Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1977 37 vrw,s VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI það verði að vanda betur textana og ekki slzt við þau lög, sem ætluð eru unglingum og börnum og því skora ég á textahöfund Stuð- manna að vanda mun betur til textans næst. Sömuleiðis vil ég skora á textahöfund Riótríós að vanda sína texta betúr, reyndar á þetta við um alla yngri textahöf- unda landsins, sem eru greinilega eftirbátar þeirra eldri á þessu sviði að ég tel. Ég ráðlegg öllum uppalendum að vanda vel valið þegar keyptar eru hljómplötur -fyrir unglingana og að gæta þess að textar laganna séu börnum hollir og góðir, á vönduðu ís- lenzku máli, enda á ávallt að kenna börnunum það sem fallegt er og gott, en það hafa Stuðmenn ekki gert né textahöfundur þeirra. 0 Myndir af drukknum unglingum Mig langar næst að ræða um blaðið Samúel sem ég hef lesið töluvert að undanförnu. Það sem hefur hryggt mig mjög við lestur þess blaðs er að sjá allar þessar myndir af mjög drukknum unglingum, sem eru slagandi eða liggja á gólfi með flösku I hendi og undir þessum myndum stóð oft kelað og sjússað eða það er glens og gaman og undir sumum mynd- unum voru setningar eins og þessi: svona eiga menn að vera, og ekki voru greinarnar betri sem fylgdu með myndunum I blaði þessu. Engu var lfkara en verið væri að auglýsa vinið og slgarett- urnar og jafnvel var gefið í skyn að menn þættu ekki menn með mönnum nema þeir væru svona eða dauðadrukknir. Það er þá fyr- irmynd. Ég skora á ritstjóra Samúels að stöðva þessi skrif sem hafa að mlnu mati verið til þess eins að auka áfengisneyzluna og auglýsa brennivínið en hvergi er minnzt á skaðsemina af áfengis- neyzlunni. Hvers konar blaða- mennska er þetta? Ég ætla að lokum að segja þetta. Ég er vissulega hlutdrægur þar sem ég er algjör bindindismaður á vín og tóbak og drekk meira að segja ekki kaffi og hef aldrei gert þótt ég Sé orðinn 22 ára og líkurn- ar á þvi að ég verði áfenginu að bráð tel ég engar, fyrst og fremst af þvl að ég hef aldrei bragðað áfengi og hef aldrei haft minnstu löngun til þess. Hefði ég hins veg- ar byrjað að drekka 15—17 ára væri ég sennilega drykkjusjúkl- ingur núna. Með þessu á ég við að það er bezt að byrja aldrei, því við hvern sopa eykst freistingin I að fá annan og svo stig af stigi. Þetta á við um reykingar einnig. Góðir unglingar! Snúum baki við reyk- ingum og áfengisneyzlu og verum minnug þess að auðveldasta leiðin til að falla ekki fyrir áfenginu er að byrja aldrei að drekka það. Bindindismaður, 1730—6804.“ Bindindismaður kemur vlða við I bréfi sínu og efast Velvakandi um að t.d. Stuðmenn vilji sam- þykkja allt sem i bréfi hans stend- ur og er þeim eða öðrum, sem vilja hugsanlega leggja orð i belg, heimilt að gera það. Reyndar væri fengur I að heyra eitthvað frá textahöfundum varðandi þessa textaumræðu, sem hér hefur ver- ið I dálkunum. Þessir hringdu . . . 0 Samningar í sumarfrí? Verkamaður: — Ættum við ekki bara að slá öllum samningum og kjara- málum á frest þangað til I haust og láta allt sem þeim málum við- kemur fara I sumarfrl? Það er ómögulegt að láta þetta dragast svona á langinn, skólafólkið fær ekki vinnuna slna vegna þessa óvissuástands, sem nú varir, en það verður nú ef til vill allt saman komið I lag þegar þetta birtist á prenti. En hvað finnst fólki um þessa hugmynd? Þá geta samn- ingamenn fengið sitt frí strax og SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðlegu skákmóti I sovézka bænum Balasikhe sem lauk fyrir skömmu kom þessi staða upp I skák þeirra Neckar, Tékkó- slóvakíu og a-þýzka stórmeistar- ans Knaak, sem hafði svart og átti leik. komið svo til samninga að hausti eftir gott sumarfrl einhvers stað- ar I góðu veðri og þá ætti þetta allt að ganga I hvelli. Við fengjum okkar eftirvinnu á meðan I sumar og næturvinnu líka ef við viljum HOGM HREKKVISI Þeir eru sutnir Iangt að komnir til að sjá indverska spáköttinn. S2F3 SlGGA V/öGA % Hjólbörur-Hjólbörur Hinar landsþekktu frá Nýju blikksmiðjunni Ármúla 30, sími 81 104 ávallt fyrirliggjandi 3 stærðir. Syðjið íslenzka framleiðslu. og þurfum og ekkert breytist nema að samið verður síðar. Það munar varla svo mikið um það úr þvl að yfirvinnubannið er búið að standa svona lengi og ekkert hef- ur gerzt ennþá. 5*5 GARDENA gerir garðinn frægan ^ Raf knúnar kant- og limgerðiklippur sterkar js& ~ endinga "■ góðar SLÖNGUTENGI GARÐAHÖLD SLÖNGUR GARDENA gerir garðinn frægan \unnai Sfygeimon Lf. 24... Rxf3!, 25. Rb4 (Staða hvíts er einnig vonlaus eftir 25. Kxf3 — Bxg4 + , 26. hxg4 — Dxg4 + , 27. Ke3 — Bh6+) Bxg4!, 26. hxg4 — Dxg4, 27. Khl — He5 og hvítur gafst upp, því að hann á enga vörn við 28... Hh5 mát. Knaak var‘ð einmitt sigurvegari á mót- inu, hann hlaut 9 v. af 13 mögu- legum. Næstur kom júgóslavinn Ivanovic með 8'/i v. og þá rúss- neski stórmeistarinn Makarichev með 8 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.