Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 45 VELVAKANDI SVARAR j SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI nóg að láta þessa „refsingu" búa yfir þeim gerist þeir brotlegir við hlutleysisreglur, en láta þá ekki hverfa alveg í önnur störf á meðan? Sumir eru líka við störf á bak við tjöldin og koma raddir þeirra fram. Þetta nefni ég aðeins sem dæmi en ekki til að ráðast neitt á en eigi að síður verð ég að segja að mér finnast þessar reglur nokkuð undarlegar, enda veit ég e.t.v. ekki hversu langt þær ganga, eða hvernig þær eru í smáatriðum. En. eiga þá menn ekki að hverfa alveg, eða alls ekki neitt? Um það finnst mér að megi spyrja. Þetta bréf er ekki skrifað vegna þess að ég sé á þeirri skoðun að einhver, sem hefur verið settur til hliðar í bili, skuli eiga að koma aftur, (því auðvitað á eitt yfir þessa menn að ganga), en benda á eins og ég sagði áðan að mér finnast þessar reglur ekki nógu góðar og ég endurtek það einnig að mér finnst að þetta eigi aðeins að vera notað í refsingarskyni, ef einhver er álitinn hafa brotið af sér. Að öðru leyti treysti ég þessu fólki alveg til að koma fram, það bara vill svo til að þeir gegna þessum störfum, og það er varla hægt að taka þau af þeim. Þetta eru hæfir menn í sínu starfi og það gæti e.t.v. einhvern tíma reynst erfitt að fá menn í þeirra stað í nokkra mánuði. Einn utan við stjórnmál.“ • Tæknilegir gallar „Það hefur allmikið verið kvartað í lesendadálkum dagblaða undan því að spurningakeppni sjónvarpsins, menntaskólar mætast, sé eitthvað gölluð. Ég vil leyfa mér að segja mitt álit á þessum þáttum, en það er, að mér finnast þeir bara mjög skemmti- legir og gaman að sjá hvernig nemendur geta svarað þeim spurn- ingum, sem kennararnir standa e.t.v. á gati með. Þar geta þeir skotið þeim aftur fyrir sig og e.t.v'. „hefnt sín á þeim“, án þess að ég sé að leggja það beinlínis til, enda er þetta allt í gamni gert og kennararnir standa sig vissulega vel, og hvernig hefði útkoman verið ef þeirra hefði ekki notið við. En allt þetta röfl um þáttinn finnst mér ómaklegt, auðvitað eru á þættinum vissir gallar, tækni- legs eðlis að mestu og ekki er þarna allt þaulvant sjónvarpsfólk, sem kemur fram, en það er virðingarvert af sjónvarpinu að gefa fleirum tækifæri, fleirum, að spreyta sig og þannig má e.t.v. finna fleiri sem eru verulega góðir sjónvarpsmenn. Ég skil því ekki allt þetta mikla og oft dónalega málæði út af þessum þætti. Ef mönnum finnst hann gallaður þá það og þeir geta bara sætt sig við að gert verði betur næst að þeirra áliti. Sjónvarpsáhorfandi.“ Þessír hringdu . . . • Þakkar spurningaþátt Konat — Mig langar aðeins til að þakka útvarpinu fyrir þann ágæta þátt, sem er á sunnudagsmorgn- um, spurningaþáttinn hans Jónas- ar Jónassonar. Það er mjög upplífgandi að fá svona þátt á morgnana og ég vona bara að hann verði sem lengst á dagskránni, það eru áreiðanlega mjög margir sem hafa af honum mikið gagn og gaman einnig. Þetta er alveg kjörið útvarpsefni og er sífellt vinsælt. Ekki voru orð konunnar öllu fleiri, en hér fara á eftir orð annars útvárpshlustanda sem segist gjarnan vilja fá meira af skemmtiefni í útvarpið. • Skemmtiþátt vantar Útvarpshlustandii — Undanfarin ár hefur út- varpið oft haft ýmsa skemmti- þætti á dagskrá sinni og væri gaman að fá að vita hvers vegna minna er um slíka þætti nú en svo oft áður. Ég minnist þátta er voru yfirleitt á sunnudagskvöldum og undir stjórn ýmissa manna, bæði Jónasar Jónassonar, Svavars Gests og fleiri. Mætti sjálfsagt hafa þessa þætti í ýmsu formi, vinsælast er sjálfsagt spurninga- leikjaformið, a.m.k. minnist marg- ur þátta Svavars sem voru í senn spurninga- og skemmtiþættir. Hann var góður stjórnandi, spurði fólk skemmtilega og ég held, að menn hafi þótt mjög eðlilegir í framkomu hjá honum, hann hefur náð að gera fólk óhrætt við að koma fram. Þá voru alltaf alls kyns leikþættir og annað efni á milli spurninganna. Gaman væri að fá fólk til að tjá sig um þetta og spyrja hvort fleiri séu mér ekki sammála um það, að vel mætti fá Svavar aftur, hann er góður útvarpsmaður og þó að vitanlega eigi ekki að flagga sífellt með sömu mennina hygg ég að fáum leiðist að heyra í Svavari með nokkurra ára rrlillibili með fasta skemmtiþætti í útvarpinu.-En vera . má að skýringin sé sú að hann hafi ekki viljað gefa sig út í þetta. • Erlend málefni „Útlendingur“i — Ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með erlendum málefnum og finnst nauðsynlegt að vita ýmislegt um það sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. Frétta- flutningur fjölmiðla er yfirleitt góður, reynt er að afla sem mestra frétta og öðru hverju birtast ! greinar eða fréttaskýringar í blöðum og ríkisfjölmiðlunum. Þó finnst mér að óhætt væri að gera meira af þessu í útvarpi. Mætti t.d. endurvekja þáttinn Efst á baugi, sem lengi gekk í útvarpi undir stjórn margra ágætra manna. Mér finnst fréttaauki kvöldfréttanna góður, en hann hefur ekki rúm fyrir allt sem þar gæti verið í fréttum HÖGNI HREKKVÍSI Það stendur hér að verksmiðjurnar, sem framleiða svona mýs, hafi fundið galla í þeim. ðSKAGJÖFINfél^ VASAREIKNIVÉL Hverfisgötu 33 Simi 20560 Stjórnunarfélag íslands Viltu kanna arðsemi og/eða þarftu að vinna að áætlanagerð? Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði í arðsemi og áætlanagerð í samvinnu viö Hagvang hf. dagana 30., 31. marz og 1. apríl. Á námskeiðinu verður fjallað um: 1. Hagnaðarmarkmið 2. Framlegð 3. Arðsemisathuganir 4. Verðmyndun og verðlagningu 5. Framlegðarútreikninga i eim stökum atvinnugreinum 6. Bókhald og ársuppgjör sem stjórntæki 7. Áætlanagerð 8. Eftirlit. Á námskeiðinu er lögð áhersla á raunhæf dæmi úr islensku athafnalifi. Námskeiðið er ætlað stjórnendum fyrirtækja bæði i fjármála- og framleiðslustjórn (framkvæmdastjórum, skrifstofustjórum, framleiðslu- stjórum, verkstjórum o.fl ), ennfremur stjórnendum stofnana og öðrum áhugamönnum um rekstur fyrirtækja. I flutningi námskeiðsins er lögð áhersla á hópvinnu. Leiðbeinandi verður Eggert Ágúst Sverrisson viðskiptafræðingur. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa SFI að Skipholti 37, simi 82930 og þar fer einnig fram skráning þátttakenda. Stjórnunarfélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.