Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 „...stofurnar ern sópaðar eínn sinni til tvisvar á da|, en aldrei þvegnar.” í febrúar síðastliðnum kom út eitthvert stærsta og vandaðasta skólablað sem um getur. Það er fertugasti og fjórði árgangur Verslunarskólablaðsins. I blaðinu sem er u.þ.b. 200 blaðsíður að stærð eru reiðinnar býsn af efni, sem að líkum lætur. Má þar nefna t.d. viðtöl við ýmsa fyrrverandi nemendur skólans og viðtal við Vilhjálm Þ. Gíslason fyrrverandi skólastjóra. Ennfremur er í blaðinu smásaga og umræður um grunnskólalögin og esperanto og ensku sem alþjóðamál. Birtir eru kaflar úr annál skólans frá fyrri tíð og að sjálfsögðu er mikið fjallað um félagslífið í skólanum á liðnum vetri. Hér á síðunni birtist sýnishorn úr blaðinu, en þetta blað er sjálfstætt blað innan Nemendafélags skólans og kemur út einu sinni á ári, á nemendamótsdag. S,B \ Ávarp ritstjóra Gunnar M. Erlingsson I Hvað er siðmenntun? Er það spurning til afþreyingar fyrir heimspekinga aðl I leysa úr án áþreifanlegs takmarks í sjálfu sér, eða er það eitthvað annað. Lifum ' I við í raunveruleika eða draumórum? Nútíma islendingur dregur ekki lengur I lærdóm af möðkuðu mjöli miðalda, hýðingum kotbænda á Suðurnesjum eða | mistökum forfeðra sinna. Hann kann ekki lengur skil á þessum hlutum, eygir þá aðeins i fjarlægð sem I óraunverulegar sögusagnir, sem gaman getur verið að lesa um, þegar ekki er hægt að drepa tímann á annan hátt. Látum því hina dimmu skugga fortiðar- I innar sigla sinn sjó. Snúum okkur heldur að svartnætti nútímans.Spurningunni, I sem ávarp þetta hefst á, verður seint svarað á annan hátt en með öðrum spurn- lingum. Er siðmenntað þjóðfélag hópur fólks, sem lifir eftir kenningum trúar I sinnar, eða er það tæki til þess að halda hópnum saman félagslega, meðan I ófyrirsjáanlegar hamfarir rjúfa ekki hringinn. Ef fyrri spurningin væri hið rétta Isvar, hlyti mannkynið að tortímast úr leiðindum. Hin seinni virðist vera raun- I sannari, því að eins og fram kemur í einni af kenningum fyrri hópsins, um það lað ekki lifi maðurinn af brauði einu saman, þá lifir hann og heldur ekki af | orðinu einu saman. Þær holskeflur svikamála, sem dunið hafa yfir þjóðina að undanförnu, gera I hugleiðingar af þessu tagi áleitnar. Svik og prettir eru ógnun við samfélag Ifjöldans, og eftir þvi sem þau ágerast, verður hættan meiri á að hið félagslega laðhald fari úr böndunum, og hópurinn tortími sjálfum sér eða missi forræði sitt I til þeirra afla, sem ávallt eru reiðubúin til að vilja drottna yfir heiminum. Svo hörmulega vill til, að þeir sem leggjast svo lágt að girnast og stela eigum [nágranna síns og grafa um leið undan samfélagi sínu, koma sumir hverjir úr [röðum þeirra, sem kenna sig við stétt verslunarmanna. Tæplega verður um [kennt menntunar-eða greindarskorti slikra manna, heldur hljóta þeir að hafa ] fjandsamlegar tilhneigingar gagnvart meðbræðrum sínum. En hvers vegna? I Eiga þessir ólánsmenn harma að hefna gagnvart þjóðvélaginu? Vafalaust ekki, I því seint verður því trúað að þeir hafi lifað sultarlifi fjöldans vegna. Ekki er heldur sannfærandi sú kenning, að þetta sé bara svona, að óheiðarleiki sé alltaf fyrir hendi, ekki aðeins hér heldur einnig erlendis. Það er að berjá höfðinu við steininn af augljósum vitsmunaskorti. Ástæðan kann að vera sú að illgresi nær að festa rætur í sálum þessara manna þegar á unglingsárunum, sem fær næringu j sina frá afskiptaleysi fólksins, heimatilbúnu virðingarleysi fyrir lögum og rétti, [(jafnvel virðulegar opinberar stofnanir eru aðhlátursefni) og mistaka í, eða I vegna engrar siðfræðimenntunar. Þetta ávarp er ekki ritað til þess að kryfja I málið til mergjar og leysa þar með vandann. Það er hverjum manni ofraun. En |mér þykir tilhlýðilegt að þetta blað, Verzlunarskólablaðið, sem nú kemur fyrir I almenningssjónir, beini þeim tilmælum sér í lagi til skólanna sem gegna þvi | hlutverki að fræða, og að vissu marki ala upp verslunarmenn fyrir þjóðfélagið, að þeir kenni þeim ekki aðeins að færa viðskipti manna i milli í bækur, telja | fram til skatts, reikna út fiókin dæmi auk margs annars, heldur þurfa þeir að leggja mjög mikla áherslu á að opna augu nemenda sinna fyrir því, hvað er rétt og hvað er rangt. Það þarf að sýna þeim fram á, að auðveldasta leiðin til að j glata sjálfstæði þjóðar er að grafa undan samfélagi sínu og að ekki verður | endalaust gengið í annarra sjóði. Þetta ættu einmitt þeir að vita sem þykjast kunna bókhald, þó svo undarlega vilji til, að gera má ráð fyrir að stórtækustu svikararnir kunni þau fræði til hlitar. Það er engin lausn að eyða glæpamðnnum, enda ekki löglegt hér á landi, en það má reyna fyrirbyggjandi aðgerðir ril að minnka líkurnar á að glæpurinn verði framinn. Skemmst er að | minnast þess, þó óskylt sé að um nokkum tíma hefur áróður gegn reykingum I beinst i auknu mæli að þeim, sem ekki eru byrjaðir að reykja. Það hefur haft | [ótrúleg áhrif á stuttum tíma, ef marka má opinberar samanburðartölur um sölu |á tóbaki. Þó er mest um vert, að tekist hefur, a.m.k. að einhverju leyti, að hafa [áhrif á almenningsálitið gagnvart reykingum, einkum meðal ungu kynslóð- larinnar. Það er áskorun blaðsins til skólanna, að þeir geri nemendum sínum ljóst að |gamla boðorðið er enn í fullu gildi, og leggi á það ríka áherslu við þá sem enn | eru ekki orðnir fullorðnir og byrjaðir að stela. Það gæti ef til vill orðið til þess að | fækka glæpamönnum framtíðarinnar. | Ég vil að síðustu leggja Fjallkonunni þessi orð í munn: Ég lít um öxl og eygi skugga svarta og skelfing skína í barna minna brám, ég heyri grát i þjóðar döpru hjarta, hver treður svo á vonum þeirra ogþrám. Ó, kæra þjóð, sem frelsls núna nýtur, er nóttin dimma er löngu horfin þér. Ó heimska þjóð, sem segir happ þeim hlýtur, hví gleymist þér, þú tekur það frá mér. Ikaflar úr IANNÁL ISKÓLANS 18. september 1906. Skólanefnd ákveður að taka á leigu fyrir | skólann 3 herbergi í Melstaðshúsi hjá D. Thomsen. Leigan var 50 kr. á mánuði og Var | ræsting innifalin. (Melsteðshús stóð, þar sem ' viðbygging Útvegsbankans er nú, við | sundið milli Lækjartorgs og Hafnarstrætis). 11. október 1909. Skólanefnd samþykkir að heimta heil- brigðisvottorð af kennurum framvegis. 10. maí 1910. Skólanefnd samþykkir að leigja Jóni Ól- afssyni Smith-Premister-ritvélina þetta su- ar fyrir 4 kr. um mánuðinn og Sighvati Bjarnasyni Hammond-ritvélina fyrir 3 kr. um mánuðinn. Misfellur á ræstingu Formaður skýrði frá, að ræstingakona skólans stæði illa í stöðu sinni, ræsti illa, og að olía til uppkveikju væri óhæfilega ódrjúg hjá henni, yfir 1/2 pottur á dag. Samþykkt var að gefa henni skriflega áminningu frá | skólastjórninni. Eljumaður Skólanefnd hélt fund kl. 2 síðdegis. Allir I nefndarmenn voru mættir nema Brynjólfur [ H. Bjarnason, er hafði ’fónað’ til formanns, að hann mundi verða við vörutalningu í búð | sinni eins og hann væri vanur á sunnudög- [ um. 30. nóvember og 1. desember 1913. Kæra Tilefni fundarins var kæra nemenda i | tveim efstu bekkjum skólans. Var m.a. kært [ yfir orðbragði skólastjóra. Við nákvæmal rannsókn kom fram, að skólastjóri hafðij verið búinn að taka tvo pilta þrjá daga í röð | upp í sama dæminu og útskýra það nákvæm-| lega, en alltaf botnuðu þeir jafnlítið í því.J Hafði hann þá látið sér þessi orð um munnl fara: „Þetta er verra en að rífa þorskhausa,[ það er eins og að fást við freðna ýsuhausa.” Eftir þjark nokkurt komust á sættir. 11. september 1917. Þunglega horfir með skólahald Ef enginn skóli verðuf, var samþykkt að| selja mó þann, sem skólinn hefur fest kaup | á. 12. júní 1918. Fyrirhyggja. Samþykkt að kaupa 2 tonn af kolum og 5 tonn af mó (pöntuð) til næsta vetrar. 8. september 1920. Vaxandi dýrtíð. Samþykkt að hækka laun skólastjóra um kr. 2000.00, þannig að þau verði kr. 6000.00, Skólastjóri tilkynnti, að þegar væri komið inn í loforðum kaupmanna kr. 5140.00 og von um meira. Samþykkt að greiða stundakennurum | sama kaup og landstjórnin ákveður við opin- beru skólanna og að því tilskildu, að þeir kenni allt skólaárið. [Skólagjöld Skólanefnd samþykkir óbreytt skólagjald Ikr. 175 í dagdeild en kr. 105 í kvölddeild, og Igreiðist það að öllu Ieyti fyrirLam. 113. marz 1927. Nemendur kæra yfir lélegu húsnæði. Á skólanefndarfundi var lögð fram kæra, I Isem 79 nemendur skrifuðu undir. Var kæran lupphaflega rituð Verzlunarráðrnu. Kært var |yfir ásigkomulagi og ræstingu hússins og misfellum á starfi kennaranna. Um húsnæðið segir svo í kærunni: „Vér vitum, að hús það, sem skólinn starfar í, er að engu leyti forsvaranlegt sem skólahús, hvorki það rúm né annan útbúnað snertir. En þar sem ráðgert er að reisa skóla- hús, þá ætlum vér ekki að fara fram á, að þegar. í stað sé fengið nýtt húsnæði, enda þótt það væri ■ óneitaniega æskilegt. Þess krefjumst vér aðeins, að þegar í stað sé bætt úr því, sem er siðferðileg skylda aðilja gagn- vart heilbrigði nemenda, sem sé hitun og ræsting skólans. Er það forsvaranlegt, að verið sé að kveikja upp í ofnskriflunum í „pakkhúsi” því þegar nemendur koma á morgnana? Þetta hefur þráfaldlega átt sér stað í vetur og einna helst, þegar kaldast hefur verið. Og ekki nóg með kuldann, heldur hefur einnig verið ólíft fyrir reyk. Eða er hægt að þola það, að kennslustofur og bekkgarmar þeir, sem notaðir eru, séu svo óhreinir, að hvergi sé við komandi nema verða svartur af ryki? Þannig hefur verið í allan vetur, en fer auðvitað hríðversnandi, því að stofurnar eru sópaðar einu sinni til tvisvar á dag, en aldrei þvegnar.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.