Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 14
X 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 JMtogtmltfiifrtfe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.000 kr. eintakið. Fyrsta þingmál liðins hausts var frumvarp að fjárlögum ársins 1977. Óvenju vel var til þessa frumvarps vandað, en það að sjálfsögðu byggt á þeim launa- og verðlagsgrunni, sem þá var til staðar, eins og mál horfðu við upp úr miðju líðandi ári. Launaliðir fjárlaga hafa alla tíð verið miöaðir við laun á hverjum tíma, er fjárlög vóru samin, án hlið- sjónar af hugsanlegum launabreytingum á fjár- lagaári. Að þessu sinni var tekin inn í fjárlagadæmið umsamin grunnkaups- hækkun til ríkisstarfs- manna á árinu 1977, 5% 1. febrúar og 4% 1. júlí nk., en launakostnaður hækkar samkvæmt fjárlagafrum- varpinu, eins og það var upphaflega lagt fram, um 5800 m. kr. eða 49.8% frá fyrra frumvarpi. Þá er og gert ráð fyrir hækkun tryggingabóta á árinu 1977, til samræmis við greindar kauphækkanir, sem einnig er nýjung. Þá vóru einnig teknir inn í fjárlagadæmið nokkrir lið- ir, sem þar vóru ekki áður, eins og olíugjaldið eða olíu- styrkur vegna húshitunar. Þetta breytta fjárlagaform gerði frumvarpið raunhæf- ara. Hins vegar hækkaði það niðurstöðutölur þess verulega meira en ella hefði orðið. Þetta er nauð- sýnlegt að hafa í huga við beinan talnasamanburð á niðurstöðum fjárlaga milli ára. Fjárlagafrumvarpið hefur, eins og vænta mátti, tekið nokkrum breytingum í meðferð Alþingis. Gjöld færð á rekstrarreikning og fjárfestingarútgjöld hækkuðu úr 84 milljörðum í tæpa 90 milljarða króna, eða um tæpa 6 milljarða. Meginhluti þessarar hækk- unar á rætur að rekja til nýs launa- og verðlags- grunns eða nýrra fjárlaga- forsendna frá Þjóðhags- stofnun og fjárlaga- og hag- sýslustofnun í þessum mánuði. Fjárlaga- og hag- sýslustofnun hefur áætlað, að til þessarar breytingar einnar megi rekja hvorki meira né minna en 4.200 m. kr. af umræddri fjárlaga- hækkun. Að þessu at- huguðu sést, að fjárlaga- frumvarpið hefur í raun hækkað um 1800 m. kr. í meðferð Alþingis. Þessi hækkun dreifist á fjöl- marga liði. Þeirra á meðal má nefna: grunnskóla- byggingar, hafnargerð, sjúkrahúsabyggingar, fiskileit o.fl. Fjarmálaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, sagði við 3ju umræðu fjár- laga, að heildarútgjöld ríkissjóðs, tæpir 90 milljarðar, væru um 29% af áætlaðri þjóðarfram- leiðslu 1977, sem er svipað hlutfall og á yfirstandandi ári. Hæst kemst þetta hlut- fall á árinu 1975, 31,5%. Það hefur því tekizt að halda áætluðum rfkisút- gjöldum innan þess hlut- falls af þjóðarframleiðslu, sem ráðherra hafði sett sér, þ.e. að ríkið yki ekki hlut sinn í ráðstöfun þjóðartekna á næsta ári. Á yfirstandandi ári tekst væntanlega í fyrsta sinn um árabil að ná hallalaus- um ríkisbúskap. Þetta er mikilvægur árangur, ekki aðeins í stjórnun ríkisfjár- mála, heldur ekki síður í viðnámi gegn verðbólgu og viðskiptahalla. Fjárlaga- frumvarpið stefnir og að hallalausum ríkisbúskap á komandi ári. Tekjur um- fram gjöld fjárlaga ársins 1977 eru áætluð u.þ.b. 890 m.kr. og miðað við áætlaðan halla á lánahreyf- ingu verður greiðsluaf- gangur nálægt 260 m.kr. Helztu einkenni fjárlaga- frumvarpsins, miðað við efnahagsleg markmið ríkis- stjórnarinnar, eru þessi: Dregið verður úr opinber- um framkvæmdum í því skyni að minnka þörfina fyrir erlendar lántökur og stuðla þann veg að minnkun viðskiptahallans gagnvart útlöndum. Á það er lögð rík áherzla að fjár- lögin og framkvæmd þeirra leiði til hallalauss ríkisbúskapar, enda eru út- gjöld metin á raunhæfari hátt en áður. Með þessu er m.a. stuðlað að því að draga úr verðbólguhraðanum, einkum þegar haft er í huga, að auk áætlaðs greiðsluafgangs ríkissjóðs er gert ráð fyrir 2.252 m.kr. afborgunum (niður- greiðslum) á skuld ríkis- sjóðs við Seðlabankann. Þrátt fyrir nokkurn sam- drátt í opinberum fram- kvæmdum að raungildi, er þó gert ráð fyrir það háu fjárfestingarstigi í þjóð- félaginu á næsta ári, að full atvinna ætti að vera tryggð. Hafa verður í huga, þegar staða mála er metin í dag, að auk þess að ná hallalausum ríkisbúskap, hefur tekizt að lækka við- skiptahalla út á við, úr 12% af útfluttum verð- mætum 1974 um 4% í ár, lækka verðbólguvöxt úr 54% 1974 í um 30% 1976, og halda uppi fullri atvinnu um gjörvallt landið, þrátt fyrir víðtækt atvinnuleysi í flestum nágrannaríkjum. Fjárlaga- gerð og efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar er miðuð við, að framhald verði á jákvæðri þjóð- félagsþróun í þessu efni. Framhaldsárangur er þó fleiri þáttum háður, einkum hver framvindan verður í kaupgjaldsmálum innanlands og verðlags- þróun í utanríkisviðskipt- um okkar. Fjárlög og framvinda í efnahagsmálum Anders Kung skrifar frá Sudur-Ameríku ingjaeinræði, en það er einræði samt. Frá mínum bæjardyrum séð, er leið lýðræðisins hin eina rétta. Þjóðin verður að endur- heimta stjórnmálaréttindi sín. Réttinn til að velja í frjálsum kosningum þá, sem eiga að stjórna landinu, frá sveita- stjórnarfulltrúum til forseta Og þingmanna. Assad Bucaram telur sig vera vinstrimann og nýtur stuðnings margra fátæklinga, en hann er enginn byltingarsinni. — Við viljum berjast á lög- legan hátt til hagsbóta fyrir alla þá, sem búa við bág kjör. Við viljum ekki taka skóna frá hin- um efnuðu til að gefa þá fátæk- um. En viljum nota hin nýju oliuauðæfi til að veita öllum klæði, fæði og menntun. Stefnan í olíumálum er mikið deiluefni i Equador í dag milli þjóðlegra — og „alþjóðlegra" hópa manna, milli þeirra, sem vilja byggja meira á olíufélagi rikisins i Equador, og hinna, sem vilja hafa meiri samvinnu við hin amerísku olíufélög. Bróðir Assads Bucarams er aðstoðarframkvæmdastjóri dótturfélags Texaco-Guif i ASSAD BUCARAM var formaður helzta knattspyrnu- félagsins í Equador. Hann hefði átt að verða forseti landsins. En hershöfðingjarnir komu í veg fyrir það. Það var árið 1972. Við hittumst i litlum Fíat-bíl. Einn af fylgismönnum Assads nær I mig. Assad vill ekki koma til mín á hótelið. Þar býr nefni- lega einnig einn af hinum þremur hershöfðingjum úr klíkunni, sem stjórnar landinu. — Ef ég hefði komið þangað, þá hefði engum dottið í hug, að ég væri að hitta þig, segir Assad hlæjandi, þegar við hittumst. Allir hefðu haft mig grunaðan um að eiga leynilegar viðræður við herforingjaklíkuna. Allt samtal okkar fer fram í litla bílnum. Maðurinn, sem sótti mig, ekur milli miðborgar- innar og ýmissa úthverfa, fram og aftur. Þetta minnir á Chile, þar sem óvinir hershöfðingj- anna tala ógjarna hreinskilnis- lega, ef útlendingar geta heyrt. Er Equador eins og Chile? — Nei, alls ekki, segir Assad með áherzlu. Hér eru engir pólitískir fangar og engin pólj- tísk morð framin. Og slíkt mun heldur aldrei verða hér, því að fólkið í landinu mun sigra! Við beygjum inn á aðalgöt- una í Guayaquil, 9. nóvember breiðgötuna. Nakkrir vegfar- endur koma auga á Bucaram og taka að klappa saman lófunum. Aðrir taka undir og brátt hljómar um alla breiðgötuna: „Lifi Bucaram! Assad forseti!" Assad Bucaram dregur niður rúðuna og veifar á móti. Hann ber kennsl á marga vegfar- endur og heilsar þeim með per- sónulegum kveðjum. Bílarnir umhverfis okkur byrja að flauta flokksmerkið — þrjú sutt flaut, eitt fyrir hvern bók- staf í skammstöfun flokksins CFP. Það tákar „Einingarflokk- ur hinna þjóðlegu afla“, sem er vinstrisinnaður umbótaflokk- ur. — Gerðu byltingu fljótt! hrópa nokkrir ungir menn á vðrubilspalli, um leið og þeir aka framhjá okkur. Assad dreg- ur aftur niður rúðuna og hrópar á eftir þeim: — „Verið rólegir! Ég kem aftur!“ Assad Bucaram er enn vin- sæll meðal alþýðu í Guayaquil, stærstu borginni í Equador, sem liggur niðri við ströndina. Hann varð borgarstjóri í Guaya- quil 1962, var settur frá völdum eftir herforingjabyltinguna árið eftir, leiddi flokk sinn til sigurs I þingkosningunum 1966, var aftur kjörinn borgarstjóri í Guayaquil 1967 og þremur árum siðar fylkisstjóri l Guayas-fylki. Síðar á sama ári var hann gerður útlægur úr landi, sneri heim aftur ólöglega og var vísað úr landi á ný. Frá 1972 hefur Equador verið stjórnað af mildri herfor- ingjastjórn, sem hrifsaði völdin meðal annars til að koma i veg fyrir, að Assad Bucaram yrði forseti. Þegar ég spyr, hvað sé það bezta, sem herforingja- stjórnin hafi gert, hreytir Assad út úr sér, að það bezta, sem hún gæti gert væri að segja af sér. — Víst er þetta milt herfor- Dæmigert þorp við banana-ekru. „Vcrið rólegir! Eg kem aftur!” Equador. Hver er svo afstaða Assads sjálfs i olíumálinu? — Auðvitað væri það ákjós- anlegt, ef við gætum séð um alla olíuvinnsluna, en það er bara ekki hægt. Okkur vantar faglærða menn og þá tækni, sem þarf til að vinna oliuna, hreinsa hana og selja til út- landa. Assad Bucaram beitir sem sagt sömu söksemdum og þeir, sem opinberlega ganga erinda hinna amerísku oliufélaga. En Texaco-Gulf hefur tæpast keypt hann. Heiðarleiki Assads er ekki dreginn í efa, ekki heldur af pólitískum andstæðingum hans. Hann er hvorki hættuleg- ur vinstrisinni né sendisveinn erlendra hagsmunaaðilja. En af hverju hefur þá herforingja- klikunni staðið stuggur af hon- um? Hvernig geta þeir staðið við loforð sitt um frjálsar kosn- ingar 1978 og þó stöðvað hann? — Hershöfðingjarnir hafa tortryggt alla stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn og ekki alltaf að ástæðulausu. En nú er þeim ljóst, að það er ekki alltaf auðvelt að stjórna fyrir þá sjálfa. Þeir reyna einnig að setja mig í bann 1978. Með því að stöðva alla frambjóðendur til forsetakjörs, ef foreldrar þeirra eru ekki fæddir í Equador. Fornafn Assads er hið sama og ættarnafn forseta Sýrlands. Assad Bucaram er Arabi, for- eldrar hans komu frá Libanon, þar sem Assad sjálfur hefur búið nokkur ár. Hann segir stoltur nokkrar setningar á arabisku. Hinn arabiski upp- runi Assads gerir hann enn óæskilegra sem forseta frá sjónarmiði sumra hópa í olíu- landinu Equador. En Assad hefur ekki gefið upp vonina. Þegar við höfum lokið samræðum okkar og ég skreiöist út úr litla bilnum, lofar hann mér í kveðjuskyni — að næst þegar við hittumst, skuli ég fá að heimsækja hann i forsetahöllina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.