Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 32
Þarf aldrei að pressa JWflrjjwnblfltitli LAUGARDAGUR 7. MAl 1977 Umbrotin í Mývatnssveit: Gliðnunin varð tveir metrar og landsigið varð um einn metri „Nú er búið að mæla heildar- gliðnunina og landsigið, sem varð í Bjarnarflagi í sfðustu umbrot- um, og hefur fjarlægðin milli vesturbakka Mývatns og Náma- fjalls aukizt um röska tvo metra,“ sagði Axel Björnsson, hjá Orku- stofnun, í samtali við Mbl. f gær. „Þá varð landsigið á svæðinu frá Grjótagjá að Námafjalli um einn metri miðað við land austan og vestan spildunnar." Axel sagði ljóst, að umbrotin væru nú að ganga yfir í þetta sinn. Sprungugliðnunin er nú orð- in óveruleg og mjög hefur dregið úr skjálftavirkninni, þó enn komi margir skjálftar fram á mælitækj- um. í gær voru þeir 850, i fyrra- dag um 1000, daginn þar áður um 1500 og á þriðjudag um 3000. Sagði Axel að um 30 skjálftar mældust yfir 2 stig á Richter- kvarða að meðaltali, en einnig þeir koma aðeins fram á mæli- tækjum, þannig að fólk er hætt að finna fyrir skjálftavirkninni. Axel sagði, að erfitt væri að segja til um, hve ört landrisið væri, en ljóst er að það er komið í fullan gang á Kröflusvæðinu. Þar var þróunin um 7 mm á sólar- hring og sagði Axel eðlilegt að Framhald á bls. 18 Baknefndarfundur r A.S.I. í dag Opinberri heimsókn Pierre Trudeaus forsætisráðherra Kanada lauk í gær og tók ÓI.K.M. þessa mynd er ráðherrann hitti fyrir hóp nemenda úr Garðaskóla er hann kom út frá forseta lslands. Klöppuðu unglingarnir fyrir Trudeau, sem gekk brosandi til þeirra og heilsaði hópnum. Sjá frásögn og myndir á bls 3. Aðferð við afgreiðslu sérkrafna rædd í gær BAKNEFND Alþýðusambands tslands, sem samanstendur af samninganefnd ASÍ, fulltrúum landssambanda innan sam- takanna og félaga, sem beina aðild eiga að þeim, samtals rúm- lega 90 manns, hefur verið boðuð til fundar í dag klukkan 14 að Ilótel Loftleiðum. Á fundinum verða rædd viðhorfin í kjara- málunum eftir fyrsta tilboð vinnuveitenda og til hvaða aðgerða skuli gripið nú er yfir- vinnubann hefur staðið i um viku tíma. Svokölluð 10-manna nefnd, sem skipuð er formönnum allra lands- sambanda innan ASÍ, forseta þess og varaforseta, hefur það hlut- verk að leggja fyrir baknefndina tillögur um baráttuaðferðir i yfir- standandi kjaradeiiu. Eftir því sem Morgunblaðið komst næst í Brendan: Reyna brottför í dag „Við ætlum að fara á morgun ef jafn byrlega blæs og í dag,“ sögðu leiðangursmenn á skinnbátnum Brendan f spjalli við blaðamenn Mbl. sfðdegis f gær, þar sem bát- urinn lá utan á varðskipinu Al- bert f Reykjavfkurhöfn. Sögðust leiðangursmenn alveg klárir til brottfarar. Reikna þeir með að verða um 40— 50 daga á leiðinni til Nýfundnalands. Ætla þeir ekki að freista landgöngu í Græn- Framhald á bls. 18 gær, mun ekki vera i ráði að efna til neinna frekari aðgerða að svo stöddu, enda mun vera fullur vilji fyrir því að ræða nánar við vinnu- veitendur það tilboð sem fram kom frá þeim á sáttafundi síðast- liðinn fimmtudag. Forystumenn ASÍ munu telja yfirvinnubannið enn nægilega aðgerð, enda sagði Björn Jónsson, forseti ASÍ, f sam- Framhald á bls. 18 Allt að 283 þúsund krónur á mánuði MORGUNBLAÐIÐ hefur áður skýrt frá þvf, að framtaldar heild- artekjur verkamanna, kvæntra en barnlausra, sem taka laun sam- kvæmt 70 til 80 þúsund króna kauptaxta liggi að mestu á bilinu 1,6 til 2 milljónir króna árið 1976. Ef verkamenn þessir eiga hins vegar tvö börn eru tekjurnar á bilinu 1,8 til 2,2 milljónir króna. Ef verkamenn eru á töxtum á bilinu 80 til 120 þúsund króna á mánuði eru þessi mörk 1,9 til 2,3 milljónir króna. Fyrir kvænta Framhald á bls. 18 VIÐRÆÐUR á sáttafundinum, sem boðaður var klukkan 14 f gærdag, snerust að mestu um sér- kröfur aðildarfélaga innan Al- þýðusambands Islands. Fulltrúar landssambandanna ræddu aðferð við að afgreiða sérkröfurnar, en vandamálið er að þessar kröfur eru æði misjafnar og eins er upp- bygging þeirra misjöfn. Formenn landssambandanna lýstu þvf f gær við sáttanefnd, að ræða þyrfti sérstaklega á fundum innan landssambandanna frekari að- ferðir um meðferð krafnanna. Svo sem kunnugt er gerðu vinnuveitendur tillögu um af- greiðslu sérkrafna félaganna á sama grundvelli og gert var í fyrra, en þá voru þær afgreiddar innan ramma 1% launahækk- unar, þótt i reynd hafi sá rammi farið eitthvað úr böndunum og sum félög hafi þar náð fram all- miklu fleiri prósentustigum en önnur. Eitt helzta vandamálið nú er og tortryggni, sem skapast af þvf, að fulltrúi eins landssam- bands vill ekki samþykkja ákveð- inn ramma án þess að trygging sé fyrir þvi að einstök félög geti ekki rofið hann. Eftir að formenn landssambandanna höfðu rætt að- ferðir við afgreiðslu sérkrafna f UM skeið hafa þrír íslenzkir sjómenn starfað í Ras A1 Khaimah i Dhubai gær, hittu formennirnir forystu- menn vinnuveitenda, en að því búnu fóru þeir að gefa samninga- nefnd ASÍ, skýrslu um gang mála. Klukkan 14 i gær kom saman 10-manna nefnd ASl, sem skipuð er formönnum landssamband- anna innan ASl, forseta þess og varaforseta, og ræddi hún við- horfin í kjaramálunum vitt og Framhald á bls. 18 við Persaflóa. Hafa ís- lendingarnir verið skip- stjórar og vélstjórar á 70 tonna bátum, sem gerðir eru þaðan út og veiða fisk sem líkist nokkuð sardinu. Svo vel hafa íslendingarn- ir spjarað sig, að sótzt hef- ur verið eftir að fá fleiri íslendinga til starfa. Nú er afráðið að 6 sjómenn haldi á þessar slóðir í næstu viku og um næstu mánaðamót fara 4 skipstjórar til viðbótar, þá verða alls 13 íslenzkir sjómenn starf- andi á þessum slóðum. Nýtt fíkni- efnamál er í rannsókn HAFIN er rannsókn á nýju fíkni- efnamáli. I gær var 25 ára gamall maður úrskurðaður í allt að 20 daga gæzluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Rannsóknar- menn verjast allra frétta. nú við upphaf málsins. , ,KoImunnaveið- amar Kta vel út” - segir Haraldur Ágústsson skipstjóri á Sigurði RE Kolmunnaveiðarnar lfta vel út, og það vantar ekki fiskinn i sjóinn. Við sprengdum vörpuna f öðru halinu hjá okkur, en náðum samt 140—150 tonnum úr henni, en áður vorum við búnir að fá 20 tonn. Vfkingi gekk öllu betur og fékk 350 tonn áður en varpan sprakk hjá honum. Gallinn við þessar veið- ar okkar er, að við erum aðeins með eina kolmunnavörpu um borð, en færeysku skipin með 2 og 3,“ sagði Haraldur Ágústs- son skipstjóri á Sigurði RE f samtali við Morgunblaðið f gær, en þá var Sigurður nýkom- inn út frá Fuglafirði f Fær- eyjum, þar sem skipið landaði Haraldur Ágústsson. kolmunnanum og varpan var sett f viðgerð. „Viðgerð á vörpunni hjá okkur lýkur ekki fyrr en á mánudag, en hún fór illa þegar hún sprakk. Við fórum samt út á ný, og erum nú að reyna að ná kolmunnanum með loðnutrolli, sem við erum með um borð, en ég held að það þýði litið að nota það," sagði Haraldur. Hann sagði hann að skip- verjum á Vikingi hefði tekizt að gera við vörpuna. Mörg skip hefðu sprengt vörpur að undan- förnu og væri því óhemju mikið að gera á netaverkstæðum I Færeyjum. Haraldur sagði f samtalinu við Morgunblaðið, að mjög góðar kolmunnalóðningar væri Framhald á bls. 18 íslenzkir sjómenn ráðn- ir til starfa í Dhubai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.