Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULI 1977 43 N Bin er bikardraunur Skagamanna úti VONIR Skagamanna um að komast enn einu sinni í úrslit bikarkeppni KSÍ i knattspyrnu urðu að engu á Kaplakrikavellinum í Hafnafirði i gærkvöldi. er þeir' urðu að lúta I lægra haldi fyrir FH-ingum. 3—2 fyrir FH urðu úrslit i leiknum, eftir að staðan hafði verið 1 — 1 að loknum venjulegum leiktima. Fyrri hálfleikur framlengingarinnar var markalaus. en I seinni hálfleik voru skoruð þrjú mörk. Næsta furðuleg uppákoma! Leikurinn i gærkvöldi var sæmilega leikinn af báðum liðum. en Skaga- menn voru þó yfirleitt sterkari aðilinn og meira með knöttinn Stóknarlotur FH-inga voru hins vegar hættulegri, sérstaklega vegna þess hve mikið Jón Gunnlaugsson og Arni Sveinsson, tveir beztu leikmenn lA-liðsins I gærkvöldi I baráttu. Jón skallar þarna að marki FH eftir hornspyrnu, en rétt framhjá. 49,03 sek , en Austur-Þjóðverjinn Volker Beck er sá sem tekið hefur mestum framförum. Hann á þriðja bezta árangurinn i heiminum i ár 49,07 sek og er eini Evrópubúinn sem kemst upp á milli Bandarikja- mannanna sem skipa efstu sæti afreka- skrárinnar i ár, eins og svo oft áður. Stökk Hástökk: Gifurlegar framfarir eru að verða i hástökki um þessar mundir og segir það mestu söguna að þrir menn hafa farið yfir 2,30 metra i ár. Það skal fyrstan telja Sovétmanninn Jasjtsjenko sem stökk 2,33 metra i Richmond i Bandarikjunum og setti þar með nýtt heimsmet Ekki er óliklegt talið að hann fari yfir 2,35 metra i ár. Sjálfsagt fær hann þó harða keppni frá landa sinum Alexandr Grigorjev og Banda- rikjamanninum Dwigth Stones, en þeir hafa báðir stokkið 2,30 metra Jafn- beztur allra hástökkvara i sumar hefur þó Austur-Þjóðverjinn Rolf Beilschmidt verið, en hann hefur stokkið yfir 2,25 metra á öllum mótum sem hann hefur keppt i Bezti árangur hans i ár er svo 2,27 metrar og skipar hann þar með sjötta sætið á afrekaskránni, ásamt Olympíumeistarunum Jacek Wzyola frá Póllandi. Stangarstökk: Hvorki fleiri né færri en 1 3 stökkvarar hafa farið yfir 5,50 metra í stangarstökki i ár Framstur i flokki er Pólverjinn Wladyslaw Kozakiewicz sem setti nýlega Evrópu- met og stökk 5,66 metra. Annan bezta árangurinn á Bandarikjamaðurinn Earl Bell, 5,60 metra, en athygli vekur sókn Evrópubúa í þessari grein, sem löngum hefur verið „bandarisk" Langstökk: Enginn nær að ógna heimsmetinu i iangstökki (8,90 metr- um) hvað þá meira. Takmark flestra langstökkvara nú eru 8,50 metrar, en enginn hefur haldur náð svo langt Beztu stökkvararnir ná röskum átta metrum, og það er Nedad Stekic frá Júgóslavíu sem stokkið he'ur lengst i ár 8,27 metra. Skarar hann greinilega framúr i þessari iþróttagrein nú, og tapar tæpast keppni Bandarikjamaður- inn Arnie Robinson á annan bezta árangurinn 8,24 metra, en þriðja sæt- ið skipar Larry Doubley frá Bandaríkj- unum, 8,22 metra Þrístökk: Litlar breytingar verða i þristökkinu frá ári til árs. Sovétmaður- inn Viktor Sanejev, sem nú er orðinn 32 ára er enn á toppnum, þótt reyndar hafi hann ekki náð bezta heimsárangr- inum i ár Hann á Bandarikjamaðurinn Ron Livers, 1 7,1 9 metra Annan bezta árangurinn á Sovétmaðurinn Anatolij Pisjuklin, 17,04 metra og þeir Sanejew og Tommy Haynes frá Banda- rikjunum hafa báðir stokkið 1 6,90 m. Köst Kúiuvarp: Erábær árangur hefu. náðst i kúluvarpi i ár og er baráttan á toppnum geysilega jöfn. Meðal þeirra sem eru i þeirri toppbaráttu er Hreinn Halldórsson Sennilega verður Austur- Þjóðverjinn Udo Beyer að teljast bezti kúluvarpari heims nú, en hann hefur oft kastað yfir 21 metra, lengst 21,46 metra Reijo Staalberg frá Finnlandi hefur varpað 21,22 metra og Hreinn er með 21,09 metra Mæti þeir kapp- ar. sem boðaðir hafa verið til leiks á Reykjavikurleikudum, má búast við að þar fari fram „kúluvarpskeppni aldar- innar" og ekki ótrúlegt að heimsafreka- skráin fíki þar verulegum breytingum. Kringlukast: Beztan árangur i kringlukasti i ár á Bandarikjamaðurinn Ken Stadel sem kastað hefur 69,46 metra, en annar i röðinni er landi hans og heimsmethafi. Mac Wilkins, með 69.18 metra. Wilkins hefur þó alls ekki verið öruggur i mótum þeim sem hann hefur tekið þátt i að undanförnu, og tapað oftsinnis. Sá sem sigrað hefur i hverju mótinu af öðru er Austur- Þjóðverjinn Wolfgang Smidt en hann hefur kastað bezt i ár 67,94 metra og skipar sjötta sætið á heimsafreka- skránni. Einn Norðurlandabúi er mjög ofarlega á blaði — Norðmaðurinn Hjeltnes, sem kastað hefur 65,66 metra. Sleggjukast: Beztum árangri i ár hefur Vestur-Þjóðverjinn Karl-Henz Riehm náð, 77,60 metrum. en næstu fjórir menn á afrekaskránni eru allir frá Sovétríkjunum: Dmitrenko með 76,52 metra, Sajsjuk með 75,90 metra, Bounjev með 75,78 metra. Fátt hefur komið á óvart i þessari grein í ár, en nokkrir ungir menn eru þó að koma fram á sjónarsviðið sem vafalaust gera hrið að 80 metra múrnum á næstunni Framhald á bls. 24. óöryggi var yfir vörn Akurnesinga. Skall stundum hurð nærri hælum við (A -markið af þeim sökum Fyrsta mark leiksins kom á 65. min- útu og var það Logi Ólafsson sem það skoraði. FH hafði þá átt sókn, sem Skagamenn höfðu öll tök á að stöðva. En þegar á reyndi heppnaðist það ekki betur en svo að sá er ætlaði að spyrna knettinum frá spyrnti beint i FH-ing, og þaðan barst knötturinn fyrir markið, þar sem Logi var á auðum sjó Brást honum ekki bogalistin. Eftir mark þetta herti Akranesliðið sókn sina, en i hana vantaði þó allan neista, og FH-ingar áttu oftast auðvelt með að halda gestunum í hæfilegri fjarlægð frá marki sinu Það var ekki fyrr en Pétur Pétursson kom inná, að sókn Skagaliðsins bar loks árangur Þegar 10 minútur voru til leiksloka, tók Karl Þórðarson hornspyrnu og sendi vel fyrir markið, þar sem Pétur stökk allra manna hæst og skallaði knöttinn fast og örugglega í mark FH-inga Þar með töldu flestir að úrslit leiks- ins væru ráðin og fyrri hluti framleng- ingarinnar gaf vissulega ekki ástæðu til þess að ætla annað Leikmennirnir voru greinilega teknir að þreytast og miðjuþóf var orðið áberandi Enn sem áður voru það þó Skagamenn sem voru ivið sterkari aðilinn, en gekk illa að opna sér leið að FH-markinu Seinni hálfleikur framlengingarinnar bauð svo upp á þrjú óvænt mörk. Það fyrsta kom þegar á annarri minútu hálfleiksins og var það hinn leikni miðherji FH-liðsins, Ólafur Danivalsson sem það gerði, eftir mistök i vörn Akurnesinga. Staðan var orðin 2—1 fyrir FH og menn fóru að tinast af vellinum, fullvissir um að slik yrðu úrslit leiksins En þegar 5 minútur voru eftir af leiktimanum var Pétur Pétursson á ferðinni og jafnaði aftur metin fyrir Akranes Til þess að skora þetta mark fékk hann aðstoð frá Janusi Guðlaugs- syni sem átti misheppnaða sendingu fyrir fætur Péturs, sem þakkaði strax EFTIR fyrri hluta keppni Evrópu- meistaramóts unglinga I golfi. sem fram fer i Ósló er sveit islands i 13. og næst siðasta sæti i keppninni, hefur leikið á 398 höggum samtals. Sveit Svíþjóðar hefur hins vegar for- ystu i keppninni, hefur leikið á 379 höggum. en Frakkar og frar fylgja fast á eftir með 380 högg og 382 högg. Þótt fslendingar séu i næst neðsta sæti. á sveitin tvímælalaust gott boð og sendi knöttinn með góðu skoti i FH-markið. Siðasta orðið og úrslitaorðið i leik þessum átti svo Viðar Halldórsson. Þegar aðeins 2 minútur voru eftir af leiknum var dæmd aukaspyrna á Akur- nesinga, rétt utan vitateigs. Sendi Við- ar knöttinn beint úr aukaspyrnunni í bláhorn Akranesmarksins og tryggði þar með liði sinu sigurinn — óvæntan sigur eins og komið var. Einhver deyfð virðist nú vera yfir Akranesliðinu og góðir leikkaflar sem' liðið náði nægði þvi ekkí. Fyrst og fremst var um of öryggisleysi i vörn- inni, þrátt fyrir að þar ætti Jón Gunn- laugsson góðan leik. Hann mátti sin Framhald á bls. 24. góða möguleika á að ná sér upp. takist henni sæmilega upp i keppn- inni i dag. Þær þrjár sveitir sem eru næstar á undan henni. Danmerkur. Hollands og Finnlands eru allar með 395 högg, og sveit Vestur- Þýzkalands sem er i niunda sæti er með 394 högg. ÞaS eru Belgiumenn sem reka lestina i keppninni eftir fyrri daginn. en þeir léku i gær á 413 höggum. UNGLINGARNIR AFTARLEGA Deddarbikarkeppni A TILTÖLULEGA fáum árum hefur liðum liðum fjölgað f 1. og 2. deild úr 6 I 10. Arið 1967 léku sex lið í 1. deild, en á þessu ári eru þau orðin fíu f fyrsta skipti. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um þessa fjölgun sem von er. Þeir sem hafa. verið andvfgir svo mörg- um liðum f deildunum benda á, að leiktfmabilið hér á landi sé svo stutt, að tfmi vinnist varla til þess að leika 18 umferðir, álagið sé of mikið á leikmenn- ina og aðsókn verði minni af hverjum leik. A hinn bóginn er bent á, að 18 leikir séu engin ofraun fyrir leikmenn f fullri æfingu, mótin séu skemmtilegri og meira spennandi og fleiri lið fái tæki- færi til að spreyta sig f l..deild. Persónulega legg ég mest upp úr sfðastnefndu rökunum. A sfðustu árum hafa nv félög skipað sér sess meðal þeirra beztu: Vestmannaeyjar, Breiðablik, FIl, Þróttur svo dæmi séu tekin. Flest þessara féiaga hafa lengi stundað knattspyrnu, en sjaldan eða aldrei fengið tækifæri vegna þess hversu bekkurinn var þétt setinn af hinum stærri og sterk- ari félögum. Nú hafa yngri félögin sannað tiiveru sfna. Knattspyrna er stunduð af meiri alvöru og metnaði á fleiri vfgstöðvum en áður og það skapar fleiri frambærilega leikmenn f úrvalslið. Það er t.d. eftirtektarvert að f drengja- landsliði tslands er enginn leikmaður frá Fram, Val eða IA en fjölmargir frá félögum eins og Breiðabiiki, Þrótti, IBV, Stjörnunni, Grindavfk, KA ofl. Þetta er ekki sagt fyrr- nefndu félögunum til hnjóðs, heldur til að benda á að breidd- in hefur aukist. Allt er þetta jákvætt þegar á það er litið að knattspyrna á að vera fþrótt fjöldans en ekki fárra útvaldra. Vissulega mæta okkur marg- vfsleg vandaniál, þegar svo mörg lið eru orðin þátttak- endur f 1. og 2. deild en að væri frumhlaup að fækka strax aftur áður en nokkur reynsla er feng- in á núverandi fyrirkomulagi. Keppnin um tsiands- meistaratitilinn á að hafa for- gang, til hennar á að vanda og þróunin hefur tvfmælalaust verið f þá átt með fjölguninni og bættu skipulagi. Bikar- keppni KSl skipar og háan sess. Hinsvegar hafa vormótin sett niður, Revkjavfkurmótið er að- eins svipur hjá sjón, Litla Bikarkeppnin er nánast æf- ingamót og Meistarakeppni KSl hefur aldrei staðið undir nafni. Hér þarf að gera bragarbót á. Ég hef oft hreyft þeirri hug- mynd, að f stað áðurnefndra vormóta skyldi sett á laggirnar svokölluð Deildarbikarkeppni. Þar væri liðum skipt niður f riðla, tvö efstu liðin f hverjum riðli kæmust áfram f útsláttar- keppni, sem endaði með vegleg- um úrslitaleik. Þessi keppni mundi án efa vekja meiri áhuga og verða drýgri tekju- lind, en þau mót sem nú eru f gangi f upphafi keppnistfma- bils. Reykjavfkurmótið þyrfti ekki endflega að leggja niður. Það mætti leika á öðrum tfma og með öðrum hætti, t.d. gætu stærri félögin gefið sfnum vara- liðum tækifæri þar. I sambandi við varaliðin eða 1. flokk hefur mér réttilega verið bent á, að meira þyrfti að gera fyrir þann flokk. Hætt er við að leikmenn sem standa utan við meistara- flokk og ekki fá þar tækifæri, hætti fljótlega æfingum. Þessu má ráða bót á, með þvf að gera 1. flokksmótunum hærra undir höfði. Breytingum, eins og hér hef- ur verið minnst á, verður auð- vitað ekki þvingað f gegn. Um þær þurfa að skapast samstaða, sem vonandi tekst áður en langt um líður. Ellert B. Sehram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.