Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1977 Símar: 1 67 67 Til Sölu: 1 67 68 Kaplaskjólsvegur 5 herb. íbúð á 4. hæð og ris. Hæðin: Stór stofa, borðkrókur, 2 svefnh., gott bað. Risið: 2 svefnh., hol, geymslur.. Sam- eign góð. Kópavogur 4ra herb. ibúð á 1. hæð 3 svefnh., ca. 90 fm.. Sér inn- gangur. Sér hiti. Laus strax. Útb. aðeins 5.5 millj. Álfheimar 4ra herb. ibúð á 4. hæð 2 saml. stofur, 2 svefnh. ca. 108 fm.. Bilskúrsréttur. Verð 10.5 útb. 6.5—7. Ljósheimar 3 herb. ibúð á 6. hæð. Stofa, hol, 2 svefnh. Nýl. eldhúsinn- rétting. Gott útsýni. Hraunbær 3 herb. ibúð á 2 hæð 2 svefnh. borðkrókur, gott bað, harðviðar- skápar, geymslur. Verð 8.5 útb. 6.2 millj. Rauðalæk 3—4 herb. kjallaraíb. lítið niður- grafin. í góðu ástandi. Sér hiti. Sér inngangur. Fálkagata 3 herb. íbúð á 1. hæð. Stofa, 2 svefnh. Stórt eldhús. Sér hiti. Laugarnesvegur 2 herb. kjallaraíbúð ca. 70 fm. Góðir skápar. Mjög rúmgóð íbúð. Útb. 4 millj. Elnar Sigurðsson.hri. Ingólfsstræti4, Fasteignatorgið grofinnh ÁLFHÓLSVEGUR 3 HB 80 fm. 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjórbýlishúsi. Bílskúr. fylgir. ASPARFELL 3 HB 88 fm. 3ja herb. íbúð i fjölbýlís- húsi til sölu. Mjög rúmgóð og falleg ibúð. BERGÞÓRUGATA 4 HB 100 fm. 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjórbýlishúsi. Rúmgóð íbúð. Verð: 8.5 millj. DÚFNAHÓLAR 4 HB 113 fm. 4ra herb. íbúð í fjöl- býlishúsi. Bílskúr. fylgir. Verð: 1 1 millj. FELLSMÚLI 5 HB 1 30 fm. 5 herb. stór og falleg ibúð á 4. hæð i fjölbýlishúsi á besta stað í Hágleitishverfi. Bíl- skúrsréttur. LAUGAR- NESVEGUR 2 HB 70 fm. 2ja herb. ibúð ájarðhæði þribýlishúsi til sölu. Nýlegt og fallegt hús. Sér hití. Verð: 6.5 millj. LUNDARBREKKA 3 TB 90 fm. 3ja herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýlsihúsi i Kópavogi til sölu. Falleg og rúmgóð ibúð. TJARNARBÓL 3 HB 88 fm. 3ja herb. sérlega falleg íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Góð og fullfrágengin sameign. MOSFELLSSVE.T LÓÐlð 1000 — 1200 fm. bygginga- lóðir til sölu í Álafosshverfi í Mosfellssveit. Skipulagsheimild fyrir hendi. VESTURBÆR 2 & 3 HB Hæð og kjallari. 75 fm. 3ja herb. ibúð á 1. hæð ásamt 40 fm. 2ja herb. ibúð i kjallara við Öldugötu i Reykjavik. HVERAGERÐI Lóð. Við Heiðabrún til sölu lóð undir endaraðhús. Teikningar fylgja. Einbýlishús. Við Kamba- hraun er til sölu nánast full- frágengið einbýlishús. Tvöfaldur bilskúr fylgir. Opið í dag 1 3. Sðlustjóri: Karl Jóhann Ottósson Heimasimí 17874 Jön Gunnar Zoéga hdl. Jón Ingólfsson hdl Fasteigna ton|id GRÓFINN11 Sími:27444 Bandalag kvenna um uppeldis- og skólamál AÐALFUNDUR Bandalags kvenna í Reykjavlk gerði eftirfar- andi ályktun um uppeldis- og skólamál: 1. „Aðalfundurinn beinir þeirri áskorun til Alþingis að efla og styrkja iðnfræðslu og auka verk- menntun á íslandi, með það fyrir augum að tryggja þjóðinni hæfa menn á þessum sviðum sem öðr- um. Einnig ber að stuðla að auk- inni samvinnu hins opinbera, skóla og yfirvalda menntamála við atvinnufyrirtæki í landinu.“ 2. „Aðalfundurinn vill vekja at- hygli á, að i nútímaþjóðfélagi er brýn nauðsyn á staðgóðri þekk- ingu á hússtjórnarfræðslu fyrir bæði pilta og stúlkur. Þess vegna skorar fundurinn á fræðsluyfir- völd að þau láti hússtjórnar- fræðslu njóta jafnréttis á við aðr- ar námsgreinar i skólum lands- ins.“ 3. „Aðalfundurinn beinir þeim tilmælum til fræðsluyfirvalda að þau sjái svo um, að nemendum af báðum kynjum verði kennt að meta gildi heimilisiðnaðar, og láti hann skipa veglegri sess í hand- menntarkennslu í framtiðinni, en hingað til." 4. „Aðalfundurinn skorar enn á ný á fræðsluyfirvöld að sjá til þess að undirstöðuatriði danslist- ar verði skyldugrein í grunnskóla allt frá 7 ára aldri. Einnig skorar fundurinn á fræðsluyfirvöld að leggja aukna áherslu á tjáningar- kennslu i grunnskólum." 5. „Aðalfundurinn beinir þeim tilmælum til kvikmyndahúseig- enda, að þeir vandi vel til þeirra mynda, sem þeir velja fyrir börn til sýninga. Einnig skorar fundur- inn á stjórnendur kvikmyndahús- anna og foreldra í sameiningu, að þeir taki höndum saman og stöðvi þau skrílslæti sem eru á barna- sýningum i flestum kvikmynda- húsum Reykjavikur." 7. „Aðalfundurinn skorar á for- eldar, kennara og aðra, sem með unglingum starfa, að vera vel á verði gagnvart þeirri nýju hættu, eiturlyfjum, sem ógnar íslenskri æsku.“ 8. „Aðalfundurinn skorar á yfirvöld fræðslumála, að þau vinni að þvi að gera fræðslu i félagsmálum að skyidugrein i grunnskólum og ætti fræðslan að hefjast hjá 10 ára nemendum." 9. „Aðalfundurinn skorar á alla fjölmiðia að láta góðar fréttir af starfi og tómstundum unglinga sitja i fyrirrúmi, en draga úr þeim frfttum sem ámælisverðar telj- ast.“ 10. „Aðaifundurinn beinir þeirri áskorun til fræðsluyfivalda að þau sjái til þess að kynfræðsla, þar með talin siðfræði kynlifs, fari fram í skólum landsins. Ennfremur verði tekin upp fræðsla um stofnun heimilis og uppeldi barna.“ ' 11. „Aðalfundurinn skorar á fræðsluyfirvöld og Alþingi að fullorðinsfræðsla i landinu verði aukin og efld og tækifæri fullorð- inna til menntunar sem fjöl- breyttust og leiðir sem opnastar.“ 12. „Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík beinir þeirri eindregnu ósk til Menntamála- ráðuneytisins og borgaryfirvalda, að Húsmæðraskóli Reykjavikur fái að starfa áfram með svipuðu sniði og verið hefur síðustu tvö árin.“ í vinnunefnd um uppeldis- og skólamál störfuðu: Áslaug Friðriksdóttir, Valgerður Gísla- dóttir, Hrönn Pétursdóttir, Bryn- hildur Kjartansdóttir og Jónína Þorfinnsdóttir. tiÚSANAUSTí SKIPA-FASTEIGNA OG VERÐBRtFASALA VESTURGÖTU lý - REYKJAVIK •HÚSANAUSTf SKIPA-FASTEIGNA OG VERÐBREFASALA Lögm.: Þorfinnur Egilsson, hdl. Sölustjóri: Þorfinnur Júlíusfon Heimasimi sölumanns 24945 Matvöruverzlun — Austurbær Höfum til sölu matvöruverzlun í Austurborg- inni, vel staðsetta. Góð bílastæði. Sanngjarnt verð og greiðslukjör. fasteignala Hafnarstræti 22 Asparfell 55 fm Góð 2ja herb. ibúð á 1. hæð. Hraunbær 90 fm. Góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Mikil og glæsileg sameign m.a. gufubað og vélarþvottahús. írabakki 80 fm. Ágæt 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Hraunbær llOfm. Rúmgóð 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Ásbraut 100 fm. 4ra herb. ibúð á 4. hæð. Dúfnahólar 1 1 3 fm. 4ra herb. íbúð á 1. og 5. hæð Jórvabakki 120 fm. Glæsileg 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð. Miðvangur 120fm. 4ra herb. ibúð á 1. hæð. Otrateigur Glæsilegt raðhús á tveim hæð- um auk kjallara, nú einstaklings- ibúð. Bilskúr. Ræktuð lóð. Reynigrund Raðhús (viðlagasjóðshús) á tveimur hæðum. Arnartangi Fokhelt einbýlishús 125 fm. auk tvöfalds bílskúrs. Tilbúið til af- hendingar. Seljandi bíður eftir veðdeildarláni. Teikningar á skrifstofunni. Hesthús — Land Höfum fengið i sölu gott hesthús fyrir 5 hesta i Viðidal. Einnig nokkra hektara af góðu landi i næsta nágrenni Reykjavikur. Uppl á skrifstofunnl. símar= 27133-27650 Knútur Signarsson vitfskiptafr. Páll Gudjónsson vidskiptafr. Y ngsti f ulltrú- inn frá elzta þingi í heimi Mbl. barst nýlega úrklippa úr blaðinu Canberra Times í Ástraliu með grein eftir Ian Warden, stjórnmálaritstjóra blaðsins, sem hafði tekið tali tvo af þingmönnum þeim, sem sóttu fund Alþjóða þingmanna- sambandsins i Canberra í apríl- lok, þá Ellert Schram frá Al- þingi tslendinga og Abdul Fatah Memon frá Þjóðþingi Pakistan. Arndt Kennir, próf- essor I hagfræði við háskólann I Canberra, og Ruth kona hans, sem starfar í utanríkisráðu- neytinu, sendu úrklippuna með þeim orðum, að ísland hefði átt góðan fulltrúa á þinginu. Þykir greinarhöfundi þessir tveir þingmenn æði ólíkir I stil og háttum. Raunar kemur það fram í upphafi greinarinnar, að Ellert Schram kemur honum mjög á óvart. Alla þessa 500 þingmenn frá 61 landi, sem streymdu til borgarinnar, hefði .mátt þekkja á augabragði á lit- lausum klæðnaði þeirra segir hann. Engu líkara sé en að allir þingmenn heimsins hafi tekið sig saman um að ganga í gráum eða muskulegum bláum fötum, og þvi séu þeir á að sjá eins og einn flokkur og um þá skrifað í einuní hópi. Allt öðru visi var Ellert Schram, einn af yngstu þingmönnum á fundi Alþjóða þingmánnasambandsins, full- trúi fyrir elzta þing í heimi, Alþirigi íslendinga, skrifar greinarhöfundur. Og hann seg- ir frá því, að þegar móttöku- stjórinn benti honum í anddyri hótelsins á þennan unga, háa mann i aðskornu gallabuxunum og slitinni sportskyrtu, þá hafi hann sagt við sjálfan sig: Nei, ekki er þetta þingmaður! Svo reyndist þó vera. Ellert Schram hafði freistazt til að skreppa í sundlaugina um morguninn og ritstjórinn lætur þau orð falla, að þá fyrst sé maður greinilega farinn að gamlast, þegar jafn- vel þingmenn sýnist ungir. Hann segir frá þvi að Ellert hafi verið yngsti þingmaðurinn á Alþingi, þegar hann tók þar sæti á þingi 1974 sem einn af 12 þingmönnum Reykvíkinga. Ellert Schram kvaðst vera eini fulltrúi tslands í Canberra. íslendingar hefðu ekki efni á að senda fleiri svo langt. Hann útskýrir í viðtalinu hvernig stjórnin á íslandi sé samansett og gerir grein fyrir sínum flokki, Sjálfstæðisflokknum, stærri flokknum í samsteypu- stjórninni. Og þeir ræða um stjórnarfarið og stjórnina sem tók við 1974 eftir þriggja ára sósíalistíska stjórn með mið- stýringu sinni, tilhneigingu til að auka ríkisbáknið og and- stöðu við samvinnu við Vestur- lönd um landvarnir. Hann segir að samherjar hans hafi haft þá ákveðnu skoðun að herlið Atl- antshafsbandalagsins skyldi vera áfram á Keflavíkurflug- velli, því NATO stuðli að sam- eiginlegu öryggi í þeim heims- hluta. Og með þá stefnu hafi Sjálfstæðisflokkurinn unnið mikinn kosningasigur. Þá segir Ian Warden frá því, að Ellert Schram sé 36 ára gam- all lögfræðingur, sem hafi tekið mikinn þátt í stjórnmálastarf- semi stúdenta á háskólaárun- um, en annars sé aðaláhugamál hans utan þings knattspyrna. Hann hafi verið fyrirliði is- lenzka knattspyrnuliðsins i 10 ár og sé nú forseti Knattspyrnu- sambandsins. Hefði knatt- spyrnuliðið í Canberra vitað af honum á staðnum, hefðu þeir vafalaust lagt hald á hann. Þvi i liðinu séu allra þjóða menn — þó ekki íslendingur. Loks fræðir Ellert Schram blaðalesendur um ísland og ís- lendinga, sem ekki séu auðugir af hráefnum, en þeim mun rík- ari að bókmenntum og sögu. Og svo snýr ritstjórinn sér frá fulltrúa þessarar litlu, heppnu þjóðar til fulltrúa stórrar þjóð- ar í vandræðum Pakistan, eins og hann orðar það. Og í lok hátfðlegs viðtals við hr. Memon, lýkur Ian Warden greininni á þessum orðum: Var Ellert Schram svona miklu stuttorðari og snaggar- legri af þessum tveimur þing- mönnum, af þvi hann kemur frá farsælli smáþjóð, sem veld- ur litlum áhyggjum eða hneigj- ast hægri menn almennt síður til taugaveiklunar og æsingar, hvar sem þeir eru. Hver sem ástæðan kann að vera, þá voru þessir tveir menn jafn ólikir sem lýðræðið.er ólikt einræð- inu, segir greinarhöfundur Canberra Times að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.