Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 29 ERU nokkrir kaflar I Gamla testamentinu, þar sem er að finna fyrirheit um ódauðleika, upprisu og lff að loknu þessu lffi? í Jesaja 25, 8' eru orðin, sem Páll vitnar til í 1. Korintubr. 15, 54; þar segir: „Hann mun afmá dauðann að eilífu“. Svo er ritað í Jes. 25, 19: „Menn þínir, sem dánir eru, skulu lifna, líkin mín rísa upp; vaknið og hefjið fagnaðarsöng, þér, sem búið í duftinu". í Daníelsbók 12, 2 er talað um upprisu hinna réttlátu til „eilífs lifs“. Hjá Hósea spámanni segir: „Ætti ég að frelsa þá frá Heljar valdi, leysa þá frá dauða? (Ensk þýðing: Ég mun frelsa þá frá valdi grafarinnar, leysa þá frá dauða.) Hvar eru drepsótt- ir þínar, dauði, hvar sýki þín, Hel?“ Skilningur grískra heimspekinga á ódauðleika er allt annar en skilningur Hebrea á upprisunni. Grikk- ir höfðu i huga áframhald, en Páll postuli leiðir okkur fyrir sjónir i 1. Kor. 15, 51—54, að hinir réttlátu og endurleystu menn allra alda horfðu fram til ódauðleika, sem var staðfestur í upprisunni. Þetta felur í sér dauða og upprisu til lífs, eins og Kristur staðfesti og tryggði á fyrsta páskadag. HaUfríður Guðrún Guð- mundsdóttir - Mnning Hinn 8. maí lézt hér i borg Hallfríður Guðrún Guðmunds- dóttir, húsfreyja að Hringbraut 86. Strandamanneskja var hún að ætt og uppruna. í Ófeigsfirði i Árneshreppi fæddist hún 28. júli 1893. Foreldrar hennar voru Guð- mundur bóndi Pétursson Magnús- sonar Guðmundssonar bónda á Finnbogastöðum og seinni kona hans Sigrún Ásgeirsdóttir Siguróssonar á Heydalsá við Steingrimsfjörð, en kona hans og móðir Sigrúnar var Guðrún Sak- ariasdóttir systir Guðlaugar konu Torfa í Ölafsdal. Hallfríður var 8 ára þegar móð- ir hennar lézt af barnsförum, 33 ára gömul. Af 16 börnum Guð- mundar í Ófeigsfirði eru nú lif- andi aðeins 2 bræður, Guðmund- ur og Böðvar. í föðurgarði komst Hallfríður snemma til góðs þroska. Innan fermingaraldurs gerðist hún ráðs- kona hjá föður sínum í Norður- firði. Þar hafði hinn mikli búhöld- ur og sjósóknari gengizt fyrir stofnun kaupfélags um sl. alda- mót og veitti því forstöðu um margra ára skeió. Hallfriður fór 17 ára til Reykjavíkur, lærði þar að sauma og var jafnframt i kvöldskóla. í Reykjavik giftist hún 14. mai 1914 Sturlaugi Sig- urðssyni, ættuðum úr Sauðeyjum á*Breiðafirði. Formaður hafði hann verið á bát, sem Kaupfélag- ið i Norðurfirði átti og var gerður út þaðan. Fyrst stofnuðu þau heimili í Reykjavík, en settust síð- an að á ísafirði. Þar áttu þau heima næstu 14—15 árin. Frá ísa- firði sótti Sturlaugur sjó, en árið 1919 slasaðist hann alvarlega. Lengi átti hann í þeim meiðslum. Kom sér vel að lífsförunaut hafði hann eignazt, er stóð honum trútt við hlið, æðruiaus og uppörvandi, kunni vel til verka og hlífði sér hvergi. Þrjú voru börn þeirra þá fædd og öll mjög ung. Með prýði sá Hallfriður um þau og hjúkraði eiginmanninum. Tíðum var þá- vinnudagur hennar býsna langur meðan hún var bæði húsfreyja og fyrirvinna heimilisins. Orðlögð var hún fyrir sinn ágæta sauma- skap og við þá iðju sína mun hún ósjaldan i þennan tíma og raunar oft á ævinni hafa „aukið degi í æviþátt, aðrir þegar stóðu á fæt- ur“, svo sem skáldið kvað, er orti ljóð sín er aðrir sváfu. Sturlaugur náði aftur bærilegri heilsu og stundaði sjó eftir það um árabil, aðallega sem vélstjóri. Hingað til Reykjavíkur fluttist fjölskyldan 1929 og átti hér heima upp frá því. Sturlaugur vann hér við skipasmíði til hárrar elli. Þeim hjónum varð 8 barna auðið og eru þau þessi: Sigrún, HrólfurT bú- settur á Akureyri, kvæntur Sigríði Ólafsdóttur, Þorbjörg, gift Stefáni Ólsen, Sigríður, gift William C. Kester í New Jersey, USA, Ása, ekkja Hafsteins E. Gislasonar, Anna Soffía, ekkja John Ackerman, New Jersey, Hjördis, gift Reyni Jóhannessyni og Edda. Hallfriður átti 16 barna- börn og 11 barnabarnabörn, svo að 35 eru afkomendur, allir á lífi. Hið ríka móðurþel hennar breidd- ist yfir hópinn jafnótt og hann stækkaði og ekki síður til þeirra er í fjarlægð dvelja. Hallfríður var mikil húsfreyja og eftirminnileg persóna, sem sópaði að, sterk og heilbrigð til sálar og líkama. Bjartsýn var hún, kjarkmikil og úrræðagóð, aldrei með vol né vil, kvíða eða armæðu, á hverju sem gekk. Hispurslaust sagði hún meiningu sna við hvern sem var. Táp var henni eflaust i blóð borið, en hitt má líka full- yrða, að sú trú, er henni var inn- rætt við móðurkné og liklega ekki síður föður, hafi aukið henni styrk, þótt ekki hefði húr^. hana oft á vörum. Föður sinn dáði hún mikið, enda varð hann henni þeg- ar.á unga aldri bæði faðir og móðir. Þótt segja megi um Hall- friði, að hún hafi verið kona, sem helgaði heimili, manni og börnum krafta sina, þá var siður en svo, að hún sæi ekkert nema eigin fjöl- skyldu og ættingja. Hún mátti þvert á móti ekkert svo aumt sjá, að hún reyndi ekki eitthvað úr að bæta. Gestrisni hennar var slik að dómi þeirra, er vel til þekkja, að líkja mátti henni við rausnarkon- urnar fornu, er sagnir herma að byggt hafi skála sinn um þjóð- braut þvera. Húsakynni Hallfrið- ar voru alltaf þröng, ekki sízt í samanburði við það, sem nú er furðu víða. En bar var samt eng- inn kotungsbragur á hlutunum, því að þar réði húsum kona með stórt hjarta — sannur höfðingi i lund. Þess vegna varð litla 3 her- bergja íbúðin að skála eða höil, sem kunningjar norðan af Strönd- um og víðar að fengu gistingu dögum og jafnvel vikum saman og aldrei farið í manngreinarálit, heldur aðeins á þörfina litið. Þess vegna var líka sagt, að hún sæist á stundum lítt fyrir í hjálpsemi sinni. Á heimili var sem henni þætti hún sjálf yrði að gera þar flest sem gera þurfti. Hún vildi heldur þjóna en vera þjónað — þótti sælla að gefa en þiggja. Og með því að sjálfsbjargarhvötin lét sig ekki meðan hún gat lífsanda dregið, var það mikil likn að aldrei varð hún svo ellihrum að algjör öryrki yrði hún. Þann 19. sept. 1975 missti Hallfríður mann sinn eftir 61 árs sambúð. Eftir það tók heilsu hennar að hraka. Samur var samt einatt hugur hennar og hjartaþel. Eitthvað hafði hún fyrir stafni alla tíð unz hún veiktist og varð að fara á spítala, þar sem hún andaðist eftir 10 daga legu. Hjartaprúður kvenskörungur er með Hallfríði genginn, sem allir er kynntust munu minnast með þökkum og ánægju. Þorsteinn Biörnsson Liklega einn sá besti CHEVETTE nytt útlit - nýr og betri bíll Nýi smábíllinn frá GM er meistaralegt jafnvægi fjölskyldubíls og sportbíls. Mikið rými og þægindi, mikió afl miðað við þunga, samfara ótrúlegri sparneytni. Snöggur, hljóðlátur, öruggur. Hagstætt verð. Til afgreiðslu strax. /S Véladeild 2% Sambandsins VAUXHALL BEDFORD Armúla 3 Reykjavik Sími 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.