Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 19 Sigurd Madslund: 3. grein * -♦* Öll völdin yfirtekin „Hermenn einræðisins ganga fram, öxl vid öxl . . .’ SPÉSTÍLL Það gerist hvern dag í þeim heimshlutum, sem eru þér fjarri. Þú sér það á sjónvarps- skerminum, heyrir það í útvarp- inu, lest um það í blöðunum. Ef þú fylgist nægilega með og ert ekki of þreyttur eftir vinnudag- inn). Land eftir land hverfur á bak við „járntjaldið". — En það gerist á hverjum degi, sýnist svo „óraunverulegt". Hvað gerist þegar „tjaldið“ er fallið vitum við lítið um — og kemur okkur það við? — spyrjum við nokkurn tímann sjálfa okkur: Getur það gerst hér í V-Evrópu? Fjöldi þessara viðburða sljóvgar okkur og gerir okkur auðtrúa. Við lifum áfram eins og ekkert hafi skeð. Það tekur okkur styttri og styttri tíma að gleyma. Hryðjuverk og flugrán eru gleymd fortíð á einni viku. En ég segi: getur það ekki einnig gerst að þitt land (og þú vestur-evrópubúi,) verði „frels- að“? Sem hverfur og gleymist umheiminum? Hver vill hefja styrjöld fyrir þitt „litla land“? Munu hin „stóru" vesturveldi fórna friðinum fyrir þig? Munu þau þín vegna gera heiminn að stríðshelvíti? Við erum sjálf ekki gallalaus, við höfum leikið okkur að hinum sísialíska eldi. Við hefðum átt að gera okkur grein fyrir því að það gæti einnig gerst að VÖLDIN VERÐITEKIN í OKKAR LANDI Það hefur jú gerst áður. Er það ekki? Höfum við lika gleymt því? Og nú: í kringum okkur eru stöðugt haldnar heræfingar. En það eru aðeins æfingar er sagt. í raun og veru tekur þú ekkert eftir því. Það eiga sér jú sífellt stað breytingar — hvern dag, — annan hvern og þriðja hvern dag. Stundum á hverjum klukkutíma. Ekki ástæða til að fylgjast með þeim. Samt verða þær hluti af þinni veröld, samfélaginu, hversdagslífinu. Þær verða hl’uti af þér sjálfum — án þess að þú takir eftir því, á sama tíma og þú ert upptekinn af sjálfum þér, heimili þínu, fjölskyldunni og starfinu. Ég get einnig dregið upp mynd af því sem getur gerst í formi meira ofbeldis. (Og raun- verulegt ofbeldi er vissulega til — þó við gleymum því samstaða næstum ómerkjanlegu sálrænu ofbeldi). Það getur gerst síðdegis, þegar þú situr með vinum þínum í hlýlega lýstri stofu með gluggatjöldin dregin fyrir. Úti húmar að kvöldi. En þú og vinir þínir inni í stofunni takið ekki eftir því. Þið eruð með allan hugann við veizluna ykkar og gleðina. Úti er rétt eins og limgerðið í kringum garðinn þokist nær húsinu þínu. En þið eruð hlæjandi í upplýstri stof- unni og getið ekki séð neitt — og hafið heldur ekki skilið neitt. Þið yljið hvert öðru í þægindum sjálfsblekkingarinnar. Úti dimmir stöðugt. Og það er eins og limgerðið þokist stöðugt nær — sem það gerir. Það eru hermenn einræðisins, öxl við öxl ganga þeir fram, eins og staurar í girðingarlengju. Þeir þokast hljóðlaust nær og nær, það er vart hægt að greina að þeir hreyfist, þokast þéttar að húsinu þar sem þú og þínir glöðu, grandlausu félagar eruð. Nú er orðið koldimmt úti og þögull söfnuður hermannanna hefur slegið órjúfanlegum hring um húsið þitt, þar sem þú ert og þínir einlægu vinir og stofan sem er svo hlýlega lýst. I kringum þig og þína barnslega glöðu vil-ekki-vita-af vinum, sem ekkert hafa séð (eða viljað sjá) og ekkert hafa skilið, en kannski grunað? Þú og vinir þínir sem enn hlæið eins og lifandi menn. SVO ER KLIPPT Á RAF- MAGNSLÍNURNAR - OG ALLT VERÐUR ÖSKRANDI DIMMT OG HARÐUR BEU- ANDI VÉLBYSSANNA GELL- UR. Svo er það aðeins DAUÐ- INN OG HIN ALGERA KYRRÐ. Ekkert lifandi MENNSKT hreyfir sig EFTIR er aðeins dimm nótt DAUÐ- ANS. Þetta gerist. Þetta er stöðugt að gerast. Þetta getur einnig komið fyrir þig. S.M. 1977. Glæpamenn með englasvip Leiklistarfélag Menntaskólans við Hamrahlíði TÚSKILDINGSÓPERAN eftir Bertolt Brecht. Tónlisti Kurt Weill. Leikstjórii Stefán Baldursson. Þýðandi Þorsteinn Þorsteins- son. Leikmynd og búninga- teikningari Ivan Török. SÖNGSTJÓRI. Þorgerður Ingólfsdóttir. Þýðendur söngva. Þorsteinn frá Hamri, Svein- björn Beinteinsson og Böðvar Guðmundsson. Fyrir nokkru sýndu nemendur Menntaskólans að Laugarvatni Túskildingsóperuna í Félags- heimili Seltirninga. Nú er röðin komin að Leiklistarfélagi menntaskólans við Hamrahlíð að flytja okkur boðskap Bertolts Brechts um illsku manna, svik og pretti. Túskildingsóperan virðist höfða sérstaklega til ungs fólks í menntaskólum landsins því að nemendur Menntaskólans við Sund sem nú leika Stundum (bannað) og stundum ekki eftir Arnold og Bach hafa kallað það „æðstu hugsjón" leiklistarsviðs skólans að setja upp Túskildingsóper- una. Þetta er að vísu skiljanlegt, en benda má á það sem Stefán Baldursson hefur tjáð Leik- listarfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð að Túskildingsóper- an er „veigamikið og erfitt verk og krefst mikils tíma og vinnu". Metnaður þessa unga fólks er því virðingarverður. í tilefni sýningar Menntaskól- ans að Laugarvatni var farið nokkrum orðum um leikinn og Lelkllst eftir JOHANN HJÁLMARSSON höfundinn hér í blaðinu. Það verður ekki endurtekið, aðeins minnt á þessa sýningu í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Það sem ég felli mig síst við er hve sýningin er hófstillt. Það vantar þann hrjúfleik sem Túskildingsóperan er kunn fyr- ir. Söngurinn er til dæmis of fágaður, á að vera kraftmeiri, áherslur ríkari á texta en fram kemur. Sumir syngja vel, til dæmis Aldís Baldvinsdóttir sem leikur Lucy og flytur afburðavel söng sjóræningja-Jennýar. Kynnir leiksins, B. Ragnar Marteinsson, er líka góður í upphafssöngnum. Fleiri mætti nefna, en ég held að söngvarnir gjaldi þess að söngstjórinn er ekki inni í þeim heimi sem Brecht og Weill túlkuðu flestum betur þegar þeir lögðu saman. Þetta hefði leikstjórinn átt að lagfæra, en hann virðist ekki gera mikið til að gæða verkið því lífi sem nauðsynlegt er til að sýningin verði ekki litlaus. Ágæt undantekning frá þessu er lokasöngurinn. En það verður að segja eins og er að leikur er sléttur og felldur og skólasýn- ingarlegur, sjaldan bregður fyr- ir eftirminnilegri túlkun. Hinu skal ekki neitað að allt er þetta sómasamlegt. Gervi er gott. En smærri hlutverkin vekja mesta athygli og hlýtur það að benda til þess að við hin stærri ráði nemendur ekki. Engu að síður má hafa skemmtun af þessari sýningu sem óneitanlega ber vott um stórhug nemenda. Glæpamenn með englasvip og sakleysislegt hyski birtist okkur á sviðinu; í nokkrum fjarska er hinn gamli góði Brecht. Undir rauðum fánum N emendaleikh úsiði FRANSJEN eða Umskiptin eftir David Hare. Byggt á bók eftir William Hinton. Þýðandi og leikstjóri. Bríet Iléðinsdóttir. Leiktjöld og búningar. Guðrún Svava Svavarsdóttir. Ljós, leikhljóð. útfærsla á leikmyndi Ólafur Örn Thorodd- sen. Sýningar í Lindarbæ. Fansjen eftir David Hare byggir á bók eftir William Hinton um dvöl hans í kín- versku þorpi síðari hluta fimmta áratugar. Hinton þessi er gagnkunnugur Kínverjum og kínverskum hugsunarhætti og leggur höfuðáherslu á það í bók sinni að lýsa áhrifum byltingar- innar á fátækt bændafólk. I greinargóðum athugasemd- um leikstjóra í leikskrá er m.a. vitnað í formála bókarútgáfu leikritsins þar sem Hare bendir á að valið hafi verið eitt þeirra mörgu leikrita sem finna megi í bók Hintons. Hann bendir á að leikritið hafi verið samið fyrir Evrópumenn: „í því er reynt að sýna tilgang og framkvæmd jarðskiptastefnunnar í Kína, leiða í ljós, hvernig hún hafði áhrif bæði á líkamlega og andlega líðan fólks. Auk þess snýst leikritið mjög um póli- tíska forystu og samband leið- toga við þá sem stjórnað er, í hvaða samfélagi sem vera skal“. Breski leikhópurinn og einnig sá íslenski viðurkenna vanþekk- ingu sína á efninu, en hinir síðarnefndu telja sig þó hafa öðlast vissan skilning í glímunni við verkið. Þrátt fyrir takmark- aðan skilning á vandamálum Kína hefur leikhópurinn áttað sig á hinum miklu umskiptum og niðurstaða Bríetar sem taka má undir flest í eftirfarandi orðum hennar í leikskrá: „Við skiljum þetta leikrit best sem dæmisögu um það hve erfitt það er að breyt/a vondum heimi í réttlætisátt". Ýmsum mun það eflaust koma á óvart að Nemendaleikhúsið skuli taka til sýningar kennslu- eða áróðurleikrit. Því er til að svara að það hlýtur að vera íslenskum leikhúsgestum nokk- urs virði að kynnast þeim sjónarmiðum sem fram koma í verkinu. Kínverska byltingin er staðreynd sem ekki verður gengið framhjá. I Fansjen er fjallað um hana af skilningi og vinsemd, reynt að glöggva sig á aðstæðum sem við þekkjum ekki. Verkið er alls ekki sneytt gagnrýni, efasemdum. Ég skal aftur á móti játa að mér þótti verkið í heild sinni of einfalt, lofsöngurinn undir rauðum fán- um líkari trúarjátningu, tál- mynd, í staðinn fyrir að eiga sér stoð í raunveruleik. Það er að vísu fallegt að tala um engan keisara á himni né konung á jörðu, en allir vita að Kínverjar eiga sér jarðneskan konung hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sínu. í ljómandi þýðingu Þorsteins frá Hamri á kínversku alþýðuljóði stendur: „Keisarinn er ég,/ konungurinn er ég,/ senn kem ég.“ I athugasemduin sínum í leikskrá orðar Bríet Héðinsdótt- ir vanda Nemendaleikhús svo: „Það er ekki hlaupið að því að finna verkefni handa Nemenda- lejkhúsi. Ólíkt því sem gerist í öðrum leikhúsum, hlýtur valið fyrst og fremst að miðast við þarfir leikaranna. í sýningum Nemendaleikhússins koma þeir í fyrsta sinn fram fyrir áhorfend- ur og ljóst er að ekkert réttlæti er í því að einn nemandi fái að velta sér upp úr draumarullu en annar aðeins að tilkynna komu greifans. Fljótlega hlutu því augu okkar að beinast í átt til þeirra leikrita, sem eru beinlínis skrifuð þannig, að leikendur eiga að túlka fleiri en eitt hlutverk. Slíkt form er miklu sveigjanlegra og er þá unnt að laga verkefnaskiptingu að þörf- um viðkomandi leikhóps. Við þóttumst því heppin að finna leikrit Hares sem einmitt er af þessari gerð (upphaflega skrifað fyrir 9 leikara, sem skipta með sér rösklega 30 hlutverkum)“. Flutningur Fansjens hefur tekist vel og er ljóst að leikhóp- ur Nemendaleikhússins hefur fengið góða leiðsögn. Þess verð- ur ekki freistað að gera upp á milli léikara, það kæmi í bága við starf leikaranna og boðskap Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.