Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1977 19 skrúðgöngu heim til hans að sam- gleðjast honum á sex ára stjórnar- afmælinu, og kvaðst aldrei mundu víkja þótt útlendir fólar gerðu hrið að sér. Haiti er á eynni Hispanjólu og mikilvægt Bandarikjamönnum af hernaðarsökum. Það er nefnilega rétt hjá Kúbu. Bandaríkjastjórn hefur lagt fast mjög að Duvalier að leggja niður „æviforsetatitil- inn“ og efna til frjálsra kosninga. Duvalier var útnefndur lífstíðar- forseti árið 1971. Það var pabbi hans, „Pape Doc“, sem útnefndi hann, og lét gamli maðurinn landslýðinn samþykkja í skripa- kosningum. Urslit kosninganna báru vitni slíkum einhug, að Duvalier yngri gat ekki skorazt undan þvi að taka við embættinu. Hann fékk 2.391.916 atkvæði. Einn var á móti, en tveir kusu LÍKKISTUNAGLINN -f -15 mín. pr. stk. Dauðinn færist 15 mfnútum nær við hverja sfgarettu, sem maður reykir. Þetta er niðurstaða þýzks iungnasérfræðings, Trendelenburg prðfessors við há- skólasjúkrahúsið f Hamborg, og eru vfðtækar rannsóknir til grundvallar henni. Trendeienburg reit fyrir skömmu grein um tóbaksreyk- ingar i vikurit læknafélagsins i Milnchen. Þar kom og fram, að hingað til hafa fundist 600 skað- væn efni í tóbaksreyk. Og safnast, þegar saman kemur: sá, sem reykir að jafnaði 20 sígarettur, einn pakka, á dag í 20 ár fær hvorki meira né minna en sex kiló af ryki inn í öndunarfærin. Tóbaksframleiðendum er þetta ljóst, enda eru þeir minntir á það dögum oftar. Hafa þeir með ýmsum ráðum reynt að gera tó- bakið „skaðlaust", endurbæta síur, „filtera", og jafnvel fram- leiða nikótinlausar sigarettur. En Trendelenburg prófessor lætur sér fátt um finnast. „Reykur er og verður reykur“, segir hann. Og við reyknum er erfitt að gera. Jafnvel þótt tækist að framleiða bæði nikótfniausar og tjöruiausar sfgarettur yrði reykur eftir sem áður (nema aðferð fyndist til að reykja sigaretturnar án þess að brenna tóbakinu). Sá vandi yrði ekki leystur öðruvísi en finna upp síu, sem reykur kæmist ekki í gegn um. En hætt er við því, að reykingamönnum þætti lftið til koma. I grein sinni i læknaritinu rakti Trendelenburg prófessor loks niðurstöður skoðanakönnunar, sem fram fór meðal fólks, er þjáð- ist af viðvarandi lungnakvefi. Dró Trendelenburg þá ályktun af svörunum, að einungis 15% reyk- ingamanna gætu hætt reykingum hjálpariaust — hinir yrðu að fá ákveðna handleiðslu.... — THE GERMAN TRIBUNE. MOÐIR JÖRÐ ekki... Haitistjórn er sannarlega full þörf á því að bæta orðstir sinn ofurlítið. Mörg hundruð manna sitja í fangelsi af stjórnmála- ástæðum. Fyrir skömmu brast rafkerfi landsins nærri gersam- lega vegna þess, að virkjunum hafði ekki verið haldið við. Auk þess geisar hungursneyð norður í landi og hafa þegar fleiri en 100 soltið til bana. Duvalier og hans fólk sveltur aftur á móti ekki. Bankainni- stæður fjölskyldunnar erlendis eru metnar jafnvirði 100 milljona sterlingspunda (u.þ.b. 33 milljarðar fsl. kr.) Það heitir svo, að Duvalier forseti þiggi ekki nema jafnvirði 15 þúsund punda (u.þ.b. hálf milljón islenzk) i árs- laun. Á sögunum var hann þó að fá heim sérsmiðaða snekkju, sem mun hafa kostað 500 þúsund punda (u.þ.b. 165 millj. kr.) . Þetta hafði honum tekizt að leggja fyrir af kaupinu sínu... Um almenning I Haiti er það hins vegar sagt í skýrslum, að hann búi við „einhver frumstæð- ustu kjör og mestu örbirgð, sem þekkist i heiminum". Á þessu ári mun Haitiríki flytja inn tugi þús- unda tonna af hrísgrjónum og mafs. Er það sannkallaður inn- flutningur i viðlögum, til þess að forða algeru hruni. Því má svo bæta við, að Haitiríki er lika farið að flytja inn sykur og er það í fyrsta sinn. Fram að þessu hefur rikið aðallega lifað á sykurút- flutningi... Hún er bara ekki eins og þú heldur ALLIR geta dregið upp kort af heiminum fyrir hugskotssjónum sfnum. En þau kort eru ekki sér- lega nákvæm. Þau eru satt að segja mjög fjærri réttu lagi. Allur almenningur hefur sfna hugmynd um heiminn af aigeng- um veggkortum og skólabóka- kortum. Þau eru teiknuð með að- ferð, sem fundin var upp á 16. öld af hollenzkum landfræðingi, Ger- hard Kremer, sem kallaður var Mercator upp á latfnu. Árið 1569 teiknaði hann heimskort með nýju sniði. Það varð sjófarendum til ákaflega mikils hagræðis. Og enn kemur það sjófarendum að fullum notum. Hægt er að reikna fjarlægðir og stefnu nákvæmlega eftir þvf. Hins vegar gefur það allvillandi hugmynd um stærð landa og afstöðu þeirra. Til dæmis sýnist Evrópa miklu stærri á korti Mercators og siðari kortum kenndum við hann en hún er í raun og veru. Evrópu- menn á 16. öld höfðu þó ekkert við það að athuga. Þeir stóðu nefnilega f þeirri sælu trú, að Evrópa væri nafli heimsins. Á Mercator kortum er Evrópa lika nokkurn veginn í miðjum heimin- um og virðist svipuð að stærð og Suðuramerika. En I rauninni er Evrópa helmingi minni en Suður- amerika og ekki í heiminum miðj- um heldur nærri „efst“ i honum. Annað er það, að Grænland er þó nokkru stærra en Kina á Mercatorkortum. í verunni er Kina þó fjórum sinnum stærra en Grænland. Mercator var líka full- rausnarlegur við norðurlanda- menn. Hann teiknaði Skandi- naviu nokkurn veginn jafnstóra Indlandi. En Indland er þrisvar sinnum stærra um sig en Skandi- navía. Það land þar, sem nú eru Sovétrikin, er á Mercator kortum stærra en Afríku, en þvi er öfugt farið. Og mætti svo telja áfram. Nú hefur þýzkur kortagerðar- maður, Dr. Arno Peters, kennari við háskólann í Bremen, tekið sig til og teiknað heiminn á nýjan leik — „eins og hann er“. Það var markmið Peters, að hlutföll landa yrðu sem næst réttu. Á korti hans eru Afríka, Suðurameríka, Ind- land og Ástralía mun stærri en menn eiga að venjast á heimskort- um. Ekki er hægt að reikna fjar- lægðir nákvæmlega eftir korti Peters — en það gefur sem sé nokkurn veginn rétta hugmynd um stærð og afstöðu landanna í veröldinni. Þvi miður fyrir oss Evrópumenn hefur Peters minnk- að Evrópu i réttu hlutfalli við það, sem hann stækkaði hinar álfurnar. En í sárabætur hefur hann flutt hana upp á „efstu hæð“... — GREG CHAMBERLAIN. að bók Kunze hefur borizt vfða meðal ungs fólks f Austur- Þýzkalandi, bæði útdrættir úr henni og ijósrituð eintök. Austur-þýzk yfirvöld voru farin að þrengja æ meir að Kunze og fjölskyldu hans upp á sfðkastið. Marcela, dóttir hans, var rekin úr menntaskóla. Hún átti þá eftir ár f stúdentspróf. En hún var dðfnr „fjandmanns rfkisins" og engin ástæða þykir til að mennta slfka yrmlinga. Marcela sótti um leyfi til að flytjast til Vestur- Þýzkalands f desember sfðast liðnum. „Öryggislögreglan var alltaf aðónáða hana“, sagði Kunze. „Jafnvel gerði einn maður ekkert annað en safna upplýsing- um um hana og „samræma þær“. LYFJAGJAFIR Kona Kunzes hafði um nokkra hrfð stjórnað skurðdeild f sjúkra- húsi. Eftir var þó að skipa hana f stöðuna, en það var ekki nema formsatriði. Skömmu eftir, að nýjasta bók Kunze kom út var konu hans hins vegar tilkynnt há- tfðlega, að hún ætti ekki skilið að hljóta stöðuna. Kunze sagði og ýmis dæmi þess, að kunningjar hans urðu fyrir barðinu á yfir- völdum, og jafnvel var þjarmað að fólki, sem ekki hafði gert ann- að af sér en hlýða á hann lesa upp Ijóð sfn. Kvað hann lögregluna hafa verið farna að grfpa til fskyggilegra aðferða, jafnvel til- rauna með lyf jagjafir. Þar kom að lokum, að kona Kunzes þoldi ekkj við lengur. Hún var.sfhrædd um hann. Heilsu hans var farið að hraka. Loks afréðu þau að flytjast úr landi. Það var þeim erfið ákvörð- un, og erfiðust tilhugsunin um það, að skifjast við vinina. En þeim fannst ekki um annað að ræða en fara — af „kerfinu" væri einskis góðs að vænta. —SIEGFRIED BUSCHSHLUTER. FJAÐRAGLÓÐ (incarvillea delavayi) I FJARLÆGUM suð- rænum löndum vaxa margar tegundir plantna af palisanderætt (Bignoniaceae) ogþekkt- ust þeirra mun vera RÓSAVIÐUR eða PALISANDERTRÉ sem gefur af sér þann forláta harðvið, sem notaður er í dýrindis húsgögn og skrautmuni. En önnur smávaxnari tegund þessarar ættar hefar nú haldið innreið sina í íslenska garða en það er FJAÐRAGLÓÐ (I delevayi) sem ættuð er úr vestanverðu Kína- veldi, Yunnan og Tíbet þar sem hún vex í 3000—4000 m. hæð yfir sjó. Á þeim slóðum lifðu og störfuðu franskir trú- boðar fyrr á öldum og eftir tveimur þeirra heit- ir fjaðraglóðin svo þetta er hákristileg jurt þó af heiðnum slóðum sé! Þess- ir trúboðar voru Pierre d’Incarville (1706—1757) og Jean M. Delevay (1835—1895). Þessir heiðursmenn voru miklir náttúurskoðarar og þeir voru sérlega iðnir við að lýsa þeim nýju náttúruundrum sem þarna bar fyrir augu, ekki sist að safna plönt- um og fræjum sem þeir sendu heim til Evrópu í von um að þar kynni það að verða einhverjum til gagns og yndis. Og nú er fjaðraglóðin þeirra komin alla leið hingað að hjara veraldar okkur til yndis sem gáum í blóm. Fjaðraglóðin verður 40—50 sm. á hæð, með löng fjaðurskipt blöð og rósrauð blóm gulleit í smiðju, sem hún ber 1 júlí/ágúst. Reyndar hef- ur önnur tegund Incear villea-ættkvílsarinnar, en ættkvísl þessi hefur verið nefnd GLÆÐUBLÓM, (stundum líka GARÐA- GLOXINÍA) verið hér í ræktun en það er KÍNA- GLÓÐ (I. grandiflora) og er talin harðgerðari. Hún er lágvaxnari, ber styttri blöð með stórum enda- bleðli, blómin eru heldur stærri með hvítum rák- um í miðju. Jurtir þessar mynda volduga stólparót sem helzt líkist stórvaxinni gulrót. Þeim hættir oft til að lyftast upp úr jarð- veginum í frosti og má því ekki gróðursetja þær of grunnt. Þær þurfa djúpan frjóan og ekki of blautan jarðveg og viss- ara er að gefa þeim létt skýli úr laufi eða garð- úrgangi yfir veturinn. Jafnvel líka leggja yfir allt saman tréhlera eða glerrúðu til þess að steypa af þeim vetrar- vætunni. Báðar þessar tegundir þroska hér fræ og má f jölga þeim með sáningu. En reikna má með því að það taki 3 ár að fá blómstrandi plöntur. En það er vel þess virði að reyna — góða skemmtun! Ó.B.G. JOHN FAIRHALL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.