Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 Framkvi Útgefandi emdastjóri Ritstjórar R itstjórna rf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. ABalstrœti 6, slmi 10100. Aðalstrœti 6. slmi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. i ménuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. röngir, staðbundnir sér- hagsmunir einstakra byggðarlaga hafa jafnan verið umræðuefni, sem stjórnmálamenn hafa nýtt sem skoðanalega sam- gönguleið til háttvirtra kjósenda. Þessa samgöngu- leið nota þeir þeim mun tíðar sem nær dregur kosn- ingum hverju sinni. Þetta er út af fyrir sig bæði skiljanlegt og afsakanlegt, meðan hófs er gætt, og saman fara staðbundnir hagsmunir og heildarhags- munir þjóðarinnar, sem oft er. Hitt er varhugaverðara, ef tilgangurinn er að ala á svokallaðri hreppapólitík og etja saman fólki eftir búsetu eða mismunandi starfsgreinum, til þess eins að gera út pólitískan knörr sinn á gruggugan sjó tilbú- ins ósamkomulags. Ekkert er lítilli þjóð, sem á við margs konar sameiginleg vandamál að glíma, hættu- legra en það að taka inn- byrðis átök fram yfir sam- átak til lausnar á aðsteðj- andi vanda þjóðfélagsins. Þegar eldur kemur upp í samfélagi ber slökkviliðinu að beina varnarbúnaði sín- um gegn honum en ekki í innbyrðis átök þess sjálfs. Nokkuð hefur verið gert af því, bæði hér á höfuð- borgarsvæðinu og úti á svo- kallaðri landsbyggð, að ala á tortryggni milli strjál- býlis og þéttbýlis. Og vissu- lega er auðvelt að finna sitthvað, er sýnir aðstöðu- mun og misrétti. Strjálbýl- ið byr yfirleitt við lélegri félagslega aðstöðu aö því er varðar samgöngur, fræðslumál, heilbrigðismál og ýmsa samfélagslega þjónustu, sem Reykjavík- urborg veitir yfirleitt betur og í ríkara mæli en önnur sveitarfélög. Fjar- lægð frá miðstöðvum stórn- sýslu skapar og verri að- stöðu á margan hátt. Flutn- ingskostnaður á vörur frá Reykjavík til strjálli byggða, og söluskattur á þann flutningskostnað, veldur og hærra vöruverði í strjálbýli. En sjaldan veldur einn þá tveir deila, segir mál- tækið. Reykjavík hefur undanfarin nokkur ár naumast haldið lands- meðaltali í íbúafjölgun — og meðaltekjur þar hafa ekki vaxið í sama hlutfalli og annars staðar á landinu. Tengsl Reykjavíkur við frumatvinnuvegi þjóðar- innar hafa og fremur veikzt en styrkzt. Reykja- vik er og sniðgengin í viss- um þáttum samfélagslegr- ar þjónustu, einkum er varðar opinberar fjárveit- ingar í hafnargerð og vega- gerð, sem og opinbera eða hálfopinbera fjármagnsút- vegun til atvinnuuppbygg- ingar. Verulegar breyting- ar í búsetu þjóðarinnar frá því núverandi kjördæma- skipan var lögtekin hefur og aukið verulega á mis- vægi atkvæða eftir kjör- dæmum, þann veg að fjór- um sinnum fleiri atkvæði eru að baki kjörnum þing- manni þar en í því kjör- dæmi, sem fámennast er. Allir viðurkenna, að nokk- ur munur hlýtur að verða á vægi atkvæða eftir kjör- dæmum, til að vinna upp annan aðstöðumun, en flestir viðurkenna jafn- framt, að hér hafi hlutföll raskazt umfram það, sem hægt sé að una við. Þrátt fyrir framan- greindar staðreyndir, sem vissulega sýna mismunun, er eyða þarf eftir því sem hægt er, eiga landsmenn þó mun fleira sameiginlegt en það sem á milli ber. Reykvíkingar verða að setja sig inn í staðbundin vandamál strjálbýlis: félagslega og menningar- lega verri aðstöðu, sem bæta þarf. Og íbúar strjál- býlis verða að setja sig inn í breyttar aðstæður höfuð- borgar, sem þrengt hafa aðstæður hennar á mörg- um sviðum, ekki sízt í tengslum við frumatvinnu- vegi þjóðarinnar. Það hef- ur t.d. ótvírætt þjóðfélags- legt og uppeldislegt gildi, að útgerð og fiskvinnsla megi áfram dafna í höfuð- borginni, sem löngum hef- ur lagt til gildan þátt í togaraútgerð landsmanna. Þessi atvinnuþáttur í borg- inni hefur skroppið saman, hlutfallslega, illu heillu. Hann er ekki einvörðungu nauðsynlegur atvinnu- öryggi í borginni, heldur hefur hann ekki síður gildi til að viðhalda tengslum þessa undirstöðuatvinnu- vegar þjóðarinnar við íbúa höfuðborgarinnar, við- halda þekkingu þeirra og skilningi á atvinnugrein, sem er öxullinn í verð- mætasköpun í þjóðfélag- inu. Hagsmunir einstakra landshluta kunna að ganga eilítið á víxl í einstökum atriðum. En þegar vel er að gáð og ofan í saumana skoðað eigum við íslend- ingar þó hagsmunalega samleið í öllum meginatrið- um. Atvinnuvegir okkar eru samanslungnir og skyn- samleg nýting auðlinda okkar: fiskstofna, gróður- moldar og innlendra orku- gjafa, er sameiginlegt viðfangsefni, sem ekki verður leyst í þeim tilgangi að tryggja hér sambærileg lífskjör og í nágrannalönd- um eða efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar, nema með gagnkvæmum skiln- ingi, án tillits til búsetu eða starfsstéttar þjóðfélags- þegnanna. Þar af leiðir að eyða þarf tortryggni en efla samstöðu milli lands- manna. Gagnkvæmur skiln- ingur er gifta þjóðar Reykj av í kurbréf >♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 11. júní . Ofsóttir einstaklingar í Reykjavikurbréfi nýlega var gefiö það loforö að minnast enn nokkru nánar á andófsmenn so- vézka og útlaga frá kommúnista- rikjum, málstað þeirra og baráttu. Ekkert stendur Morgunblaðinu nær. Það er eitt meginhlutverk blaðsins að minna á og berjast gegn ofsóknum á hendur einstak- iingum, frelsisskerðingu og öðr- um sjúkdómseinkennum samtim- ans og hvetja til þess, að mann- réttindayfirlýsingin frá Helsing- fors sé í heiðri höfð. 1 raun og veru mætti telja upp mörg lönd, þar sem einstaklingurinn er pynt- aður og sviptur mannréttindum sinum og frelsi, bæði i Afriku, Asíu og ekki sizt S-Ameriku. Hér i blaðinu hefur sérstaklega verið rætt um Chile i þvi sambandi. En þar sem sovézkir andófsmenn eru til umræðu skal að þeim vikið. Vart liður sá dagur, að ekki berist fréttir hingað til lands um ofsótt fólk I kommúnistaríkjun- um, og að þessi og hinn sé að reyoa að veita þessu fólki þá að- stoýl, sem hann má, og frægt fólk reýnir að nota frægð sína til að mjínna á ömurlegt hlutskipti and- ó/smanna. Þannig voru fréttir um \ að í fyrra, að Menuhin hefði skorað á Rússa að sleppa konu af geðveikrahæli og var „glæpur“ hennar sá, að „hún sendi dóttur sinni fiðlu, en Anna dóttir henn- ar, fékk á sínum tíma leyfi til að flytjast frá Sovétrikjunum og býr nú í ísrael. Á sínum tima var henni meinað að taka hljóðfæri með sér. En þegar vinur önnu heimsótti Sovétrikin í fyrra, ba'ð Meika hann fyrir fiðluna. Skömmu siðar var hún handtekin og ákærð fyrir að hafa smyglað fiðlunni út úr Sovétríkjunum.. .“ Slíkar sögur eru þvi miður margar og minnisstæðar. Þeir, sem hafa fylgzt með póli- 'tiskri stefnu Carters Bandaríkja- forseta og unna frelsi, lýðræði og mannréttindum, hafa í senn fagn- að því, hvað hann er einarður baráttumaður fyrir málstað út- laga og andófsmanna og dáðst að þessari nýju stefnu í bandarisk- um stjórnmálum. Carter Banda- rikjaforseti hefur sett nýjan svip á heimsstjórnmálin, hann er ein- arður maður og óhræddur og læt- ur Rússa augsýnilega ekki segja sér fyrir verkum. Hann hefur lýst yfir þvi, að Bandaríkjamenn muni ekki slaka á kröfunni um mannréttindi og frelsi einstak- lingsins, hvar i heimi sem er, hvort sem það er í Sovétríkjunum eða öðrum löndum. Um þessa nýju stefnu Carters komst Tím- inn m.a. svo að orði í forystugrein 24. marz sl.: „Carter forseti hefur ákveðið að taka af skarið og hverfa i málflutningi sínum frá þeirri deyfð, sem var að skapast í þessum efnum. Þvi ber að fagna. En hins er að gæta, að mannrétt- indum verður ekki komið á með einu átaki. Til þess þarf áreiðan- lega langan tíma. Óhjákvæmi- lega verður að taka tillit til þess, að einræði ríkir i flestum ríkjum heims, og þvi eru samfara marg- vislegar skerðingar á mannrétt- indum. Einræðisherrarnir eru viðkvæmir og hræddir um völd sín. Því verður að heyja hina al- þjóðlegu mannréttindabaráttu með hæfilegri gætni, svo að hún verði ekki neikvæð í reynd. En merkið má samt aldrei láta niður falla. Þvi á Carter forseti þakkir skildar fyrir frumkvæði sitt, og þess ber að vænta, að honum tak- ist að fylgja því fram með festu og gætni og það leiði því til árang- urs, þótt hægt gangi, en hér mun þróun gefast betur en bylting." Morgunblaðið vill taka undir þessi orð. Carter hefur sagt, að fylgja beri þvi, sem stendur í Helsingforsyfirlýsingunni og menn verði að taka hana jafn alvarlega og hvern annan við- skipta- eða öryggissáttmála, eins og hann komst að orði. „Ekkert aðildarriki Sameinuðu þjóðanna getur krafizt þess, að það sé einkamál þess, ef það fer illa með eigin borgara," hefur forseti Bandarikjanna ennfremur sagt. Og enginn er í vafa um, að það jók sovézkum andófsmönnum þrek og efldi með þeim kjark, þegar Carter bauð sovézka rithöf- undinum Búkovský til fundar við sig í Hvíta húsinu fyrir u.þ.b. þremur mánuðum, en Búkovský er einn þekktasti sovézki útlaginn og munaði hársbreidd, að honum yrði misþyrmt svo í sovézkum þrælabúðum, að hann léti lífið. Þar hefur réttarfarið verið með þeim hætti, að eitt þekktasta fórnardýr Sovét-ofbeldisins, Kovalev, hefur m.a. komizt svo að orði: „Rétturinn kemst svo vel af án verjanda, að hann hlýtur líka að geta leitt málið til lykta án sakbornings.“ Glæpir framdir af starfsmönnum ríkisins Mandelstam heitir eitt helzta ljóðskáld Sovétrikjanna. Hann lenti I þrælabúðum Stalins og hvarf í grafir Gúlagsins. Ekkja hans sem lifir i hárri elli í Moskvu, hefur skrifað æviminn- ingar sinar í tveimur bindum og eru þær öðrum slíkum ritum meiri að vexti og örlagariku and- rúmi og með eindæmum mikið listaverk, sem flestir ættu aó kynna sér. Einn helzti þýðandi Mandelstams, skáldið McDuff, dvaldist á íslandi I fyrra og sagði þá m.a. I samtali við blaðamann Morgunblaðsins: „Sá einstaklingur, sem hjálpaði mér hvað mest til að skilja Mandelstam er Josef Brodský, rússneska skáldið, sem nú er i útlegð í Bandaríkjunum. Ég hitti hann fyrst I London árið 1973 og hann jók enn áhuga minn á þessu skáldi, þrátt fyrir að ég væri þá þegar búinn að senda frá mér þess- ar þýðingar. Brodský hafði verið boðið til London að taka þátt í alþjóðlegri ljóðahátið. En þegar hann kom þangað, uppgötvaði hann, að hið sovézka vegabréf hans hafði verið fellt úr gildi og hann gat ekki snúið heim aft- ur...“ Brodský er eitt helzta ljóðskáld Sovétríkjanna nú um stundir. Hann hefur dvalizt útlagi I Bandarikjunum frá þvi 1972 og stundað þar háskólakennslu. Hann hefur reynt að vekja at- hygli á örlögum ýmissa fórnar- dýra Sovétrfkjanna, t.a.m. biaða- manninum Kheifet, sem var dæmdur I 4 ára fangelsisvist og tveggja ára útlegð innan Sovét- ríkjanna, og rithöfundinum Maranzin sém hann telur að sé „mesti skáldsagnahöfundur þeirr- ar kynslóðar, sem kom eftir siðari heimsstyrjöld." Hann er í fangelsi. Brodský segir að Kheifet hafi sýnt einstakt hugrekki við yfir- heyrslu. „Hann neitaði að tala. Það er hættulegra en allt annað. Hann er hugrakkastur og kurteis- astur allra þeirra, sem ég hef hlustað á, en þrár...“ Brodský hefur’sagt, að Sovétrikin séu sér- stakt lögregluríki að þvi leyti m.a., að þau einbeiti sér að „and- legri vönun sinna 250 milljón þegna“, eins og hann hefur kom- izt að orði. Sjálfur var Brodský ákærður fyrir að vera „þjóð- félagslegt sníkjudýr" — af þvi að hann hafði ekki fasta atvinnu. Hann var dæmdur í 5 ára þrælkunarvinnu á samyrkjubúi, en sleppt úr haldi 18 mánuðum siðar, og þá „bauð“ Sovétstjórnin honum að hverfa frá Sovétrikjun- um og flytjast til ísraels. Hann segir að sjálfsögðu, að þetta hafi verið „boð um útlegð“ og tók Bandarikin fram yfir ísrael. Breska skáldið Auden, sem kom tvisvar til íslands og allir mennt- aðir Islendingar þekkja, sagði að Brodský væri „skáld í fremstu röð“, en hann væri hefðbundið skáld að þvi leyti, að hann hefur mikinn áhuga á náttúrunni, mannlegum samskiptum, ást og dauða, eins og flest ljóðræn skáld allra alda. Brodský er 36 ára gamall. Ástæðan til þer’, að minnzt hefur verið á L.odský hér I Reykjavíkurbréfi, er sú, að hann hefur lagt mikið til mannrétt- indamála og reynt að veita lönd- um sinum aðstoð I angist þeirra og erfiðri baráttu við sovézk stjórnvöld. Við ljúkum svo þessu Reykja- víkurbréfi, sem að mestu hefur fjallað um einstaklinginn, frelsi og mannréttindi annars vegar, báknið, kerfið, ríkisvaldið og lög- regluríkið hins vegar með því að minna á bréf, sem Josef Brodský skrifaði í fyrra í bandaríska tima- ritið The New Vork Review, en í þessu drengilega bréfi vekur hann athygli umheimsins á erfið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.