Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1977 37 mwí-. n i* I«í s i nih.iu VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 Wgrv' FRÁ MÁNUDEGI ábyggilega ekki nauðsynlegt að sækja kartöflur alla leið suður undir Afrikustrendur. Það er áreiðanlega finnanleg nærtækari lausn! Húsmóðir f Skcrjafirði.“ Vissulega er það nokkuð lang- sótt að eiga að flytja inn kartöflur alla leið frá Kanarieyjum, en hvað er ekki gert nú til dags? Það þyrfti alls ekki að vera dýrara eða erfiðara i framkvæmd en margt annað. • Ólíku saman aó jafna Hér fer á eftir bréf, sem fjallar örlitið um efni Kastljóss- þáttar sjónvarpsins hinn 6.5 s.l.: „Ekki brást Eiði sjónvarpsþul okkar bogalistin þá (6.5.) frekar en" endranær, smekkvisin og heppilegheitin leyndu sér ekki frekar en áður, þegar kjaradeiia er að byrja, sem er viðkvæmt vandamál, og allir hugsandi menn vona að leysist sem fyrst, að koma þá með háttstemmdan samanburð á Dönum og Islendingum. Flestir hugsandi menn hljóta þó að sjá það er óliku saman að jafna. Áður en langa-lang-amma Eiðs fæddist voru Danir forrík þjóð. Það er broslegt að hugsa til þeirra tima í þessu sambandi. Þá áttu Danir háreistar hallir með eirþökum, sem sumir halda að við hér á hjara veraldar höfum kostað að einhverju leyti. En Islendinga vantaði þá snærisspotta til þess að krækja í fisksporð handa svöng- um börnum, samanber eina skáld- sögu Nóbelsskálds okkar þar sem hann segir „alltaf vantar Islend- inga snæri“. En nú spyr Eiður: Er ekki tryggingin vitlaust rekin hér á þessum hjara veraldar? Af hverju fara ekki allir þessir Islendingar, sem halda að það sé betra að vera i Danaveldi ekki bara þangað? Það var einu sinni talað um að senda alla Islendinga, svona til hægðarauka — til útlanda til þess að rækta allar Jótlandsheiðar. Kannski er einhver óræktaður skiki enn eftir eða í kringum Himmelbjerget, sem þeir gætu fengið atvinnu við. N.N“ 0 Atvinnu- og viðskiptaskráin „Ég hef haldið að atvinnu- og viðskiptaskrá símaskrárinnar sem slfk væri til hagræðis fyrir símnotendur. En það fara nokkuð mörg símtöl forgörðum ef á að hagnýta sér þessa skrá á gulu blöðunum. Þar eru nefnilega líka skráðir þeir, sem löngu eru hættir í þeim greinum, sem upp eru gefnar og sem dæmi má nefna að i einni iðngrein eru skráðir 11 aðil- ar, en aðeins 2 starfandi. Virðist það vera óþarfa sóun á pappfr og perntkostnaði og villandi fyrir þá, sem ætla að nota viðskiptaskrána, að birta þar nöfn manna, sem löngu eru hættir. Nógu er sfma- skráin stór samt. Sfmnotandi.“ Þessir hringdu . . . £ Um sóðaskap f Austurstræti Vegfarandi f miðbæ Reykjavfkur: „Mér blöskrar sá sóðaskapur, sem hver og einn verður var við, þegar gengið er um Austurstraúið í Reykjavík, sá andlegi og líkam- legi sóðaskapur, sem þar er oft að finna. Eg ber f brjósti nokkurn metnað fyrir hönd okkar borgar- búa gagnvart þeim útlendingum, sem hér eiga lcið um, og mér finnst það til stórrar skammar, hversu mikið er um sóðaskap vfða í bænum. Ég er fædd og uppalin f Reykjavík og ég verð að segja að ég skammast mín meira og meira fyrir það að vera Reykvíkingur. Fólk tæmir jafnvel úr öskubökk- um bfla sinna hvar sem er í bæn- um og er það nú ekki beint hrein- legt. Mér hefur einnig virzt sem að hreinsun á götum bæjarins hafi ekki verið rækt sem bezt, en SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Erevan í Sovétrikjunum í fyrravor kom þessi staða upp í skák sovézka stórmeistarans Guljko, sem hafði hvitt og átti leik, og finnska al- þjóðlega meistarans Poutianens. 30. IId7 (Einfaldara var 30. Hxh6+! — gxh6, 31. Hd7 + ! — Bxd7, 32. Df7n---og mátar) Bg6, 31. IIxg6! — Kxg6, 32. De6+ — Kg5, 33. h4+ — Kxg4, 34. Rxg6 + + — Kf3, 35. Dg4+ og svartur gafst upp. Sigurvegari á mótinu varð Romanishin (Sovétríkjunum), en hann hlaut 10‘A vinning af 15 mögulegum. Næstir komu landar hans Guljko og Savon með 9Vi v. það er e.t.v. vegna þess að hreins- unarmenn hafa gefizt upp undan þessum dæmalausa sóðaskap. # Kynslóðabil? Vistmaður á Grund: — Nú hin sfðustu ár hefur mik- ið verið talað um kynslóðabil og það talið eitt af meiri háttar vandamálum. Ekki vil ég draga í efa að það sé eitt af meiriháttar meinsemdum okkar tima. Það er ekki gott að ein kynslóð einangr- ist frá annarri og ég tala nú ekki um þegar svo er komið sögu, að einn aldursflokkur býr f þessu hverfi borgarinnar og annar f hinu. Um orsakir þessa vanda er hér hefur borið að mun ég ekki ræða hér, því að þær eru margar og rætur þess liggja djúpt f þjóð- lífiriu. En hefur nú ekkert verið gert til að leysa þetta títtnefnda kynslóðabil? Nú f seinni tfð virðist mér örla á vaxandi skilningi i þá átt að reyna að leysa þennan vanda og vil ég nefna eitt gleðilegt dæmi um að svo sé. Ég er nefnilega vistmaður á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Nýlega gerðist það að vist- fólk á Grund fékk flest ef ekki allt bréf frá 8 ára bekk tsaksskól- ans þar sem börnin lýsa námi sinu og starfi i skólanum. Var hvert bréf með sinum persónulega blæ þvf snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill. Ég er þess fullviss að mörgum vistmannin- um á Grund hefur hlýnað um hjartaræturnar við þessa vinar- kveðju frá yngstu borgurunum og vil ég þvi fyrir hönd vistmanna á Grund færa kennurum (þvf ég geri ráð fyrir að þeir hafi átt sinn stóra þátt f þessari göðu hug- mynd) og nemendum Isaksskóla okkar beztu þakkir fyrir hugul- semina og vinsemdina f okkar garð. • HÖGNI HREKKVÍSI Uppátæki er þetta — baða grillaðan kjúkling. 03^ SIG6A V/öGA £ ‘Í/LVERAW & Vt 16 MLÚXOLLM /IV WttO) &m$f\ tWW V/NU OH $ V/SKOK/MMM Smíðum Neon- 09 plastljósaskilti. Einnig ýmiss konar hluti úr Acríl plasti. Neonþjónustan hf. Smiðjuvegi 7, Sími 43777 Söngskglinn í Reykjavík Nemendatónleikar verða i Félagsstofnun stúdenta við Hrinqbraut i daq, sunnudaqinn 22. mal kl. 5.00. Skólaslit fara fram sama dag kl. 3. Skólastjóri. Kápan, Laugavegi 66 Nýkomið fjölbreytt úrval af Terylene kápum. Einnig tækifæriskápur. w KAPAN __________LAUGAVEGI 6611 hæö Stúdentafagnaður1 Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavlk verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, föstu- daginn 27. maí og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Aðgöngumiðasala verður í anddyri Súlnasalar, Hótel Sögu, miðvikudaginn 25. maí kl. 17 —19 og fimmtudaginn 26. maí kl. 1 7 — 19. Samkvæmisklæðnaður. Stjórnin. Sumarbúðirnar Ölveri Starfsemi sumarbúðanna Ölveri hefst 8. júní fyrir börn 6 — 1 1 ára. Góður aðbúnaður. Fagurt umhverfi. Upplýsingar á Aðalskrifstofu KFUM & K Amt- mannsstíg 2B, sími 17536 og á Akranesi I síma 1745. Ct., . , btjorn sumarbuðanna. Garðabær Sími afgreiðslunnar í Garðabæ er 44146 og 10100 JMttigtsii&lfoMfe wvu \\mb\ 5/6GAVJK6AUóN WVEfíA \Nrr %19T/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.