Morgunblaðið - 12.06.1977, Side 2

Morgunblaðið - 12.06.1977, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1977 Ártúnsbrekkan klædist tr jáskrúða TÖLUVERÐAR ræktunarfram- kvæmdir eru um það bil að hefj- ast eða eru á döfinni 1 sumar í Reykjavík, að sögn Hafliða Jóns- sonar, garðyrkjustjóra borgarinn- ar. Má þar meðal annars nefna að hafnar eru framkvæmdir við úti- vistarsvæðið í Háaleiti, þar sem Happdrættisskulda- bréf ríkissjóðs: Fá ekki borgað fyrir að vera með SEÐLABANKINN hefur a8 undan förnu auglýst happadrættis- skuldabréf ríkissjóðs i sjónvarps- auglýsingu. en í texta augiýsingar segir m.a. að fólk fái borgað fyrir að vera með í happdrættinu. Það liggur I orðunum að fólk fái borg- aða peninga fyrir að taka þátt í happdrættinu. en Morgunblaðið kannaði málið kom I Ijós að fólk fær ekki borgað fyrir þáttökuna. þvi það fær eins og til stóð i upphafi og kynnt var áður en happdrættið fór af stað, sömu upphæð og það keypti fyrir 10 ára skuldabréf, þ.e.a.s. sömu upphæð miðað við breytt verð- gildi. Skuldabréfið verður þvi greitt út með fullum verðbótum og það þýðir sama upphæð að verðgildi. Stefán Þórarinsson hjá Seðla- bankanum sagði i samtali við Morgunblaðið að i auglýsingunni vaeru tveir menn sem væru ekki velmeð á nótunum, en átt væri við það að miðinn væri endurgreiddur á sama verði með verðbótum i 10 ár. Happadrættismöguleikinn væri hins vegar mörugleikinn sem fylgdi hverju skuldabréfi Eftirfarandi texti er i umræddri auglýsingu: 1. Það kostar víst ekkert að eiga svona happdrættisskuldabéf b Það getur ekki verið, auðvitað kostar að spila i happdrætti A. Maður fær víst borgað fyrir að verameð B Hvaða endemis þvæla er þetta hvaða happrtæddi heldur þú að borgi manni fyrir að vera með A Nei. það er satt, það getur varla verið. Þulu: Jú. þetta er ótrúlegt, en svona er það nú samt, sá sem kaupir happdrættisskuldabréf rikis- sjóðs, fær miðann endurgreiddan á 1 0 árum liðnum ogm verðbætur að auki þegar er komið grassvæði, en nú á að hefja þar gróðursetningu trjáa. Einnig er ætlunin að taka fljót- lega fyrir austasta svæðið í Foss- vogi, og ætlunin er að reyna að planta á svæðinu meðfram Stekkjarbakka. Ennfremur er á döfinni að byrja að gróðursetja trjáplöntur í Ártúnsbrekkunni og er þetta eiginlega upphafið að meiriháttar ræktunarframkvæmdum þar. Allt holtið hefur verið friðlýst og stendur til að rækta það upp, en þegar fram líða stundir er ætlun- in að þetta svæði tengist útivistar- svæðinu við Elliðaárnar þannig að úr verði sem næst ein heild. Kvað Hafliði framangreint vera viðamestu framkvæmdirnar á sviði ræktunar á þessu sumri. Hafliði sagði ennfremur, að kuldakastið undanfarið hefði taf- ið nokkuð garðyrkjumenn borgar- innar við gróðursetningu sumar- blómanna. Borgin væri jafnan nokkuð sein til á því sviði og hæfi yfirleitt ekki að planta blómum fyrr en eftir að fyrsta vikan væri liðin af júní, því að betur treystu menn ekki veðurguðunum. Hins vegar taldi hann ljóst að margir garðeigendur á höfuð- borgarsvæðinu hefðu orðið fyrir miklu tjóni í yfirstandandi kulda- kasti, því að hlýviðrið í maí hefði rekið menn óþarflega fljótt til að fara að gróðursetja sumarblómin. Raunar gagnrýndi garðyrkju- stjóri gróðrarstöðvarnar á höfuð- borgarsvæðinu fyrir að hefja sölu á sumarblómum svo snemma sem raun bæri vitni, og kvað þetta verzlunarmáta sem væri engum til góðs. Skúrinn sem þykir stinga nokkuð 1 stúf við umhverfið og draga úr sóma þess. Samstaða um lagfær- ingar á bökkum Gullfoss UNNIÐ er að því á vegum Ferðamálaráðs og fleiri aðila að fá rifinn gamla skúrinn á bökkum Gullfoss og jafnframt er unnið að því að koma þar upp viðunandi aðstöðu sam- kvæmt upplýsingum Heimis Hannessonar hjá Ferðamála- ráði. t samtali við Heimi f gær sagði hann Ferðamálaráð hafa boðað til Guilfossfundar fyrir skömmu og komu þangað full- trúar frá Ferðamálaráði, Félagi ieiðsögumanna, Ferðaskrif- stofu ríkisins, Féiagi ferða- skrifstofa, Náttúruverndarráði, Ferðafélagi tslands og Sig- urður Magnússon. Náðist þar samstaða um framkvæmd málsins, þ.e. að fá skúrinn rif- inn og ákvörðun um framtlðar- lausn, umboð til þess að þrýsta á fjárveitingarvaldið í þessum efnum og reyna að hrinda málinu fram. Heimir kvað það sína persónulegu skoðun að skúrinn ætti að víkja strax og til bráða- birgða mætti koma upp laglegri aðstöðu á sama hátt og vega- gerðarmenn hafa f vinnu- búðum sinum. Ef þetta yrðr gert strax sagðist Heimir telja að loka ætti neðri pallinum strax fyrir umferð I sumar og græða hann upp. Jörðin Brattholt hefur nú gefið hluta af landi sínu sem liggur að Gullfossi til þess að auka friðun svæðisins. Legudagur á spítala kost- aði röskar 16 þúsund kr. MORGUNBLAÐIÐ hefur afl að sér upplýsinga, bæði hjá Landspítalanum og Borgar spítalanum, um kostnað að meðaltali á legudag. sjúkling og sjúkrarúm þar á sl. ári. Samkvæmt upplýsingum Georgs Lúðvlkssonar, framkvæmdastjóra Rlkisspltalanna var kostnaður á legu- dag I Landspltalanum um kr. 15.801 árið 1976 og að viðbættum kostnaði við sameiginlega skrifstofu rlkis- spltalana var hann 16 079 kr Miðað við árið á undan er hækkunin kr. 3 473 eða um 27,6%. Meðaltals- kostnaður við hvern innlagðan sjúkling var kr. 262.250 og meðaltalskostn- aður á hvert sjúkrarúm allt árið kr. 5 869.615. Kostnaður á legudag I fæðingar- deildinni var á sl. ári um kr. 1 1.548 og að viðbættum sameiginlegum skrif- stofukostnaði um kr. 1 1.785, Miðað við 1975 er hækkunin um kr. 3.256 eða um 38% Meðaltalskostnaður við hvern innlagðan sjúkling var kr. 88 465 og meðaltalskostnaður á hvert sjúkrarúm allt árið um 4.302.042 kr. Kostnaður á dvalardag á Vífilsstaða- spitalanum var kr 10.343 og að við- bættum skrifstofukostnaðinum 10.61 2 kr. Miðað við árið á undan er hækkunin um 4.384 eða 70,4%. Meðaltalskostnaður á hvern innlagðan sjúkling var 434.049 og meðaltals- kostnaður á hvert sjúkrarúm allt árið var kr. 3.873.405. Hækkun kostnaðar á rúm og sjúkling miðað við árið 1975 er meiri, m.a vegna nokkurrar fækkunar á rúmum. Á Kleppsspitalanum vár kostnaður á legudag um kr. 9 425 og að viðbætt- um skrifstofukostnaðinum kr. 9.677. Meðaltalskostnaður á hvern sjúkling var kr. 553 152 og á hvert sjúkrarúm kr. 3.533.520. í þessum útreikning- um er eingöngu miðað við sjúklinga I Kleppsspltalanum sjálfum, þ.e 1360 sjúklinga og 77.736 dvalardaga en Bjarg. Stykkishólmsspltali og heima- hjúkrun eru frádregin. Á Kópavogshæli var kostnaður á dvalardag á sl. ári kr. 4 504 og að viðbættum skrifstofukostnaðinum um kr. 4.613. Miðað við 1975 er hækkunin um kr. 1.408 eða 43.9%. „Bdimm sókn í skarkolann á með- an þorskstofninn er að rétta við” 55 kr. voru greiddar fyrir kg. af 1. flokks kola í fyrra ÞAÐ kom fram í grein Aðal- steins Sigurðssonar fiskifræð- ings í Morgunblaðinu á sjó- mannadaginn, að skarkola- stofninn við Island er engan veginn nógu vel nýttur, og I fyrra hefðu aðeins veiðst tæp 5000 tonn þegar óhætt hefði verið að veiða a.m.k. 10 þúsund tonn. t samtali við Morgunblaðið í vikunni sagði Aðalsteinn að meðal þeirra miða þar sem skarkolinn væri svo til ónýttur væri Faxaflóinn en hann væri lokaður fyrir dragnót lögum samkvæmt. „Núna er dragnótin hins vegar komin með 170 mm möskva og þvl tel ég óhætt að hleypa dragnótarbátum til þessara veiða f Faxaflóa,“ sagði Aðalsteinn. Þá sagði hann að i fyrrahaust hefði hann kannað skarkola- stofninn í Faxaflóa á mb. Baldri frá Keflavík. Þá hefði verið mjög mikið af skarkola í flóanum, þrátt fyrir að liðið var á árið, en skarkolinn héldi sig mest í flóanum yfir sumarið og væri þá einnig feitastur. Sagði Aðalsteinn, að þegar hann hefði verið á Baldri hefðu þeir tekið meira en 50 höl, og útkoman verið sú, að minna en 1 þorskur og ýsa fékkst að meðaltali í hali, hitt var allt koli. Kvað Aðalsteinn. að víða umhverfis landið mætti veiða skarkolann með góðum árangri fyrir sumartímann, eins og fyr- ir norðan og austan. ,,Ég tel að við eigum að leggja áherzlu á þessar veiðar á meðan þorskstofninn er í algjöru lág- marki. Það er ekki hægt að láta einstaka fiskstofna vera ónýtta á meðan við erum að byggja upp þorskstofninn. Það er frek- ar óhætt að fara yfir skarkola- kvótann en þorskkvótann," sagói Aðalsteinn að lokum. Árni Finnbjörnsson sölu- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að sæmilegur markaður væri fyrir skarkola í Rússlandi og hann verið seldur þangað að undanförnu, og þá kolinn sem veiddist yfir veturinn en hann væri magrari. Þá væri einnig góður markaður fyrir þessa kolategund í Bretlandi en þau vandkvæði væru á sölu þangað, að Efnahagsbandalagslöndin væru með 15% innflutningstoll á kola og værí það gert til að vernda kolaveiðar í löndum bandalagsins. Þessi tollur gerði það að verkum að lítt þýddi að reyna að selja skarkolann þang- að. Ennfremur sagði Árni, að skarkolinn væri fluttur á Bandaríkjamarkað, en þá væri hann hausskorinn og ugga- klipptur. Salan þar hefði smá- aukist, en ljóst væri að mark- aðurinn þar þyldi ekki mikla söluaukningu. Sveinn Finnsson, fram- kvæmdastjóri Verðlagsráðs sjávarútvegsins, tjáði Morgun- blaðinu, að nýtt sumarverð fyr- ir skarkola yrði ákveðið á næst- unni en það á að taka gildi 15. júní. 1 fyrra voru greiddar kr. 55 fyrir kílóið af 1. flokks skar- kola og kr. 40 fyrir kílóið af 2. flokki, fyrir smáan kola voru greiddar 25 kr. á kílóið. Vetrar- verðið var hins vegar ekki nema kr. 33 á kilóið. Meðaltalskostnaður á hvern innlagðan sjúkling var kr. 1.419.465 og á hvert sjúkrarúm allt árið kr. 1 688.277. Samkvæmt upplýsingum Hauks Benediktssonar. framkvæmdastjóra Borgarspitalans, var kostnaður á legu- dag þar kr. 16.366 og er þá reiknað með afskriftum og vöxtum og er það um 37% aukning frá árinu á undan. Meðaltalskostnaður á hvern innlagðan sjúkling var 215.820 en ekki voru fyrirliggjandi tölur um kostnaðinn á hvert sjúkrarúm. Á heilsuverndarstöðinni var kostn- aður fyrir hvern legudag 5.847 kr á sl ári sem er um 40% aukning frá árinu áður, og meðaltalskostnaður á hvern innlagðan sjúkling var kr. 980.986 Á Grensásdeild var kostnaður á legu- dag um kr 7.413, sem er 34% hækkun frá 1 975, og meðtaltalskostn- aður á hvern innlagðan sjúkling var kr 346 869 Á Hvitabandinu var kostnaður á tegudag 5.317. sem er um 38% hækkun, og kostnaður á hvern inn- lagðan sjúkling kr. 236 661. Á Arnarholti er kostnaður á legudag kr 4 447 sem er um 43% hækkun frá árinu á undan og kostnaður að með- taltali á hvern innlagðan sjúkling var á sl ári 1.372.000. Loks er það fæðingarheimilið en þar var kostnaður á legudag á sl. ári 10.839 kr. sem er um 44% hækkun og meðaltalskostnaður á hvern sjúkl- ing 85 044 kr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.