Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 15
15 Brátt þykir of tímafrekt... að yfirheyra menn... Er þá farið að beita hörðu... og loks hvers kyns hkamsmeiðingum (Sjá pyndingar) fetta gerðist líke .... ALHEIMUR Nýlega lýsti Bandaríkjastjórn yfirþví, aö á sjö næstu árum yrðu 14 milljónir dollara (rúml. 3.5 milljarð- ar kr.) veittar til þess að leita að vitsmunalífi úti í himingeymnum. En þegar farið að skipu'leggja leitina, og nefnist sú áætlun SETI, Search for Extra-Terrestrial Intelligence, eða Leitin að vints- munalífi utanjarðar. Forsendur leitarinnar eru þær, í stuttu máli, að þar eð líf byggt á kolefni kviknaði á jörðinni og þróaðist svo sem orðið er sé tölfræðilegur möguleiki til þess, að það hafi gerzt annars staðar. Halda sumir því jafnvel fram, að háþróuð siðmenning kunni að þrífast á milljón stöðum ( okkar stjarnkerfi einu saman. Stjörnufræðingar hyggjast hefja leitina á því, að svipast um eftir meginhnöttum áþekkum sólinni að gerð. Ekki er enn víst hvort aðrir meginhnettir hafa um sig reiki- stjörnur. Og þótt svo sé geta menn ekki haft uppi á þeim; tækninni er ekki svo langt komið. Reistur mun verða tröllaukinn radíó-„kíkir“; eiga að vera á honum 1500 loftnet, hvert þeirra 100 metrar að þvermáli og fara 65 ferkílómetrar lands undir fjarskiptatæki þetta. Ekki eru menn á einu máli um það, hvaða tunga muni líklegust til skilnings ef samband næst við utanjarðarbúa. Vísindamenn gera því margir ráð fyrir því, að flestar háþróaðar vitsmunaverur, ef til eru, muni skilja stærðfræði. Og má þá minna á það, að sá mikli þýzki stærðfræðingur Johann Gauss, sem uppi var á öndverðri síðustu öld, Austur af sól og suð- ur af mána lagði eitt sinn á ráð um það, að grafa í Sahara gríðarmikla skurði í mynd Pýþargórasarreglunnar, fylla þá af ljósolíu og kvekja bál í þeirri von, að geimverur fengju eygt það og skilið! Nú er tiltölulega skammt liðið frá því, að menn urðu þess umkomnir að senda boð og farartæki út í geiminn. Þess vegna halda margir vísinda- menn, að allar þær vitibornar geimverur sem samband kann að nást við hljóti að standa okkur framar. Carl Sagan, prófessor í Cornell-háskóla í Bandaríkjunum komst svo að orði, að „af öllum þeim verum sem geta gert sig skiljanlegar hljótum við mennirnir að vera frumstæðastir... verur sem væru aðeins örlitlu skemur á veg komnar en við gætu alls ekki gert sig skiljanlegar. Allar þær verur, ef einhverjar eru, sem hugsanlegt er að ná sambandi við, eru lengra komnar en við. Það eitt er víst.“ Reyndar hafa útvarpsboð borizt stöðugt frá jörðu í hálfa öld, og heldur lengur. En svo sterk móttöku- tæki þyrfti til þess að nema þau úti í geimnum, að mörgum þykir ósenni- legt fyrir fram, að utanjarðarbúar séu búnir að uppgötva okkur. Fyrir fjórum árum reyndu menn í fyrsta sinn að koma boðum út í geiminn; voru þau send frá rannsóknarstöð á Puerto Rico og þeim beint í átt til stjörnuþyrpingar sem kennd er við Herkúles. I henni eru einar 300 þúsund stjörnur og þangað eru 24 þúsund ljósár. Taldar eru helmings- líkur til þess, að þar búi vitsmuna- verur einhvers staðar. Síðan hafa margvísleg boð verið send með mannlausum geimförum, t.d. Pioneer 10 og 11, sem fóru annað til Satúrnusar en hitt til Júpíters og munu bæði halda áfram út úr sólkerfinu. Með þeim voru m.a. send myndspjöld, u.þ.b. 15x22 sm að stærð, á þeim gerð grein fyrir afstöðu jarðar í himingeimnum, og jarðarbúum lýst í stórum dráttum. Því miður er ekki við svari að búast á næstunni, því að næsti megin- hnöttur er svo langt í burtu, að skilaboðin verða ekki komin þangað fyrr en eftir 80 þúsund ár. . . í fyrra haust voru sendar nokkrar hljóm- plötur úr kopar (nálar fylgdu og leiðbeiningar) og á þeim tónlist eftir Mozart og Louis Armstrong ásamt orðsendingum frá Carter Banda- ríkjaforseta og Waldheim aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Það var upphaflega ætlunin að senda með þessu myndir af nöktum karli og konu og texta með til útskýringar því hversu menn færu að fjölga sér. Sem betur fór hafði yfirstjórn Geimferðastofnunarinnar vit fyrir vísindamönnum og bannaði alveg, að sendar yrðu klámmyndir út í geiminn... - LAURENCE MARKS. hafa komist að raun um, að það er auðveldara fyrir karlmenn, áður konur, sem gengizt hafa undir þennan uppskurð, hcldur en fyrir konur, sem áður voru karlar. Þeim hættir til að klæða sig of áberandi, farða sig of mikið og hegða sér áberandi daðurslega á almannafæri eins og til að sanna hið kvenlega eðli sitt. En flest af því fólki, sem hefur látið breyta kyni sínu, segir yfirleitt, að það sé mun sælla með sig nú, heldur en það var áður. Og það er enginn vafi með fyrstu konuna, sem varð til við kyn- skipti, en það er Christine Jörgensen, sem varð fyrst til að gangast undir þannig uppskurð árið 1952, og hneykslaði Banda- ríkjamenn óskaplega með þessu. Þegar hún hélt hátfðlegt 25 ára „konu-afmæli“ sitt á heimili sfnu f Suður-Kalifornfu núna á þessu ári, sagðist hún hafa það „alveg dásamlcgt!“ Hún er nú 51 árs að aldri, lifir kyrrlátu lffi, fæst lítils háttar við fasteignabra.sk og heldur einstaka sinnum fyrir- lestra fyrir háskólastúdenta. „Þessir unglingar eru alveg ágætir,“ segir hún. „Ég er alltaf jafnhissa á hve mikið þeir vita um mig. Ég hef f mörg ár haldið mig alveg utan við sviðsljósið, en þeir virðast samt hafa verið að lesa um mig f þjóðfélagsfræði.“ Christine Jörgensen, sem er Ijóshærð, grannvaxin og afar kvenleg, trúði blaðamanninum fyrir þessui „Það er svo miklu huggulegra að vera orðin þrosk- uð. Uppskurðurinn hefur ekki valdið mér neinum lfkamlegum erfiðleikum, og hann hafði undursamlegar verkanir á sálar- Iff mitt. Já, ég mundi gera það affur, ef með þyrfti.“ WILLIAM SCOBIE ASTRALIA Stríðið um frumbyggja í ÁSTRALÍU er risið mikið mál af því, að stjórn fylkisins Queensland vill sölsa undir sig tvær byggðir frumbyggja, þar sem eru báxítnámur miklar. Þetta eru afskekktar byggðir í norðurjaðri fylkisins, búa þar einir 1500 frumbyggjar og hefur kirkjan farið með stjórn þar fram að þessu. En nú vill Queenslandstjórn fara að komast í báxítið. Til þess verður hún að ná undir sig landi frumbyggjanna, én þeir vilja ekki láta laust og stendur kirkjan með þeim. Þegar Queenslandstjórn sá, að hún fengi landið ekki með góðu lýsti hún yfir því, að hún mundi slá eign sinni á það og hefja þar framkvæmdir hvort sem kirkjunni og frumbyggjum líkaði betur eða verr. Þá var sambandsstjórninni í Canberra nóg boðið og tilkynnti hún, að hún mundi veita frumbyggjunum á svæðum þessum heimastjórn ef þeir vildu. Þeir hafa fyrir sitt leyti marglýst yfir því, að þeir muni aldrei lúta forræði Queenslandstjórnar nema tilneyddir, og hafa þeir varað hana við því að senda erindreka sína norður því að hæglega geti komið til blóðsúthellinga. Yfirmenn kirkjunnar segjast muni standa með frumbyggjum á hverju sem gengur. Það er skiljanlegt, að frumbyggjum hugnar ekki tilhugsunin um það að fá Queenslandstjórn yfir sig. Þeir segjast varla vera taldir til manna í Queensland, og víst er um það, að þeir hafa sætt þar margs kyns ofsóknum og illri meðferð. Það er til smá dæmis um þetta, að fyrir fám vikum voru tveir lögregluþjónar ákærðir fyrir það að hafa troðið frumbyggjum niður í farangursgeymslu lögreglubíls, læst þá inni og látið þá dúsa þar alllengi. Stuttu síðar var bóndi nokkur ákærður fyrir það að hann hafði fyrir sið að hlekkja frumbyggja, vinnumenn sína, við rúmstæði þeirra. Og um svipað leyti var hvít stúlka dregin fyrir rétt og hún borin þeirri ófyrirgefanlegu sök að hafa búið með frumbyggja. Henni var reyndar sleppt þegar kom á daginn, að lögunum um þetta hafði verið breytt fyrir sjö árum! En hugurinn til frumbyggja leynir sér ekki... - PETER DEELEY. Öllu má nafn gefa Breska blaðið The Guardian gerir góðlátlegt grín að tilburðum sovéskra stjórnvalda til þess að láta líta svo út sem þau séu að fara að þeirri grein Helsingforssáttmálans þar sem austantjaldsmenn skuldbinda sig til þess að leyfa borgurum sínum að kaupa og lesa það sem þá fýsir af blaðakosti lýðræðisríkjanna. Tass-fréttastof- an skýrði svo frá um mánaðamótin með talsverðum bægslagangi að listinn yfir þau vestræn blöð og tímarit sem væru á boðstólum í Sovét lengdist óðum. Fréttastofan tíundaði alls sextán rit sem þá nýverið hefðu komist á sölulist- ann, og var hið bandaríska News- week þar í flokki og hið breska The Economist. Guardian finnst á hinn bóginn að heldur sé upplagið rýrt sem þeir í Moskvu hleypi yfir landamærin. Ríkiseinkasalan sem annast dreifingu þessa erlenda lesefnis upplýsir semsagt að samtals fimmtíu eintökum af Newsweek verði dreift í Sovétríkjunum og jafnmörgum af The Economist! Og prísinn! Nær þúsund krónur eintakið, eða fjórum sinnum betur en hjá nágrönnunum Finnum og vel þrefalt það verð sem við íslendingar megum borga. Mannúðarverk — fyrir þóknun Dennis Payot, svissneski lög- fræðingurinn sem í fyrra var milligöngumaður í samningatil- raunum vestur-þýskra yfirvalda við ræningja dr. Hanns-Martin Schleyers (mynd), hefur sagt af sér formennskunni í mannrétt- indasamtökunum sem hann stýrði, vegna óánægju meðlima með þóknunina sem hann tók fyrir afskipti sín af fyrrgreindu máli. Payot hefur verið ófáanlegur til að gera grein fyrir viðskiptum þessum, en í október síðastliðnum hrökk hinsvegar uppúr honum í viðtali við svissneskt tímarit að Bonnstjórnin hefði greitt honum sem svarar um þrettán milljónum króna fyrir aðstoðina. Forneskjan þá Annað óhugnanlegt mál kemur á hæla særingamálsins vestur-þýska, þar sem klerkar tveir hömuðust við að „reka djöflana" úr líkama ungrar stúlku sem gaf upp andann í miðjum klíðum. Nú hefur þrjátíu og eins árs gömul húsmóðir í Flint í Michigan verið sökuð um það voðaverk að hafa banað fimm ára gömlum syni sínum með eldhúshníf, af því hún var sannfærð um að hann væri haldinn djöflum, að hún sagði lögreglumönnum eftir handtökuna. ún gaf drengnum svefnlyf áður en hún framdi verknaðinn og hafði raunar líka komið svefntöflum í tíu ára gamla dóttur sína í því augnamiði að deyða hana líka. En ættingja, sem rakst heim til þeirra, auðn'aðist að koma í veg fyrir það. Blessaður húsbóndinn Starfsfólkið tók á móti þeim með blómum og flugeldum þegar fyrrverandi eigendur Torralta-fyrirtækisins í Portúgal tóku aftur við stjórn þess fyrr í þessum mánuðum eftir fjögurra ára fjarveru. Jose og Agostinho da Silva eru raunar bræður og voru í hópi þeirra Portúgala sem hraktir voru frá fyrirtækjum sínum eftir byltinguna ‘74 og þá tíðast á þeim grundvelli að verið væri að klekkja á „fasistum". Nú var endurkomu þeirra jafn innilega fagnað að best varð séð og brottrekstrinum fyrrum. Fyrirtækinu, sem annast fyrirgreiðslu margskonar fyrir ferðamenn, hefur nefnilega stórum hrakað síðan stjórnvöld tóku við rekstri þess og það svo að það rambar á barmi gjaldþrots. Það skuldaði til dæmis nær fimm hundruð milljónir í vinnulaun þegar bræðurnir fengu lyklavöldin á nýjan leik. — Þetta er held- ur ekkert einsdæmi eftir fréttum þarna að sunnan að dæma. Þjóðnýting portú- galskra fyrirtækja virðist í flestum til- vikum hafa tekist hrapallega. Nefnd eru um fjögur hundruð fyrirtæki, sem starfsfólkið átti ýmist að heita að taka við eða svokölluð „byltingarráð" gerðu upptæk, og sem stjórnvöld hafa nú ýmist þótzt góð að fá að skila aftur til eigendanna eða leyft í kyrrþey að sofna svefninum langa þegar allt var komið á kúpuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.