Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 WRíkisfyrir- tækjum verði komið í hendur einstaklinga** Rætt við Friðrik Sóphusson, formann Sambands ungra sjálfstœðismanna, og Vilhjálm Egilsson, starfsmann nefndar þeirrar, sem á vegum SUS kannaði ríkisumsvifin UmHORP Umsjón Einar K. Guðfinnsson „Eru ungir sjálfstæðismenn að verða byltingarsinnar," sagði maður sem lesið hafði blaðið „Báknið burt“, er hefur að geyma hugmyndir ungra sjálfstæðismanna um samdrátt í ríkisbúskapnum. Það er líka ýmislegt til í því þar sem hug- myndir ungra sjálfstæðis- manna eru nýstárlegar. Ekki er heldur ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur sjálft ríkiskerfið — báknið. „Báknið burt“, hið umrædda blað, er afrakstur mikillar vinnu og athugana. Á þingi SUS í Grindavík í september 1975 var útþensla ríkis- báknsins gagnrýnd harðlega og ályktað um að niðurskurður ríkisútgjalda væri eitt alvar- legasta og brýnasta verkefnið sem ríkisstjórninni bæri að framkvæma. Þeim tilmælum var einnig beint til stjórnar Sambands ungra sjálfstæðis- manna að hún gerði úttekt á ríkisbúskapnum og legði fram tillögur um samdrátt hans. í framhaldi af því skipaði stjórn SUS þriggja manna nefnd til að vinna að fram- kvæmd málsins. 1 nefndinni áttu sæti Þorsteinn Pálsson rit- stjóri, formaður, Baldur Guðlaugsson framkvæmda- stjóri og dr. Þráinn Eggertsson lektor. Síðast liðið sumar vann Vilhjálmur Egilsson viðskipta- fræðinemi með nefndinni og skilaði ftarlegri greinargerð um ýmsa þætti málsins. Auk þessarar blaðaútgáfu sem SUS og Heimdallur standa saman að hafa verið haldnir fundir á ýmsum stöðum á landinu þar sem málin hafa verið skýrð. Fleiri fundir eru fyrirhugaðir á næstunni. í næsta mánuði efna ungir sjálfstæðismenn til ráðstefnu um efnið, þar sem stefnan verður mörkuð í ein- stökum atriðum. Til þess að fræðast betur um „Báknið burt“ og það sem blaðið flytur sneri UMHORF sér til þeirra Friðriks Sóphus- sonar, formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna og Vilhjálms Egilssonar, viðskiptafræðinema, sem var starfsmaður nefndarinnar, er vann að úttekt á ríkisbúskapn- um. Framhald vald- dreifingarhugmynda Friðrik: Af fjölmörgum verkefnum, sem blasa hvar- vetna við, velja ungir sjálf- stæðismenn þetta. Hvers vegna? „Ungir sjálfstæðismenn hafa alla tið kappkostað að móta sjálfir sína stefnu og val- ið þau verkefni sem þeir telja þurfa úrlausnar á hverjum tima. Segja má að hugmyndir okkar um samdrátt í ríkis- búskapnum séu unnar í beinu framhaldi af stefnumótun Sambands ungra sjálfstæðis- manna i valddreifingarmálum, en þær hugmyndir sem SUS markaði í þeim voru gefnar út í bók fyrir landsfund Sjálf- stæðisflokksins árið ????. Tilgangurinn með valddreif- ingunni í þjóðfélaginu er að auka frelsi og framtak ein- staklinga og félaga þeirra með því að stjórnmálalegar ákvarð- anir séu teknar eins nærri ein- staklingnum og unnt er. Þannig geta þeir öðlast meiri áhrif á aðstöðu sína, lífshætti og umhverfi. í sama anda eru tillögur okkar um nýskipan einkafram- taks sem litu dagsins ljós árið 1975 og vöktu þá nokkra at- hygli. Loks má nefna andóf okkar gegn pólitísku út- hlutunarkerfi sem birtist meðal annars í kommissara- kerfi Framkvæmdastofnunar ríkisins. Við höfum trú á þvi að hægt sé að snúa þróuninni við og draga saman ríkisbúskapinn. Málið snýst um pólitiskan vilja og kjark." Margháttuð athugun Vilhjalmur nú varst þú starfsmaður nefndarinnar. í hverju var þitt starf einkum fólgið? „Ég reyndi einkum að rann- saka ríkisfyrirtæki annars vegar og fjárfestingar hins vegar. í sambandi við rikis- fyrirtækin reyndi ég einkum að komast að því hvaða ástæður og rök hefðu legið- að baki stofnun þeirrá og hvort þau rök sem notuð voru til að réttlæta afskipti ríkisins af framleiðslustarfseminni væru enn í fullu gildi. Síðan reyndi ég að leggja niður fyrir mér hvort eitthvað annað gæti réttlætt rikisrekst- urinn, eða hvort breyta ætti núverandi skipan. Þá reyndi ég að gera mér grein fyrir almennum ástæðum fyrir þátttöku ríkisns i framleiðslustarfseminni hér á landi og þeim stjórnunarlegu og almennu vandamáium sem slíkri þátttöku fylgja. í sambandi við fjárfestingar- málin reyndi ég að gera mér grein fyrir skipulagi þeirra og lagði þá áherslu á athugun á byggðastefnunni svo nefndu. í þessu sambandi velti ég þeirri spurningu fyrir mér, hver væri grundvöllur ákvörðunar- töku við fjárfestingar og hvað væri til úrbóta. Rfkis- fyrirtæki burt í „Báknið burt“ er komið inn á fjölmörg atriði. En á hvað leggur þú mesta áherslu? „í fyrsta lagi að koma nokkr- um fyrirtækjum, sem nú eru i eigu ríkisins, í hendurnar á einstaklingum. Þeirra á meðal Landssmiðjunni, Ríkisprent- sSmiðjunni Gutenberg, Lyfja- verslun ríkisins, Skipaútgerð ríkisins, Síldarverksmiðjum rikisinS, Sigló-síld og Bifreiða- eftirlitinu. I öðru lagi að ríkið selji hlutabréf þau sem það á í ýmsum fyrirtækjum. í þriðja lagi að einkarekstri verði skapað það umhverfi sem nauðsynlegt er til að hann geti dafnað. Þar á ég við breyt- ingar á lánveitingum, hluta- félagslöggjöf, skattalöggjöf, verðlagsmálum og gengis- málum. í fjórða lagi legg ég áherslu á að eitthvert vit fáist í fjár- festingarmálin. Að gerðar séu kröfur um að þeir er láni og taki lán geri sér grein fyrir hagkvæmum fjárfestingum. Ennfremur að eitthvert eftirlit sé haft með þeim sem þiggja fé að láni úr opinberum sjóðum. Loks er það auðvitað höfuð- nauðsyn að pólitískar skoðanir stjórnenda fyrirtækja séu ekki látnar ráða á nokkurn hátt hvort þeir fái lán eða ekki. Sjúkdómur læknaður með nýrri sýkingu Miklar umræður hafa farið fram um ríkisumsvifin undan- farna daga og vikur. í þeim hefur talsvert borið á því að Sjálfstæðisflokknum hefur verið kennt um mestan hluta rikisbáknsins og sagt að því farist sjálfstæðismönnum ekki að tala um samdrátt í ríkis- búskapnum. Hvað vilt þú segja um þetta Vilhjálmur? „Að sjálfsögðu getur Sjálf- stæðisflokkurinn ekki firrt sig allri ábyrgð af bákninu, þar sem hann hefur setið svo lengi i rikisstjórn sem raun ber vitni. Hins vegar er Sjálf- stæðisflokkurinn flokkur ein- staklingsfrelsis og einkafram- taks. Hann sýndi það i um- skiptunum, sem urðu eftir 1960 er Viðreisnarstjórnin tók við völdum, að hann vill koma hér á heilbrigðu efnahagslífi. Það sem gerst hefur á síðustu árum er að stjórnmála- menn hafa reynt að ráða niður- lögum verðbólgunnar á kostn- að markaðskerfisins. Reynt að lækna sjúkdóminn með því að sýkja sjúklinginn nýjum sjúk- dómi. En lækningin hefur bara ekki tekist betur en svo að sjúklingurinn situr uppi með báðar pestirnar og sér ekki fyrir endann á veikindunum. Sjálfstæðisflokkurinn h^ur nú í þessari rikisstjórn reynt að hverfa frá þessari stefnu. Má benda á að rikisstjórnin hefur ákveðið og það jafnvel á þessu þingi að leggja fram frumvarp að breyttri verðlags- löggjöf, sem miðar að frjálsri verðmyndun. Einnig má minna á samræmingu í fjár- festingarlánakjörum. En það er mjög mikilvægt að sífellt sé ýtt á og barátta okkar ungra sjálfstæðismanna gegnir ekki síst þvi hlutverki að hvetja forystumenn Sjálf- stæðisflokksins til að láta ekki deigan síga í baráttunni við báknflokkana til vinstri. Þeir tóku þátt I umræðunum, talið frá vinstri: Friðrik Sóphusson, Einar K. Guðfinnsson, sem stjórnaði umræðunum, og Vilhjálmur Egils- son. — Slagverks- tónleikar . . . Framhald af bis. 15 lagsins eigi þar nokkurn hlut að. Þessi aðferð er á vissan hátt skemmtileg fyrir hljóðfæraleikar- ann, en um leið og lagið missir gildi sitt, er ekkert eftir sem heit- ir tónsmið. öll tónskáld improvisera og sum þeirra voru snillingar á þvi sviði. Hver er þá munurinn á að improvisera á staðnum og að fremja þessa íþrótt heima hjá sér, rita hugmyndirnar niður og gefa þær svo út. Meginmunurinn ligg- ur i þvi að greining tónhugmynda er mjög vandasamt verk, eins og allir þeir vita sem reynt hafa að búa til lag og rita það niður. Það tekur langan tima að þjálfa grein- ingar- og rithæfni manna á sviði tónlistar, rétt eins og á öðrum sviðum og til gamans mætti segja að improvisering sé með líkum formerkjum og ræðumennska, sem ekki þýðir það sama og að vera skáld eða rithöfundur. Marg- ir hafa fjallað um þessa titt- nefndu impróvisation og telja hana í flestum tilfellum fölsun, vegna þess að improvisator hefur í raun og veru æft þennan leik sinn við tiltekin lög og getur sem bezt nýtt þessa þjálfun sina við öll þau lög, sem byggð eru upp á líkan hátt, sem aftur vísar til þeirrar staðreyndar, að jassinn hefur að mestu haldið sig við gömlu lögin (sungin og leikin). Þetta raus er ekki sett á blað til að gera litið úr þeirri listgrein að improvisera, heldur til að reyna að skýra viðhorf tónlistarmanna til þess munar sem er á því leika sér frjáls, i stað þess að aga hugs- un sína og gangast undir stranga þjálfun til að öðlast hæfni í grein- ingu og ritun. Þessi munur kom mjög ljóslega fram á tónleikum Askels Mássonar, þar sem í verk- um hans skiptust á samdir og improviseraðir kaflar. Flutt voru fjögur verk eftir hann og fyrir undirritaðan var það verk sem hann kallar Vatnsdropinn heil- steyptast og á köflum skemmti- legt. Það sem teljast verður áber- andi í vinnutækni Áskels er hvað mikið vantar upp á að hann hafi vald á lagferli tóna og verður þessi vöntun meira áberandi vegna hæfni hans i meðferð hryn- hugmynda. Áskell Másson er talent, sem vex upp í umhverfi popptónlistar, en sakir hæfileika leitar á stærri svið og er nú í námi til að öðlast þjálun í ritun hugmynda sinna. Væntanlega tekst honum i fram- tíðinni að ná þvi marki, sem hann hefur sett sér, að verða gott tón- skáld. Jón Ásg. - Hver á sér fegra föðurland? . . . Framhald af bls. 14 ekki skilja orð mln á þann veg, aS svo nefnd skemmtitónlist fyrir börn eigi ekki rétt á sér, þvert á móti, en þaS sjálftekna einræSisvald og fyrir- litning á svonefndri „klassiskri" tón- list sem einkennir málflutning þeirra sem hafa staSiS fyrir umræSu um tónlistarflutning undanfariS er ein- mitt sönnun þess hve einlitt uppeldi getur gert menn einsýna. Smekkur fyrir tónlist er ekki eitthvaS sem menn fæSast meS, hann er afleiSing þjálfunar og mótast val manna oftast af áSur fenginni reynsiu, þ.e. aS sá sem, t.d. er alinn upp viS „harmonikkutónlist" og hefur ekki, siSar meir, lagt sig sérstaklega eftir annarri tónlist. hefur I flestum tilfell- um sérstakt yndi af upprifjun sllkrar tónlistar. Lengi býr aS fyrstu gerS og trúaSur á gildi tónlistar m.a. til upp- eldis og mótunar þá gefur nýafstaSiS söngmót fyrirheit um bjarta og fagra tfma og trú á tilvist fagurrar tónlistar I landinu. AlKíLÝSINCASÍMINN EH: 22480 JRsrjyunfolahií)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.