Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haralður Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Ikjaraumræðu, sem nú á sér stað í þjóðfélag- inu, er gjarnan gerður saman- burður á lífskjörum íslendinga og þeirra nágranna okkar, sem í öndvegi sitja meðal rikustu þjóða heims. Þeir, sem vilja gera hlut okkar sem dekkstan í þessum samanburði, horfa jafnan framhjá hvorutveggja: að þjóðartekjur á mann eru frá 25 til 45% hærri í Noregi, Danmörku og Sviþjóð en hér á landi og að viðtækt atvinnu- leysi er til staðar i flestum þróuðu iðnaðarrikjum V- Evrópu, en hins vegar ekki hér á landi. Milljónaþjóðir, sem búa að gamalgrónum iðnaði og við .gjöfulli aðstæður, hafa af skiljanlegum ástæðum upp á önnur lífskjör að bjóða en við. Ef við hins vegar berum saman lifskjör okkar og þeirra fyrir nokkrum áratugum og aftur nú, kemur í Ijós, að lifskjara- bilið hefur verulega minnkað; að við höfum, þrátt fyrir mann- fæð og erfiðari aðstæður, sifellt nálgazt þau lífskjör, sem aðrar þjóðir hafa bezt upp á að bjóða. Og markmiðið er að ná þeim lifskjörum, þó byr ráði ferð að þvi marki. Við erum fámenn þjóð í stóru og stjálbýlu landi, sem stund- um er talið á mörkum hins byggilega heims. íbúatala landsins var aðeins rúmlega 220 000 manns um sl. ára- mót. Góður helmingur þjóðar- innar er ekki á svokölluðum vinnualdri, vegna æsku eða aldurs. Einhver hluti vinnu- færra manna, aldurs vegna, stundar nám drjúgan hluta árs. Það er þvi þegar allt er skoðað, ekki fjölmenn sveit, sem stendur undir verðmætasköp- un í þjóðfélaginu; þeim þjóðar- tekjum, sem i einn stað þurfa að risa undir útqjöldum ríkis og sveitarfélaga — ásamt skylda- byrði okkar út á við — og i annan stað undir einka- neyzlunni, þ.e. útgjöldum heimila og einstaklinga i land- inu. Engu að síður þurfum við að halda uppi hliðstæðu stjórn- kerfi og almanna þjónustu og hinar stærri þjóðir. Vegna stærðar landsins og strjálbýlis verður rafvæðing landsins, vegagerð, fræðslu- og heil- brigðiskerfi, svo eitthvað sé nefnt, mun dýrara bæði í stofn- kostnaði og i rekstri en hlið- stæð þjónusta í þéttbýlli lönd- um, t.d. Danmörku, sem er lítið land, þótt þjóðin sé margfalt fjölmennari en við Stærra hlut- fall þjóðartekna fer í sambæri- lega þjónustu. Hins vegar hef- ur land okkar og þjóðfélag upp á ýmislegt að bjóða, sem stærri þjóðlönd skortir; fjölmörg lítt nýtt tækifæri, sem fela i sér framtíðartryggingu, ef rétt verður að málum staðið. ,,Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann." Auðlindir okkar eru fyrst og fremst þriþættar: fiskimiðin umhverfis landið, gróðurmold- in og loks orkan í fallvötnum okkar og jarðvarma. Tvær fyrst töldu auðlindirnar, fiskstofnar- nir og gróðurmoldin, hafa þó nýtingarmörk, sem ekki má yfir fara, ef tryggja á atvinnu- og afkomuöryggi þjóðarinnar í framtiðinni. í þeim efnum þarf að byggja á vísindalegum niðurstöðum um nýtingarþol þeirra. Og ef til vill erum við á síðasta snúningi með að bjarga þorskstofninum, sem verið hefur helzti gjaldeyrisgjafi okkar, frá samskonar eyðingu og urðu örlög síldarstofnsins. Mergurinn málsins er, að nýt- ingarmörk og tæknivæðing í sjávarútvegi og landbúnaði valda því, að þessar atvinnu- greinar taka ekki við með góðu móti nema litlum hluta þess viðbótarvinnuafls, sem til fellur með þjóðinni á næstu áratug- um. Þar þarf þiaðja auðlindm, hinir innlendu orkugjafar, með tilheyrandi iðju og iðnaði að koma til, ef tryggja á sambæri- leg lífskjör hér á landi i framtíð- inni og með nágrannaþjóðum okkar; ef tryggja á atvinnu- og afkomuöryggi almennings og efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar. Spár um íbúaaukningu hér á landi fram til nk. aldamóta sýna, að þjóðm verður þá (í lok ársins 2000) frá 283.000 til 304.000 manns, eftir því hver frjósemiforsenda er lögð til grundvallar. Hærri talan er miðuð við frjósemi hér á landi 1 974 og að mannflutningar til og frá landinu jafnist út á tíma- bilinu. Hún gerir ráð fyrir fjölg- un þjóðarinnar um 80.000 manns fram til næstu alda- móta. Gera má ráð fyrir að 133.000 manns verði á svo- kölluðum vinnualdri, þ.e. á ald- rinum 15 til 69 ára. Gróft reiknað er gert ráð fyrir að um 1300 til 1800 manns bætist við vinnuframboð hér á landi árlega á umræddu tímabili. Það er því Ijóst að þegar þarf að miða uppbyggingu íslenzkra atvinnugreina við það mark, að þær geti tryggt þessu viðbótar- vinnuafli og þjóðinni allri at- vinnu- og afkomuöryggi í fyrir- sjáanlegri framtíð. Sjálfgefið er að frumarvinnu- vegir þjóðarinnar, sjávarútveg- ur og landbúnaður, og iðnaður, sem vinnur úr íslenzkum hrá- efnum, verða burðarásinn í at- vinnulífi þjóðarinnar hér eftir sem hingað til. Jafnaugljóst er að fleiri stoðum þarf að skjóta undir efnahagsllf og atvinnuör- yggi þjóðarinnar, ef hér á að tryggja til frambúðar sambæri- leg lífskjör og tíðkast í nálæg- um velferðarþjóðfélögum. Þar á meðal verður efalitið orku- frekur iðnaður, er nýta á þá möguleika, sem innlendir orku- gjafar bjóða upp á. í þeim efnum þarf að sjálfsögðu að fara með gát og fyllstu varúð, varðandi náttúruvernd, byggðajafnvægi, mengunar- varnir og fleiri hagsmunaþætti okkar. En það er blint aftur- hald, sem ekki sér fyrir þær lífskjaraþarfir, sem næstu ár og áratugir fela í sér, og vill loka öllum dyrum atvinnumöguleika og verðmætasköpunar, sem felast í þriðju auðlind þjóðar- innar, hinum íslenzku orkugjöf- um fallvatna og jarðvarma. Atvinnu- og afkomu- öryggi næstu áratuga j Reykjavíkurbréf l^^^^^^Laugardagiir 21. maft. Umræður — eð?i ólæti? Allt líf er hreyfing, andstætt stöðnun. Þannig er einnig gott dagblað. Það er í ætt við lífið sjálft, hreyfinguna. Af þeim sök- um hljóta miklar, en að visu mis- jafnlega frjóar umræður að fara fram í Hflegu dagblaði. Þessar umræður spegla oft og einatt það, sem er efst á baugi I þjóðlifinu hverju sinni og raunar margt af því, sem bærist undir skelinni, í þeirri kviku, sem við getum nefnt þjóðarsál, ef við viljum. Hér er svo sannarlega ekki ætl- unin að fara að ræða, hvað þá rökræða um Morgunblaðið, en þó er ástæða að þessu sinni að hefja Reykjavíkurbréf á því að minna á þá staðreynd, að hér í blaðinu fara fram miklar umræður um það, sem efst er á baugi með þjóð- inni hverju sinni og telur blaðið sér að sjálfsögðu skylt að hafa forystu um víðtæk skoðanaskipti um sem flest málefni, bæði þau dægurmál sem efst eru á baugi og ekki síður hin, sem rista dýpra og eiga, að því er virðist, sjaldnast erindi upp á yfirborðið, s.s. trú- mál og önnur meginatriði í við- kvæmri þjóðarsálinni. Hér í blaðinu hafa undanfarið verið miklar umræður, jafnvel allharkalegar deilur, um margvís- leg málefni, auk þess sem að blað- inu sjálfu og skoðunum þess hefur verið vegið allharkalega, en þá hefur það að sjálfsögðu reynt að skýra mál sitt og svarað fyrir sig með rökum og stundum hefur það orðið að svara fullum hálsi ýmsum þeim, sem það telur sig eiga samleið með, bæði i stjórn- málum og trúmálum, svo að dæmi séu tekin. Það hlýtur að vera jafn sjálfsagt, að Morgunblaðið skýri skoðanir sínar og svari gagnrýni og árásum á málflutning sinn og það er sjálfsagður hlutur að birta greinar, sem ganga í berhögg við stefnu blaðsins og skoðanir, jafn- vel þó að gagnrýnendur sjáist ekki alltaf fyrir og noti jafnvel dylgjur til að brýna sín breiðu spjót, en það hefnir sín jafnan, eins og kunnugt er. Ástæðulaust er að tíunda hér allar þær umræður, gagnrýni og deilur, sem undanfarið hafa sett mikinn svip á Morgunblaðið, en látið nægja að minna á þrjú atr- iði: trúmálaumræðurnar, sem virðast vera allra mála viðkvæm- astar, ef marka má þau tilfinn- ingalegu viðbrögð, sem þær kalla fram, deilurnar um Lé og upp- setningu leiksins og loks spjóta- lögin vegna skilyrðislausra krafna Morgunblaðsins um fisk- verndun og nauðsyn þess að hlífa ókynþroska milli- og smáfiski, sem á eftir að verða uppistaða hrygningarfisks á næstu árum. (fiskjar í ef. sagði fiskifræðingur að visu alltaf f sjónvarpsþætti ný- lega). Lér konungur og þorskur- inn eiga það augsýnilega sam- eiginlegt með trú og eilífðarmál- um, að þeir kalla ekki síður á heitar tilfinningar og viðbrögð, sem oft og einatt eiga meira skylt við tilfinningaofsa en skapstill- ingu, rökhyggju og málefnalegar umræður. Einn þeirra höfunda, sem fjallaði um landsbyggðamál, svo að enn eitt deiluefnið sé nefnt (þó að það sé i raun og veru út í hött að deila við Morgunblaðið um byggðastefnu, svo mjög sem það hefur haft forystu um að láta framkvæma slíka stefnu) sagði, að Morgunblaðið ætti heldur að snúa sér að sovézkum andófs- mönnum en ræða byggðamál — og er þó ekki vitað betur en við- komandi aðili, ungur og efnilegur Grundfirðingur, eigi pólitíska samleið með Morgunblaðinu og þá ekki siður í mannréttindamál- um og afstöðunni til sovézkra andófsmanna. Síðar mun að sjálf- sögðu reynt að verða við ósk þessa unga hugsjónamanns, svo að ekki líði of langur tími milli þess, að Morgunblaðið fjalli um mannrétt- indamál. Annar ungur maður, sem hefur svarað Helga Hálfdanarsyni hér í blaðinu vegna greina hans um Lé konung, hefur verið stóryrtur mjög í Morgunblaðinu, en að sjálfsögðu ber hann einn ábyrgð á orðum sinum, enda þótt æskilegt hefði verið að stóru orðin hefðu verið sett í salt um tima, eða þangað til pækillinn var orðinn boðlegur al- mennum markaði. Morgunblaðið ætlar að sjálfsögðu ekki að leggja neinn dóm á þessi greinarskrif, en fullyrðir þó að Helgi Hálfdanarson eigi ekki skilið að fá á sig hér úr blaðinu örvadrífu eins og: órökstuddir frasar, áreynslukennt fyrirbrigði, undir- niðri svellur og bullar þykkju- þungi, Helgi missir algjörlega taumhald á sér, í fátinu og æs- ingnum sést hann ekki fyrir, þessar stórkallalegu fullyrðingar og gífuryrði, hvílíkt bull í full- orðnum manni, fullyrðingar Helga eru bara stór orð, tómar, hugaræsingur (hans) hafa. .. bor- ið alla venjulega heilbrigða skyn- semi ofurliði, vitleysur og dellur Helga, frábær firra, heimildir hans eru... vandræðalegar og vit- lausar, flokka mætti órökstuddar yfirlýsingar Helga og dylgjur undir hreint og beint slúður, vindhögg Helga, orðasúpa Helga, persónulegt rugl og misskilning- ur hans — svo að ekki sé nú talað um þá áminningu, að Helgi ofmeti þýðingar sínar gjörsamlega og framlag sitt til leiksýningarinnar, enda þótt hann hafi unnið það afrek að snara 17 leikritum Shakespeares á gullaldaríslenzku, auk margs annars. Hér verður látið staðar numið, og enda þótt viðurkenna verði, að ekki er unnt að leggja stærðfræðilegt mat á listir og bókmenntir, ættí a.m.k. að vera óþarfi að grípa til jafn margra og innantómra orða og hér hefur verið minnzt á, enda verka þau ekki á mann öðruvísi en eitt ógurlega stórt ílát utan um ekki neitt, svo að vitnað sé f um- deild orð af öðru tilefni. En hvað sem því líður, telur Morgunblaðið sér sóma að því, að jafn merkt og mikið lesið skáld, menntafrömuður og húmanisti og Helgi Hálfdanarson er skuli skrifa að staðaldri í blað- ið. Jafnframt er ekki úr vegi að óska beizkjulaust eftir því, að þeir menn, sem finna hjá sér hvöt til að taka þátt í opinberum um- ræðum geri ekki tilraun til að breyta merkingu nauðsynlegustu orða á einu bretti í Iftilli blaða- grein, þótt þeim svelli móður. Ungir menn ættu ekki sízt að temja sér öguð vinnubrögð og minnast þess, sem sagt var í aug- lýsingunni f gamla daga, að Litla bílastöðin er nokkuð stór. En þannig mætti einnig segja, að iitlu orðin geta verið nokkuð stór. Hollt er að minnast þess, sem nóbelsskáldið sagði, að litlu orðin væru dýr og af þvf að við erum að vitna f Brekkukotsannál, sem fjallar um frægðina, er ekki úr vegi að geta þess hér i framhjá- hlaupi, að það er varla eftir- sóknarvert að verða frægur af innantómum orðum einum saman. En það stendur væntan- lega til bóta hjá ungum mönnum. En hvernig sem menn deila um Lé og uppfærsluna á honum, eru flestir sammála um, að Rúrik Haraldsson hafi unnið eftirminni- legan leiksigur í hlutverki hans. Lágkúra og málsmenning Auðvitað eiga menn ekki að kinoka sér við að deila í frjálsum blöðum, jafnvel rífast. En þó er ástæðulaust að gera það með þeim hætti, að engu er likara en þeir hafi reynt að breyta merkingu fjölda orða, þegar upp er staðið. Á þetta hefur oft verið minnzt hér í Reykjavíkurbréfi og bent á merkilega málsmenningarhefð okkar íslendinga og hve nauðsyn- legt er að vernda hana. En ásókn- in f orð hefur verið með þeim hætti, að merkingar undirstöðu- orða eins og frelsi, Iýðræði o.s.frv. eru að verða fremur óljósar eftir þá meðferð, sem þau hafa hlotið. Utlagar frá kommúnistaríkjunum og andófsmenn hafa lagt höfuð- áherzlu á, að lýðræðissinnað fólk slái skjaldborg um merkingu þessara orða, svo að einræðis- seggir leggi þau ekki undir sig eins og önnur fórnarlömb ,,hug- sjóna“ sinna. Gegn þessari ásókn þurfa lýðræðissinnar að standa. En atlögur úr fleiri áttum eru gerðar að íslenzkri tungu. Þannig hefur hér í Reykjavíkurbréfi ver- ið minnzt á hráslagalega texta við dægurlög og slagara og er sumt af þessu hörmungin uppmáluð og einhver mesta mengun, sem þekk- ist hér á landi. Til viðbótar má svo vitna i skólablað MR, sem vakið hefur verðskuldaða athygli sfð- ustu ár fyrir menningarleg skrif, en í þeim efnum hefur sumum framhaldsskólum farið stórlega fram undanfarið. í grein f þessu síðasta skólablaði MR er m.a. komizt svo að orði um mál þessi. „Öllu bágbornara er ástand tal- málsins nú á tímum. Lágkúru- legar hugsanavillur, ómerkilegir orðaleppar og erlend orð (iðulega afbökuð að merkingu og fram- burði) tröllrfða talmálinu. Hver kannast til að mynda ekki við setningu svipaða þessari?: „Æðis- lega er‘da djúsf matur, mar.“ Kryfjum þessa setningu. í fyrsta lagi: Getur fæðutegund haft æðis- legt útlit? — Orðið er lýsingar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.