Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 23
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 1. deild kvenna FRAM MARÐISIGUR 10:9 Á MÚTIVAXANDIKR-LIÐI SA LEIKUR sem mesta athygli vakti I. 1. deild kvenna um helgina og var sennilega bezt leikinn var leikur Fram og KR á sunnudaginn. Fram- stúlkurnar hrósuðu sigri I leiknum, 10:9, en jafntefli eða KR-sigur hefði allt eins getað orðið staðreynd. Þó svo að þessi leikur hafi verið bezti kvennaleikurinn, þá er ekki þar með sagt að hann hafi verið góður, í heild sinni virðast liðin I 1. deild kvenna nú lélegri en áður og t.d. slakari en f fyrravetur. Framliðið er nær alveg skipað sömu stúlkum og í fyrravetur og því sætir furðu að liðið skuli ekki ná meiru út úr leik sinum en t.d. á laugardaginn. Þá er það löstur á liði að þær skuli láta dómarana fara í taugarnar á sér, þó svo að þeir séu ekki alltaf upp á það bezta, þá er það sjaldnast til bóta aó vera eilíflega að nöldra og mót- mæla dómum. KR-liðið er nú jafn betra en áður og eina liðið sem undirritaður hefur séð í vetur, sem er betra nú en áður. Ungu stúlkurnar í liðinu eru að sækja sig og liðinu hefur bætzt góður liðs- auki, þar sem er Svara Sigtryggsdótt- ir, sem áður lék með Val. Með þvi að nýta betur tækifæri sín f leiknum gegn Fram hefði KR-liðið átt að geta náð a.m.k. öðru stiginu og er liklegt til að vera í einu af efstu sætunum í 1. deildinni í vetur, en nær tæplega alla leið á toppinn. Leikur Fram og KR þróaðist þannig að Fram tók forystu strax f upphafi og hélt henni allan leikinn. Aldrei munaði þó miklu og var t.d. aðeins eins marks munur í hálfleik, 5:4. Á síðustu mínútunni var mikil spenna meðal leikmanna og fengu Fram- stúlkurnar þá gefins vítakast — það eina sem þær fengu gefins í leiknum. (Jr leik Vals og Þór. Oddný skorar fyrir Val. Þói krækti í 2 óvænt stig NYLIÐAR Þórs ■ 1. deild kvenna gerðu sér lítið fyrir og lögðu að velli íslandsmeistara FH í útihandknattleik frá i sumar er liðin mættust í 1. deildar keppni íslandsmótsins i Hafnarfirði á sunnudaginn. 12—9 fyrir Þór urðu úrslit leiksins. og voru þau i hæsta máta sanngjörn, þar sem Þórsliðið var allan leikinn betri aðílinn og sýndi betri handknattleik. FH-liðið er sýnilega i hálfgerðum molum um þessar mundir og náði aldrei að sýna sinar beztu hliðar. Var leikur liðsins á köflum mjög ráðleysislegur. en sennilega hefur einnig verið rikjandi vanmat á andstæðingnum fyrirfram. FH-stúlkurnar skoruðu fyrsta mark leiksins úr vitakasti og var það i eina skiptið sem þær höfðu yfir i leiknum. Þór náði fljótlega að jafna og var einu marki yfir i hálfleik 4—3. í seinni hálfleiknum náðu Þórsstúlkurnar svo góðum tökum á leiknum og áður en varði höfðu þær náð þriggja marka forystu, sem liðinu tókst að halda til loka. Í Þórsliðinu áttu beztan leik þær Auður Dúadóttir markvörður Anna Gréta Halldórsdóttir og Soffia Hreinsdóttir. Liðið vann vel saman i þessum leik, og lék af sæmilegri yfirvegun, eftir að forystunni var náð. Oft létu þær' þó FH-stúlkurnar um of trufla sig. er þær komu fram á völlinn, og misstu knöttinn. Kom það þó sjaldnast að sök, þar sem FH-stúlkurnar voru furðu lagnar að nýta illa tækifæri sin. Beztar hjá FH i Þessum leik voru þær Kristjana Aradóttir og Katrin Danivalsdóttir, og var sú fyrrnefnda raunar bezti leikmaður þessa leiks. Hætt er við að þessi ósigur verði til þess að vonir FH-stúlknanna um íslandsmeistaratitil- inn i ár verði minni. (Jr þvi var skorað og staðan varð 11:9. KR átti síðasta orðið á lokasekúndun- um, en tíminn, sem eftir var, dugði þeim ekki til að jafna. I liði Fram áttu þær Jóhanna og Jenný Grétudóttir beztan leik, en einnig átti Oddný þokkalegan leik þó svo að hún geti skorað mun fleiri mörk með langskotum en hún gerir. Af KR-stúlkunum stóð Hansína sig einna bezt, en liðið er mun jafnara en áður eins og fyrr sagði. Svala Sig- tryggsdóttir sýndi mikið öryggi i vítaköstunum í þessum leik og skor- aði 5 lagleg mörk þannig. Mörk Fram: Oddný 5, Guðrfður 2, Guðrún, Jóhanna, Jenný og Kristín 1 hver. Mörk KR: Svala 5, Sigrún 2, Olga, Hansfna og Hjálmfríður 1 hver. -áij. Öruggur Vals- sigur gegn Þór ÁN þess að sýna nokkurn stór- leik sigraði Valur örugglega lið Þórs í Laugardalshöllinni á laugardaginn. tJrslit urðu 15:7, en í leikhléi var staðan 8:5. Valsliðið var langt frá því að vera sannfærandi í þessum leik og má gera gott betur í vetur, ef liðið ætlar sér ein- hvern hlut frá 1. deildinni í vetur. Þórsstúlkurnar héldu í við Valslið- ið fram yfir miðjan fyrri hálfleikinn og var t.d. jafnt á öllum tölum upp í 4:4. Þá tók Valsliðið loks örugga for- ystu og jók hana smátt og smátt upp í 15:7 í lok leiksins. Vann Valur því seinni hálfleikinn, 7:2. 1 Valsliðinu var það engin ein sem skaraði fram úr og fjarvera Sigrúnar Guðmundsdóttur háir liðinu greini- lega mikið. I fyrra byggðist allt spil liðsins í kringum Sigrúnu og nú þeg- ar hún er ekki með þorir enginn að taka ákvarðanir þó svo að í liðinu séu ágætir leikmenn. Ragnheiður Blöndal og Inga markvörður voru einna drýgstar í þessum leik. Lið Þórs átti slakan leik eins og Valur að þessu sinni og það var helzt Magnea, sem sýndi skemmtilega takta, en einnig Anna Gréta f upphafi leiksins. Mörk Vals. Ragnheiður 6, Agústa Dúa, Björg Guðmundsdóttir og Sigrún Ingólfsdóttir 2 hver, Halldóra, Harpa og Oddný 1 hver. Mörk Þórs: Anna Gréíá 2, Magnéa 2, Harpa 1, Soíííá 1, Freydfs 1. —áij ARMANNSLIÐIÐ er ekki sterkt núna frekar en hin kvennaliðin f 1. deild kvenna. Liðið var þó nógu sterkt á sunnudaginn til að sigra Breiðablik örugglega 10:6. Ármanns- liðið hefur misst nokkrar góðar stúlk- ur úr liðinu og munar þá mest um Erlu Sverrisdóttur, Breiðabliksliðið saknar einnig góðra leikman^.i eins og t.d. öldu ”é-lga{jóttur og Guðrúnu Helgadóttur. Auk þess sem léikur liðanna á sunnudagÍLn var laus við flest það Sém prýða má góðan handknattleik, þá vantaði i hann allan áhuga og alla spennu. Ármannsliðið komst yfir strax í upphafi leiksins og leiddi 4:2 í leikhléi. 1 seinni hálfleik jókst mun- Lítill áhugi er Ar- mann vann Breiðablik urinn aðeins og þegar upp var staðið I leikslok munaði fjórum mörkum, 10:6. í liði Ármanns var Auður Rafns- dóttir bezt og sú eina sem barðist allan tímann, einnig var Magnea góð í markinu og Erna er mjög efnilegur leikmaður. Breiðabliksliðið er mjög jafnt, en að þessu sinni var engin ein betri en önnur. Mörk Ármanns: Guðrún 3, Anna 2, Erna 2, Jórunn 2, Auður 1. Mörk Breiðabliks: Sigurborg 3, Hrefna 2, Arndís 1. — áij. KRIBASLI MEÐUBK KR-INGAR áttu f miklum erfið- leikum með Breiðablik f körfu- knattleiknum nú um helgina. KR sigraði að vfsu, en ekki er hægt að hæla þeim fyrir þann sigur, enda voru þeir alveg áhugalausir og Steinn Sveinsson, var bezti tS f leiknum gegn Val og skoraði 20 stig. var eins og þeir héldu að þeir þyrftu ekkert að hafa fyrir sigri f þessum leik. Þeir sigruðu aðeins með 17 stiga mun og var það talsvert minna en fyrir fram var búizt við. Gangur leiksins var annars sá að KR-ingar byrjuðu með miklum látum og komust f 18—4 á 7. mfnútu fyrri hálfleiks og á 16. mfnútu var staðan orðin 31—14 KR f vil, en þá hættu KR-ingar að leika körfuknattleik, vörnin gal- opnaðist og Blikarnir sóttu sig mikið og staðan f hálfleik var 37—24 KR f vil. I seinni hálfleik gekk þetta eins, vörn KR var galopin og sókn- in bitlaus, að vfsu skoruðu KR- ingar 43 stig í seinni hálfleik, en þeir fengu líka 39 stig á sig. Leik- urinn leystist upp f tóma vitleysu og hefur ábyggilega sjaldan verið leikinn jafn leiðinlegur körfu- knattleikur í fyrstu deild. Annars þarf ekkert að vera að fjölyrða um þennan leik, en rétt er þó að geta þess að Blikarnir léku nú sinn bezta leik og hefur leikur þeirra heldur farið skánandi upp á síðkastið. Stigin fyrir Breiðablik skoruðu: Guttormur Ölafsson 20, Óskar Baldursson 16, Ágúst Líndal 13, Rafn Thorarensen 10, Ömar Gunnarsson 4. Fyrir KR skoruðu: Einar Bolla- son 32, Gísli Gíslason 12, Birgir Guðbjörnsson 10, Gunnar Ingi- mundarson, Kolbeinn Pálsson og Carsten Kristinsson 4 hver, Eirík- ur Jóhannesson 8, Gunnar Jóa- kimsson, Hilmar Viktorsson og Ásgeir Hallgrímsson 2 stig hver. HG. STAÐAN STAÐAN í 1. deildar keppni íslands- mótsins í körfuknattleik er tiú þessi: Ármann 4 4 0 333:302 8 UMFN 3 2 1 233:164 4 ÍS 3 2 1 273:243 4 ÍR 3 2 1 231:210 4 KR 3 2 1 273:243 4 Valur 4 1 3 299:309 2 Fram 3 0 3 213:256 0 UBK 3 0 3 164:268 0 STÚDENTAR UNNU VAL MEÐ 97-81 STUDENTAR unnu Val nokkuð örugglega í leik liðann; — ne(g. 'í1.” » Korfuknattleik. Stúdentar voru Sterkari aðilinn allan tím- ann, ef fyrstu mínútur leiksins eru frátaldar og unnu þeir verð- skuldaðan sigur, 97—81. Gangur leiksins var annars sá að Valsmenn byrjuðu vel og kom- ust í 12—8 og hafði þá vörn stú- dentanna verið illa á verði. En stúdentar sóttu i sig veðrið og tókst þeim að jafna leikinn og komast yfir og héldu þeir foryst- unni út allan fyrri hálfleik, en í leikhléi var staðan 50—42 þeim f vil. Valsmenn mættu svo ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og tókst þeim að minnka forskot stúdent- anna niður í eitt stig á 7. minútu hálfleiksins, en þá var staðan orð- in 61—60, IS í vil, en stúdentar voru sterkir á endasprettinum og tóku leikinn I sfnar hendur og unnu yfirburða sigur yfir Val 97—81. Þe?-’. .C'.n.ur var vel leikinn af hálfu stúdenta, sem áttu allir fremur jafnan leik, en Steinn Sveinsson var þeirra þó beztur. Á köflum var leikur Vals nokkuð góður og sást margt skemmtilegt til Valsmanna í þessum leik, en það virðist sem þeir geti ekki leik- ið vel allan leikinn og einnig gengur þeim illa að þola mótlæti og hættir þeim oft til að gefast upp ef þunglega gengur. Bezti maður þeirra í þessum leik var tvímælalaust Kristján Agústsson og gekk stúdentum ákaflega erfiðlega að stöðva hann. Stigin fyrir stúdenta skoruðu: Bjarni Gunnar Sveinsson 21, Ingi Stefánsson 20, Steinn Sveinsson 20, Jón Héðinsson 14, Guðni Kol- beinsson 13, Ingvar Jónsson 5, og Helgi Jensson 4 stig. Fyrir Val skoruðu: Kristján Ágústsson 26, Ríkharður Hrafn- kelsson 18, Þórir Magnússon 16, Torfi Magnússon 11, Gísli Jónsson 6, og Lárus Hólm 4 stig. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 13 - EN AÐRIR BLAKLEIKIR VDRU TÍÐINDAMINNI ÞRtR leikir voru leiknir f fyrstu deild fslandsmótsins f blaki nú um helgina. Fyrst léku Laugar- vatnsliðin UMFL og Stfgandi og lauk leik þeirra með öruggum sigri UMFL, 3—0 (15—13, 15—3 og 15—1). Þessi leikur er þvf miður enginn mælikvarði á getu UMFL, en þetta var fyrsti leikur- inn þeirra I mótinu. en hins vegar rennir hann stoðum undir þær lfkur að Stfgandi vinni ekki einn einasta leik f mótinu. og leiki þvf f 2. deild á næsta ári. og einnig átti Tómas Jónsson nokkra fasta skelli f gólfið hjá Víkingunum. Einu ljósu punkt- arnir i leik Víkinganna í þessari hrinu voru stuttu skellirnir frá Páli Ólafssyni, en hrinunni lauk með sigri UMFL, 15—11. önnur hrinan var einnig Laug- vetninganna ef sleppt er upphaf- inu, en Víkingar byrjuðu mjög vel og komust í 5—0, en þá var allur vindur úr þeim og þeir unnu að- eins tvö stig til viðbótar. Þetta var á hinn bóginn bezta hrina Laug- vetninganna og þegar þeim Tóm- asi Jónssyni og Haraldi Geir Hlöð- verssyni tekst vel upp er afar erfitt að verjast föstum skellum þeirra, en þessari hrinu lauk með 15—7 sigri UMFL. I þriðju hrinunni sóttu Víking- ar sig mikið og munaði mest um betri móttöku og uppspil og einn- ig var meiri barátta í þeim en áður, enda var þetta sfðasta tæki- færið til að vinna leikinn. Annars var hrinan mjög jöfn, en þó höfðu Laugvetningar frumkvæðið fram- an af og komust þeir f 8—4, en svo sóttu Víkingar sig og tókst þeim að vinna eftir mikla baráttu og lauk hrinunni með sigri þeirra 15—9. Fjórða hrinan var svo bezt af hálfu Vikinganna og börðust þeir á fullu allan tfmanna og unnu verðskuldað, 15—5. Þá var komið að odda-hrinunni og hana unnu Víkingar einnig og báru þeir þvi sigur úr býtum, 3—2. Víkingarnir höfðu alltaf frumkvæðið f hrinunni og var sig- ur þeirra verðskuldaður, en henni lauk með 15—12, Víkingi f vil. Það sem gerði gæfumuninn í þessum leik var betri móttaka og uppspil hjá Vikingunum og einn- ig voru þeir baráttuglaðari og ákveðnari þegar á reyndi. Bezti maður Víkinganna var Páll Ólafs- son og er gaman að sjá til hans þegar hann nær stuttu skellun- um, annars átti liðið í heildina góðan leik. Beztu menn UMFL voru þeir Tómas Jónsson og Haraldur Geir Hlöðversson, en þeir eru ábyggi- lega sterkustu skellarnir f blak- inu f dag, einnig átti Birkir Þor- kelsson góðan leik og kom Víking- unum oft í opna skjöldu með lag- legum laumum. Ánnars háir það liðinu mikið hve móttaka knattar- ins og uppspil er slakt, en ef upp- spilið væri betra yrði sókn liðsins mun beittari með þá Harald og Tómas sem sterkustu menn. Þá var leikinn einn leikur f fyrstu deild kvenna og áttust þar við Þróttur og UBK. Leiknum leuk með sigri Þróttar, 3—1 (15—4, 10—15, 18—16, og 15—11). Þetta var mikill baráttu- leikur eins og sést á úrslitatölun- um og virðist sem breiddin i kvennaflokknum sé aðeins að aukast. Að lokum léku b-lið Þróttar og UBK og lauk þeim leik með ör- uggum sigri UBK, 3—0 (15—10, 15—8og 15—8). HG Páll Ólafsson lendir á gólfinu eftir glæsilega lágvörn, en hann var bezti maður Vfkinga f þessum leik Hraði KR-inga setti Sijörnuna út af laginu KR-ingar sigruöu Stjörnuna 27—20 i leik liðanna i 2. deild íslands mótsins i handknattleik, sem fram fór i Ásgarði i Garðabæ á sunnudag inn, eftir að staðan hafði verið 15—8 fyrir KR i hálfleik. Má segja að KR-ingar hafi kaffært Stjörnuna þegar á upphafsminútum leiksins, þar sem þeir höfðu náð 9 marka forystu um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir þessa fyrstu stórskotahrinu KR- inga var leikurinn allt til loka — munurinn var 5—7 mörk. Það var einkum hraði og harka KR- liðsins sem virtist koma Stjörnunni i opna Skjöldu til að byja með i leiknum. Smituðust Stjörnuleikmennirnir af „hasar" KR-inganna og sóknir þeirra stóðu jafnan ekki nema örskamma stund áður en skotið var — oftast með litlum árangri Þegar KR-sótti voru varnarleikmenn Stjörnunnar svo til að byrja með alltof seinir út á móti skytt- unum, og hættu þeir sér fram móti þeim voru linumenn KR oft dauðafriir En strax og sæmileg ró komst á hélt Stjarnan fullkomlega i við KR og sýndi oft allgóða takta Þó fóru of mörg tækifæri liðsins forgörðum KR-ingar nýttu tækifæri sin hins vegar betur og voru yfirleitt yfirvegaðri i leik sinum. Er greinilegt að KR-liðið sækir stöðugt i sig veðrið, og hefur vissulega mann- skap til þess að vinna 2 deildína i vetur. hvort sem það tekst eða ekki Beztu leikmenn KR i þessum leik voru Pétur Hjálmarsson markvörður sem varði oft með miklum ágætum. Hilmar Björnsson sem var potturinn og pannan i spili liðsins og Simon Unndórsson sem skoraði nokkur stór- kostlega falleg mörk úr föstum skotum Hjá Stjörnunni áttu þeir nafnar Magnus Teitsson og Magnús Andrésson einna beztan . leik, en Gunnar Björnsson náði sér einnig vel á strik í seinni hálfleiknum og skoraði þá um tima i nánast hverri sókn Stjörn- unnar Mörk Stjörnunnar Magóus Teitsson 6. Gunnar Björnsson 6, Magnús Andrésson 3. Eyjólfur Bragason 3, Guðmundur Yngvason 2 Mörk KR: Simon Unndórsson 7. Hilmar Björnsson 5. Þorvarður Jón Guðmundsson 4, Kristinn Ingvarsson 3. Sigurður P: II Óskarsson 2. Haukur Ottesen 2. Ingvi Steinn Björgvinsson 2. Ævar Sigurðsson 1, Friðrik Þor- björnsson 1 Góðir dómarar voru Jón Hermans- son og Grétar Vilmundarson —stjl. Þorvaldur Geirsson hirðir eitt af mörgutn fráköstum sfnum f leiknum við Ármann um helgina. Næsti leikur var leikinn á Akureyri og fór hann fram á laugardag. Þar áttust við Þróttur og UMSE og þrátt fyrir að Þrótt- arar væru án tveggja sinna sterk- ustu manna, þeirra Guðmundar Böðvarssonar og Antons Bjarna- sonar unnu þeir 3—0 (15—4, 15—8, og 17—15). Eins og sjá má af þessum tölum var það aðeins í síðustu hrinunni sem Eyfirðing- arnir sýndu þokkalegan leik og voru Þróttarar heppnir að vinna hana því að UMSE hafði foryst- una 15—14, en þeim tókst ekki að knýja fram sigur þrátt fyrir mikla baráttu og má segja að þessir leik- ir hafi farið eins og við var búizt fyrir fram. Síðasti fyrstu deildar leikurinn var svo á milli Víkinga og UMFL. I fyrstu hrinunni höfðu Laug- vetningar alltaf frumkvæðið og voru þeir mun baráttuglaðari og var gaman að sjá hve val stuttu skellirnir tókust hjá Haraldi Geir Kæruleysi varð Ármenn- ingum næstum að falli ARMENNINGAR voru svo slapp- ir og áhugalausir f leik sfnum gegn Fram að minnstu munaði að þeir töpuðu fyrir Frömurum sem voru sýnilega mun ákveðnari og sýndu þokkalegan leik með Guð- mund Böðvarsson f fararbroddi, en hann skoraði alls 30 stig f leiknum og réð Jimmy Rogers ekkert við hann, enda átti hann óvenju slakan Ieik. Það sama má segja um Jón Sigurðsson, að hann var venju fremur daufur og gerði sig sekan um of mikið af mistök- um og þegar þeir báðir eiga slak- an dag er Armannsliðið eH'5 ° _.>nl nema miðlw""”''' * ..Mugsno. Annars var gangur leiksins sá að Fram hafði forystuna framan af og náðu þeir 6 stiga forystu um miðjan fyrri hálfleikinn þegar staðan var 22—16, Fram-liðinu í vil. Þá skiptu Armenningar úr svæðisvörn yfir í stffa pressu og kom það Frömurum í opna skjöldu, en þeir höfðu þó forystu þar til á 18. mín. að Armenningar tóku góðan sprett og höfðu yfir f hálfleik, 40—36. I seinni hálfleik héldu Ármenn- ingar svo áfram að pressa og náðu þeir 15 stiga forskoti á 8. mín. er staðan var 57—42, þeim I vil. En þá skipti Birgir Örn Birgis, þjálf- ari liðsins, öllum varamönnunum inná í einu og misstu þeir forskot- ið niður f 9 stig á 15. mín. hálf- leiksins og ekki batnaði leikur liðsins þegar aðal-liðið kom inná aftur, þvf að það missti forskotið niður í 2 stig á lokamínútu leiks- ins og voru þeir þá heppnir að Framarar áttuðu sig ekki á því hve skammt var til leiksloka og nýttu ekki tfmann nógu vel, en þó munaði litlu að Guðmundi Böðvarssyni tækist að skora á síð- ustu sekúndu leiksins og jafna en skot hans geigaði og Ármenning- ar sluppu með skrekkinn og leikn- um lauk með sigri þeirra 78—76. Eins og áður sagði áttu Ármenn- ingar í heild sinni afar slakan leik og það var aðeins einn maður sem eitthvað lét um sig muna, en það var Jón Björgvinsson, sem var þeirra líflegastur og skoraði hann mikið úr hraðaupphlaupum og gegnumbrotun. Þá átti Guðmund- ur Sigurðsson ^'Kalegan leik Það er slæmt fyrir Ármenninga að lið þeirra skuli byggjast svona mikið upp á tveimur einstakling- um, því að þegar þeir eiga slakan dag er liðið hvorki fugl né fiskur og gæti tapað fyrir hvaða 1. deild- ar liði sem er og þeir voru heppn- ir að lenda ekki á móti sterkara liði í þetta sinn. Annars verður einnig að viðurkenna það að góð lið falla oft niður á sama plan og slakir mótherjar eru á og einnig það að oftast nota „betri" liðin leikina á móti „slöku" liðunum sem eins konar æfingar, en hvað um það Ármenningar áttu slakan dag, hvernig sem á því stóð. Framarar án Helga Valdimars- sonar áttu þokkalegan leik og ekki er ólíklegt að fjarvera Helga hafi gert gæfumuninn, því að lið- ið hefur aðeins einn annan bak- vörð sem er nógu góður til að leika í fyrstu deild, en það er Jónas Ketilsson. Annars er ekki hægt að segja ap Fram liðið hafi átt góðan leik, heldur var það bara slappleiki Ármenninga sem olli þvf hvað þeir náðu langt. Beztu menn liðsins voru þeir Guð- mundur Böðvarsson og Þorvaldur Geirsson. Stigin fyrir Ármann skoruðu: Jón Björgvinsson 19, Jón Sigurðs- son 16, Jimmy Rogers 15, Guð- mundur Sigurðsson og Björn Magnússon 10 hvor, Björn Christ- enssen 4, Haraldur Hauksson 2 og Sigurður Halldórsson og Helgi Sigurðsson 1 hver. Fyrir Fram skoruðu: Guðmund- ur Böðvarsson 30, Þorvaldur Geirsson 12, Jónas Ketilsson o" . ---------------- Kistjansson 11 hvor, Gunn- ar Bjarnason 6, Arngrimur Thorlacius 4, Sigurður Ingvason 2. H.G. Olafur og Gunnar urðu sigurvegarar UM helgina fór fram fyrsta punkta- mót vetrarins f borðtennis. Var þá keppt í 3. og 2. flokki. í 3. flokki sigraði Óalfur H. Ólafsson, Erninum, en í öðru sæti varð Sighvatur Karls- son, Gerplu. Hlutu þeir nægilega mörg stig í þessari keppni til þess að færast í 2. flokk. í 3. — 4. sæti f þessum flokki urðu svo þeir Hilmar Konráðsson, Gerplu og Brynjónfur Þórisson, Gerplu. í öðrum flokki bar islandsmeistar- inn, Gunnar Finnbjörnsson, Erninum sigur úr býtum. Stefan Konráðsson, Gerplu varð i öðru sæti og i 3. — 4. sæti urðu þeir Hjálmar Aðalsteins son, KR og Tómas Guðjónsson, KR. VÍKINGAR UNNU UMFL 3:2 í MIKLUM BARÁTTULEIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.