Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 7 Búbót í siðasta tölublaði Ham- ars í Hafnarfirði er greint frá þvi, að um þessar mundir sé ár liðið frá því að fyrstu Hafnfirðingarnir fengu tengda hitaveitu við hús sin. Þar segir m.a., að „þrátt fyrir nokkra hækkun, sem orð- ið hefur á gjaldskrá hita- veitunnar, þá sé tenging hennar einhver sú bezta kjarabót, sem hafnfirzkur almenningur hafi nokkru sinni orðið aðnjótandi i einum áfanga." Siðar seg- ir: „Reynsla þessa eina árs sýnir líka, hve geysi- miklum fjármunum hefur verið kastað á glæ í öll þessi ár, sem liðin eru síð- an Hafnfirðingar áttu þess kost að taka upp samstarf við Hitaveitu Reykjavikur og fá hitaveitu til bæjar- ins. Því miður voru sjálf- stæðismenn þá i minni- hluta og allar tillögur þeirra í þessa átt svæfðar eða hreinlega felldar af misvitrum forystumönn- um Alþýðuflokks og kommúnista, sem þá mynduðu meirihluta bæj- arstjórnar." Glötuð ár aðgerðaleysis Hitaveita í nágranna- bæi Reykjavikur, Hafnar- fjörð. Kópavog og Garða- bæ, er eitt stærsta skref- ið. sem stigið hefur verið i nýtingu jarðvarma til hús- hitunar hér á landi. Hita- veita Suðurnesja. sem þegar hefur að hluta til verið tekin i notkun og viðast vel á veg komin, er og umtalsverður áfangi á þessum vettvangi. Stærsti kaupstaðurinn ut- an Faxaflóasvæðisins, Ak- ureyri, hefur hitaveitu i sjónmáli, og sömu sögu má segja um fjölmörg önnur byggðarlög á land- inu. Mestu máli skiptir þó sá kraftur, sem settur hef- ur verið i jarðhitarann- sóknir nær hvarvetna á landinu. og þeir nýju möguleikar, sem skapazt hafa með stórvirkum jarð- borum. er keyptir hafa verið til landsins. Á vinstristjórnar árun- um var bókstaflega ekkert gert i þessum efnum. Það aðgerðaleysi hefur ekki einungis reynzt þjóðfélag- inu kostnaðarsamt i gjald eyri, með hækkandi oliu- verði, heldur ekki síður heimilunum i þeim byggð- arlögum. sem enn búa að oliuhitun. Þrátt fyrir verð- bólguáhrif á flestum svið- um heimilishalds hefur enginn einn þáttur skert raunverulegar ráðstöfun- ' SÓSl AUSNA.A OG ^ÓO^EtSlS I BVWriNGAU'lÁÚl) ^ i&tö****' .. Úrklippa úr Jólablaði Þjóðviljans. artekjur almennings meira á svokölluðum oliu- svæðum en þetta að- gerðaleysi vinstri stjórnar- innar á sviði jarðvarma- nýtingar. Enn bætist við sú veigamikla staðreynd, að hin glötuðu ár aðgerða- leysisins leiða til stór- hækkaðs framkvæmda- kostnaðar, miðað við það sem hefði getað orðið, og þar af leiðandi hærra heitavatnsverðs. Skammdegis- bros Á aðfangadag ver tendr- að „jólaljós" i leiðara Þjóðviljans. Sá leiðari fjallaði um „byltingarhá- tíð" og „byltingarmann", sem krossfestur var af „forystumönnum Varins lands i Gyðingalandi hinu forna"! Og kenningar þessa „byltingarmanns" eru nú „faldar og af- skræmdar af þeirri ríkis- stofnun, sem þykist fara með arf hans" hér upp á isa köldu landi. Sá er dómur blaðsins um þjóð- kirkju okkar og kenni- menn hennar. En „kenn- ingar og örlög þessa forna byltingarmanns" virðast eiga skjól i „Blaðinu Okk- ar". Að þessari uppljóstr- an fenginni gegnir raunar furðu, að þingmenn þessa blaðs skuli yfirleitt frá- biðja sér að ganga i guðs- húsi einir þingfulltrúa, hvert sinn sem Alþingi ís- lendinga er sett með há- tíðlegri viðhöfn. Máske skiptir það mestu máli að hér hefur rauðklæddur jólasveinninn náð þvi tak- marki að kveikja skamm- degisbros i augum þjóðar- innar, þótt tilgangurinn hafi efalítið verið annar. Já, það verður stundum lítið úr þvi högginu sem hátt er reitt. wmmimim BIFREIÐAR l LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 — Reykjavík — sími 38600 EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Jólatrésskemmtun, Hins íslenzka prentarafélags verður í Lindarbæ miðvikudaginn 29. des. kl. 3 —6. ^ Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu félagsins. Skemmtinefnd H.Í.P.^o Hestamenn Tamningastöð verður starfrækt að Ketilstöðum i Holtahreppi frá 1. janúar. Tökum að okkur allar tamningar og þjálfun og sölumiðlun. Sækjum og skilum ef óskað er. Ólafur Sigfússon frá Læk, sími um Meiri-Tungu. Geymið auglýsinguna. Jjf/zs/xdam œ^/tfá//z/7/zje- fj/f/zaz&ze’/íza&U'. œzá w'wzy&Z/' Borqarplart ■orymiexl | fflml »3-7370 kvöld belfMrslal 93-7355 Kodak ! Kodak [ Kodak 11 Kodak [ Kodak Kodak | [ Kodak VOfiUR VOfiUR VORUH VORUfi VORUR Viö afgreiðum litmyndir yöar á 3 dögum IVotið Kodacolor fdmur og myndgæðin verða frábær Umboðsmenn um land aiit HANS PETERSEN HF Bankastræti 3 - S. 20313 Giæsibæ - S 82590 Kodak [ Kodak , Kodak Kodak [ Kodak _ Kodak [ Kodak vOMuR VOHUR VOfiUH VORUR VORllfi . VORUH ■■ vOHUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.