Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR-1S78 33 Sögur frá lesendum María Ólafsdóttir, 9 ára, Langholtsvegi 112 b, Reykjavík Greta Sverrisdóttir, Alfheimum 11, Reykjavík. A OG FOSTUNA Edda Yr Guðmundsdóttir, 8 ára, Sigluvogi 4, R. Elín Sigurgeirsdóttir, 5. E.Ö. Langholtsskóla, Revkjavík Nonni og Gonni Eftir Sigurjón Kjartansson frá ísafirði Einu sinni voru tveir strákar sem hétu Nonni og Gonni. Þeir voru voSa skrýtnir strákar SumirsögSu, aS þeir væru kaldir. En flestir sögðu að það væri algjör vitleysa. En hver hafði svo rétt fyrir sér? Það skulum við fð að heyra seinna i sögunni. Dag einn voru þeir Nonni og Gonni að fara út á eyðieyju. Þeir fóru á bafnum sínum og höfðu spurt foreldra stna. Þeir leyfðu þeim það með þvi skilyrði. að koma ekki seint heim. Þeir lofuðu þeim þvi. Gonni var dálitið yngri en Nonni. svo að það var betra fyrir Nonna að stýra. „Heldurðu. að við lend- um i ævintýrum?" spurði Gonni Nonna „Nei. það efast ég um," sagði Nonni. „En ef veðrið versnar," sagði Nonni. „lendum við sjálfsagt i ævintýrum." Loks komust þeir á eyðieyjuna. Þá sagði Nonni: „Eigum við að ganga upp á fjallið?" „Já," svaraði Gonni. „Ég hélt. að þetta fjall væri miklu stærra." „Nei. góði minn." sagði Nonni. Og loks komust þeir upp að klettum. „Hér er dálitið brjálæðislegt," sagði Nonni. Svo byrjuðu þeir að klifra upp. Allt i einu datt Gonni og hrapaði niður. Hann hvarf augum Nonna. Hann flýtti sér niður og fór að leita að Gonna. Svo fann hann hann inni i helli brosandi. Gonni var búinn að finna fjársjóð! Siðan héldu þeir heim á leið með fjársjóðinn. Og þeir, sem sögðu. að þeir væru kaldir, höfðu rétt fyrir sér! Sigurjón Kjartansson, ísafirði Sögur til síðunnar Margar sögur og myndir hafa borist síð- unni og við þökkum fyrir þær. Við vonum, að enn fleiri eigi eftir að senda okkur sögur, sem þið búið til sjálf — eða frásagnir af einhverju merkilegu, sem hefur komið fyrir ykkur. Og teiknið myndir með, ef þið viljið. Munið bara að skrifa skýrt og teikningar koma best fram, séu þær gerðar með tússi og litaðar vandlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.