Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 FELLAHELLIR tveggja ðra ^ Um þessar mundir eru liðin rúm- lega tvö ár frá því að félagsmiðstöð- in I Fellahelli tók til starfa, en það var í nóvember árið 1974. Ætlunin er að kynna nokkuð hér hvaða starf- semi fer fram í Fellahelli og ýmislegt í sambandi við hana. Forstöðumaður Fellahellis er Valur Þórarinsson. Er hann kennari að mennt og hefur um langt skeið starfað að æskulýðsmálum Valur var fyrst spurður hvert hans starf væri: — Það sem lendir mnan míns verks- sviðs er að raða niður þeim tíma sem hin ýmsu félög óska eftir að fá til starfsemi sinnar. samræma óskir og koma í veg fyrir árekstra Hlutverk Fellahellis er tvíþætt. að annast hús- næðisfyrirgreiðslu fyrir félög sem standa að æskulýðsstarfi. halda uppi starfsemi sem önnur félög gera ekki og sjá um starfsemi Æskulýðsráðs hér í hverfinu f '■ r hí'éií^ Þessi var kjörinn herra Fellahellir á tveggja ára afmælinu. Hér er Valur Þórarinsson (lengst til vinstri) í hópi unglinga f Fellahelli. Myndirnar f Fellahelli tók Jóhann- es Long. Það er dútlað við margt f Fellahelli. Kann vel við starfið, annars vœri maður varla að þessu, segir Valur Þórarinsson forstöðumaður Hér er alltaf að minnsta kosti einn maður á vakt allt frá kl 9 á morgnana og til 11 — 1 2 á kvöldin Það eru ýmis félög sem standa fyrir langmestum hluta þess starfs sem hér er unnið og má t d nefna skátana. iþróttafélagið Leikni, KFUM og K, Framfarafélagið. Kvenfélagið Fjallkonuna, Skákfélagið Mjölm og Námsflokka Reykjavíkur Þá er Barnamúsíkskóli Reykjavíkur með starf hér og við lauslega athugun virð- ist mér að skiptingm sé þannig að um 70% af starfinu er haldið uppi af þessum félögum. en um 30% er starf sem Æskulýðsráð stendur fyrir Nánari um starfsemi Æskulýðsráðs í hverri viku er diskótek á föstudags- kvöldum og opið hús á þriðjudags- kvöldum Þá fer fram hér ýmiss konar klúbbstarfsemi og haldnir eru fundir þar sem tekm eru fyrir einhver ákveðin verkefni eða málaflokkar Eru það oft verkefni sem krakkarnir eru þegar farin að vinna að t d er hér núna mikil herferð gegn reykingum eins og sjá má á veggjum, sagði Valur Þar gat að líta viðvaranir og ábend- ingar til varnar reykingum og Valur sagði að það hefðu verið unglingarnir sjálfir sem tóku þá ákvörðun að ekki mætti reykja á vissum stöðum í Fella- helli Hér er ekki reykt — við reykjum ekki hér. o s frv — Við tökum einnig fynr alls kyns mál sem snerta þau, hegðunarvanda- mál og spurningar í sambandi við það, umhverfismál, og umgengnismál, Ijósastaurabrot og rusl á götum og fleira í þessum dúr Þá reynum við að sinna þeim málum sem eru ofarlega á döfinni hjá unglingunum hverju sinni Valur sagði að aðeins einn maður væri i föstu starfi. allt annað væri lausráðið fólk og væru það alls um 1 2 ... og þar eru kátir krakkar. manns. Skiptist það í 3 hópa. einn hefur umsjón með föstudags- kvöldunum, annar sér um starfið á þriðjudögum og hinn þriðji væri gæzluhópur. — Það sem við erum að gera með okkar starfi hér, sagði Valur, — er að reyna að ná til þess hóps sem félögin ná ekki til og koma þeim i heilbrigt tómstundastarf og ég held því fram að mikið átak sé hægt að gera i því máli Þar er útideildin einn liðurinn, hún leitar uppi unglingana sem eiga sér ekki nein sérstök áhugamál annað en að slæpast. (Sjá nánar viðt. um úti- deild.) Yfirleitt tekst að vekja hjá þeim áhuga fyrir einhverju starfi og einhverju félaginu sem hér starfar Það er ekki mjög ör endurnýjun á þessum hópi sem hér er, nema í þeim hópi sem er einna virkastur í tómstundastarfinu, þar taka nýir og nýir unglingar við en þeir eldri halda samt alltaf tryggð við staðinn, t.d á föstudagskvöldunum. En þegar þau eldast eru þau komin í aðra skóla og þar er kannski meira félagslíf en hér og því leita þau út fyrir hverfið til félagslífs. Nefna má að margir þeirra sem voru hér með okkur fyrst koma í heimsókn og hringja og vilja heyra fréttir af starfinu hér og gildir það ekki sízt um þau sem eru úti á landi Eins og fyrr segir er aðeins einn fastráðinn starfsmaður I Fellahelli og sagði Valur að í sambærilegum félags- miðstöðum erlendis væri líklegt að lágmark væri 5 fastráðnir menn og jafnvel fleiri. Valur kom til starfa nokkru áður en húsnæðið í Fellahelli var fullbúið til starfseminnar og sagðist hann hafa strax þá kynnst nokkrum unglinganna svo að þegar opnað var var dálítill kjarni unglinga sem hann þekkti honum innan handar. — Það að við skulum reyna að ná til þess hóps sem á sér ekki nein áhuga- mál leiðir til þess að okkar starf mótast af því að við erum með þennan hóp Það er þessi hópur sem veldur erfið- leikum í hverfinu og þau byrja oft að drekka þegar þau koma frá okkur en hér er eftirlit með víni Það er litið eftir því hvort þau reyna að koma víni inn í húsið og hér innan dyra sjá krakkarnir sjálfir um eftirlitið þannig að það hefur tekist að skapa það andrúmsloft hér að vín sé ekki leyfilegt — Á föstudagskvöldunum eru hér að jafnaði 5 starfsmenn og við reynum einnig að fá unglingana til að rétta hjálparhönd Þau greiða 200,- krónur i aðgangseyri á föstudagskvöldunum en annað þurfa þau ekki að greiða fyrir aðgang nema verulegur kostnaður sé af dagskráratriðum Fjöldinn hér á föstudögum er 1 20— 1 50 og heldur meiri á þriðjudagskvöldum Hvernig líkar honum starfið? — Ég kann vel við það, annars væri maður varla að þessu En það sem við óskum fyrst og fremst eftir er betri starfsaðstaða, maður á það á hættu að ofkeyra sig. Þetta er vinna sem maður er bundinn allan sólarhringinn og það eru oft hringingar á kvöldin og um helgar þegar ég á annars frí Unglingarnir eru farnir að þekkja okkur og þegar þau lenda í einhverjum vand- ræðum kemur fyrir að þau leita til okkar svo von er á hringingum hvenær sem er. Þetta er að vfsu ekki frá skátafundi, en hér má samt sjá nokkra félaga í skátafélaginu Haförninn. Björk Jónsdóttir félagsforingi í Skátafélaginu Haförnum: Gott að vera hér og starfs- fólkið mjög hjálplegt ^ Björk Jónsdóttir er félagsforingi í skátafélaginu Haförninn. Það telur í dag um 150 félaga, skáta, Ijósálfa og ylfinga og Björk rakti í nokkrum orðum starfsemi félagsins: — Félaginu er skipt i 5 sveitir. tvær stúlknasveitir *11 —15 ára og eina drengjasveit á sama aldn Þá eru Ijós- álfar og ylfingar, 9—1 1 ára og drótt- skátasveit, en þeir eru 15—18 ára Hverri sveit er síðan skipt niður í minm hópa — Félagið er nú rúmlega tveggja ára, það hóf starfsemi sína um leið og Fellahellir, 23 nóvember 1974, og var stofnfundurinn hér í upphafi voru 1 5 stúlkur og 7 drengir en í fyrra komst þessi tala upp í 249 þegar við lukum starfsármu. Það er nokkru færra í vetur og vantar aðallega yngri ár- gangana En við vonum að fleiri vilji vera með og það fjölgar yfirleitt hjá okkur upp úr áramótunum. Við hefjum stafið á haustin um leið og skólarnir — Hver sveit hefur sína fundi og blandast þar saman leikir og störf Tímanum er skipt niður og við reynum að haga fundunum þannig að ekki grípi um sig neinn leiði hjá börnunum, en fundirnir eru yfirleitt um klukku- stundar langir Markmiðið með okkar fundum er að þroska þau og þau taka sín próf og fá stig og merki. Á veturna er reynt að fara í útilegur, helgarferðir og höfum við fengið inni hjá öðrum skátafélögum og t d á Silungapolli Það er venja að hver sveit fari í tvær útilegur yfir veturinn Sumarstarfið er að mestu úti við en vetrarstarfið er mest innistarf og nú í vetur höfum við verið að undirbúa okkur fyrir landsmót skáta. sem verður að Úlfljótsvatni á næsta ári Á þessum mótum er keppt i vissum greinum og margt þarf að læra fyrir þær keppnir, t d varðandi tjöldin, mat- seld og alls kyns þrautir í ár á t.d. að túlka töluna 7 á einhvern hátt og er það eitt verkefnið Þá rakti Björk nokkuð hvernig skáta- félag er byggt upp og sagði hún að þau héldu sinn aðalfund einu sinni á ári og þar væri kosin stjórn skáta- félagsins hverju sinni Hana skipa 8 menn, félagsforingi og 2 aðstoðar félagsforingjar, gjaldkeri. ritari og þrír varamenn, og gegnir Björk nú starfi félagsforingja. Einu sinni í mánuði eru svo fundir stjórnarinnar með sveitar- foringjum og aðstoðarsveitarforingjum og þá er sagt frá hvað framundan er í félaginuog lagt á ráðin Sveitarforingjarnir vinna síðan eftir því á sínum sveitarfundum Þeir fundir eru yfirleitt á hálfsmánaðarfresti Af öðru starfi þeirra nefndi Björk að nú væri t d verið að safna í áramóta- brennu og í fyrra hefðu félagar í skáta- félaginu farið í blysför um Breiðholts- hverfið (III), skátarnir tækju þátt í hátíðahöldum 1 7 júní, tvisvar á ári eru skátamessur og er önnur þeirra hinn 22 febrúar á afmælisdegi Baden Powells. Nú standa yfir jólafundir í skátafélagmu en síðan er hlé framyfir áramót Á jólafundi er reynt að hafa sem hátíðlegast og sagði Björk að Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.