Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1977 Byggt við frysti- húsið í Bolungarvík Bolungarvík, f maf. Á SÍÐASTLIÐNU sumri hófust framkvæmdir við stækkun frystihússins hér í Bolungarvík. Var lokið við að steypa upp við- bygginguna á síðasta ári, og er nú unnið að því að fullgera bygginguna. Alls er viðbyggingin um 2000 fermetrar á tveimur hæðum. Á neðri hæð verð- ur kæld fiskmóttaka, geymsla fyrir fiskkassa ásamt aðstöðu fyrir kassa- þvott. Á efri hæð verður vélasalur en í honum verða allar fiskvinnsluvélar. Auk þess verður á efri hæð um- búðageymsla. Fyrirhugað er, samfara þessari stækk- un, að skapa nýja aðstöðu fyrir rækjuvinnslu. Vonast er til að hægt verði að taka mikinn hluta við- byggingarinnar í notkun á næsta vetri. Nýverið var tekin upp í frystihúsinu ný aðferó við viktun á fisk- inum í umbúðir. Þessi viktunaraðferð gefur mun nákvæmari viktun á fisk- inum en áður var. Ein- ungis er hægt að nota þessa aðferð þegar unnið er í neytandaumbúðir. Að sögn Guðmundar Páls Einarssonar yfirverkstjóra er þetta eina frystihúsið hér á landi, sem tekið hef- ur upp þessa aðferð, en hann kynnti sér þetta fyrirkomulag var á ferð í fyrra. þegar hann Færeyjum í —Gunnar. Viktað eftir nýju aðferðinni. Ljósm. Gunnar Hallsson. itlilllti mmm „Gullfoss,, og „Tungufoss ekki lengur ofansjávar Tvö skip, sem um árabil sigidu undir íslenzkum fána, Gullfoss og Tungufoss, eru nú ekki lengur ofansjávar. Annað rak á land f júnf f fyrra og eyðilagðist en hitt varð eldi að bráð f desember s.I. Frystihúsið f Bolungarvtk. Viðbyggingin fremst á myndinni. Frá endálokum þessara tveggja skipa segir i nýlegu hefti Sjó- mannablaðsins Víkings. Tungu- foss var smiðaður fyrir Eimskipa- félag íslands í Danmörku 1953. Var skipið í siglingum fyrir félag- ið um rúmlega 20 ára skeið. Árið 1974 var skipið selt útgerðar- Mikið byggt í Tálknafirði Tálknafirði 11. maf. BLÍÐSKAPARVEÐUR hefur verið hérna undanfarið og sauð- burður að byrja. Vetravertið er lokið og drógu bátarnir upp netin 5. og 6. maf Tungufell var með 739 tonn og 290 kg, og Tálkn- firðingur var með 646 tonn og 140 kg. Borað verður fljótlega eftir heitu vatni hérna á Sveinseyrar- landi. Siðast var borað eftir vatni miklu utar í firðinum. Vonast menn nú til að betri árangur náist. Miklar byggingaframkvæm- dir eru fyrirhugaðar hér í sumar. Búió er að úthluta lóðum undir tvær 5 ibúðablokkir, nýtt kaup- félag og 5—6 íbúðarhús. Auk þess eru 9 hús í byggingu, misjafnlega langt komin. Gjöf barst til Dagheimilisins, eitt hundrað þúsund krónur, frá systkinunum frá Vindheimum héðan úr Tálknafirði. Unnið hef- ur verið við Dagheimilið undan- farið og er kominn styrkur frá ríkinu að upphæð tvær milljónir króna. Ragnheiður. manninum M. Orra í Saudi- Arabfu og skýrt A1 Medina. í júní- byrjun 1976 var skipið á leið frá Hodeidah til Bombay á Indlandi. Lenti skipið f hvirfilbyl, vélarbil- un varð og rak skipið á land og liðaðist sundur. Mannbjörg varð. Gullfoss kom til landsins 1950 og var hann líka f eigu Eimskipa- félags íslands. Var Gullfoss flagg- skip islenzka flotans allt fram til ársins 1973, að hann var seldur til Línanons. Var skipið skýrt Mecca. í aprfl 1975 var það selt til Saudi- Arabfu, og var kaupandinn fyrr- nefndur M. Orri. Eldur kom upp i skipinu 19. desember f fyrra, þeg- ar það var statt á Rauðahafinu á leið frá Jeddah til Port Sudan. Innanborðs voru 1100 pílagrímar. Aðfararnótt 19. desember hvolfdi skipinu, en mannbjörg varð. Þess má að lokum geta, að á aðfangadag brann annað píla- grímaskip, Patra, sem áður var danska farþegaskipið Kronprins Frederik. Það sökk 50 sjómílur norður af Jeddah og var 102 manna saknað. — Skemmtiferða- skip Framhald af bls. 40 dögum sfðar, þá Dalmacija 20. júlí og er það aftur væntanlegt 30. júli. Mun það skip einnig fara til Akureyrar og verða þar fyrst 18. júlí og síðan aftur 1. ágúst. Skemmtiferðaskipið Atlas verður hér sfðan 25. júlí, Europa I þremur dögum síðar og sam- dægurs verður hér einnig skipið Estonia. Þá kemur skipið Britanis 3. ágúst, Mikhail Lermontov einnig og sfðasta skipið, sem hingað kemur, verður Europa II, sem kemur hingað 17. ágúst. Sýslunefnd Suður-Múlasýslu: Skorar á ríkisstjórn ad f lyt ja Skógræktina að Hallormsstað Á aðalfundi sýslunefndar Suður-Múlasýslu voru samþykkt- ar nokkrar ályktanir, m.a. um orkumál. Skorar aðalfundurinn á orkumálaráðherra og rfkisstjórn að taka endanlega ákvörðun um virkjun f Bessastaðaá á þessu sumri og telur slfka virkjunar- framkvæmd mjög aðkallandi Tala borgarísjaka fjórfaldast Áhrifa kólnandi veðurs farið að gæta? Á undanförnum árum hafa fjórum sinnum fleiri borgarísjakar borist suður fyrir 48. breiddarbaug en verið hefur að meðaltali frá þvf rannsóknir hófust eftir Titanikslysið 1912. Koma um 850 jakar árlega suður á siglingaleiðir á þeim stöðum. Þessar upp- lýsingar frá athugunar- stöðinni International Ice Patrol á Governor Island við New York komu m.a. fram í erindi Helga Björnssonar jöklafræðings f Jöklarannsóknafélaginu, er hann sagði frá ferð sinni og Magnúsar Hallgrímssonar verk- fræðings um Norður- Ameríku til að kynna sér snjóflóðavarnir og um leið jökla- og haffsrannsóknir. Þessir borgarfsjakar, sem berast frá jöklum Græn- lands, mest vestan megin, sigla suður með Labrador og á hafsvæðið austan Nýfundnalands. Er verið að kanna í rannsókna- stöðinni hugsanlegar or- sakir þessarar fjölgunar borgarísjaka. Þá fær Helgi nú vikulega hafisspár frá annarri stofn- un, Fleet Weather Facility í Maryland, sem hefur ver- ið falið síðan 1970 að gera hafísspár og þá líka fyrir sérsvæói, svo sem Græn- landssvæðin. Menn fylgjast nú mjög vel með jökla- og hafis- breytingum vegna hægfara kólnunar sem tók að bera á upp úr 1940. Eftir síðustu aldamót tók að bera á rýrn- un jökla í heiminum, sem stóð fram á miðja 20. öld- ina. En þá er talið að þetta hafi verið að breytast og við tekið hægfara kólnun. Eðlilega ber þá fyrst á rúmmálsaukningu á jöklunum, sem tekur Iangan tfma, allt upp f ára- tugi að skila sér í Iengingu jökulsporða, að því er Helgi sagði. Helgi sýndi í fyrirlestri sinum myndir af fjallinu Mont Rainier í Seattle, sem er 4500 m há eldkeila með jökli og niður úr honum ganga um 40 jöklar. Af fyrrnefndum ástæðum hefur einum þeirra, Nisqually, verið sérstakur sómi sýndur þar sem hann var einna fyrstur jökla til að sýna áhrif veðurfars- breytingarinnar og tók að ganga fram upp úr 1950. Hefur jökullinn gengið hægt fram síðan. Hafa farið fram nákvæmar rúm- máls- og lengdarmælingar á honum,! verið borað í hann o.s.frv. En hann þakkað sómann með þvi að senda öðru hverju frá sér geysimikil jökulhlaup, eins og Helgi orðaði það. Sagði hann að mjög forvitnilegt væri fyrir íslenzka jökla- rannsóknamenn að fylgjast með þvi að slfkt gæti komið úr fleiri jöklum en á okkar eigin eldfjöllum. Sólheimajökull tekur fyrstur við sér Benti Helgi á að Sól- heimajökull hefði gengið fram sl. þrjú ár og verið einna fyrstur fslenzkra jökla til að sýna viðbrögðin við verðurfari á ára- tugnum 1960—1970, sem var kónandi. Aukning á hásvæði jökulsins er þannig nú að skila sér niðri við brúnina. Þá gat Helgi þess f þessu sambandi að í sumar væru að hefjast miklar rann- sóknir f Kolumbía-jökli, sem gengur í sjó fram í Alaska, þar sem visinda- menn grunar að sá jökull geti tekið upp á þvi að brotna upp í borgarisjaka, og fjöldi borgarfsjaka legði þá leið sína út á hafið. Þeir Helgi Björnsson og Magnús Hallgrímsson fóru í þessa ferð um Banda- ríkin, Kanada og Alaska á vegum Independent Foundation í Philadelphiu, til þess einkum að kynna sér snjóflóðavarnir af ýmsu tagi, sem þeir kynntu á fundi Jöklarannsókna- félagsins, en einnig notuðu þeir tfmann til að koma f rannsóknastöðvar fyrir jö.kla og haffs. vegna orkuskorts og af öryggis- ástæðum. Einnig bendir fundur- inn á nauðyn þess að rannsóknir fari fram á virkjunarmöguleikum víða f landshlutanum og leggur áherzlu á að fullt tillit verði tekið til náttúrverndarstjónarmiða. Þá er bent á nauðsyn þess að gera stórátak í styrkingu dreifi- kerfisins innan fjórðungsins og samtengingu við Hornafjörð og Vopnafjörð. Síðan segir i ályktun um orkumál að orkuskortur standi framförum á Austurlandi fyrir þrifum, en aukin orkuöflun sé algjör forsenda fyrir þróun at- vinnulífs f fjórðungnum. Telur fundurinn að atvinnulíf sé of einhæft og stefna beri að þvi að sem flestir, sem á atvinnu- markaðinn koma, fái starf á sfn- um heimaslóðum, og sé aukinn iðnaður t.d. leið að því marki, en hann megi efla t.d. á sviði sjávar- útvegs og landbúnaðar. Þá samþykkti aðalfundur sýslu- nefndar Suður-Múlasýslu ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að flytja aðalstöðvar Skógræktar rfkisins að Hallormsstað. Telur sýslunefndin að flutningur henn- ar sé sjálfsagður miðað við núver- andi kringumstæður, og sé um leið prófsteinn á tal ráðamanna um dreifingu rfkisstofnana. Er f þessu sambandi bent á álit stjórn- skipaðrar nefndar sem segir að flutningur Skógræktarinnar geti oróið, þrátt fyrir smæð hennar, mikilvægur þáttur f aðgerðum til að dreifa um landið stofnunum, sem annist miðstýringu starfsemi á hinum ýmsu sviðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.