Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULl.1977 21 Spáiut sækir um aðild að EBE Frá Ole WUrtz, fréttaritara Mbl. í Brussel. SPÆNSKA stjórnin samþykkti á fundi sfnum um helgina að sækja um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, og verður umsóknin lögð fram f Briissel i dag, fimmtudag. Ilefur þetta orðið tilefni til um- ræðna um nánari samvinnu Spán- ar við Atlantshafsbandalagið, en þegar Marcelino Oreja, utanrfkis- ráðherra Spánar, sem nú er í Briissel. var inntur eftir þessu f gær, vildi hann ekkert um málið segja, og kvaðst kominn til borgarinnar til að ræða aðildina að EBE. Það hefur vakið athygli að á fimmtudagskvöldið heldur sendi- herra Spánar veizlu til heiðurs Oreja, en þar verða ekki aðrir gestir en háttsettir starfsmenn NATO með Joseph Luns í broddi fylkingar. Á síðari árum hafa Bandarikin haft áhuga á að fá Spán i Atlants- hafsbandalagið, en í gildi er varnarsamningur milli ríkjanna, sem hefur í för með sér mikinn kostnað fyrir Bandarikin. í Briissel er almennt búizt við þvi að Bandaríkin muni herða róður- inn í þessu efni þegar Spánn hef- ur í krafti lýðræðisþróunarinnar í landinu fengið inngöngu í EBE. Þegar fréttaritari Morgunblaðs- ins ræddi við Oreja í gær forðað- Enn er barizt í Líbanon þrátt fyrir vopnahlé Sfdon, I.ihanon. 27. júll Reuler ENN KOM til átaka milli hægri sinnaðra Lfbana og Palestfnu- araba í Suður-Lfbanon f dag, þrátt fyrir vopnahlé, sem í gildi gekk fyrir fáeinum dögum. Ilaft er eftir ferðamönnum á þessum slóðum, að þrfr hafi fallið og sjö særzt f skotbardögum f gærkvöldi milli óvinaliðanna, sem bækistöðvar hafa í þorpum austarlega á landamærunum, sem liggja að tsrael. Iléldu bardagar áfram í dag að þvf er sömu heim- ildarmenn segja, en ekki urðu frekari slys á mönnum. Palestínumenn segja, að i dag hafi maður fallið og þrír særzt þegar ísraelsmenn og hægrisinn- ar hafi skotið á þorp við mlðbik landamæralínunnar. Þrátt fyrir þessar nýju ófriðar- blikur hafa báðir aðilar hafið brottflutning liðs í samræmi við fyrsta þátt friðaráætlunarinnar, sem ganga á í gildi næsta laugar- dag, en samningur sem gerður var í Kaíró 1969 og kveður á um að 400 palestinuarabar eigi grið- land í Líbanon, er ein grund- vallarforsenda þessarar áætlunar. ist hann að tjá sig um málið, sennilega af þeirri ástæðu meðal annars, að ekki er talinn vera meirihluti innan spænsku stjórnarinnar fyrir NATO-aðild. Bandariski sendiherrann hjá NATO sagði í þessu sambandi: „Spánverjum liggur ekkert á. Lofum þeim að taka sér þann tima, sem þeir þurfa.“ Ekki leikur vafi á að núverandi formaður ráðherranefndar EBE, Henri Simonet, utanríkisráðherra Belgíu, muni taka umsókn Spán- verja vel, en ýmis vandkvæði eru á að þeir fái aðild að svo stöddu. Á þriðjudaginn var gerði Louis de Guringaud utanrfkisráðherra Frakklands grein fyrir rökum sin- um gegn aðild Spánar, Grikklands og Protúgals. Þar er einkum um að ræða hagsmuni Frakka í land- búnaði, en þjóðirnar þrjár fram- leiða sömu vörur, þ.e. vín og ávexti. Franski kommúnista- flokkurinn lýsti þvi yfir í vikunni að fjölgun rikja í EBE yrði til þess að franskir bændur kæmust á kaldan klaka. Enda þótt stjórnmálalegur vilji fyrir aðildinni sé fyrir hendi ligg- ur beinast við að ætla að samn- ingaviðræður geti dregizt á lang- inn, jafnvel fram yfir 1980. Miklir hitar hafa verið f Japan að undanförnu og hafa menn flykkzt á baðstrendur til að kæla sig. Myndin var tekin á Katase-Enoshima-ströndinni rétt fyrir sunnan Tókýð um helgina, en þá taldi lögreglan að þar hefðu verið samankomin um 145 þúsund manns. Bandaríska utanríkisráðuneytið um Kambódíu: Vannæring og farsóttir út- rýma fleirum en aftökurnar Rauðu khmeramir bera ábyrgðina Eru ræningjar Fiat-for- stjórans haBgri öfgamenn? Madrid, 27. júlf. Rc'uter. LÖGREGLAN á Spáni telur Ifk- ur á þvf að Luchino Revelli- Beaumont, forstjóra Fiat f Frakklandi, hafi verið rænt f pólitfskum tilgangi. Um helg- ina voru handteknir f Madrid og á suðurströnd Spánar sjö Argentínumenn og ttali fyrir meinta aðild að mannráninu, en Revelli-Beaumont var sleppt gegn tveggja milljón dala lausnargjaldi fyrir hálfum mánuði. Megnið af þessum fjármunum fannst nýlega f bankahólfi f Sviss. Á sfnum tíma lýsti svonefnd Sameiningarnefd sósíalískrar byltingar ábyrgð sinni á mann- ráninu, en að sögn spænsku lög- reglunnar bendir ýmsislegt til að hægri sinnaðir öfgamenn eigi sökina, t.d. er einn hinna handteknu sagður vera fyrrver- andi stuðningsmaður Juan Perons fyrrum Argentinufor- seta. Frönsk yfirvöld gera kröfu til þess að fá mennina framselda en sannað þykir að a.m.k. sjö þeirra eigi litskrúðugan glæpa- feril að baki sér. Washington. 27. júlí. AP. Aðstoðarutanrfkisráðherra Bandarfkjanna, Richard Hol- brooke, sem fjallar um málefni Asfu austanverðrar, segir, að kommúnistastjórnin f Kambódíu verði ekki einungis kölluð til ábyrgðar vegna þeirra, sem tekn- ir hafa verið af lffi f landinu að undanförnu, heldur og þeirra, sem látið hafa Iffið af völdum vannæringar og farsótta. Ráð- hcrrann sagði, að Bandarfkja- stjón hefði ekki handbærar tölur um þá, sem týnt hafa Iffi sfðan rauðu khmerarnir tóku völdin ár- ið 1975, en fullyrti að margfalt fleiri hefðu látið Hfið af sjúkdóm- um og vannæringu en þeir, sem harðstjórnin hefði látið Iffláta, og væri þess að gæta f þessu sam- bandi að stjórnin hefði neitað að Eldar umlykja Santa Barbara í Kaliforníu Santa Barbara, 27. júlí. Reuter. AP. FIMM kflómetra eldveggur æddi í dag til borgarinnar Santa Bar- bara f Suður-Kalifornfu og eyddi lúxusheimilum og öllu öðru sem varð á vegi hans. Miðbær Santa Barbara er f hættu af völdum eldanna sem lög- reglan segir stafa af íkveikju. Reynt er að ráða niðurlögum þeirra f aðeins um kílómetra fjar- lægt frá dómhúsi bæjarins og um þriggja kflómetra fjarlægð frá Kyrrahafi. Að minnsta kosti 240 hús brunnu til grunna og flytja varð 3.000 íbúa frá heimilum sínum, marga í náttklæðum, þegar eld- arnir breiddust út til Santa Bar- bara frá fjöllunum fyrir austan borgina. Að minnsta kosti 22 manns fengu minniháttar bruna- sár-------------...______________ Einna verst úti varð útborgin Montecito, lúxushverfi sunnan við borgina, þar sem slökkviliðs- menn sögðu að 250.000 dollara lúxusheimili hefðu sprungið eins og púðurkerlingar. Allt að 1.000 slökkviliðsmenn tóku þátt i slökkviliðsstarfinu og nutu stuðnings flugvéla sem dældu vatni í tonnatali úr tönkum á logana. Embættismenn sögðu að lítil von væri til þess að takast mætti að hefta útbreiðslu eldsins fyrr en vindinn lægði. Hundruð manna flúðu frá heimilum sinum þegar lögreglan reyndi að ráða niðurlögum elds- ins. Yfirmaður slökkviliðsins seg- ir að eldurinn hafi komið upp í um hálfs kílómetra fjarlægð frá stað þar sem mikill eldur geisaði 1964 og eyðilagði 200 heimili í hæðum fyrir ofan miðbæinn og i fjörunm við bæinn. Vindar mögnuðu eldinn þannig að hann umlukti suðaustur og norðausturhluta borgarinnar á ör- fáum klukkustundum. Vindhrað- inn mældist 65 km á klst. Margt efnað fólk sem flýði heimili sín fluttist í fjölda hótela sem eru á víð og dreif um bæðinn í stað þess að leita hælis í ein- hverjum þeirra sjö búða sem hef- ur verið komið upp fyrir fólk sem hefur orðið að yfirgefa heimili sin. Seinna lýsti Edmund Brown ríkisstjóri yfir neyðarástandi í Santa Barbara og veitti fé í sjóð sem á að standa straum af við- gerðum vegna tjóns af völdum eldsins. Brown rikisstjóri skipaði jafn- framt 120 þjóðvarðliðum að fara til Santa Barbara að hjálpa lög- reglunni þar til að hafa hemil á fólki sem flykkist þangað til að horfa á eldana. taka við lyfjum, sem boðizt hefðu erlendis frá, en með þeim hefði mátt afstýra þvf að malaría og fleiri mannskæðir sjúkdómar breiddust út. Holbrooke svaraði Charles Twining starfsmanni utanríkis- ráðuneytisins með máiefni Kam- bódiu sem sérsvið, spurningum þingnefndar undir forsæti Don Frasers þingmanns frá New York, sem mjög hefur látið mannrétt- indamál til sin taka. Holbrooke og Twining lögðu á það áherzlu, að engin leið væri að fylgjast með þvi hversu margir hefðu orðið fórnarlömb stjórnar rauðu khmeranna, þar eð Kambódia væri lokað land, og einu upplýs- ingarnar sem þaðan kæmu væru frá flóttafólki. Twining segist hafa átt tal við þúsundir flóttamanna frá Kam- bódíu og hafa um það upplýsing- ar, að fjöldi fólks hafi að undan- förnu flúið til Vietnams, en að samskipti Kambódiu og Víetnams einkenndust af spennu. Taldi hann að Víetnamar reyndust flóttafólkinu vel, um leið og hann sagði að flóttamannastraumurinn til Thaiiands hefði minnkað veru- lega. A árinu 1975 hefði verið gifurlegur straumur, en nú kæmu aðeins milli 50 og 100 á mánuði. Hann sagði ástæðu til að ætla að aðeins lítill hluti þeirra, sem legðu á flótta, kæmust á leiðar- enda, e.t.v. milli 5 og 10 af hverj- um þrjátiu. Margir létu lifið er jarðsprengjur spryngju undir fót- um þeirra eða væru skotnir af landamæravörðum. Þá sagði Twining, að flóttamenn hefðu skýrt svo frá að fólk, sem gripið hefði verið á flótta, hefði verið lítlátið í augsýn ibúa heilla þorpa, öðrum til viðvörunar. Agizkanir um fjölda fórnar- iamba rauðu khmeranna í Kam- bódiu eru mjög mismunandi, ailt að einni miiljón, en þeir sem var- legast áætla tala um 4—6 þúsund. F jöldi ferst í flóðum í Pakistan Rawalpindi, 27. júlí. Reuter. UM fimmtfu manns létust og fjöldi slysa varð vegna flóða, sem urðu af völdum mikillar úrkomu f norðurhluta Pakistan. og flóðin hafa einnig valdið miklum skemmdum á byggingum og upp- skeru að sögn yfirvalda f Pakist- an. Fjórir létust, er eldingu laust niður, og einn lézt, þegar hús hrundi vegna flóðanna. Alls hafa þá 132 manns farizt á síðustu tveim vikum vegna afleið- inga mikilla rigninga í norður- hluta Pakistans. Carter undirritar fiskveiðisamning JIMMY Carter forseti til- kynnti í dag að hann hefði undirritað bráðabirgða fiskveiðisamning við Kanada. Samningurinn kveður á um gagnkvæmar fiskveiði- heimildir f 200 mílna fisk- veiðilögsögu Bandaríkj- anna og Kanada. Carter skipaði jafnframt Lloyd N. Cutler samninga- mann Bandaríkjanna í við- ræðum sem eiga að hefjast í næstu viku um mörkin milli fiskveiðilögsögu land- anna og önnur fiskveiði- mál. Samkomulag tókst ekki í fyrri viðræðum sem höfust 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.