Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 5 ÁRNI Johnsen, blaðamaður, ræðir í kvöld klukkan 21.20 við óperusöngkonurnar Guðrúnu Á. Símonar og Þuríði Pálsdóttur í þætti sem ber nafnið „Guðrún og Þuríður“. Þær stöllur koma víða við í samtalinu og atriði í þættinum á að koma bæði þeim og áhorfendum á óvart. í viðtali við Mbl. sagði Guðrún Á Símonar að henni þætti þátturinn fullur af lífi og fjcri og að svona ætti allt útvarps- og sjónvarpsefni að vera. Þuríður Pálsdóttir sagði að Árni hefði komið þeim stöllum mjög á óvart með spurningum sínum og því væri þátturinn öllu léttari en viðtalsþættir væru almennt. Þá sagði Þuríður að þátturinn hefði allur verið tek- inn upp í einni lotu, og ekkert verið endurtekið, hefði nánast verið um beina útsendingu að ræða. Þuríður sagði ennfremur að augljóslega hefði verið vand- að til þáttarins og ættu stjórn- endur hans þakkir skildar fyrir þá miklu vinnu sem þeir lögðu í hann. ____■> ií . -• ’ÆBtMlk, 4M „í ljósaskiptunum“ nefnist norskur einpáttungur sem sýndur veröur í sjónvarpi annaö kvöld klukkan 21.20. Hann er saminn áriö 1908 og er Sigrid Undset höfundur hans. Einpáttungurinn fjallar um hjón sem eiga eina dóttur og skilja. Barnið veikist og konan bíöur eftir fööur pess. Söng- ferill tveggja óperu- söng- kvenna í sjónvarpi í kvöld kl. 21.20 ræðir Árni Johnsen blaðamaður við óperusöngkonurnar Guðrúnu Á. Símonar og Þuríði Pálsdóttur. í þættinum er rætt um feril þeirra beggja og inn á milli syngja þær bæði einsöng og dúett, m.a. syngja þær Katta- dúettinn fræga. Þá kemur fram í viðtalinu við þær skoðun þeirra á einu og öðru, en báðar eru þekktar fyrir að segja meiningu sína tæpitungulaust. Alls eru um 10 atriði í þættinum. Guðrún og Þuríður hafa unnið að söngmálum á Islandi um þriggja áratuga skeið, en báðar fóru þær til London til söng- náms árið 1945. Þar kynntust þær og hafa alla tíð síðan verið beztu vinkonur. Báðar hafa lagt mikið af mörkum til eflingar sönglífi á íslandi. Guðrún hefur verið meira á sviði tónleikanna en Þuríður hefur tekið virkan þátt í öllum óperu og óperettu- flutningi og m.a. hefur hún sungið 28 hlutverk á þeim vettvangi á Islandi, en engin önnur íslenzk söngkona hefur sungið jafn mörg hlutverk í söngbókmenntunum. Þær Guðrún og Þuríður eru nú söngkennarar við Söngskólann í Reykjavík. Egill Eðvaldsson stjórnar upp- töku þáttarins en þetta er lengsti viðtalsþáttur sem ís- lenzka sjónvarpið hefur tekið. VORIÐER YNDISLEGT ÍSÓLARLÖNDUM og þá er líka ódýrara að ferðast Reykjavík: Bankastrœti 10, símar 16400 og 12070 Akureyri: Hafnarstræti 94, sími 21835 Vestmannaeyjum: Hólagötu 16, sími 1515 Vegna þess aö nú er fullbókaö í mörg flug Sunnu til sólarlanda í sumar höfum viö aukið tíöni flugferöa til Mallorka, Costa del Sol og Kanaríeyja. Getum viö því nú boöiö fólki einstaklega hagstæðar vorferöir meö dvöl í hinu vandaöa og eftirsótta gistihúsrými Sunnu í sólarlöndum — og dagflug aö auki, eins og venjulega hjá Sunnu. .... . ___ . 1. júní, 18 dagar. Verð Iró kr. 97.800 •VI AL.LORG A 18. júní, 22 dagar. Veró frá kr. 108.700 Dvalið í hinu stórglæsilega og nýja Helíos íbúöarhóteli á Arenalströnd. Þar sem þér njótiö frelsis og þæginda í rúmgóöum og vel búnum íbúðum meö setustofum, hótelþjónustu, sundlaug, garöi og veitingasölum, dansað á kvöldin. COSTA DEL SOL 13. maí — 16 dagar. Varó frá kr. 115.700 Dvalið í hinum stórglæsilegu Playamar íbúðum alveg viö ströndina. Stórir garöar meö 2 stærstu sundlaugum á Costa del Sol, alveg viö baöströndina, í göngufæri viö skemmtanalífið. KANARÍEYJAR fjölskylduparadís sumars- ins, ókeypis fyrir börnin. Beint dagflug allan ársins hring. Verö frá kr. 285.400 fyrir 6 manna fjölskyldu, í 3 vikur. Fjölbreytt skemmtanalíf og aldrei of heitt á Kanaríeyjum, þó um hásumar sé. GRIKKLAND — heillandi ævintýri Sæti laus 16. maí í 3 vikur. Veró frá kr. 132.800 Hægt aö velja um íbúðir og hótel á eftirsóttustu baöstrandarbæjum á Aþenuströnd. Eyjunum Rodos, Krít og Korfú, og viku ævintýraferö með 17000 smálesta skemmti- feröaskipi. Corona Blanca

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.