Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLl 1977 Ólafur Mixa, læknir: Heilsugæzlustöðvar hafa verið töluvert til umræðu að undan- förnu, síðast ekki alls fyrir l'ingu á ráðstefnu Sambands íslenzkra sveitarfélaga um heilbrigðismál, eftir því sem frétzt hefur. Sömu- leiðís birti heilbrigðismálaráó- herra grein hinn 26/3 s.l. í Morgunblaðið um sama efni. Á sinni tíð, einkum fyrir siðustu borgarstjórnarkosningar, var ný heilsugæzlustöðvarbyggihg í Breiðholti mjög í brennidepli. Síðan hefur miklu minna heyrzt um það mál, og hafa margir spurt töluvert útaf því arna, vitandi um þátttöku um undirritaðs að undir- búningi þeirra stöðvar. Þykir mér þvi tilefni til að fjalla enn frekar um það með tilliti til þróunar heilsugæzlustöðvamála í Reykja- vik, borgarbúum til fróðleiks. Ný lög um heilbrigðisþjónustu 1973 leituðust við að beina áherzlu heilbrigðisþjónustunnar frekar í átt til heilsugæzlu (þ.e. „Iæknisþjónustu utan sjúkra- húsa“) frá stórstofnanalækning- um. Komu þar fram skilgrein- ingar og skipulagsfyrirmæli um þau mál. Þótti mörgum það nokk- ur tfðindi, að unnt ætti að vera að lækna eítthvað að ráði utan sjúkrahúsa. Lögin fitjuðu og upp á þeim nýmælum að samræma ýmis heilsugæzlustörf og stofna til samstarfs þeirra stétta, sem að þeim vinna nú á tvist og bast. Þannig leituðust þau við að skil- greina ögn almenna heilsugæzlu og þá staði þar sem starfið ætti að eiga sér staö í framtiðinni, heilsu- gæzlustöðvar. Um þær mundir var víða að styrkjast verulega hreyfing, sem beindist að áherzlu- og hugsana- breytingum í heilbrigðisþjónustu í átt til víðtækrar almennrar heilsugæzlu, eflingar heimilis- lækninga og útvikkunar heilsu- gæzluhugmynda til félags- og um- hverfismála. Þótti þessi hugar- farsbreyting eðlileg, ekki aðeins vegna hinna mannlegu og félags- legu hliða þeirrar stefnu og nauð- synjar á eflingu þessara þátta í nútímaþjóðfélagi, heldur einnig af hreinum fjárhagslegum sjónar- miðum, þar sem loks virðast hafa runnið upp fyrir mögum, að heilsugæzla í fremstu víglinu (,,frumheilsugæzla“) geti þegar til lengdar lætur verið fjárhags- lega hagkvæmari en dýrari lækn- ingar á siðari kvillastigum. Beind- ust lögin eitthvað í þessa átt, þótt ekki hafi verið gengið nógu langt í þeim efnum að margra dómi. Skilgreiningum á heilsugæzlu- stöðvum er þar t.d. í ýmsu vant. Þannig er ekki gert ráð fyrir neinni æfingameðferð eða við- haldi endurhæfingar á stöðvum eða sálfræðíþjónustu, svo dæmi séu tekin. En lögin gerðu fleira. Þau gerðu ráð fyrir mjög ákveðinni miðstýringu bæði fjármagns og faglegrar ákvarðanatöku. Var því sköpuð sú hætta í hinu ráðskunar- glaða miðbáknsveldi samfélags okkar, að allt frumkvæði í héraði, allar sérþarfir og stefnumið, er tillit vildu taka til aðstæðna á hverjum stað, yrðu lítils metin. Kom það enda á daginn, ekki sízt að þvi er varðaði Reykjavík. Á síðustu stigum umræðnanna um frumvarpið skaut þingmaður úr Reykjavík inn þeirri klausu að strjálbýlið skyldi hafa algjöran forgang um heilsugæzlustöðvar, þ.e. að Reykjavík skyldi ekki njóta þeirra fyrr en allt landið væri þakið með þeim. Umræddur þingmaður hlýtur að hafa verið einn af fáum Reykvíkingum, sem virtust fullkomlega glaðir yfir þeirri aðstöðu, sem heimilislækn- ingum í Reykjavík væri búin og þeirri þjónustu, er þar var unnt að veita. Upphafið í Reykjavík. Á þessum árum var skýrt og ákveðið bent á það, hve vant væri betri aðstöðu í Reykjavík, og hún væri þar jafnvel orðin verri en víða úti á landi. Heimilíslæknum fækkaði, nánast engin nýliðun átti sér stað í faginu og þúsundir Reykvíkinga voru læknislausir og eru raunar enn. Árið 1968 hafði verið ákveðið í borgarstjórn að reisa heilsugæzlustöð í Reykjavík. Skyldi hún vera reynslustöð til að byggja á starf i heilsugæzlustöðv- um framtíðarinnar. Á næstu ár- um var farið að taka með tölu- verðri upphafningu um heilsu- gæzlustöðvar („læknastöðvar"), en oftast kom á daginn, að fæstir vissu i raun, hvað í hugtakinu fælist og oftast þeir minnst, sem hæst höfðu. Að minnsta kosti töl- uðu fæstir um sama hlut. Ofan- greind lög um heilbrigðisþjón- ustu gerðu þar töluverða bragar- bót, sem dró þó lítið úr hinum mismunandi hugmyndum, enda sjálf nokkuð frá þvi að vera full- komin. 1972 og 1973 var hafizt handa um frumrannsókn, starfsátælun og hönnun heilsugæzlustöðvar i Breiðholti í Reykjavík. Var þá tekið mið af almennri þróun heimilislækninga og víðtækari heilsugæzlu almennt í nágranna- löndum. Var þá strax yfirlýst stefna að færa ýmsar þjónustu- greinar undir sama þak til þess að stunda nútimaheilsugæzlu í víð- asta skilningi þess hugtaks á sam- ræmdan hátt í samstarfi heil- brigðisstétta, eins og þegar er vik- ið að. Ennfremur var þá strax lögð áherzla á að færa heilsugæzl- una burt frá miðstofnunum nær neytendum í hverfum og gera þá virkari þátttakendur, bæði í al- mennri marksetningu heilsu- verndar og i stjórnun. Með því mætti auka almennan áhuga á því mikla atriði, sem heilbrigði er hverjum einstaklingi og eigin ábyrgð hans í þeim málum, í stað þess að njóta eingöngu föðurlegr- ar alltumvefjandi umsjár fag- báknsins að ofan með sínum fast- skorðuðu boðum og hentugri fjar- lægð. Nálægð neytandands við starfsvettvanginn gerði allt starf- ið persónulega, virkara, eðlilegra; það yki reisn hans, drægi úr undirlægjustöðu hans. Þeirri skoðun er nú víða að vaxa fylgi að helzt megi vænta árangurs í heil- brigðisfræðslu og almennri heilsugæzlu með því að gera neyt- andann að fullgildum meðlimi „heilsugæzluhópsins". Ef félags- ástand og umhverfisaðstæður teljast áhrifavaldar í heilbrigði og vanheilsu — og við erum loks farin að hneigjast til þeirrar skoð- unar — þá er einungis slíkur hóp- ur líklegur til aó geta haft þar áfhrif. Það er jafnvel farið að tala um þau skringilegu ósköp fullum fetum, að líta beri á sjúkling sem fullvaxta persónu. Bar þetta mjög á góma á ráðstefnu ýmissa heims- þekktra lærdómsmanna um fram- tíð mannlífs á jörðu (The Challenge of Life, Basel 1971), þar sem t.d. kaþólski fræðimaður- inn Bökcel sagði: ..... 1 dag er það helzta grundvallarmynstur mannlegrar hegðunar, að sérhver tekur ákvarðanir um eigin mál- efni“. Slík sjónarmið hefur jafn- vel rekið á okkar fjörur, t.d. með forseta Evrópudeildar Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, Dr. H. Mahler, eins og borgarlæknir hef- ur bent á í blaðagrein og undir- strikað, að heilbrigðismál geti ekki lengur færzt í svo vaxandi (nærmiliöarbejde uppá skandi- navisku) og telja það til bóta. Einskis i þessa veru er auðvitað gefið i lögum um heilbrigðisþjón- ustu, né því miður hefur almenn umræða spunnizt um svo veiga- mikil atriði. Hinsvegar heyrist af einu nefndaráliti frá ráðstefnu sveitastjórnarmanna: „Fram komu raddir um, að óeðlilegt væri að starfsmenn heilsugæzlustöðva hefðu eins mikil ítök um stjórn þeirra og gert er ráð fyrir í lögum. Ekki voru allir sammála þessu atriði“. Ekki er von, að traust á neytendum sé mikið þegar starfs- menn stöðva, þeir sem inna hið eiginlega starf af hendi, njóta ekki einu sinni meira álits eða tillöguréttar hjá sumum „rödd- þjónustulög gera og þrýst er í gegn i nokkru skyndi, skuli ekki reynast fullkomin frekar en önn- ur mannanna verk. En þá fyrst eru lög sem slík ekki sem skyldi, ef þau eru notuð sem afgerandi lokavísdómur um vissan mála- flokk, sem þar með sé tekinn út af dagskrá almennrar umræðu. Ef einhver ætli sér eftir það að trufla friðinn, brydda upp á þeim atriðum þessa málaflokks, sem ekki stæðust reynslu, er vitnað í lögin og sagt: þau hafa talað. Mál- ið útrætt. Umrædd lög virðast mér að töluverðu leiti hafa hlotið þessi örlög sparihattarins, að minnsta kosti þegar hentað hefur því mið- stjórnarvaldi, sem svo mjög dró U m heilsu- gæzlustöðvar í Rey ki av ík mæli yfir til umsjár fagvalds- mennskunnar, heldur beri að hvetja allt fólk til að láta eigið heilsufar meira til sín taka í með meiri sjálfsábyrgð og áhuga. En þetta felur auðvitað líka i sér, að hið skólaða starfsfólk stígur niður úr hátimbruðum turnum sínum og lætur neytendum eftir ein- hverja ábyrgð og einhvern þátt- tökumöguleika, „ .. .fræöir þá um kvilla sína, svo að þeir geti hjálp- að til.en séu ekki með- höndlaðir eing og „fávitar" (,,idiots“: Margareth Mead, hinn frægi mannfræðingur. Tilvitnan- ir frá ofangreindri ráðstefnu). Maó á hvolfi. Það þykir líka orðið allgróft nú til dags að rífa neytendur út úr nánasta umhverfi sínu til að „lækna“ þá, en heillavænlegra að stunda almennt heilsugæzlustarf sem næst þessu umhverfi með sem minnstu raski á högum og daglegu samlífi þar, og helzt að bæta það. Þetta lætur kannske í! eyrum einhverra eins og kenning- ar Maos formanns um skæruhern- að, settar á hvolf, en þar leggur h^nn áherzlu á mikilvægi þess, að sl^æruhernaður hrærist, syndi, í baráttusamfélaginu eins og fiskurinn syndir í sjónum, — sjór- inn sé samfélagið. Og maóistar sigruðu altént með slíkum hug- myndum í Viet Nam. Það skyldi þó aldrei vera, að slíkt svaml í samfélagssænum á sviði heilsu- gæzlu sé ekki áhrifaminna en B; 52 sprengjuþotur læknisfræðinn-! ar hafa reynzt hingað til? Félagsráðgjafar tala mikið um þessar mundir um starf sitt í sem mestri nánd við hið eðlilega um- hverfi skjólstæðinganna Leiðrétting um“. Væri fróðlegt að frétta hvað- an þær stjórnglöðu raddir hafa ómað. Á öllum undirbúningsstigum Breiðholtsstöðvarinnar voru full- trúar þeirra heilbrigðisstétta, er aðild myndu eiga að hópstarfi stöðvarinnar, tilkvaddir til álits- gerðar. Fyrrihluta árs 1974 lá fyrir ákveðin lýsing og skilgrein- ing um þá heilsugæzluþjónustu er veita ætti á stöðinni, hvernig það starf skyldi vinna í smærri atrið- um („program"). Hefur sú starfs- lýsing verið endurskoðuð síðan eftir nýrri upplýsingum án þess að taka verulegum breytingum. Það er því hreinlega rangt með farið i greinargerð heilbrigðis- málaráðherra í Morgunblaðinu 26.3. sl. að „frumhönnun“ eigi sér stað nú fyrir stöð i Breiðholti. Nákvæm starfslýsing var þegar til 1974 og ráóherra og hans ráðgjöf- um fullkunnugt um hana. Herra Staðall kemur til sögunnar. I þessum undirbúningi var höfð hliðsjón af hinum nýju lögum um heilbrigðisþjónustu, þótt gengið væri i nokkrum atriðum lengra þar sem þeim var ábótavant (t.d. gert ráð fyrir töluverðri æfinga- meðferð, viðhaldi endurhæfingar, sálfræðiþjónustu o.fl.). Auk þess var gert ráð fyrir kennsluaðstöðu, helzt til samkennslu ýmissa heil- brigðisstétta. Það er ekkert tiltökumál, þótt lög sem gera ráð fyrir svo ákveðn- um breytingum á rikjandi ástandi í einsog hin nýju heilbrigðis-1 til sin máttinn og dýrðina í heil- brigðismálum með þeim. Nokkru síðar komu auk þess til skjalanna leiðbeiningar um hönn- un heilsugæzlustöðva, ítarlegt plagg og virðingarvert, en nokkuð þungmelt þeim, sem ætluðu sér að vinna algjörlega eftir því. Öll meginvinnan við starfslýsingu Breiðholtsstöðvarinnar hafði þá þegar verið innt af hendi og reynzt i meginatriðum i þeim anda, sem leiðbeiningarnar leit- ast við að ná fram. Enn er samt ekki til nákvæm stöðlun á heilsugæzlu og mun aldrei verða. Hún hlýtur að vera breytileg og markast af mismun- andi þörfum og áherzlum undir hinum mismunandi samfélags- kringumstæðum. Nú gera ofan- greindar leiðbeiningar ráð fyrir þvi, að við undirbúning heilsu- gæzlustöðva skuli fyrst gera út- tekt á þörfum, staðháttum og út- frá þvi lýsingu á starfseminni. Fyrst eftir slíka athugun skuli hyggja að húsnæðisþörf og „sér- hanna“. Hinsvegar er nú ráðu- neytið búið að staðla allt húsnæð- ið til almennrar heilsugæzlu og þar með auðvitað búa henni ákveðinn óumbreytileika. Ekki á að taka tillit til sérþarfa ef strangt er túlkaó. Einstakir staðl- ar eru þar teknir frá Norðurlönd- um og Englandi. Norðurlönd — ekki sízt Sviþjóð — hafa i heilsu- gæzlu einkum verið áberandi fyrir fjarveru sína frá þeim meg- in straumum sem nú renna í heimilislækningum og frum- heilsugæzlu; og frá Englandi ber- ast helzt þau tíðindi, eftir nokk- urra ára reynslu í starfi á heilsu- gæzlustöðvum, að einkum hái starfseminni fyrirhyggjuleysi varðandi húsrými og aðstöðu, sem hafi búið starfinu of þröngan stakk. Einhverju I þessum dúr virðist eiga að dengja yfir okkur nú. Fólk og fiskur. Ég er viss um að félagsfræðing- um, hjúkrunarfræðingum, sér- fróðum læknum og ekki sízt sjúkraskrár- og skrifstofu fólki því, sem leitað var til varðandi hönnun Breiðholtsstöðvarinnar, þætti að minnsta kosti lítill feng- ur að ýmsum atriðum þeirra for- senda sem liggja til grundvallar stöðlun heilsugæzlustöðva af hálfu ráðuneytisins. Yfirlýsingar eins og þær i greinargerð‘heil- brigðisráðherra, að fyrir ákveð- inn fólksfjölda þurfi ákveðinn fermetrafjölda af húsnæði, svo sem 1000 fm. fyrir sex lækna, tvo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.