Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 7 Kjör og kaupmáttur Það er flestra dðm- ur, að kjarasamningar á árinu 1973 hafi verið óraunhæfir, miðað við þjóðartekjur og rekstrargrundvöll at- vinnuvega, enda byggðir á verulegri skuldasöfnun erlend- is, auk þess sem til skipta var I þjóðar- búinu. ! kjölfar þess- ara óraunhæfu kjara- samninga kom sfðan 10% rýrnun viðskipta- kjara á árinu 1974 og 15% viðbótarrýrnun á árinu 1975. Þann veg bættist um fjórðungs skerðing viðskipta- kjara þjóðarinnar á tveimur árum ofan á þá skekkju, sem fyrir var. Þetta hlaut óhjá- kvæmilega að leiða til kjararýrnunar og hef- ur gert það. En voru kjarasamn- ingar þeir, sem giltu I endaðan feril vinstri stjórnarinnar óraun- hæfir? Bjó þjóðin þá ekki við þau beztu við- skiptakjör, sem hún hefur nokkru sinni haft f sögu sinni? Jú, viðskiptakjörin voru f hámarki. Rétt er það. En hvað leiddi þá til þess að vínstri stjórn- in rauf tengsl vfsitölu ig kaupgjalds? Og hvað leiddi til þess að hún greip til gengis- lækkunar, söluskatts- hækkunar og fleiri róttækra aðgerða til að lækka kaupmátt launa? Og hvers vegna tjáði Alþýðubandalag- ið sig fúst til að standa að KAUPBINDINGU á árinu 1974, ef lffdag- ar vinstri stjórnar yrðu þá framlengdir? Þessum spurningum getur hver og einn svarað sjálfur. Röng viðmiðun Það er þvf ekki að öllu leyti rétt að miða kaupmátt launa nú við það hámark, sem hag- stæðustu viðskipta- kjör f sögu þjóðarinn- ar leiddu til árið 1973, þegar þess er þar að auki gætt, að jafnvel þá var kaupmætti haldið uppi með er- lendri skuldasöfnun. Kaupmáttarrýrnun sú, sem versnandi við- skiptakjör hafa m.a. leitt til, hefur. fært kaupmátt niður á það stig sem var á árunum 1971 og 1972. Þau ár eru og raunhæfari við- miðun, eins og nú er f pottinn búið. Þvf er stundum haldið fram að þjóðar- tekjur á mann séu svipaðar hér og á Norðurlöndum og þvf sé launamismunur hér og þar of mikill. Staðreyndin er hins vegar sú að þjóðar- tekjur á mann eru frá 25 til 45% hærri f Skandinavfu en hér, að Finnlandi einu undanskildu, sem hef- ur svipaða og þó að- eins hærri þjóðartekj- ur. Hjá okkur bætist við sú staðreynd, að erlend skuldasöfnun tekur 15—20% af þjóðartekjum (f vexti og afborganir), áður en þær koma til skipt- anna, vegna þess að við höfum lifað um efni fram á gengnum árum og velt skulda- byrði yfir á framtfð- ina. Þannig hefur fjár- festing f landinu verið um þriðjungur af þjóðartekjum undan- farið en raunveruleg- ur sparnaður aðeins fjórðungur. Mismun- urinn er tekin að láni. Láglauna- fólk og betur settir Enginn sanngjarn maður neitar þvf að láglaunafólk á tslandi býr við of þröngan kost. Ekki verður komizt hjá þvf að rétta hluta þess með einum eða öðrum hætti við lok gildandi samningstfmabils. Jafnvel fyrr má ef til vill gera búbót þar á með tiltækum stjórn- unaraðgerðum, t.d. gegn um skattakerfið, sem oft er raunhæfara en krónuhækkun kaups, er hverfur f verðlagið. Sá galli hefur þó verið á gjöf Njarðar, þegar setzt hefur verið að samningsborði f þessu þjóðfélagi, að sffellt er miðað við „prósentujöfnuð" milli stétta, hver svo sem hlutur þeirra er fyrir, þann veg að hinir betur settu hafa oftast fengið hærri krónutölu ofan á laun sfn en láglaunafólkið. Þetta hefur breikkað launahilið og jafn- framt leitt til þess, að skrúfa upp verðlagið f landinu. Þegar kauphækkunarkrónur hálaunafólks er komnar út f verðlag vöru og þjónustu er útkoman á stundum sú fyrir láglaunafólk, að umsaminn „vinningur" er horfinn — og jafnvel meir en það- Er ekki kominn tfmi til að hér verði ráðin bót á? Að takmarkað svigrúm til kjarabóta komi einu sinni fyrst og fremst þeim lægst launuðu til góða? Þeir betur settu bfði unz betur árar? En til þess að svo verði þarf skoðana- og stefnu- breytingu innan heildarsamtaka launa- fólks, ASl, þar sem saman sitja menn með hagsmuni, sem oft á tfðum hafa rekizt á. Þess vegna hefur reynslan hingað til orðið sú, f flestum til- fellum að þeir betur settu hafa komið enn betur settir út úr „kjarabaráttunni" — en hinir verr settu setið eftir með sárt ennið. Þurfa ekki aðildarfélög ASt að semja innbyrðis um sanngjarnt launahlut- fall starfsstétta? Hvaóa Philishave. sem er, rakar skeggið velafþér ■ ■ ■ w ■ 1 L 1 ■ ■ r M 1 i r i T 7 I ■ i H ■ ] ■ WM 1 ”4 ■ ■- ■ 1 I I PÖNNUKÖKUR (Griddle Cakes) meö smjöri og sírópi ásamt kaffi á aðeins 390 krónur. Tilvalið bæði á morgnana og um eftirmiðdaginn. Kópamgskaupstaiur H Byggingalánasjóður Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán úr byggingalánasjóði Kópavogs. Skilyrði fyrir því að lánbeiðanda verði veitt lán úr sjóðnum eru þessi: A. Að hann hafi verið búsettur í bænum í a.m.k. 5 ár. B. Að íbúðin fullnægi skilyrðum húsnæðis- málastjórnar um lánshæfni úr byggingasjóði ríkisins. C. Að umsækjandi hafi að dómi sjóðsstjórnar brýna þörf fyrir lánsfé til þess að fullgera íbúð sína. Umsóknarfrestur er til 10. des. n.k. og skal senda umsóknirtil undirritaðs. Bæjarritarinn í Kópavogi. Skeggrót þfn er sérstök, hver húð hefur sín einkenni. Þess vegna hefur nýja Philishave 90- Super 12,dýptarstillingu. Handhægur rejnnistillir velur réttu stillinguna,sem , best hentar þinni húð og skeggrót. Veldu 1—9 og ein þeirra hentar þér. Þess vegna velur þú llka Philishave. IISII Eitt handtak og bartskerinn af stað. Snyrtir barta og skeggtoppa á augabragði. Hraðari og betri rakstur. Það er kostur nýja Philishave 90-Super 12,kerfis ins. Teldu hnífana í gömlu Philips rak- vélinni, þeir eru 18. Nýja Philishave 90-Super 12,hefur 36 hnífa.Auk þess hefur þrýstingur sjálfbrýnandi rakhnífanna á rakhausinn.verið aukinn. Árangurinn er hraðari og betri rakstur en áður. Öll hár hverfa á svipstundu.Finndu bara muninn Löng og stutt hár í sömu stroku. Nýja Philishave 90-Super 12,kerfið hefur auðvitað hina þrautreyndu hringlaga rakhausa með 270 rakraufum (90 á hverjum haus). Arangurinn lætur ekki á sér standa Löng og stutt hár hverfa i sörrui stroku og rakhausarnir haldast eins og nýir árum saman. PHILIPS Finndu muninn. Philishave 90-Super 12, er rennileg og nýtlskuleg. Hún fer vel í hendi og er þægileg I notkun. Rak- flöturinn hallast ögn, til aukinna þæginda. Reyndu Philishave 12,og þú velur Philishave. P 1121 — Stillanleg rak- sem hentar hverri Bartskeri og rofi. Auðvitað gormasnúra og vönduð gjafaaskja. þjónusta tryggir yðar hag. Pilips kann tökin á tækninni. Nýja ýja Phiiishave 0-Super 12 3x12 hnífa kerfið. „Enginn veit hvað átt hefur fvrr en misst hefur" 0 Chubb Fire Chubb slökkvitækin veita yður tryggingu gegn eignamissi Hafið Chubb slökkvitæki ávallt við hendina Chubb slökkvitækin eru með islenzkum leiðarvisi. Bgum fyrirliggjandi: VATNSSLÖKKVITÆKI KOLSÝRUSLÖKKVITÆKI DUFTSLÖKKVITÆKI BRUNASLÖNGUHJÓL ELDVARNARTEPPI Munið: Á morgun getur verið of seint að fá sér slökkvitæki 0LAFUR GISLASON & CO. H.F. Sundaborg. sími 84800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.