara- skerðinguna með þvf að hafa upp fyrirætlanir um að þrengja að frjálsum samningsrétti verkalýðssamtakanna eftir þeim leikreglum, sem um hann hafa gilt nú um langt skeið og á ég þar við frumvarpssmfðina Um breytta vinnulöggjöf og sáttatilraunir í vinnudeilum. Þessum tilraunum til að þrengja kosti okkar í kjarabar- áttunni etv. um lengri framtíð hlýtur þetta þing að mæta með því að staðfesta þá almennu fordæmingu sem þessar til- raunir atvinnurekenda og ríkis- stjórnar hafa þegar hlotið f flestöllum verkalýðsfélögum og að öðru leyti snúast gegn þeim af öllu því afli og með öllum þeim ráðum, -sem unnt er að beita og sanna þeim sem að þessari réttarskerðingu standa að við munum ekki láta hana stöðva baráttu okkar á nokkurn hátt. Um verkefni þessa þings vil ég að öðru leyti segja það að fyrir þinginu liggja drög að stefnuskrá Alþýðusambands- ins, hinni fyrstu eftir fullan aðskilnað faglegu hreyfingar- innar og Alþýðuflokksins um 1940. Eins og málum er háttað f verkalýðshreyfingunni má öll- um vera ljóst að gerð slíkrar stefnuskrár sem ætlað er að verða leiðbeinandi um störf Al- þýðusambandsins um nokkurt skeið — er mikið vandaverk, þvf pólitfskur skoðanaágrein- ingur er meiri f okkar hreyf- ingu en vfðast annars staðar og gerð slíkrar stefnuskrár er hins vegar fjarri því að ná tilgangi sínum, ef yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra sem samtökin skipa una henni ekki sæmilega vel. Á hinn bóginn væri það að mfnu viti ein besta afmælisgjöfin sem við gætum gefið samtökum okkar, og um leið okkur sjálf- um, ef okkur tækist að sanna það með góðri samstöðu um stefnuskrána á þessu þingi, að þau séu bæði bær um og fær um að marka stefnu samtak- anna til nokkurs tíma f flestum þeim málefnum, sem varða hagsmuni og velferð verkalýðs- stéttarinnar, þótt við skipum okkur í hina ýmsu stjórnmála- flokka. Við skulum vona að þetta takist ,og að verkalýðs- hreyfingin standi sterkari og samhentari eftir en áður. Auk þeirra málefna, sem ég nú hefi lítillega dregið á mun þetta þing óhjákvæmilega þurfa að útkljá ýmis innri mál- efni Alþýðusambandsins, svo sem þau er varða fjárhagsmál- efni þess og hugsanlegar laga- breytingar f því sambandi og að lokum þingsins kjósa sér stjórn, Framhald á bls. 23 Forsetar þingsins og forseti ASt. Karl Steinar Guðnason, Eðvarð Sigurðssón, Auður Torfadóttir og Björn Jónsson. (Ijósm. ÓI.K. Mag.). Spáð nýju meti hjá Ögra í dag SKUTTOGARINN Ögri frá Reykjavík verður sfðasta íslenzka skipið, sem selur f Bretlandi, áð- ur en brezkir togarar verða að yfirgefa 200 mflna fiskveiðilög- sögu tslands á miðnætti f nótt. ögri selur f dag f Grimsby um 160 lestir og að sögn fréttaritara Mbl. f Grimsby spáðu fiskkaupmenn þvf f gærkvöldi að ögri myndi setja nýtt heimsmet f fisksölu og fá yfir 80 þúsund pund fyrir afl- ann og yrði það f fyrsta sinn f sögunni, sem einn einstakur fs- fiskfarmur seldist fyrir meira en 80 þúsund pund. Sem kunnugt er, setti Ögri heimsmet I sölu í Grimsby fyrir röskum þremur vikum er togar- inn seldi 158 lestir fyrir 78.807 sterlingspund eða 24 millj. króna og var meóalverð pr. kiló kr. 149. Þórður Hermannsson fram- kvæmdastjóri hjá ögurvík h.f., eiganda ögra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að fiskurinn sem Ögri væri með, teldist mjög góður fyrir brezkan markað. Um 35 tonn af aflanum væri koli, hitt þorskur og grálúða. Þórður kvað forráðamenn ögurvíkur hafa ver- ið svolítið hrædda við að láta togarann sigla til Bretlands með aflann, og láta hann landa aðeins nokkrum klukkustundum áður en brezkir togarar yrðu að yfirgefa íslandsmið, en menn vonuðu að allt yrði með ró á markaðnum í Grimsby i dag. Eldur í fiski- mjölsverk- smiðjunni í Grundarfirði Grundafirði 29. nóv. ELDUR kom upp f þurrkara fiski- mjölsverksmiðjunnar hér um kvöldmatarleytið. Slökkvilið brá skjótt við og gat slökkt eldann áður en verulegar skemmdir urðu á þurrkaranum. Engar skemmdir urðu á verksmiðjunni sjálfri. Talið er að eldurinn hafi kvikn- að vegna þess, að rafmagnið fór skyndilega af hér í Grundarfirði um sexleytið. Hefur það oft gerzt fyrirvaralaust að undanförnu, að rafmagnið hefur farið og hefur þetta haft mikil óþægindi i för með sér og tjón fyrir atvinnufyr- irtækin á staðnum. — Emil MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI Aðalstræti 9, sími 1 2940 og 11 255. L0ND0N Kr. 44.200 Vikulegar Lundúnarferðir. Innifalið í verði flugferð, gisting og morgun- verður. KANADA Fyrirhugaðar eru ferðir til Vancouver og Winni- peg í Kanada. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna I MN GLASGOW Kr. 35.900 Brottför alla föstudaga. Innifalið flugferð, gist- ing og hálft fæði. Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum og ávallt á hagstæðustu fargjöldum sem völ er á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.