Morgunblaðið - 30.11.1976, Side 14

Morgunblaðið - 30.11.1976, Side 14
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÖVEMBER 1976 Minning: Einar Ásgrímsson lögregluvarðstjóri Fæddur 16. apríl 1913 Dáinn 20. nóvember 1976 Þegar sumar er gengiö, strýkur hinn svali andblær haustsins burt lifandi skrúð fagurra blóma. Einnig hin sterka björk, hefur lika orðið að lúta þessu lögmáli og fellt sitt yndislega laufskrúð sumarsins. Nú stendur hún hníp- in og nakin — allt er þetta ein samofin heild- háð hinú mikla al- heimslögmáli — hinna ósýnilegu undraafla, sem við mennirnir hrærumst í, án þess þó að skynja til fulls. Jú, það vorar á ný, fæð- ing, upprisa eftir lif og dauða. Slíkar hugsanir sækja á huga minn, þegar ég minnist að lokum góðs vinar, Einars Ásgrlmssonar, sem elskaði sumarið og fegurð þess. Einar Ásgrimsson var fæddur 16. april 1913, dáinn 20 , nóv. síðastliðinn hér á Borgarspitalan- um. Það var aðeins eitt ár frá því að hann fann fyrst fyrir þeim sjúkdómi er nú dró hann til dauða, og engan grunaði þá, að hér væri alvara á ferð. Maður stendur undrandi fyrir þessu heljarafli, er á svo stuttum tíma dregur hrausta menn og á besta starfsaldri til dauða. En þvf miður er þessi vágestur alþekktur slik- um aðförum. Einar var af góðum skagfirsk- um ættum, fæddur að Ysta-Hofi i Sléttuhlið. Foreldrar hans: Ásgrímur Einarsson og Stefanía Guðmundsdóttir. Ásgrímur var forstandsmaður mikill, bjó á ýmsum stöðum í Skagafirði, meðal annars á hinni nafnkunnu jörð Reykjum á Reykjaströnd. Asgrímur lauk far- mannaprófi úr Stýrimanna- skólanum, var þvf ævistarf hans annars vegar sjómennska, stýri- maður eða skipstjóri á ýmsum far- kostum frá Siglufirði. Voru þessi störf hans því valdandi, að lang- dvölum þurfti hann að vera frá heimili sfnu. Það af leiðandi hlaut hlutur konu hans að verða yfir- gripsmeiri og þyngri i allri bú- sýlu. Frú Stefanfa naut góðrar fræðslu í heimahúsum og gekk siðar í Kvennaskólann í Reykja- vfk. Var hún því allvel búin undir hin mikilvægu störf. Það var lika til þess tekið, hvað hún stjórnaði vel og af snyrtimennsku búi þeirra hjóna, oft á tíðum bæði sem húsbóndi og húsmóðir. Lífsbarátta þessara hjóna gjörði þau mjög samhent, alls staðar voru þau til sóma héraði sínu, þess vegna hlóðust á þau ýmiss konar störf sem fram- ámanna f félagsmálum og líknar- störfum, sem þau bæði sameigin- lega höfðu mikinn áhuga á. Að síðustu fluttust þessi hjón til Sauðárkróks og bjuggu þar til dauðadags. Þau eignuðust 5 börn, og nú við fráfall Einars er aðeins eitt þeirra á lífi, Björn Ólafur, búsettur á Sauðárkróki. Einar Asgrimsson lifði meðal foreldra sinna til fullorðins ára, en sfðar lágu Ieiðir hans hingað suður í atvinnuleit. Gjörðist hann að sfðustu lögreglumaður hér f Reykjavfk og innritaðist i þá sveit 19. nóv. 1940. Hafði hann þvi unn- ið við þau störf rétt í 36 ár er hann lést. Einar var mikið prúð- menni og ljúfur i allri framkomu, hann lét sér fátt um þras dægur- mála, en var vökull og trúr í öllu starfi, og var nú um árabil lög- regluvarðstjóri. Þann 28. október 1944 kvæntist Einar eftirlifandi konu sinni Sigríði Gísladóttur, hinni ágæt- ustu konu, fæddri og uppalinni hér i Reykjavik. Um árabil höfðu við hjónin þekkt Sigríði, hún var okkar góði heimilisvinur. Hún bar þá per- sónu að það var ánægjulegt að hafa hana f návist sinni. Eftir að þau Einar og Sigriður mynduðu sitt eigið heimili, héld- ust þessi góðu kynni milli heimil- anna, og minnumst við margra ánægjustunda með þeim hjónum með þakklæti. Á frumbýlisárum þeirra Einars og Sigríðar bjuggu þau í leiguíbúð sem almennt gerð- ist. Árið 1952 byrjaði Einar á hús- byggingu að Breiðagerði 6, og tveimur árum siðar fluttu þau hjónin í þetta hús, þó ekki væri smfði þess að fullu lokið, en þar hafa þau búið æ síðan. Einari tókst með elju og myndarbrag að ljúka þessari byggingu á furðu skömmum tfma. Oftast var hann einn að verki og vinnudagur því langur. Það má undrun um sæta að honum skyldi takast þetta, því að efnin voru ekki stór, en með hagsýni og sérstökum sparnaði var þetta kleyft. Um þetta sem annað voru þau hjónin mjög sam- stillt og samtaka. Einar var vel hagur jnaður, og gjörhugsandi f verki. Mest vann hann að þessari byggingu í frítfm- um sfnum frá aðalstarfi, en þarna var ekki kastað til höndum á neinn hátt, heldur framkvæmt af snilld og sköpunar þrá. Heimilið bar þess merki úti sem inni, og var Sigríður i þeim efnum enginn eftirbátur. Einar var heimakær, og allur fyrir sitt heimili, konu og einkasoninn Gisla, er hann unni mjög. Gísli hefur líka reynst for- eldrum sínum vel, kom þar fram með górði greind, þrautseigju og árvekni í gegnum langskólanám. Hann hefur nú um árabil búið erlendis lokið þar fullnaðarprófi í læknisfræði. Gfsli er kvæntur hinni ágætustu konu, Sigrúnu Benediktsdóttur, héðan úr Reykjavík. Hún hefur einnig stundað nám í Svfþjóð og tekið próf f sjúkraþjálfun. Þau hjónin Gísli og Guðrún hafa nú flutt frá Gautaborg til Lidköping og starfa þar. bæði við sama sjúkrahús. Gísli dvelur nú þessa daga hér heima ásamt konu sinni, móður sinni til huggunar og aðstoðar á þessum döpru stundum hennar. í dag er jarðneskar leifar Einars Asgrfmssonar verða born- ar í skaut móður jarðar, vil ég og við hjónin þakka honum drengi- leg og góð kynni, og þökkum sam- verustundir á liðnum árum. Við sendum konu hans, syni og tengdadóttur okkar dýpstu sam- úðarkveðjur, og byðjum Alföður að blessa minningu þessa fram- liðna vinar. Vilhjálmur Bjarnason. £g horfi yfir hafið um haust af auðri strönd I skugga skýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin strjála og auða, er stari ég héðan af, er ströndin strfðs og nauða erströndin hafsins dauða og hafið dauðans haf. Þessi sálmur eftir sálmaskáldið Valdimar Briem, sem hér er til vitnað, finnst mér ein fegursta trúarjátning, sem ort hefur verið á íslenskri tungu. Hún sýnir djúpa og einlæga trú skáldsins en gefur um leið svalandi huggun þegar góður ástvinur er kvaddur. Astvinur, sem f lífi sínu og starfi sýndi alúð og tryggð, bæði hús- bændum sínum og skylduliði, en átti sjálfur f hjarta sfnu djúpa og einlæga trú á lffið bak við dauð- ann. Slfkur maður var Einar Ás- grfmsson, og þess vegna gat hann látið hugann svffa og tekið undir með skáldinu og sagt: Þar sé ég sðlu fegrl á súlum standa höll, f dýrð svo dásamlegri hún drifin gulli er öll. Þar sé ég fyIking frfða og fagurbúna sveit um Ijóssins sali Ifða með Ijóssins ásýnd blfða f unaðsaldin reit. Einar Ásgrímsson var fremur dulur maður og bar aldrei sjálfan sig á torg, og það var ekki á allra vitorði að hann ætti jafn djúpa og innilega trú. Þó varirnar ekki bærðust, þá talaði hans innri rödd hjartans og sagði: Rg hljóður eftir hlusta, ég heyri klukknahljóm. Hve guðleg guðþjónusta er Guðs f helgidóm. Ég heyri unaðsóma og engla skæra raust, um Drottins dýrðarl jóma um Drottins verk þeir róma um eilffð endalaust. Einar Ásgrímsson var fæddur á Ysta-Hóli f Sléttuhlíð 16. apríl ár- ið 1913, og voru foreldrar hans Stefanfa Guðmundsdóttir, Ólafs- sonar, alþingismanns í Ási, Sig- urðssonar og Asgrímur Einars- son, skipstjóri, fæddur 1. maí árið 1877, en hann var sonur Einars Ásgrímssonar, sfðasta bónda á Arnarstöðum í Sléttuhlíð. I fardögum árið 1913, þegar Einar var á 1. aldursári, fluttu foreldrar hans frá Ysta-Hóli að Ási í Hegranesi og bjuggu þar á hálfri jörðinni til ársins 1924, en þá keyptu þau jörðina Reyki á Reykjaströnd, og bjuggu þar til ársins 1931, er þau brugðú búi og fluttu til Sauðárkróks, og átti Ein- ar þar heima hjá foreldrum sín- um en flytur til Reykjavfkur skömmu áður en hann hóf störf í lögregluliði Reykjavfkur, 19. nóv- ember árið 1940. Að aldri til var Einar þriðja barn sinna foreldra, en þau syst- kinin voru fimm, bræðurnir þrfr og tvær systur, og er nú aðeins eftir á lffi yngsti bróðirinn, Björn, sem búsettur er á Sauðárkróki, en með honum og Einari var alveg sérstaklega kært alla tíð og var vinátta þeirra sem bræðra til mik- illar fyrirmyndar og lærdómsrfk öllum þeim, sem til þekktu, en með allri breytni sinni f lífi og starfi báru þeir foreldrum sínum fagurt vitni. Eins og fyrr er um getið, hóf Einar störf í lögreglu- liði Reykjavíkur 19. nóvember ár- ið 1940, en var skipaður bæjarlög- regluþjónn 1. júlí 1943. Sfðan skipaður aðstoðarvarðstjóri 1. nóvember 1963 og varðstjóri 1. nóvember 1972. Ég minnist Einars sem góðs vin- ar og félaga. Við gengum sama daginn í lögregluliðið og vorum vaktarfélagar f tæp 14 ár. Ég þekkti því vel hvað Einari var ljúft að láta gott af sér leiða og gat f kyrrþey rétt hinum smáa hjálp- andi hönd, en hann var sá maður, sem vildi úr öllu gott gera. Hann var einlægur vinur og elskulegur félagi. Var trúr f starfi og traust- ur með afbrigðum, þegar á reyndi. Hann bjó yfir góðlátlegri kímni, sem var svo græskulaus að hún gat engan sært. Hann var sönghneigður og hafði yndi af tónlist, mjög bókhneigður og las mikið. Átti gott bókasafn og var mjög fróður um marga hluti, enda uppalinn á sérstöku fróðleiks- heimili. Hinn 28. október árið 1944 gift- ist Einar eftirlifandi konu sinni, Sigriði Ásu Gísladóttur, og voru foreldrar hennar Gfsli Einarsson, Bjarnasonar, bónda að Kleppi við Reykjavik og Ólöf Ásgeirsdóttir, fædd á Lambastöðum í Álftanes- hreppi á Mýrum, og voru þau hjón bæði af borgfirskum ættum, langt i ættir fram. Árið 1948 auðnaðist þeim einka- sonurinn Gfsli, sem nú er starf- andi læknir f Lidköping f Svíþjóð, og er kona hans Sigrún Bene- diktsdóttir, sjúkraþjálfari, og vinna þau hjónin bæði á sama sjúkrahúsinu f Lidköping. í einkalffi sfnu var Einar með afbrigðum hamingjusamur maður og fylgdist þar allt að, ástrfk eig- inkona, elskulegur sonur og tengdadóttir. Sambúð þeirra hjónanna Einars og Sigrfðar stóð í 32 ár og var hún svo einlæg og ástúðleg að líkust var sólskins- degi. Hjá þeim var sólin alltaf i hádegisstað og ilmur jurtanna var alltaf jafn hressandi við götuna hvar sem leið þeirra lá, þvi svo mikið voru þau hvort öðru f lffinu að hér er ekkert of sagt. Þó var drengurinn þeirra stærsta guðs- gjöfin, sem þeim hlotnaðist, og skærasti geislinn, sem skein á vegi þeirra. Honum voru þau allt og hann var þeim líka allt. Það er gott að leiðarlokum fyrir þau Sig- rfði og Gfsla og aðra ástvini að geta geymt og varðveitt í hjörtum sfnum jafn fagrar og elskulegar minningar, sem þau eiga um Ein- ar. Þær minningar glitra sem dýr- mætar perlur við skin hins eilifa kærleika, sem þau bera til hans, fyrir þá ástúð og umhyggju, sem hann sýndi þeim í lífi sfnu og starfi. En hann vill einnig við þessi vegaskil þakka elskulegri eiginkonu og syni fyrir allt, sem þau voru honum í lífinu. Blessuð sé minning Einars Asgrímssonar. Guði séu þakkir fyrir lff hans og starf. Valdemar Guðmundsson. S. Holgason hf. SfE/NfOJA fínholtl 4 Slmar 76477 og 14254 Systir okkar • VILBORG SIGURLÍNA GRÍMSDÓTTIR andaðist 2 7 nóvember Böðvar Grfmsson, Sigurður Grímsson. + Föðurbróðir minn og fóstri JÓN GUÐNASON, Hvítanesi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 2 7 nóvember Guðni Þórðarson. Frú + EDITH MÖLLER, Hitúni 4, andaðist að morgni 2 7 nóvember Jóhanna Möller. Guðný Einarsdóttir, Esther Munro. Frieda Thorup. + Hjartkær eiginmaður minn og faðir JÓN S. HELGASON, stórkaupmaður, Brautarlandi 13 lést 28 nóvember s I Hanna Helgason, . Torfi Jónsson. Helgi V. Jónsson, Hallgrimur Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. + Jarðarför ömmu minnar, MARGRÉTAR ÞROSTEINSDÓTTUR. Hvassaleiti 11, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 1 desember kl 1 30 Fyrir hönd dóttur hennar og annarra vandamanna, Atli Elíasson + Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu. JÓSEFÍNU ZISKASEN. Róslfn Jóhannsdóttir Axel Lárusson Sif Axelsdóttir Jón Axelsson. Jarðaför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, SIGMUNDAR LÚÐVÍKSSONAR, Sfettahrauni 24, sem lézt 21 nóvember, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. desember kl 1 3 30 Reynheiður Runólfsdóttir Margrét Sigmundsdóttir Þorsteinn Hraundal Anna Alexía Sigmundsdóttir Einar Guðmundsson Sigrún Jónína Sigmundsdóttir Dagbjört Erna Sigmundsdóttir SigmundurÖrn Sigmundsson Erla Björk Sigmundsdóttir og barnaböm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.