Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978 t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, ÞURÍOUR DANÍELSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 28 febrúar kl 1330 Blóm vinsamlega afþökkuð Þeim sem vildu minnast hennar. er vmsamlegast berít á Sjúkrahús Akraness Þorleifur Sigurðsson, böm og tengdabörn. t Eigtnmaður minn, faðir. tengdafaðir og afi, JÓN ÁSGEIRSSON stóðvarstjóri Elliðaárstöðinni. Reykjavik sem lézt að heimili sinu 20 febrúar verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni 28 febrúar kl 13 30 Blóm vinsamlega afþökkuð. en þeim sem vildu minnasf hans er bent é Kristniboðið i Konsó eða Byggingarsjóð KFUM Gunnþórunn Markúsdóttir Ásgeir M. Jónsson Gerður Ólafsdóttir Sigrtður Jónsdóttir Pétur Sigurðsson Guðrún Jónsdóttir Guðmundur M. Guðmundsson og bamabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar. EGGERT ÓLAFSSON, Furugerði 9, verður jarðsettur mánudaginn 27 2 kl 1 30 frá Fossvogskírkju Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðtr en þeir sem vildu niinnast hans er bent á Hjartavernd Guðbjörg Valdimarsdóttir og börn. t Utför mannsins mins SIGURGÍSLA ÁRNASONAR. húsasmíðameistara, Hæðargarði 22. fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1 marz kl 3 síðdegis Þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Multiple scleroses félag íslands hjá Sjálfsb|örgu Fyrir hond vandamanna Sigriður Marinósdóttir. r- Eggert Olafsson Minningarorð Fæddur27. ágúst 1923 Dáinn 16. febrúar 1978 I önnum dagsins hringir sím- inn. Eitthvað hefur komið fyrir hann Eggert, og örstuttu síðar er ljóst að Eggert Ólafsson, vinur minn og mágur, hefur fengið kall- ið sem við öll fáum. En einhvern veginn er það svo að við erum ekki alltaf tilbúin að meðtaka dauða vina okkar sem falla skyndilega frá á bezta starfsaldri. En maðurinn með ljáinn spyr hvorki um stund eða stað. Eggert var fæddur 27. ágúst 1923 að Dal- bæ í Gaulverjabæjarhreppi, son- ur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur frá Geldingaholti og Ólafs Gests- sonar frá Húsatóftum á Skeiðum. Hann fluttist á unga aldri með foreldrum sínum að Efri- Brúnavöllum á Skeiðum, en þar bjuggu foreldrar hans myndarbúi í rúmlega þrjátfu ár. Að Efri-Brúnavöllum ólst Eggert upp í hópi 6 systkina við umhyggju og ástríki foreldranna. Þó var hann um tíma í fóstri hjá Ingveldi móðursystur sinni og Jóhannesi manni hennar, fyrst að Laugarbökkum í Ölfusi og síðar i Reykjavík. Avallt bar hann i brjósti virð- ingu og þakklæti til þeirra Ing- veldar og Jóhannesar. Eftir nám í héraðsskólanum á Laugarvatni flyst Eggert til Reykjavikur og lýkur námi í húsa- smíði hjá öðlingsmanninum Ingi- bjarti Arnórssyni árið 1945. Þann 8. júní 1946 var mikill hamingjudagur í lífi Eggerts, en þá gekk hann að eiga mikla mann- kostakonu og tryggan lífsföru- naut, Guðbjörgu Valdimarsdóttur frá Bíldudal. Heimilislíf þeirra mótaðist af ást og umhyggju fyrir hvort öðru, og kærleika til barnanna sinna og siðar tengdabarna og barnabarna. Eggert og Guðbjörg eignuðust 6 börn og bera þau öll þess vott að þau hafa hlotið umhyggjusamt SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég heyrði prestinn okkar segja, að enginn gæti verið sífellt andlegur. Presturinn hefur alltaf uppörvað mig. En vegna þessara orða hef ég misst trú á honum. Ef til vill misskilduð þér prestinn yðar. Hann hefur áreiðanlega átt við, að stundum þurfum við að breyta um verkefni og umhugsunarefni. Það er til dæmis gott og dásamlegt að lesa Biblíuna — en þess er ekki að vænta, að við séum sífelit að lesa Biblíuna. Bæn ber að iðka, og þó ætlast Guð ekki til þess, að við séum að biðja hverja stund dagsins. Það er hollt að ræða um trú og andleg efni. Samt tölum við stundum um önnur mál. Kristur á að skipa öndvegið í lífi okkar, en við það hlaupum viö ekki frá skyldum okkar við lífið, t.d. heimili, skóla, samneyti við annað fólk o.s.frv. Hugsanlegt er, aó presturinn hafi séð votta fyrir jafnvægisleysi í lífi ykkar og hafi einungis viljað hjálpa ykkur. Talið við hann aftur um þetta,- og ég er viss um, að hann leiðbeinir yður. + Móðir okkar. tengdamóðir og amma. ÁSTÞRÚÐUR SVEINSDOTTIR, er lést að Reykjalundi 20 febrúar s 1 verð jr jarðsungin frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 28 febrúar kl 1 3 30 Blóm og kransar vinsam- legast afþökkuð en þeim sem vildu mínnast h'ennar. er bent á heilsuhælið að Revkialundi Bergþóra K ristinsdóttir Sveinn Kristinsson Edda Guðlaugsdóttir Sigurður Kristinsson Þórey Guðmundsdóttir Arnheiður Kristinsdóttir Örn Ragnarsson Bryndis Kristinsdóttir Þórður Óskarsson Unnur Kristinsdóttir Orri Vigfússon Jón Kristinsson Unnur Steingrímsdóttir Kristján Kristinsson Oddný Dóra Halldórsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem vottuðu DEGI SIGURJÓNSSYNI, Litlulaugum, Reykjadal áður skólastjóra, virðingu sína og samhug við andlát hans og jarðarför Sérstakar þakkir færum við læknum hjúkrunarfólki og öðru starfsliði Sjúkrahúss Húsavíkur fyrir umhyggju og aðhlynningu að honum síðustu dvalar- og legumánuði hans þar Systkini hins látna og aðrir vandamenn. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns mins og bróður okkar EGILS SÍMONARSONAR, lögg, endurskoðanda. Sigriður Krístjánsdóttir, Björg Símonardóttir, Sigurður Simonarson Lokað vegna jarðarfarar Verzlun vor og skrifstofa verða lokaðar þriðjudaginn 28 febrúar frá kl 2 til 5 vegna jarðarfarar frú Marie Ellingsen. Verzlun O. Ellingsen h.f. uppeldi og eru dugmiklir þjóðfé- lagsþegnar í dag. Þau eru: Ólafur bifvélavirki giftur Önnu Maríu Snorradóttur, Svalbarðseyri. Sjöfn gift Guð- mundi Davíðssyni vélvirkja, Mos- fellssveit. Inga Sonja gift Rúnari Valssyni lögreglumanni, Vopna- firöi. Þröstur múrari giftur Önnu Jónsdóttur, Reykjavík. Ragnar málarí heitbundinn Kristbjörgu Friðriksdóttur, Reykjavik. Bjarni bifreiðastjóri giftur Ósvör Jakob- sen, Færeyjum. Barnabörnin eru orðin 13 og voru sannkölluð augasteinar afa síns. Þaö er ljóst að til að sjá stórri fjölskyldu farborða þarf mikinn dugnað og víst er að Eggert hlifði sér hvergi. Ef til vill ekki hugsaö nógu vel um sína eigin heilsu í baráttu sinni fyrir velferð fjölskyldunn- ar. Eggert vann við almennar tré- smiðar allt til ársins 1971, en þann 1. júlí það ár hóf hann störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur^ og vann þar allt til hinstu stund- ar. Ég hygg að störf sín hjá Raf- magnsveitunni hafi hann unnið af sömu trúmennsku og skyldu- rækni og hann hafði þegar tamið sér á unga aldri, og víst er að hann bar hlýjan hug til starfs- manna sinna þar. Eggert hafði sérstaklega létta lund. Það var nærri sama á hverju gekk, alltaf sá hann þaö spaugilega út úr hlutunum, fljót- ur að svara, en særði aldrei nokkurn mann. A seinni árum eftir að börnin stofnuðu sín eigin heimili og fjárhagurinn léttist var farið í ferðalög og mikil var ánægja hans að heimsækja börnin sín síðast liðið sumar og vera viðstaddur brúðkaup yngsta sonar sins i Færeyjum í desember síðast liðnum. En nú hefur Eggert lagt upp í sína hinstu ferð, og ég veit að hann þarf ekki að kvíða heimkom- unni. Nú að leiðarlokum þökkum við hjónin Eggert samfylgdina og biðjum honum blessunar Guðs. Guðbjörgu, börnum þeirra og tengdabörnum og öllum öðrum ættingjum og vinum votta ég mína innilegustu samúð. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Jón Þórarinsson. — Maðurinn sem á metið Framhald af bls. 22. part ólæs og óskrifandi, tekur ör- lögum sínum þegjandi og þakkar fyrir aö halda lífi. Það lítur sem sé ekki út fyrir það, að lands- lýðurinn rísi gegn Maciasi fyrst um sinn; bæðj vantar forystuna og búið að hræða almenning til algerrar undirgefni. Eini vestræni sendiherrann, sem eftir er í Miðbaugsgíneu er sendiherra Frakka, Jacques Forunier. Varð hann eftir í landinu til þess að gæta viðskipta- hagsmuna Frakka þar ef mögu- legt væri. Fyrrverandi undir- maður Fourniers hefur lýst ástandinu í landinu svo, að það væri „eins og í fangabúðum“. „Kringum stjórnarbyggingarnar í Malabo er hár múr og liggur þvert yfir aðaltorg borgarinnar. Er engum hieypt inn fyrir hann nema stjórnarherrunum og trygg- ustu handbendum þeirra ... Flestar verzlanir í borginni eru tómar orðnar. Byggingum hefur ekki verið haldið við iengi og eru þær margar orðnar hrörlegar. Eitt sinn fór rafmagnið af I einu borgarhvertijiu, ög komst það ekki á aftur fyrr en að þremur vikum liðnum. ... Allmargir útlendingar eru í landinu og Kúbanir flestir þeirra. Kúbanir eru einir 500 talsins, og þar af lífvörður Maciasar. Ég veit ekki til þess, að útlendingarnir, (þ.e. Sovétmenn, Kúbanir og Kín- verjar) hafi tekið þátt í morðun- um. En það er víst, að stjórnin styðst mjög við þá“... — MICHAEL COLDSMITH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.